Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Page 13
dýragarðinum
Allt í einu ber okkur inn í
nýtt umhverfi með marg-
íitu blómskrúði og byggingum
með ýmsu sniði. Urmull af fólki
er þar á gangi. Hvaða þorp skyldi
þetta vera? Það er dýragarðurinn
— Den Zoologiske Have — fang-
elsi dýranna. Dýranna, sem fædd
eru frjáls og engar þömlur eða
haft þekktu, ekkert nema tak-
markalausa víðáttu og frelsi, þang-
að til manninum tókst að veiða
þau í snöru sína og hneppa þau í
fangelsi ævilangt.
Dýragarðurinn er merkilegur staður,
allt fyrirkomulag hans er listaverk og
mun allt gjört til þess að dýrunum
líði sem bezt. En ekkert getur þó bætt
þeim upp frelsið og það leynir sér
ekki, að þeim líður mörgum afarilla.
Þau ráfa um eirðarlaus innan síns
þrönga svæðis, útþráin pínir og nagar
vikur og ár, þangað til öllu er lokið.
Það var heitt þennan dag og það
leyndi sér ekki að ísbirninum leið sár-
illa. Hann slangraði um sinnulaus og
magnþrota. Sama var að segja um
bjarndýrið. En sem betur fer virðast
mörg dýrin una vel hag sínum. Nokk-
ur þeirra hafa töluvert frelsi, eru þau
sinnar tíðar hér á landi og mestur fræði-
maður í þeirri grein. Æðsti innlendur
dómari var hann á fimmta tug ára, og
þó að hann sætti oft hatrömmum árás-
um, veit ég ekki til, að hann hafi nokkru
sinni verið vændur um ranglæti í dóm-
störfum. í refsimálum var hann braut-
ryðjandi mannúðarstefnu, og varð oft
ágreiningur með honum og samdómend-
um hans í þeim efnum. Má um það og
dómstörf Magnúsar yfirleitt vísa til
hinnar fróðlegu bókar dr. Björns Þórðar-
sonar um Landsyfirréttinn.
Magnús hafnaði að vísu tilmælum
stjórnarinnar um að taka að sér samn-
ingu íslenzkrar lögbókar, en samt gætti
að vonum áhrifa hans á íslenzka lög-
gjöf með ýmsum hætti. Á embættisár-
um hans var löggjöf landsins í hinum
mesta ólestri, Jónsbókarákvæðin að
verða úrelt í flestum greinum, en síðari
lagasetning dreifð og sundurleit og óvissa
um gildi margra lagaboða. Kom það í
hlut Magnúsar og samdómenda hans að
ákveða, hvað væru gild lög og hvernig
þau bæri að skýra. Magnús vann einnig
að sjálfstæðum fræðistörfum í lögfræði,
einkum um skýringar laga og rannsókn
á gildi þeirra. Hann gerði grein fyrir
sveitarstjórnarlögum í riti sínu Hentug
handbók fyrir hvern mann, og einnig
samdi hann og lét prenta rit um sætta-
stiftanir og annað um legorðsmál. Höfuð-
rit hans í lögfræði er samið á latínu og
fjallar um rannsókn á gildandi löguin
íslands (Commentatio de legibus, quae
jus Islandieum hodiernum efficiant). Var
það gefið út í Kaupmannahöfn árið 1819,
og hlaut hann fyrir það doktorsnafnbót
í lögum við Kaupmannahafnarháskóla.
Síðast, en ekki sízt, er þess að geta, að
hann vann árum saman að endurskoðun
Jónsbókar og nýrri x úfu á henni.
Innti hann þar mikið siarf af höndum,
einkum um rannsókn handrita og
ákvörðun á efni þeirra. í utanför árið
1825 afhenti hann dómsmálastjórninni
verk þetta í fjórum bindum. í tillögu
til konungs árið eftir viðurkenndi dóms-
málastjórnin réttarsögulegt gildi verks-
látin vera á afgirtum svæðum. En
þau, sem grimmúðug eru í eðli sínu,
verða að sætta sig við búrið. Ég veitti
því athygli hve sum dýrin voru fag-
ureyg. Ég minnist hjartar og hindar,
úlfalda og zebradýrs.
í dýragarðinum eru fullvaxnir
hestar sem ekki eru stærri en folöld.
Skokkuðu þeir með lítil börn á baki
sér á afgirtum reit og voru börnin æði
brosleit. Um morguninn, áður en við
lögðum af stað í dýragarðinn, lásum
við í blöðunum, að þá um nóttina hefði
fjölgað hjá flóðhestshjónunum. En það
kvað vera fremur sjaldgæfur atburður.
Og við vorum svo heppin að sjá frum-
burð föður og móður. Móðirin var í
polli sínum gmggugum og hjá henni
kálfurinn í kafi. Þessi afarljóta skepna
ins, en réð frá útgáfu þess, þar sem laga-
ákvæðin séu í svo mörgum greinum úr-
elt orðin. Hafa þetta vafalaust orðið
Magnúsi mikil vonbrigði.
Magnús hóf á gamals aldri að rita
ævisögu sína, líklega um 1830. Segir
hann frá æsku sinni og námsárum fram
að lögfræðiprófi, en entist ekki aldur
til að koma sögunni lengra áleiðis. í
ævisögubroti þessu telur hann ótrauð-
ur fram kosti sína og verðleika, og hef-
ur honum verið metið það t.l raups og
sjálfhælni, enda er því ekki að neita,
að hann er óvenjulega hreinskilinn í
þeim efnum. En fleirum hefur það sama
á orðið, ekki hvað sízt þeim, sem með
völd hafa farið eða í stjórnmálaerjum
staðið, en finna á efri árum áhrif sín
hjá þjóðinni fara þverrandi.
Magnús andaðist hinn 17. marz 1833.
Um þær mundir verða tímamót í sögu
þjóðarinnar. Nýir menn koma fram með
nýjar þjóðmálastefnur. Magnús hafði í
fjóra áratugi borið fram merki þeirra
umbótastefna, sem hann hreifst af og
tileinkaði sér á æskuárum sínum. Þó
að honum tækist ekki að bera allar hug-
sjónir sínar fram til sigurs, má samt
ekki vanmeta þá viðreisn, sem varð í
íslenzku þjóðlífi um hans daga. Hann
stríddi ekki gegn straumi aldar sinnar,
heldur greiddi honum framrás með
frjálslyndi á sinnar tíðar vísu, víðsýni
og mikilli elju og kappgirni. Barátta
hans stóð við forynjur undanfarandi
alda, örbirgð, fáfræði, hjátrú og vana-
festu. Um hans daga voru hér engin
skilyrði til að bera fram kröfur um lýð-
ræðisleg réttindi þjóðinni til handa. Það
væri því ekki réttmætt að bera ævistarf
hans saman við frelsisbaráttu þá, sem
leiddi af frönsku stjórnarbyltingunni
og hófst hér um sama leyti sem fráfall
hans ber að höndum. En um þá baráttu
hefur leikið svo mikill ljómi í augum
þjóðarinnar, að undanfari hennar hef-
ur viljað hverfa í skuggann. Þó er
engin hætta á þvd, að Magnús fái ekki
með kostum sínum og göllum sinn rétta
sess í sögunni.
1ét sér mjög annt um afkvæmi
Kandýrið, maki hennar, stóð skammt
frá og glennti upp ginið ef einhver
kynni að kasta inn í það heilu rúg-
brauði eða einhverju öðru því, sem
minna var. Mikill fjöldi dýra er þarna
saman kominn frá flestum löndum
heims. Stór og margbreytileg er fugla-
hjörðin, allt frá fuglarisanum, strútn-
um, til smáfugla, sem lítið eru stærri
en fiðrildi. Fjölbreytnin í litskrúði
fuglanna er undrunarverð. Veitinga-
staður er fast hjá dýragarðinum undir
laufþaki trjánna. Rúmast þar mörg
hundruð manns í senn. Þegar við geng-
um heimleiðis hitlum við betlara sem
stóð við veginn og lék á munnhörpu.
Rétti þessi vesalingur fram húfugarm
sinn til þeirra sém fram hjá gengu.
Býst ég við að ýmsir hafi látið falla
smápening í hana.
egar við höfðum matazt og hvílt
okkur óku Leegaardshjónin með okkur
út á land í einkabíl sínum. Voru þau að
flytja Stefaníu, sem ég gat um fyrr.
Var hún að fara í sumarfrí sitt. Þegar
komið er út í sveitirnar og sveitaþorp-
in er fegurðin dásamleg. Þar skiptast
á skógarbelti, lítil stöðuvötn, akrar og
blómagarðar. Húsin eru ýmist stór eða
smá og mörg Ijómandi falleg. Algengt
er, að ekki sér 'í húsin fyrir vafnings-
jurtum. Þau eru klædd að utan þessu
græna skrúði og gegnum það líta glugg-
arnir út eins og djúpir hellar. Girðing-
arnar kringum húsin eru alþaktar rauð-
um og hvítum rósum. Mörg húsin standa
inni í skógarrjóðrum og glittir í þessi
hvítu ævintýraheimkynni gegnum skóg-
arþykknið. í þetta sinn var ferðinni
heitið til sveitaþorps sem heitir Gefjun.
Þar skiluðum við Stefaníu af okkur og
héldum heimleiðis. Þennan dag fórum
við 100 km. veg.
E inn daginn ókum við út á Am-
ager. Amager er fráskilin Kaupmanna-
höfn með síki og liggur brú yfir. Eyjan
liggur lágt og er mjög frjósöm. Víðáttu-
miklir akrar eru þar og mikið ræktað
af alls konar káltegundum. Sagt er að
Amager fæði Kaupmannahafnarbúa að
mestu á þeirri vöru. í þetta sinn var
ferðinni heitið í skóg sem nefndur er
Kóngalundur. Við keyrðum alla leið nið-
ur að ströndinni. Þar var fjöldi fólks
að busla í sjónum. Aðgrynni er þarna
mikið vegna þess hve landið er flatt
og fólkið óð svo langt út í sjóinn að
þar var til að sjá eins og flugur. Svo
lögðum við leið okkar í Kóngalund,
þangað sem ferð okkar var heitið. —
Kóngalundur er stór og fallegur skógur.
Þar dvöldumst við stundarkorn og nut-
um fegurðarinnar. Síðan lögðum við af
stað heimleiðis.
Á Amager er fólk að vinna á ökrum
úti. Kona gengur á undan okkur eftir
veginum. Hún keyrir barnavagn með
hægri hendi. f vinstri hendi ber hún
vatnsfötu. Hún hefur töluvert langan
veg að fara og ég sé að það skvettist
út úr fötunni hennar. Ég sé eftir hverj-
um dropa, sem hún missir niður, af því
að hún þarf að sækja vatnið svona langt.
Hún staðnæmist við garðshliðið fram-
undan litlu húsi og setur frá sér fötuna.
Ég lít framan í hana um leið og við
brunum framhjá. Hún er brún á hör-
und og hraustleg útlits.
INæsta dag fórum við langt út á
land. Fyrst ókum við gegnum sveitir og
sitt.landsþorp, þ.á.m. 'gamlan bæ, sem heitir
Köge. Bærinn stendur við samnefndan
fjörð, þar eru ævafornar byggingar,
þ.á.m. Sánkti Nikulásarkirkja frá 14.
öld. Við höfnina er minnismerki af sjó-
hetjunni Niels Juel, fæddur 1629, dáinn
1697.
Við stöldruðum lengi við í skógi, sem
nefndur er Töfraskógur, sakir fegurðar.
Þegar við höfðum hvílzt og gætt okkur
á nestinu gengum við riður að strönd-
inni. Þar voru margir sumarbústaðir og
börn og fullorðnir busla í sjónum. Það
hlýtur að vera yndislegt að dvelja á
sumrum á slíkum stöðum, enda kvað
það aðeins vera ríka fólkið, sem getur
leyft sér þann munað. Þennan dag
sáum við í skóginum villtar hindir, en
það kvað vera sjaldgæft að sjá þær. Þeg-
ar við höfðum reikað um ströndina og
skóginn eftir vild héldum við langan
veg upp í sveit að gömlu konunglegu
sloti, sem heitir Vallö. Ein danska
drottningin, Sophia Magdalena, gaf það
og stofnaði þar klaustur fyrir aðal-
bornar konur.
Okkur var sagt að ekki væri þar
klaustur lengur, en höllin er nú dval-
arstaður fyrir gamlar hefðarkonur.
Þessar gömlu konur virða tízkuna að
vettugi en fylgja gömlum siðum. T. d.
vilja þær ekki nota bíla en aka í vögn-
um sem hestar ganga fyrir. Fylgja
höllinni hestar, vagnar og ökumenn í
einkennisbúningi. Þegar við vorum að
aka heim að slotinu mættum við einu
slíku farartæki. Fjórar þessara gömlu
hefðarmeyja sátu í vagninum sem tveir
svartir hestar gengu fyrir. Búningar
þeirra voru gamaldags, þær voru hrukk-
óttar og súrar á svip. Slotið Vallö er
byggt úr tígulsteinum. Höllinni fylgir
landrými mikið og búskapur er rekinn
þar í stórum stíl. Umhverfis þessa miklu
byggingu er síki. Á því fljóta vatnalilj-
ur. Innan síkisins er yndislegt blóm-
skrúð. Við komum í hesthús slotsins.
Þar voru stórir, fallegir, svartir hestar.
Hesthúsið er rúmgott, veggirnir yfir
stöllunum klæddir hvítum glerflísum
sem gljáðu af hreinlæti. Yfir stalli hvers
hests er skráð nafn hans. í námunda
við höllina er kirkjugarður. Þar er með-
al annarra stórmenna grafin drottning-
in sem höllina gaf. Úr garði þessum
tók ég til minja ofurlítinn marmara-
mola, sem brotnað hafði úr einhverjum
bautasteininum.
Dag nokkurn skoðuðum við lista-
safn ríkisins, — Statens Museum for
Kunst. — Þegar í fyrsta skipti er stigið
fæti inn á slík söfn grípur hugann
helgikennd og orðlaus hrifning. Mál-
verk og marmaramyndir bera vott um
guðlega snilli listamannsins. Þarna eru
málverk, sem kostað hafa offjár. Einn
þeirra manna, sem þarna var til að
leiðbeina gestunum, benti okkur á lítið
málverk. Sagði hann að maður nokkur
hefði keypt það í skranbúð fyrir 5 krón-
ur. En kaupandinn hafði listamanns-
auga og grunaði að þessi skítuga smá-
mynd mundi vera listaverk. Hann seldi
myndina aftur fyrir 2 þúsund krónur.
Dönsku listaverkin í þessu mikla og
fagra safni eru um 1000 og þau útlendu
eru ekki mikið færri.
Ég get ekki stillt mig um að minnast
á eina deild í þessu mikla og fagra
safni. Þar eru_ sýnd málverk eftir ný-
tízku málara. Ég vissi ekki hvort heldur
ég átti að gráta eða hlæja þegar ég kom
inn í þessa deild safnsins. Hvílík af-
skræming listarinnar. Þetta eru klessur
og bein strik í sterkum litum sem eiga
að tákna mannsmyndir eða eitthvað
annað. Engin lögun er á neinu, allt
skakkt og skælt, gjörsneytt fegurð.
Mér var sagt að myndhöggvaralistin
stefndi í sömu átt. Ef öll menning nú-
tímans gengur þessa vegi er útiltið ekki
glæsilegt.
~ 4/ * * ^
(qubmnav Jóhannódottur Jrd Aslaksðtööum.
3. tölublað 1963
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1$