Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Blaðsíða 4
I SOLSKINI OG HITA UM JOLALEYTID
Ómar og fjölskylda hans búa i einbýlishúsi skammt utan við Lagos í Nigeríu Hér er hann með börnin fyrir utan húsið.
ÍSLENZK HEIMELl
V
▼ IÐ búum hér í Nigeríu
vegna þess að ég hefi hér betri
laun en víða annars staðar, fæ út-
borgaða væna upphæð úr lífeyris-
sjóði ef ég hætti eftir að hafa ver-
ið hér í a.m.k. 5 ár og okkur var
strax lagt til gott hús, búið nauð-
synlegum húsbúnaði og veitt lán
til bílakaupa. Þessu svaraði Ómar
Tómasson, flugmaður, er ég var
stödd á heimili hans suður í Lagos
fyrir skömmu og spurði hvers
vegna hann kysi að búa þar með
fjölskyldu sína. En hann bætti því
við að þau hjónin litu á þetta sem
bráðabirgðaráðstöfun, þau ætluðu
sér ekki að setjast þarna alveg að.
Það er vissulega ekki lítils virði fyr-
ir ung hjón, sem eru að byrja búskap
með tvær hendur tómar að fá slíkt
bráðabirgðaheimili. Þetta er lágt ein-
býlishús í ágætu hverfi úti við flug-
völlinn, þar eð Ómar starfar hjá Flug-
félagi Nigeríu. Fyrir utan stofur eru í
húsinu tvö stór svefnherbergi, búnings-
herbergi, bað og eldhús og í bakgarð-
inum hús fyrir þjónustufólk. Hring-
stígur liggur upp að dyrunum og trén
í vel snyrtum garðinum skyggja á næstu
hús.
Vilja gjarnan búa á íslandi.
Þennan dag ærsluðust tvær ljóshærð-
ar hnátur, Ólína á fjórða ári og Julie
á þriðja, í garðinum. Þær höfðu farið
úr fötunum og sprautuðu hvor yfir aðra
köldu vatni úr garðslöngunni í sólinni
og hitanum. Allir gluggar á húsinu
stóðu opnir og viftur snerust til að fá
andvara um húsið. Inn um opna
vængjahurð sást inn í stóra stofu, að-
greinda í borðstofu og setustofu með
bókahillu. Þar sat Patricia, kona Ómars,
og Kristján litli, stór og pattaralegur
10 mánaða snáði, lék sér á gólfinu.
Um leið og ég kom inn, færði þjónn-
inn mér kaldan drykk í glasi, en i þess-
um heitu löndum, er alltaf fyrsta spurn-
ing húsráðenda: — Hvað má bjóða þér
að drekka?
★
Ómar átti ekkert að fljúga þennan
dag og var um það bil að fara í klúbb-
inn sinn til að spila billiard við félag-
ana og síðan tennis á leikvellinum. Um
helgar fer hann líka oft á sjó á lystibát
með kunningja sínum, til að veiða á
stöng, stórfisk að nafni barrakúta. Fyrst
eftir að hann kom til Nigeríu fyrir 5
árum, var hann í borginni Kanó norður
í landi og fór þá oft á veiðar til að
skjóta villisvín og ýmiss konar fugla.
En þar er aðalsportið að fara á hestbak
og leika póló. — Þar eru ákaflega
skemmtilegir hestar, enda eyðimerkur-
mennirnir frægir hestamenn, segir
Ómar. Þetta eru allt stóðhestar og ákaf-
lega fjörugir.
Um leið og Ómar fór út úr dyrun-
um, spurði ég hann hvenær hann kæmi
heim til íslands. — Við komum heim í
frí í apríl, Og ég vonast til að flytja
heim við tækifæri.
— Hvað segir þú um að flytja til
íslands, Patricia?
— Ég vil búa á íslandi, svarar hún
um hæl. Og ég segi það ekki út í blá-
inn, því ég hefi verið þar. T.d. dvaldist
ég þar í 9 mánuði einu sinni, átti Julie
þar. Og við förum þangað alltáf í frí-
um. Þá er Ómar dálítið upptekinn við
að hitta vini og kunningja, en ég er viss
um að ef við værum setzt þar að, þá
mundi ég líka komast inn í kunningja-
hópinn.
í fyrstu átti ég dálítið erfitt með að
fella mig við íslendinga, þar sem ég er
ensk og dálítið þröngsýn. Mér fannst
fólk drekka of mikið og eins fannst
mér hræðilegt að fólk skyldi alveg
hiklaust búa saman ógift. En nú er ég
orðin dús við þetta allt saman, og vil
helzt búa á íslandi.
★
Fjölskylda Ómars Tómassonar er
reglulegir alheimsborgarar. Sjálfur er
hann alinn upp í Kleppsholtinu, í hús-
inu Tómasarhaga við Laugarásveg,
Patricia er ensk að þjóðerni, Ólína fædd
í Kanó í Nigeríu, Julie á íslandi og
Kristján í Englandi. Börnin geta því
valið um það, þegar þau eru orðin upp-
komin hvort þau vilja rikisborgararétt
föður síns eða þess lands, sem þau eru
fædd í. Fjölskylda Patriciu er heldur
ekki við eitt land bundin. Foreldrar
hennar bjuggu í Kanó í Nigeríu, þar
sem faðir hennar var slökkviliðsstjóri á
flugvellinum, þegar hún kynntist
Ómari. Og nú eru foreldrar hennar á
Trinidad og hafa boðið henni að koma
með fjölskylduna í sumarfrí.
fslendingur með
Afríkublóð í æðum.
Kristján litli situr á gólfinu, stór og
hraustlegur, og maður á bágt með að
trúa því að fyrir aðeins 3 mánuðum
hafi hann verið hætt kominn vegna
malaríu. Hann var fluttur fárveikur í
sjúkrahús, þar sem afrískir læknar
björguðu lífi hans með blóðgjöf gegnum
magann. Nú er hann aðeins með mar-
bletti á mjöðmum og tvö ör á hálsi,
þar sem fyrst var skorið til að reyna að
koma inn blóðvatnsgjöfinni. Nú renn-
ur því afrískt blóð í æðum snáð-
ans. Síðan fór móðir hans með hann til
Englands meðan hann var að ná sér. —.
Hann fékk mjög góða aðhlynningu í
barnaspítalanum hér í Lagos, segir hún.
Þar voru mörg ákaflega mikið veik
börn. Hjúkrunarkonan sagði mér að
alltaf deyi mikið af börnunum, þrátt
fyrir góða hjúkrun, af því að þau koma
of seint. Foreldrarnir leita oft fyrst
tii töfralæknisins heima í þorpinu sínu,
en snúa sér ekki til sjúkrahúsanna fyrr
en sem síðasta úrræði, og þá er það
iðulega orðið of seint.
— Börn þrífast hér annars ákaflega
vel, segir Patricia. Þau leika sér mikið
úti í sólinni. En það verður að gæta
þeirra vel og ýmislegt er að varast,
T.d. verður að gefa þeim daglega kín-
ín sem vörn gegn malaríunni, láta þau
Framhald á bls. 6.
Barnfóstran með Kristján litla. Hann er stór og hraustlegur, þó að hann hafi
verið hætt kominn vegna malaríu 3 mánuðum áður.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. tölublað 1963