Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Page 7
Leikstjóri vísar ungun höfundi
ekki frá sér
segir Ævar Kvaran í leikspjalli
0
11 höfum við komið í
leikhús, og sjónleikir hafa
egar við póstleggjum
bréf, eða tökum við bréfi,
gerum við okkur e.t.v. ekki
ljóst hvað skeður á leið
bréfsins frá póstkassanum
til bréfbera. Því heimsótt-
um við bréfberadeild póst-
hússins og hittum Gísla Sig-
urðsson.
— Hvað gerið þið hér,
Gísli?
•— Okkar hlutverk er að
undirbúa dreifingu bréfa,
þ.e. sundurlesning eftir göt-
um og númerum, og hafa
póstinn tilbúinn fyrir bréf-
berana á næsta dreifingar-
tíma.
— Hvað myndi gerast ef
þið væruð allir veikir einn
dag?
— Þið fengjuð bréfin
ykkar seint, það tæki a.m.k.
2—3 daga að vinna það upp.
— Stundum komast bréf
ekki til skila, hvað þá?
— Ef viðtakandi finnst
ekki, þá flettum við upp í
götumanntali og reynum
að finna nafn viðtakanda
þar í sömu eða næstu göt-
um, ef það dugar ekki, þá
eftir stafrófi, en oft er það
árangurslaust og þá er
bréfið yfirgefið og opnað,
(ef sendandi hefur ekki
skrifað sitt heimilisfang á
bakhlið þess) skv. reglugerð
J frá 25. marz 1925, 22 gr.
Oft er ekki hægt að átta sig
á undirskrift, sendandi t.d.
„þinn Nonni“. Fer þá bréf-
ið í hin svonefndu „dauðu“
bréf og kemst því aðeins til
skila, að sendandi eða við-
takandi komi til ok'kar.
— Manstu eftir nokkru
skemmtilegu atviki úr starí-
inu?
— Þó svo væri, þá feng-
irðu ekki að vita það, því að
við erum bundnir þagnar-
heiti. — Hs.
verið almenningi til yndis
og ánægju allt frá þeim
tíma er hin fyrstu hirðfífl
léku hstir fyrir sinn herra.
í dag tíðkast hin stóru
leikrit, mikil verk, þó
stundum umdeild.
En í skugga þeirra má greina
smáleikina, leikþætti flutta í
skólum, fámennum félögum
eða jafnvel í hópi barna í af-
mælisboði. Mörgum hefur þó
reynzt erfitt að komast yfir
heppilega íslenzka einþáttunga
til sýninga við hin frumstæð-
ustu skilyrði. Ýmsir, ungir og
gamlir hafa spreytt sig á þessu
viðfangsefni, en árangur oft
ærið misjafn. Því datt okkur
í hug að leita til Ævars Kvar-
an og biðja hann að segja okk-
ur hvað hann vildi ráðleggja
ungu fólki sem vill reyna leik-
ritun. Við fréttum að Ævar
væri niðri í Tjarnarbæ að æfa
Shakespeare með Leikhúsi
æskunnar og réðumst þar til
inngöngu. Ævar leiðbeindi
hinum ungu leikendum og
hvatti þá óspart, en loks var
gert leikhlé og náðum við
Ævari á sviðinu og spurðum
hvað hann vildi segja við þá,
sem hygðust semja einþátt-
ung.
„mt að gildir sama reglan við
leikþátt og smásögu, þröngt og
afmarkað form. Árangur næst
því aðeins, að höfundur hafi
bæði hæfileika og æfingu.“
„En hvað um efnið?“
„Höfundur þarf skilyrðislaust
að hafa eitthvað að segja og
verður að gera sér ljóst að ein-
þáttungur hefur upphaf, miðju
og endi. Endirinn skiptir mestu
máli, því að hann veldur úrslit-
um um áhrifin á áhorfandann.
Leikritið verður að rísa jafnt
allt til loka, en til að skapa
spennu þarf átök tveggja afla
í leikritinu, en þau koma fram
í gervi tveggja andstæðra per-
sóna sem eru fuiltrúar þeirra.
Höfundur gerir e.t.v. ráð fyrir
að annar aðilinn bíði lægri hlut
í átökunum, en þá verður hann
að gæta þess að samúð hans
með sigurvegaranum sé ekki of
áberandi eða augljós. Það kem-
ur oft fyrir byrjendur að veita
ekki gagnaðilanum nægilega
skemmtileg tilsvör eða haldgóð
rök til að standast hinum snún
ing, og verkar það ósannfær-
andi á áhorfendur. Til þess að
nauðsynleg spenna náist, verða
átökin að vera tvísýn svo að á-
horfandi geti verið í vafa um
únslitin .Það má líkja þessu
við glímu, hún er ólíkt
skemmtilegri þegar glímumenn
virðast jafnir og úrslit eru tvd
sýn.“
„Höfundur verður að gera
sér ljóst að hann er ekki að
skrifa smásögu, heldur verður
ihann að reyna að sjá persón-
ur sínar á sviðinu, þar sem þær
endanlega eiga að túlka verk
hans. Það er heppilegast, ef
hægt er, að persónur séu ekki
fleiri en 5—6 en oft betra með
2—3, með því verður einþátt-
ungur oft nothæfari og skemmti
legri og auk þess auveldara við
fangsefni fyrir flesta.“
Á höfundur að staðsetja per-
sónur sínar á sviðinu?
„Það er ekki nauðsynlegt að
höfundur staðsetji þær í smá-
atriðum og oft reyndar óheppi
legt, nema að höfundur sé sjálf
ur leikstjóri og hafi reynslu sem
slikur. Oft reynist betur að gefa
leikstjóra alveg frjálsar hend-
ur um uppsetningu leiksins.“
E,
I n leiktjöld — þarf höf-
undur að gera nákvæmlega ráð
fyrir þeim?
Ævar Kvaran
„í sambandi við tjöld er sjálf
sagt að einþáttungur fari fram
í sama umhverfi frá upphafi til
enda nema annað sé nauð-
synlegt og hægt sé að koma við
sviðsbreytingum á örfáum sek-
úndum og þá helzt aðeins sem
lj ósabrey tingum".
Er hægt að læra að skrifa
leikrit?
„Nei, list verður ekki lærð,
en þó er hægt að læra ýmis
tæknilegar hliðar leikritunar í
isvert, að ýmsir frægir leikrita-
höfundar nútímans, sérstaklega
í Bandaríkjunum, hafa lært
tæknilegar hliðar leikritunnar í
háskólum, en enginn skóli get-
ur skapað listamann, ef neist-
inn er ekki fyrir hendi“.
E,
E,
'n
leiksins?
hvað um persónur
ir til á íslandi nokkur
skóli á þessu sviði?
„Nei, hér á íslandi er ekki
til skóli þar sem hægt er að
læra tækmlegar hliðar leikrit
unar. Þess vegna verður að
þreifa sig áfram og læra af
reynslu, og er þá gott fyrir höf-
und að snúa sér til lærðra leik
stjóra um gagnrýni á bygg-
ingu leiksins. Einnig ætti höf-
undur, ef hann hefur góðan leik
stjóra til að sjá um uppfærslu
leiksins, að hafa samráð við
hann um breytingar á leiknum,
ef þörf gerist, þannig getur höf
undur e.t.v. lært mest.“
Hvemig heldur þú að leik-
stjórar tækju ungum höfundum
sem leituðu til þeirra um já-
kvæða gagnrýni á leik sínum?
„Liklega vel, að visu eru
þeir flestir mjög tímabundnir,
en ég held þeir mundu ekki
visa ungum höfundi frá sér.“
Hvað viltu segja við til
vonandi höfunda og aðra, er
þetta snertir, að lokum?
„Þeir, sem semja eimþáttunga,
verða að hafa í huga að setja
megi leikinn á svið við hin
frumstæðustu skilyrði, t.d. í skól
rnn. Annars er tími til kominn
að íslendingar snúi sér meira að
þvi að sýna einþáttunga, ekki
sízt vegna þess að þeir eru hand
hægari og ódýrari en löng leik
rit, ef til væru nægilega marg-
ir nothæfir íslenzkir þættir, en
meðan slíkt er að skapast má
nota erlenda leikþætti en af
þeim er til heill fjársjóður,
margir hrein listaverk og gætu
þvi verið verðug viðfangsefni
fyrir hvern sem er. Sannleik-
urinn er sá, að ég er þeirrar
skoðunnar að áhugamenn eigi
fremur að fást við betri þætti,
þá, sem eru einhvers virði og
vel samdir, heldur en fánýtan
fansa eða hégóma. Einkenni
góðs leikrits eru þau, að leik-
endur fá á þeim því meiri á-
huga sem þeir kynnast þeim
betur og fást lengur við þau,
en það gagnstæða gildir auðvit
að um farsa“.
En við megum ekki gleyrna
því að það er æfing i Tjarnar-
bæ, og ungu Shakespeare-leik-
endurnir eru farnir að ókyrrast.
Við þökkum því Ævari fyrir
spjaliið og höldum út, í þann
mund er Hinrik prins og Falst-
aff ganga í krána. H.S.
Um leikrit
ÞEIR leikarar munu vera ófáir, sem fengið hafa sína
fyrstu reynslu í listinni á skólaskemmtunum. Leiklistin
hefur lengi fylgt skólunum og er nú orðin fastur liður
í félagslífi skólanemenda.
Jafnvel hinn gamli Hólavallaskóli, sem var allra skóla
aumastur, á heiðurinn að því að hafa hlúð að frum-
gróðri íslenzkrar leikritunar. Fyrstu íslenzku leikrit-
in, sem því nafni er hægt að nefna, voru samin fyrir
þann skóla, og er ekki líklegt, að þau hefðu nokkru
sinni séð dagsins ljós, ef leiklistaráhugi skólapilta hefði
ekki komið til, enda var leikritun Sigurðar Péturs-
sonar lokið (hann samdi leikritin), þegar yfirvöldin
bönnuðu skólapiltum að halda sína hefðbundnu herra-
nótt.
Nú eiga skólanemendur hægara um vik en á dögum
Hólavallaskóla. Ýmiss konar aðstoð er nú hægt að fá,
sem ekki var um að ræða þá. Og nú er hægt að treysta
á skilning hina eldri.
En að einu leyti standa skólanemendur nú litlu bet-
ur að vígi en sveinar Hólavalla: Það skortir leikrit.
Hólavallapiltar áttu vísan hauk í horni, þar sem Sig-
urður Pétursson var. En hvar geta skólanemendur
leitað fanga nú?
Það eru einkum stuttir einþáttungar, tuttugu til þrjá-
tíu mínútna verk, sem nú skortir, verk, sem auðvelt er
að setja á svið og leika, verk, sem eru einföld og óbrot-
in, en þó lífleg, fjörug og umfram allt íslenzk.
Það mátti lengi telja til stórviðburða, ef íslenzkt leik-
rit sá dagsins Ijós, og til skamms tíma mátti telja á
fdngrum sér þau skáld íslenzk, sem sinnt höfðu þeirri
bókmenntagrein, svo að orð væri á gerandi. Nú er þetta
að breytast, sem betur fer. Leikritun er smám saman
að ryðja sér til rúms til jafns við aðrar bókmennta-
greinar. Sumir spá því, að hún sé það, sem koma skal.
Getur ekki sú stund runnið upp aftur, að skólanem-
endur snúi sér beint til skáldanna og biðji þau um verk
til að leika? Það yrði að vísu engu skáldi gróðavegur.
Þar nillti ekki undir mikinn fjárhagslegan ábata. End-
urgjaldið yrði lítið iram yfir þakklæti og heiður.
Það var naumast tilviljun, að Skugga-Sveinn, fyrsta
íslenzka leikritið, sem ávann sér fullgildan þegnrétt í
bókmenntum okkar, var samið af skólapilti og leikið
af skólapiltum. Það eitt ætti að vera bæði skáldum og
skólafólki ærin hvatning. — EJ.
3. tölublað 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7