Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Blaðsíða 5
,Æ, hvað allt er Ieiðinlegt
Skopmynd af frönskum góðborgurum á síðustu öld
hvað allt er leiðinlegt!
„Æ, hvað allt er leiðinlegt!" gæti
verið yfirskrift yfirstandandi tíma á ís-
landi, og er þó ekki þar með sagt að
aldrei hafi verið leiðinlegra hér en ein-
mitt nú. Vel má vera að einhver skeið
JLí ýðrœðisskipulag byqgist á
pví aö meirihlutinn ráöi, og af pví
er oft dregin sú ncertœka ályktun,
aö meirihlutinn hljóti ævinlega aö
hafa á réttu aö standa. Fátt er fjær
sanni eöa hœttulegra andlegu frelsi
og framfaraviöleitni yfirleitt.
Ef fram fœri skoöanakönnun á
pví, hvaða bókmenntir vœru beztar,
hvaöa listaverk mikilfenglegust,
hvaöa skoöanir stórbrotnastar,
mundi niöurstaöan veröa sú aö
meirihlutinn greiddi pví atkvæöi
sem er lágkúrulegast, andlausast og
hégómlegast (sbr. metsölubœkur og
vinsœlustu kvikmyndir). Flest paö
sem miöaö hefur til framfara í ver-
aldarsögunni hefur í öndveröu ver-
iö fordœmt af meirihlutanum —
eöa par til skörö voru rofin í pann
mikla múr forheimskunnar og vana-
festu sem meirihlutinn lileöur jafn-
an um heföbundin viöhorf sín og
stundarhagsmuni.
Sókrates, Kristur og Lúther, svo
nefndir séu af handahófi prír braut-
ryöjendur, voru í minnihluta, en
b e y g ö u sig
ekki fyrir of-
urvaldi meiri-
hlutans. Þ ar
kom, aö kenn-
ingar peirra
hlutu fylgi og
viöurkenningu
meirihlutans,
en pá brá svo
viö, a ö p œr
tý ndu ein-
hverju af upp-
runalegum
lcrafti sínum. Þœr uröu „sjálfsagö-
ar“ og um leiö máttlitlar. Vaninn
og hugsunarletin saug úr peim allan
i merg.
7 Þaö virðist vera ein af pversögn-
} um mannlegrar sögu og mennskrar
náttúru, aö jafnslcjótt og einhver
andleg staöreynd hlýtur blessun
meirihlutans, týnir hún frjómagni
sínu, hœttir aö bera ávexti. Allt líf
viröist vera pess eölis, aö paö parfn-
ast andstreymis og baráttu til aö\
1 vaxa og proskast. Meölœti og „friö-
; ur“ viröast vera banamein lífsins.
* Þess vegna er svo mikilvœgt aö
minnililutinn hafi fullt tjáningar-
frelsi, pví hann er beinlínis for-
senda pess aö lífiö próist, bœöi á
vólitískum og andlegum vettvangi.
t rauninnl veltur lýörœöiö miklu
fremur á prótti minnihlutans en
valdi meirihlutans. Og l andlegum
efnum er minnihlutinn skilyröi
pess, aö menningin lifi.
Af pessum sökum œtti kjöroröiö
!að vera: Verndum lýörœöiö og
menninguna gegn meirihlutanum!
s-a-m.
í íslandssögunni hafi verið leiðinlegri,
en mér er ekki kunnugt um þau, enda
yrði vitneskja um þau harla lítil hugg-
un á þessum síðustu og verstu tímum.
Satt að segja er það með ólíkindum hve
mikið getur rúmast af leiðindum í jafn-
litlu þjóðfélagi, og þó er kannski eng-
inn hlutur eðlilegri þegar betur er að
gáð: hvernig getur ástandið orðið öðru-
vísi en óbærilegt í þjóðfélagi þar sem
peningar og pólitík drottna yfir sálun-
um?
Þessi tvö ólukkans fyrirbæri, pening-
ar og pólitík, hafa nefnilega þá ónátt-
úru að draga á eftir sér önnur enn ó-
merkilegri: lágkúru, þröngsýni, vana-
þrældóm, varkárni og smekkleysi.
En mannleg náttúra er nú einu sinni
þannig gerð, að hún á erfitt með að
sætta sig við leiðindin til langframa, og
er þá gripið til meðala sem að vísu
deyfa lífsleiðann í bili, en magna hann
þegar frá líður. Þessi meðul eru m.a.
hóflausar skemmtanir, áfengi, deyfilyf,
spilamennska og alls kyns. della. En nú
virðist svo komið, að menn eru jafnvel
farnir að þreytast á að drekka eða
dansa frá sér leiðindin — og hvað er þá
til bragðs?
^era má að þessi þrúgandi lífs-
leiði sé skilgetið og óhjákvæmilegt af-
kvæmi velferðarríkisins, þar sem allt er
öruggt og tryggt, engin knýjandi vanda-
mál við að glíma, allt í föstum skorðum
— sú er að minnsta kosti skoðun sumra
mætra manna. Sá hlutur er altjent vís,
að lífsleiði íslendinga á djúpar rætur í
alltof snöggu og miklu meðlæti, sem
hefur alið af sér andlegt og líkamlegt
makræði. Látum vera þó menn verði
líkamlega latir og værukærir í öllum
þeim þægindum, sem þeir eiga völ á, en
andlega slenið er vissulega úrkynjunar-
merki sem ætti að valda öllum góðum
mönnum ugg og óróleik.
Að rífa sjálfan sig upp á hársrótunum
er kúnst, sem fáir munu hafa lag á, og
því er það vísast hrein goðgá að vekja
máls á úrræðum til að lækna þjóðina
af meini, sem hún er að verða heltekin
af, en ég hefði ætlað að ákveðnir hópar
í þjóðfélaginu hefðu hér verðugt verk-
efni, og á ég þar við rithöfunda og
listamenn yfirleitt.
Lágkúran og smekkleysið í íslenzkum
bókmenntum hefur farið vaxandi ár
frá ári og náði hámarki í síðasta bólta-
flóði með andatrúarskræðunum og ævi-
sögu Kristmanns. Er nú svo komið, að
í bókmenntunum örlar varla á frum-
legri hugsun eða djörfu tiltæki. Flest
er þar óendanlega flatt og vanabundið,
sömu hugsanir og viðhorf tuggin upp
aftur og aftur, sömu viðfangsefnum
misþyrmt, sami leiðindablær yfir
bókmenntum og listum eins og yfir
þjóðlífinu í heild.
1- g vek máls á þessu hér, vegna
þess að ég held þetta sé ekki óhjákvæmi-
legt afsprengi velferðarríkisins. í Sví-
þjóð, mesta velferðarríki veraldar, eiga
sér stað mikil andleg umbrot, þrátt fyr-
ir ýmis miður skemmtileg dæmi um úr-
kynjun og lífsflótta meðal yngri kyn-
slóðarinnar. Sama er að segja um
Bandaríkin, sem jafnan hafa verið talin
föðurland auðhyggjunnar. Og jafnvel í
sjálfu höfuðvirki kommúnismans, Sovét-
ríkjunum, eru andlegar hræringar sem
hljóta að vekja manni forvitni og jafnvel
öfund: bara að hér á landi ættu sér stað
svipuð átök, hressilegar deilur og
dirfskufull tiltæki sem hrektu burt
lognmolluna og sofandaháttinn.
Á íslandi eyða menn hins vegar púðri
sinu í jafnauvirðileg og skopleg fyrir-
brigði eins og deilur um andalækningar
og spíritisma, andlausustu viðfangsefni
á yfirborði jarðar!
É
, g held að það sé misskilningur,
að íslenzkt mannlíf sé svo innantómt og
ómerkilegt, að hér þrífist ekki annað en
andatrúarrugl, ævisagnastagl og ófrjó
dýrkun á fortíðinni (með draugum, álf-
um og öðru tilheyrandi). Mér virðist
þvert á móti vera mýmargt í íslenzku
þjóðlífi sem taka mætti til rækilegrar
meðferðar í opinberum umræðum:
þröngsýnin í pólitik og almennum um-
ræðum um dægurmál, spillingin í at-
vinnulífinu og opinberum stofnunum,
óttinn við almenningsálitið (sem er
ekki annað en hjátrú), andleysið í bók-
menntum og listum (þar með talið
smekkleysi í byggingarlist og lágkúra í
leiklist), dómgreindarleysið sem lýsir
sér á fáránlegri oftrú á skoðunum út-
lendinga, vanmatið á íslenzkri nútíma-
menningu — og síðast en ekki sízt
hræðslan við að fara ótroðnar slóðir í
listsköpun, tefla á tvær hættur, gera sig
hlægilegan ef því er að skipta, fremja
axarsköft sem kynnu að stuðla að því
að dreifa doðanum og hugsunarleysinu.
1. etta eru sundurlausir þættir,
valdir af handahófi, og þeim er ein-
ungis ætlað að árétta þá staðreynd, að
íslenzku leiðindin eiga sér alls ekki fé-
lagslegar forsendur, heldur eru þau
sprottin af kæruleysi, leti og hugleysi.
Ekki alls fyrir löngu kom að máli við
mig ungur, hugmyndaríkur útlending-
ur, sem hér er búsettur, og stakk upp á
því að við reyndum að stuðla að útgáfu
smárita eftir unga höfunda og lista-
menn, ekki með það fyrir augum að
græða fé eða kynna mikla list, heldur
aðeins til að skapa ungum mönnum
vettvang til að koma fram með það sem
þeir eiga í pokahorninu af rituðu máli,
teikningum, ljósmyndum eða öðru sem
koma mætti á bókspjöld.
Jr ó ekki hefðist annað upp úr
slíku fyrirtæki en ergelsi góðborgar-
anna, skammir máttarstólpa þjóðfélags-
ins og rifrildi um gildi slíkrar viðleitni,
væri betur af stað farið en heima setið,
Ég held sem sé að deyfðin og leiðindin
hjá okkur stafi meðfram af því, að ung-
um og ódeigum mönnum gefast alltof
fá tækifæri til að hlaupa af sér hornin
á opinberum vettvangi og valda heil-
brigðri hneykslun, róta upp svolitlu
moldryki í kæfandi lognmollu peninga-
dýrðarinnar.
Ef við höldum áfram að gera aðeins
það sem helgast af hefð og vanahugsun,
líður ekki á löngu þar til húmorleysið
og leiðindin svæfa okkur að fullu og
öllu, breyta okkur í róbota með þúsund-
kalla í heilabúinu og krónupeninga í
augnatóttunum.
eftir Honoré Daumier.
8. tðlublað 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5