Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Qupperneq 11
Séð' heim að Viðey. Viðeyjarstofa á miðri mynd. | MAGNÚS ... | Framh. af bls. 1 ing á náttúrulögmálunum, og stefnu- miðið að mennta almenning og fræða, jafnt í veraldlegum sem andlegum efn- um, hefja hann úr myrkri fáfræðinnar upp í ljós þekkingarinnar, eins og oft var að orði komizt. Menntunin mundi hafa í för með sér farsæld og velgengni og efla hvers konar borgaralegar dyggð- ir. Meðal íslendinga hafði fræðslustefn- an hvergi fest dýpri rætur en hjá þeim Hannesi biskupi og Jóni Eiríkssyni. Svo að vikið sé að pólitískum málum íslands á þessum tíma, þá var stjórnar- farið einvaldsstjórn konungs, og mun engum hafa komið til hugar á uppvaxt- arárum Magnúsar, að á því væri breyt- ingar að vænta. Hin minnsta véfenging á því stjórnarfyrirkomulagi var landráða sök, og sama var um gagnrýni á einstök- um stjórnarframkvæmdum. Svo átti þó að heita, að leyfðar væru almennar hug- leiðingar um eðli góðra og illra stjórn- hátta. Erlendis var þá kenning Voltaires um hið upplýsta einveldi efst á baugi, og létu einvaldarnir hana sér vel líka. Iæg skyldi setja með hag þegnanna og almennar framfarir þjóðarinnar fyrir augum, en í skjóli góðra og mann- úðlegra laga og réttlátri framkvæmd þeirra mundi menning og farsæld þró- ast. Kenning Voltaires var orðin alkunn á þessum tíma, og mun hún ekki hafa farið fram hjá Magnúsi, þó að hann hafi e. t. v. ekki kynnzt bókum Voltaires fyrr en síðar. JL verzlunarmálunum hafði hin franska kaupauðgisstefna (merkantil- ismi) verið allsráðandi á fyrra hluta 18. aldar. Samkvæmt henni var efnahagur hvers lands undir því kominn, að það næði hagstæðum verzlunarjöfnuði við önnur lönd. Til þess að ná þeim árangri var talið sjálfsagt að beita einokun, einka leyfum og tollmúrum, þegar það þótti henta. Einokunarverzlun Dana hér á landi var m. a. réttlætt með því, að frjáls viðskipti við erlendar þjóðir, þ. e. aðrar en Danmörku og Noreg, mundu skaða ríkisheildina. Á síðara hluta 18. aldar verður kaupauðgisstefnan víðast erlendis að víkja fyrir nýrri og frjáls- legri viðskiptastefnu, sem almennt er kennd við Adam Smith. Með henni var Etefnt að almennu verzlunarfrelsi ríkja á milli. Um 1780 voru íslendingar þó vart farnir að hugsa til þess, að verzlun- in yrði gefin frjáls við erlendar þjóðir. Þeir æsktu afnáms einokunarinnar og að þegnum Danakonungs yrði leyfð hér frjáis verzlun. Komst það í framkvæmd árið 1787, eins og kunnugt er. Ég hef getið hér þessara almennu málefna af þeim sökum, að þau koma uvo mjög við sögu Magnúsar síðar. En ætla má, að hann hafi verið búinn að fá kynningu af þeim og taka afstöðu til þeirra þegar á Skálholtsárum sínum, þó að þau hafi sjálfsagt náð sterkari tökum á huga hans síðar vegna erlendra áhrifa. Árið eftir að Magnús lauk stúdents- prófi, hafði hann heitbundizt frænku sinni, Guðrúnu Vigfúsdóttur Schevings, sýslumanns á Víðivöllum í Skagafirði. Kveðst hann um það hafa farið að föður- ráðum, enda hafi hann ekki konuefnið augum litið, fyrr en hann „þankalítill um giftingar" fór norður í bónorðsförina sumarið 1780, þá 17 ára að aldri. Sumarið 1781 sigldi Magnús til Kaup- mannahafnar til að nema þar lög. Varð hann þá þegar handgenginn Jóni Eiríks- syni og kom í hverri viku á heimili hans. Segir Magnús, að þá hafi hugur sinn staðið til stöðugra lærdómsiðkana. Það fór saman, að námsgáfur hans og áhuga- mál voru mjög alhliða, og lét hann sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann kveður hug sinn hafa staðið mest til guð- fræði, en lögfræðin hafi verið sér brauð- nám til að hlýðnast föður sínum. Einnig sótti hann fyrirlestra í náttúruvísindum, sem hann kveðst jafnan hafa verið mjög hneigður fyrir. Reit hann á námsárum sínum grein „Um meteora edr vedráttu- far“, sem birt var í ritum Lærdómslista- iélagsins. Auk námsins í háskólanum keypti hann sér aukatíma í tungumál- um, hljóðfæraleik og danslist. Faðir hans sá honum fyrir nægum fjárráðum, og hafði hann þá og jafnan síðan hina mestu ánægju af að koma hirðmannlega fram í klæðaburði og lifnaðarháttum. Haustið 1783 bárust til Danmerkur fregnir af Skaftáreldunum og þeirri neyð, sem af þeim leiddi. Varð þá að ráði hjá stjórninni að senda skip til ís- lands með matbjörg, og var þó einsdæmi, að skip legði í íslandsför undir vetur- nætur. Ber það vott um, hvert álit menn höfðu þá þegar á Magnúsi, að stjórnin fól honum, þá tvítugum að aldri, að fara til Islands ásamt öðrum ungum manni, Levetzow, sem síðar varð hér stiftamt- maður. til að kynna sér tjónið af Skaft- áreldunum og gera tillögur um bjarg- ráð. Af förinni er það fyrst að segja, að skipið lenti í hinum mestu hrakn- ingum, en komst um síðir til Noregs, þar sem það tók sér vetrarlegu. Vistaðist Magnús hjá Þorkeli Fjeldsted, íslenzkum manni, sem þá var lögmaður í lögdæmi Kristjánssands. Var mjög gestkvæmt á heimili lögmanns um veturinn, og lifði Magnús þar í miklum fagnaði. Kenndi hann Norðmönnum hina nýjustu ensku samkvæmisdansa, en norska dansa segir hann þá hafa verið „útslitna og gaml- aða“. Til marks um elju hans og að fræðslustefnan hafi þá þegar verið búin að ná tökum á honum má geta þess, að þennan vetur samdi hann hina fyrstu matreiðslúbók, sem gerð hefur verið á íslenzku máli. Gaf hann bókina út árið 1800 undir nafni mágkonu sinnar, Mörtu Stephensen. Eftir fagnaðinn í Noregi urðu snögg umskipti í lífi Magnúsar, þegar þeir fé- lagar komust til íslands vorið 1784, sem almennt hefur verið nefnt dauðavorið. Hitti hann föður sinn þá angurværan út af hörmungum þeim, sem yfir landið gengu. Minnist Magnús þess á gamals aldri, hve sárt sig hafi skorið í hjarta að sjá á heimili foreldra sinna dag eftir dag húsfylli af dauðvona aumingjum, börnum, konum og gamalmennum, sem hafi flúið þangað til að leita sér líknar, en dáið hrönnum saman úr hungri og hungursóttum. Varð för þessi honum því hinn mesti reynsluskóli. Þeir félagar luku svo erindi sínu og sigldu aftur um haustið. Samdi Magnús síðan rit um Skaftáreldanna, sem gefið var út í Dan- mörku, en síðar þýtt og gefið út í Þýzka- landi og Englandi. Fékk hann mikið lof fyrir rit þetta. S umarið 1785 fór Magnús aðra sendiför til íslands sem konungsfulltrúi til að taka út biskupsstólinn í Skálholti og selja stólsjarðirnar, en biskupsem- bættið var þá flutt til Reykjavíkur. Hef- ur stjórnin ekki talið neitt vandhæfi á, að Magnús tæki við eignunum úr hönd- um Hannesar biskups mágs síns. Á námsárum sínum var Magnús skip- aður ritari í Rentukammerinu, en það var þá vís vegur til embættisframa. Fékk hann þar náin kynni af íslands- málum, og mun það hafa komið honum að góðu haldi síðar. Starf þetta og sendi- farirnar til íslands töfðu hann frá námi, en fullnaðarprófi í lögum lauk hann vorið 1788 með fyrstu einkunn. Fór prófið fram á latínu í öllum greinum, eins og þá var siður. Á þessum tímamótum ævi sinnar kveðst Magnús hafa átt í hörðum hug- raunum. Framtíð hans var nú undir því komin, hvorn kostinn hann tæki: að í- lengjast í Danmörku eða hverfa heim til íslands. Hann segir sér hafa verið ljóst, að í Danmörku mundi sín bíða mikill embættisframi og að þar fengi hann færi á að sinna vísinda- og fræði- störfum. Þá hafi einnig verið ólíku sam an að jafna fyrir ungan glaðværðar- mann að búa sér samastað í höfuðborg allsnægtalands eða eiga fyrir höndum að einangnast í „afkima vorrar veraldar“ Á Islandi var aftur á móti ætt hans og unnusta, og þar þurfti mörg og mikil verk að vinna, ef rétta átti þjóðina við eftir hörmungar Móðuharðindanna, enda örvæntu nú ýmsir um íslands hag. Ráða má af því, sem síðar gerðist, að Magnús hefur talið sig kjörinn til að taka þar forustuna. Hann kveðst einnig hafa ver ið búinn að ráðgast við kærustu vini sína um framtíðarfyrirætlanir sínar, og er þar vafalaust fyrstan að telja mág hans Hannes biskup. Um þessar mundir var laust varalög- roannsembætti norðan og vestan, og sótti Magnús uro það. Var honum veitt staðan í sama mánuði sem hann lauk prófi. Stjórnin bauð honum þá forstöðu mannsstöðu fyrir íslandsdeild Rentu- kammersins, ef hann vildi verða kyrr, en hann hafði nú tekið fullnaðarákvörð un um heimferð og varð ekki um þokað. Tók hann sér far til' íslands vorið 1788. Ekki er víst, að nokkur íslendingur, jafnvel ekki Eggert Ólafsson, hafi áður horfið heim til íslands með eins marg- þætt unvbótaáform í huga sem Magnús nú. Fyrir honum vakti að hefja lands- menn upp úr aldagamalli deyfð og fá- fræði til alhliða menntunar og þroska á borð við aðrar þjóðir, að efla verk- legar framfarir og koma á algeru verzl unarfrelsi, að endurbæta löggjöf og rétt arfar og jafnvel að breyta trúarbrögðum manna. í fáum orðum sagt ætlaði hann sér að hrinda í framkvæmd hugsjónum fræðslustefnunnar og annarrá endur- bótastefna 18. aldarinnar á vegum hins upplýsta einveldis. egar Magnús var heim kominn, kvæntist hann Guðrúnu heitmey sinni, sem nú hafði setið 8 ár í festum. Vorið eftir, 1789, reistu þau bú á Leirá, og sama ár fékk Magnús fulla veitingu fyr ir lögmannsembættinu. Kom hann sér upp stórbúi og gekk stundum sjálfur að verki með vinnumönnum sínum. Hefur samtíðarmaður hans úr Leirársveitinni lýst fyrstu búskaparárum hans þannig, að þar hafi i sumum greinum meira gætt kapps en forsjár, og vildi það einn ig við brenna i þjóðmálastarfsemi Magn úsar. Þó að tímarnir þá og nú séu um flest ólíkir, gilti samt hið sama lögmál, að til þess að koma hugmyndum sínum og kenningum á framfæri, var nauðsyn- legt að koma rituðu máli í hendur al- menningi. Rit Lærdómslistafélagsins, sem komið höfðu út í Kaupmannahöfn frá 1781, upphaflega á vegum Jóns Eiríks sonar, voru nú eftir lát hans orðin áhrifa lítil og með sýnilegum dauðamörkum. Sumarið 1794 var fyrir forgöngu Magn- úsar stofnað félag, -sem hlaut nafnið Landsuppfræðingarfélagið. Má af nafn inu ráða stefnuskrá þess og hvaða áform Magnúsi hafa þá verið ríkust í huga. Hon um var falið að annast framkvæmdir, og réð hann eftir það lögum og lofum í félaginu. Tvær prentsmiðjur voru þá til í landinu, önnur hin forna Hólaprent- smiðja, sem nú var í lamasessi, en hin í Hrappsey. Árið 1795 náði Magnús um- ráðum á Hrappseyjarprentsmiðju og setti hana niður í Leirárgörðum. Fjórum árum síðar, er biskupsstóll var lagður niður á Hólum, var Hólaprentsmiðja flutt til Leirárgarða og sameinuð hinni prentsmiðjunni. Var Magnús síðan ein ráður um það um sina daga, hvaða rit og bækur væru gefnar út á íslandi. Magnús hafði nú fengið tæki til að koma fræðsluhugsjónum sínum áleiðis, og var þá kominn tími til að plægja og sá. Árið 1795 hóf hann útgáfu hins fyrsta tímarits, sem út hefur verið gefið á ís- lenzku hér á landi. Gaf hann því heitið Minnisverð tíðindi. Var því, eins og nafnið bendir til, einkum ætlað að fræða almenning um það, sem markverðast gerðist utan lands og innan. Auk þess hafði hann í huga að gefa út sérstök rit, sem jöfnum höndum væru almenningi til skemmtunar og fróðleiks. Árið 1796 voru prentaðar í Leirárgörðum Kvöld- vökur Hannesar biskups, árið 1797 Skemmtileg vinagleði og árið 1798 Marg víslegt Gaman og Alvara .Var fyrir- hugað, að út kæmi árlega sérstakt bindi af siðastnefndu riti, en af því varð þó ekki. * ess hefði mátt vænta, að þjóð, sem fátt hafði séð á prenti annað ea 3. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.