Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Page 12
guðsorðarit. tæki fegins liendi við al- þýðlegum fræði- og skemmtiritum, en annað varð uppi á teningnum. „Að fræða! Hver mun hirða hér um fræði?“ kvað Jónas síðar, og var almenningur þó á hans dögum meira tekinn að venj ast nýjungum. Að vísu urðu Kvöldvök- ur Hannesar biskups fljótt vinsælar, en yfirleitt var ritum þeim, sem Magnús stóð sjálfur að, tekið með tortryggni og meiri eða minni óvildarhug. Tilraunir hans til að kynna hér alþjóðlegar menn- dngarstefnur komu þegar því orði á hann að hann væri í mesta máta óþjóðlegur. Hefur sú einkunn lengi við hann loðað, þó að einsætt megi þykja að honum hafi ekki gengið annað en þjóðhollusta til útgáfustarfsemi sinnar. En nú kom á daginn, að Magnús þoldi illa andbyr- inn. Hann hafði ekki vanizt mótiþróa og var ósýnt um að afla málefnum fylgis með biðlund og lagni. Hugðist hann aga landsmenn með hörðu, þar sem þeir vildu ekki ganga til liðs við hann með góðu. Birti hann í Vinagleði harða ádrepu til andstæðinga sinna undir fyrirsögninni: „Pro memoria til allra myrkramanna og ljóshatara á ís- landi.“ Nú var okkar góðu forfeðr- um nóg boðið ,en þó þótti skörin fyrst færast upp í bekkinn, er Magnús hóf á næstu árum að fylgja opinberlega fram trúmálaskoðunum sinum. Hann var for göngumaður um útgáfu nýrrar Messu- söngs- og sálmabókar, er út kom árið 1801. Skyldi hún leysa af hólmi alda- gamla Grallarasálma. í nýju sálmabók- inni var skynsemistrúin leidd til önd- vegis, útskúfunarkenningunni vikið til hliðar og fjandans að litlu eða engu get- ið. Þótti þetta hin mesta goðgá og vakti reiðistorm í garð Magnúsar hjá öllum, sem rétttrúaðir vildu teljast, en svo var um flesta. Þá mislíkaði mörgum að von- um, að Magnús hafði breytt ýmsum sálm um til samræmis við skoðanir sínar og oftast með litlu listfengi. Rigndi nú yfir Magnús ásökunum og níðkviðlingum úr öllum áttum, og er Rustasneið þjóð- skáldsins Jóns Þorlákssonar þar eftir- minnilegust. Slík var hin fyrsta upp- skera Magnúsar. Hann átti að vísu mikla sök á þessu sjálfur með kappgirni sinni, óvægni og vanmati á skoðanafestu al- mennings, sem ógjarnan vildi láta af barnatrú sinni. Magnús orkti og birti á þessum árum mörg kvæði og sálma til framdiáttar skoðunum sínum. En þar sem honum hafði ekki verið gefin skáld skapargáfa og ljóðasmekk hans var mjög ábótavant, þá lá hann einkar vel við höggi í ádeilunum, enda festi þjóðin ekki síður augu á vopnaburðinum en málefnunum. Minning Magnúsar hefur fram á þennan dag mátt gjalda þess, hversu skopleg hefur þótt ljóðagerð hans. Þegar tímar liðu, mun áhrifa Magnúsar þó ef til vill hafa gætt meira á trúarbragðasviðinu en nokkru öðru. Um sama leyti og Magnús var að koma fótunum undir útgáfustarfsemi sína, hafði hann fleiri járn í eldinum. Hann var orðinn sannfærður um, að þjóðin mundi ekki rétta við án rót- tækrar breytingar á verzlunarmálunum. Á Alþingi 1795 gerðist hann ásamt Stefáni amtmanni Þórarinssyni forgöngu maður að því, að samin var hin fræga Almenna bænarskrá til konungs, þar sem þess er m. a. æskt, að verzlunin sé gefin frjáls öllum þjóðum. Undir bænarskrána rituðu flestir sýslumenn og prófastar, en amtmennirnir Stefán Þórarinsson og Vibe studdu hana með sérstökum álitsgerð- um. Magnús undirritaði ekki skrána og mun ekki hafa talið það samrýmast em- bættisstöðu sinni, en um forgöngu hans fór vitanlega ekki dult. Bænarskránni var svarað með konungsúrskurði 1797, þar sem óskum landsmanna er harðlega neitað. Eru undirskrifendur víttir fyrir frumhlaup sitt, og þó einkum Stefán amtmaður. Var honum einnig tilkynnt sérstaklega, að hann fengi aðeins fyrir náð að halda embætti sínu. Má af þessu marka, hversu þrengt var að allri þjóð- málastarfsemi á einveldistímanum. í bænarskránni höfðu hinir dönsku fasta- kaupmenn verið ásakaðir um okur og rangindi. Eignuðu þeir þetta Magnúsi, og vafalaust með réttu. Veittust kaupmenn að honum í prentuðum níðbæklingum, en hann varð ekki uppnæmur og galt þeim í sömu mynt. Sýndi hann þá sem oftar, að hann var óragur að halda fram skoðunum sínum, þó að þær væru ekki stjórninni að skapi. Arið 1799 var Magnús skipaður í embættismannanefnd til að gera tillögur um ýmis þjóðmál, þar á meðal dóm- gæzlu. Alþingi var nú orðið lítið annað en dómstóll, sem kom saman einu sinni á ári, og var auðsætt, að slík dómaskip- an gæti ekki orðið til frambúðar. Gerði nefndin tillögu um að leggja Alþingi nið- ur, en stofna í þess stað Landsyfirrétt í Reykjavík. Féllst stjórnin á tillögurnar, og með tilskipun 11. júlí 1800 var Lands- yfirrétturinn stofnaður. Magnús var skipaður dómstjóri og með honum yfir- dómarar Benedikt Gröndal og ísleifur Einarsson. Gegndi Magnús síðan em- bætti dómstjóra til dánardags. Magnúsi hefur oft verið legið á hálsi fyrir að eiga hlut að. afnámi Alþingis, en eins og málum var háttað, var mikil réttarbót að þessum ráðstöfunum. Ekki mun menn heldur hafa dreymt um á þessum ein- veldistímum, að Alþingi yrði endurreist sem löggjafarstofnun. Ólafur stiftamtmaður færði bú sitt árið 1794 frá Innra-Hólmi til Viðeyjar, og fluttist Magnús þá frá Leirá að Innra-Hólmi. Á þessum tíma og fram yfir aldamót voru þeir feðgar mestu valdamenn hér á landi, og fannst mörg- um nóg um ráðríki þeirra og umsvif. Þeir höfðu mikið frændafylgi, en áttu sér jafnframt marga óvildarmenn. Var Magnús þó miklu óvinsælli af alþýðu. Árið 1803 var skipuð nefnd til að rann- saka embættisfærslu Ólafs, og var það kennt undirróðri Ludvigs Erichsens, sonar Jóns Eiríkssonar. Taldi nefndin sig hafa leitt í ljós ýmsar ávirðingar Ólafs, m. a. í sambandi við stjórn hans á tugthúsinu í Reykjavík. Lauk málinu svo, að Ólafi var veitt lausn í náð og með eftirlaunum árið 1806. Bjó hann eítir það embættislaus í Viðey. Á fyrstu árunum eftir aldamótin bar fátt markvert til tíðinda í ævi Magnúsar annað en rimman út af sálmabókinni. En svo komu Napoleonsstyrjaldirnar og margs konar vandræði, sem af þeim sök- um steðjuðu að þjóðinni. Tók þá mjög fyrir vöruflutninga til landsins, og varð Magnús vegna skorts á pappír og öðru efni að hætta útgáfu Minnisverðra tíð- inda árið 1806. Á því ári gaf hann þó út markvert rit, sem hann hafði samið, Eftirmæli 18. aldar. Magnús tók sér far með haustskipi til Kaupmannahafnar 1807. En um sama leyti höfðu Englendingar gert árás sína á Kaupmannahöfn og hertekið danska flotann. Skip það, sem Magnús var á, var hertekið af enskum víkingum og flutt til Englands, en Magnús gat þó komizt -þaðan viðstöðulítið til Kaup- mannahafnar. Hafði konungur þá lagt bann við öllum viðskiptum þegna sinna við Bretland. Gerðist Magnús þá svo djarfur að brjóta konungsboð með því að skrifa Sir Joseph Banks og bíðja hann að greiða fyrir íslandsförum. Auk þess bar hann þá tillögu upp við dönsku ríkisstjórnina, að leyfð yrði kaupsigling milli íslands og Bretlands, meðan styrj- öldin stæði, með því að engin von væri til, að dönsk kaupskip kæmust til ís- lands. Ekki féllst stjórnin á þetta, en meira varð Magnúsi ágengt með aðrar tillögur um ráðstafanir til að bæta úr neyð, sem íslandi kynni að stafa af styrjöldinni. Varð Magnús tepptur ytra og komst ekki heim til íslands, fyrr en vorið 1809. Þá um sumarið gerðist hin fræga bylting Jöruridar hundadagakon- ungs. Hefur svo margt verið um hana skráð, m. a. doktorsrit Helga P. Briems, að ég leiði minn hest frá að ræða hana hér, enda yrði það of langt mál. Magnús reyndi þar að sigla milli skers og báru, meðan ekki var vitað, hvort England kynni að standa að baki byltingurmi, og fékk hann eftir á nokkurt ámæli fyrir þann tvískinnung sinn. Þegar bylting- unni lauk, og Trampe stiftamtmaður hvarf úr landi, tóku þeir bræður Magnús og Stefán amtmaður á Hvítárvöllum við æðstu stjórn innanlands. Vænti Magnús þess, að málin mundu leysast með því, að hann yrði skipaður stiftamtmaður, en það fór á aðra leið. Trampe mun ekki hafa borið honum vel söguna, og var Magnús kominn í augljósa ónáð hjá stjórninni. Var þeim bræðrum vikið frá völdum árið 1810, en stiftsnefnd sett á laggirnar, sem ísleifur Einarsson átti sæti í. Stóð svo til ársins 1813, er Casten- skiold var skipaður stiftamtmaður. E g hef áður getið þess, að kenn- ingin um hið upplýsta einveldi hafi á æskuárum Magnúsar fest rætur í huga hans. Hann var nýlega kominn heim að prófi loknu, er franska stjórnarbylting- in hófst. Fregnir af byltingunni bárust fljótt um heiminn, og er svo að sjá, að Magnús hafi í fyrstu orðið talsvert hrif- inn af lýðveldishugsjónum stjórnbylting- armanna og kenningum þeirra um þrí- skiptingu ríkisvaldsins. Um það ber ,jóst vitni frásögn hans af stjórnarbyltingunni í 1. árgangi Minnisverðra tíðinda árið 1795. Hann slær samt þann varnagla, að í Frakklandi hafi byltingin verið eðlileg sökum rotnaðs stjórnarfars konungs og aðals. Þar var einveldið ekki orðið upp- lýst. Voru og lýðræðishugsjónirnar þá ekki enn famar að ógna að ráði ein- völdum álfunnar. Þessi hrifning Magnús- ar stóð ekki til lengdar. Ræða sú, er hann hélt, þegar Landsyfirrétturinn var settur í fyrsta sinn hinn 10. ágúst 1801, má heita óslitinn lofsöngur um ágæti hins upplýsta einveldis. Þegar Magnús fór með stiftamtmannsvöld haustið 1809, varð hann og til þess að afnema hinar síðustu leifar af sjálfstjórnarrétti lands- manna um sveitarmálefni. Hann kom því til leiðar, að hreppsstjórnarmenn yrðu framvegis skipaðir af amtmönnum, I stað þess að vera kjörnir af hreppsbændum, svo sem til þess tíma hafði í lögum verið. Hafði einveldi konungs þar með náð hámarki sínu hér á landi. Þessar gerðir Magnúsar voru rökrétt afleiðing af skoðunum hans, og er ekki við hann að sakast. En í frelsishreyfingum 19. aldar, eftir daga Magnúsar, var krafa um sjálfstjórnarrétt héraða fljótt tekin á dagskrá, og má til gamans geta þess, að um það hafði forgöngu bróðursonur Magnúsar og tengdasonur, Hannes próf- astur Stephensen á Ytra-Hólmi. Ólafur Stefánsson andaðist árið 1812. Árið eftir fluttist Magnús til Viðeyjar og bjó þar síðan stórbúi til dánardags. Áhrif hans í stjórnmálum fóru nú þverrandi, en samt hafði hann ekki með öllu dreg- ið sig í hlé. í utanför árið 1815 bar hann fram við stjórnina tillögur um róttæka breytingu á verzlunarmálunum, m. a. að verzlunin yrði gefin frjáls er- lendum þjóðum. Mátti hann þó vita af íyrri reynslu, að ekki gat hann aukið meira á óvinsældir sínar hjá stjórninni með öðru en tillögum þessum, enda var þeim ekki sinnt. Eftir þetta sat Magnús á friðstóli á höfuðbóli sínu, að loknu stjórnmála- amstri og annríki styrjaldaráranna. Gafst honum nú að nýju tækifæri til að sinna fræðslustarfsemi sinni, sem frá var horfið, þegar Minnisverð tíðindi hættu að koma út. Árið 1818 hóf hann útgáfu hins fyrsta mánaðartímarits á íslandi, og gaf hann því nafnið Klaustur- pósturinn. Flutti tímaritið margbreyt- ilegt efni, fræðiritgerðir og kvæði, dóma Landsyfirréttarins og tilskipanir kon- ungs. Á Magnús þar margar ritgerðir um búfræðileg efni. Var tímaritinu nú vel tekið af almenningi, enda hafði mjög dregið úr óvinsældum Magnúsar og landsmenn farnir að meta viðleitni hans. Prentsmiðjan hafði verið færð frá Leirár görðum að Beitistöðum árið 1815, en árið 1819 flutti Magnús hana til Við- evjar. Þar gaf hann meðal annars út bækurnar Hjálmar á Bjargi og Útvald- ar smásögur. Klausturpósturinn hætti að koma út árið 1826. Á því ári varð Magnús fyrir aökasti í dönskum blöðum og prentuðum bæklingi út af stjórn hans á Landsupp- fræðingarfélaginu. Stóð að því Vigfús Erichsen, bróðursonur Jóns Eiríkssonar, og má segja, að þeir frændur hafi ekki gert endasleppt við feðgana Ólaf og Magnús, hver sem undirrót þeirrar óvild- ar eða öllu heldur haturs hefur verið. Magnús svaraði Vigfúsi óvægilega í prentuðum bæklingi, en út af þessu var rannsókn hafin, sem leiddi til þess, að Landsuppfræðingarfélagið var talið upp- leyst og prentsmiðjan almannaeign, en þó undir umráðum Magnúsar, meðan hann lifði. E ftir er að geta um þann þátt 1 ævistarfi Magnúsar, sem sízt má undan falla, þegar hans er minnzt í þessu fé- lagi. Hann var lærðastur lögfræðingur Þessa mynd af Leirá gaf frú Kristín Þ orvaldsdóttir, ekkja Jóns Thoroddsens, Forngripasafninu skömmu eftir lát eigi nmannsins áriS 1868. Á myndinni er brugðið upp svip daglegs lífs á íslenzkum bæ á 18. öld. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - 3. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.