Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 9
3. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 0 allmikil í éljunum. Tungl var i fyllingu og óð í skýjum. Þá ég var skammt kom- inn út á fjörurnar, sá ég bál mikið, þar sem ég átti von að Hallbjarnarstaða- kambur væri, og er það slíkt heljarbál, að ég hef aldrei annað eins séð, þá er það var sem stærst. Fyrir myrkri og hríð sá ég lítt annað en að það mundi ná úr sjó upp og samsvara björgunum, þaðan er sneiðingurinn liggur upp að Hallbjarnarstöðum og allt út að tá og svo jafnhátt bjarginu. Hleypti ég þá klárnum allt sem af tók, þangað að er bálið var, því ég hafði gaman að sjá, hvað þarna væri um að vera. Tók þá blossinn að minnka er nær dró, en hélzt þó hið ytra og efra. Reið ég allt þangað til, út með sjálfum kambinum og þessu báli, að rétt var komið á sund. Sneri ég þá aftur og ætlaði að finna sneiðinginn upp kambinn, en það gat ég ekki fyrir myrkrinu. Fór ég þá aftur suður fyrir gilið, er rennur þar rétt hjá og komst við illan leik upp fjársneiðing, er ég gat þuklað uppi í dimmunni, með hönd- unum, teymdi ég hestinn þar upp á eftir mér, og þótti sumum glæfraför eftir á, er ég sagði frá. Nú er það skoðun mín, að annaðhvort Garðar Svavarsson eða einhver forn- manna hafi verið að svalka hér framan við, ef til vill í líku veðri og ég, og séð hina sömu sjón og ég; hafi þeir síðan sett þetta nafn, Tjörnes, á tanga þennan, og þótt meira stáss í því, en að kalla það Eldnes. Það er alkunnugt, að kamb- urinn allur, frá efst til neðst, er sam- settur af dauðum sjódýrum, og hefur því þetta bál, er ég sá, verið tómt maur- ildi. Það væri gaman að vita, hvort engir fleiri en ég hafi séð þessa sjón. Mál þetta hefur verið borið undir merkan náttúrufræðing hér í borg. Hann telur engan vafa á, að prestur skýri satt og rétt frá þessu náttúru- fyrirbrigði, er bar fyrir augu hans. En maurildi getur eingöngu stafað frá líf- rænum efnum. í Hallbjarnarstaðakambi eru hinsvegar aðeins til steingerfingar frá ævafornum tímum, en náttúrufræð- ingurinn telur mjög sennilegt, að eld- urinn, sem prestur sá, hafi verið magn- að maurildi, er stafað hafi frá svifi sjónum, sem brimlöðrið hafi borið á land þessa óveðursnótt. - Nafnskýring séra Þorleifs á Skirmastað etta mikla nes skagar út milli Skjálfanda og Axarfjarðar. Þjóðvegurinn liggur austur og upp fyrir það yfir svonefnda Reykja- heiði, niður í Kelduhverfi, en sá galli er á þessari heiði. að hún er mesta snjókista. Nú hefur vegur verið lagður út fyrir Tjörnes, með- fram sjónum, og er hann hin mesta samgöngubót. Tjörnes er um marga hluti merkilegt, ekki sízt fyrir náttúrufræðinga. Það hefur að geyma minjar um líf skeldýra og gróðurs, og steingerfinga frá löngu liðnum tímum, aðallega í hinum svo- nefnda Hallbjarnarstaðakambi. Kambur þessi er ekkert smásmíði, 6—7 km lang- ur og allhár. Menjar sjávardýra hafa þar fundizt í 1.50 m hæð yfir sjó, svo mikil breyting hefur þar orðið á voru föðurlandi. Hinn ágæti fræðimaður, Guðmundur heit. Bárðarson prófessor, hefur manna mest rannsakað þenna stað og skrifað um hann heila bók, sem Vísindafélagið danska gaf út á sínum tíma, á enskri tungu. Sr. Þorleifur á Skinnastað Nafnið á þessu nesi mun hins vegar vera flestum nokkur ráðgáta, en í þeim efnum væri ráð að leita í smiðju til séra Þorleifs. Hann var um margt merkilegur maður. Hann var prestur á Presthólum og Skinnastað um 30 ára skeið, frá árinu 1878, og auk þess þjón- aði hann oft nágrannasóknunum, svo sem Fjallaþingum. Hann varð stúdent frá Latínuskólanum árið 1872. Sá góði maður, Kristján konungur IX., lofaði honum að fljóta með konungsskipinu til Kaupmannahafnar 1874, þar sem Þor- leifur lagði stund á stjórnfræði og mál- fræði við Hhskólann um skeið. Kom hann síðan aftur hingað til lands, lauk námi í Prestaskólanum og gekk í þjón- ustu kirkjunnar. Eftir hann liggja ýmis- leg rit málfræðilegs eðlis og auk þeirra sá' hann um ýmsar fornritaútgáfur. Séra Þorleifur og Magnús Björnsson Þó saga sú, sem hér fer á eftir komi ekki beinlínis málinu við, er bezt að láta hana flakka, því hún lýsir þeim mönnum báðum vel, sem við hana eru riðnir, en annar þeirra er séra Þorleifur. Magnús heitinn Björnsson, sá marg- fróði maður, er um margra ára skeið var starfsmaður við Náttúrugripasafnið, var oft á sumrin fylgdarmaður erlendra ferðamanna, bæði um byggðir og ó- byggðir þessa lands. Eitt sinn fór hann frá Reykjavík norður Sprengisand og alia leið niður í Axarfjörð. Þekkti hann séra Þorleif vel af afspurn, og vissi af sínu hyggjuviti hvaða hýrgun honum kæmi bezt. Prestur stóð úti á hlaði er Magnús reið í garð. Sá Magnús fljótt, að svo mikilúðlegur og gáfulegur mað- ur á þessum stað, hlyti að vera séra Þorleifur. Magnús heilsaði honum með þessum orðum: „Hvort mundi ég fara til Helvítis, ef ég gerðist svo djarfur að bjóða prestinum brennivín?“ Séra Þorleifur leit upp og svaraði: „Mjög svo mætti maðurinn vera synd- um hlaðinn, að hann ætti ekki vísa Himnaríkisvist fyrir það“. — Fór þá Magnús að opna hnakktöskur sínar. Nafnið Tjörnes Smáritgerð er til eftir séra Þorleif, um Tjörnes, eða réttara sagt nafnið á þessu nesi, og hér er bezt að láta hann sjálfan segja frá: Tjörnes, eða Tjörnnes. Ég hef nokkr- urn sinnum rekið mig á hina röngu mynd, nfl. Tjörnnes. Menn ímynda sér líklega að það sé dregið af tjörn. En fyrst er nú það, að á plássi þessu er varla til poflur, hvað þá heldur tjörn, og í öðru lagi, ef það væri dregið af tjörn, ætti það að heita Tjarnnes. Á Hólssandi hér, milli Axarfjarðar og Hóisfjalla, og einnig á Hólsstíg, milli Núpasveitar og Sléttu, heitir. Tjarn- stæði, er það af því, að þar situr vatn í lautum, fram eftir sumrum og allt sum- arið ef illa viðrar, eftir leysingar á vorin. Hið rétta nafn er því eflaust Tjörnes, og skal ég reyna að færa rök að því. — í útgáfu Bjarnar Jónssonar af Eyrbyggju, Ak. 1882, bls. 110, er vísa þar sem er mannkenningin: Tjör Rínar- týnir (Rínar tjörs-týnir) og á tjör hér sýnilega að þýða eldur. Vér höfum enn í dag í máli voru náskylt orð þessu, nfl. týra. sem þýðir lítið ljós, diminutivum af orðinu tjör, sem liklega er karlkyns. Nú skal ég segja ykkur skrítna sögu viðvíkjandi örnefninu Tjörnes, að það sé sama og Eldnes. Nóttina milli 22. og 23. október 1885 var ég einn á ferð af Húsavík yfir Tjörnesið. Fór ég sem leið liggur út hjá Héðinshöfða og ofan í fjörurnar hjá Köldukvísl, og reið þær út, eins og leið liggur allt að Hallbjarn- arstaðakambi. Veðri var þannig farið, að norðaustan hríðarritja var og það Húsavík blómlegur útgerðar bær við innanvert T.iörnes

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.