Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 16
Le Corbusier er byggingar-
listinni Jiað sem. Picasso er
málaralistinni. Hann er nú
orðið almennnt álitinn einn
helzti frumkvöðull nútíma
byggingarlistar og hann hef-
ur afkastað ótrúlega miklu.
í tilefni 75 ára afmælis Le
Corbusier efndi Musée Nat-
ional d’Art Modeme í París
til þeirrar stærstu sýningar,
sem nokkru sinni hefur verið
efnt til á verkum listamanns-
ins — og urðu margir, sem
sýninguna sáu, undrandi. Það
Þarna voru ljósmyndir og
likön, sem. gáifu góða hug-
mynd um hálfrar aldar starf
Le Corbusier sem byggingar-
og skipulagsfræðing. En
hann er ekki jafnkunnur
sem málari. Þarna voru
samt 40 málverk, 50 téikning-
ar, allmargar höggmyndir —
að ónefndum veggteppum,
húsgögnum, keramik og vasa-
úri ,sem hann bjó til 15 ára
gam.all og ber glöggan vott
um atorku hans og einbeitni.
Þetta kom mörgum á óvart.
Málverk hans og höggmynd
ir eru lykillinn að hugdett-
um Le Corbusier, en hið
sanna eði: og stærð hugmynd-
anna kemur aðeins fram I
byggingarlits hans. Hér birt-
um við nokkrar myndir af
því, sem fyrir augu bar á
sýningunnni í París — og
þarna er hann lika sjálfur.
Hús hæstaréttar í Chandigarh, „drau maborginni", sem. Le Corbusier byggði frá grunni, núverandi höfuðborg
Punjab-fylkis í Indlandi. Le Corbusier var aðal byggingar- og skipulagsfræðingur borgarinnar, teiknaði ekki að-
eins hús hæstaréttar, heldur og flestar aðrar opinberar bygggingar i borginni.
LE CORBUSIER OG SÝIMINGIN
Á yngri árum fékkst
Le Corbusier mikið við
myndlist, en síðar hreif
byggingarlistin hann —
og hann gekk henni á
hönd. Hér er eitt mál-
verka hans frá árinu
1925: „Fiðla, glas og
flaska“, heitir myndin.
Nafn hans á myndinni
er „Jeannert“. Haun-
verulegt nafn hans er
Charles Edouard Jeann-
ert, en Le Corbusier
var ættarnafn móður-
ömmu hans — og það
tók hann sér síðar.
Lengst til vinstri er
höggmynd, „Kona“, sem
hann lauk árið 1953 og
efst er „Vatn, himinn,
jörð“, frá áriuu 1954.
8 PARIS