Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Síða 4
anlega fyrst og fremst saga hinna góðu og gróðurríku sveita, þar sem landslýður- inn undi glaður við sitt í góðu árunum og barðist í bökkum þegar óáran og harð- indi dundu yfir, óumflýjanleg og óskilj- anleg í öllu sínu óforbetranlega mis- kunnarleysi. Hún er líka sagan um það, að sömu öflin, sem eyddu og brenndu, afmáðu og þurrkuðu út gras og grónar iendur, þau sköpuðu „nýtt land“, þar sem nýjar sveitir mynduðust, nýir bæir risu, þar sem áður var auðn og svartur sandur og engu líft. Hér skal ein slík saga sögð. Það er saga yngstu sveitar- innar á íslandi — Brunasandsins. BRUNASANDUR — íslands yngsta byggð urinn frið. Hann gat farið að gróa. Og henn lá ekki á liði sínu. U. þ. b. fjórum áratugum eftir Eld var þarna orðið svo byggilegt, að bændurnir í þröngbýlum sveitunum „milli Sanda“ fóru að hugsa sér til hreyfings og nytja þetta land, sér og sínum til lífsframfæris. Þannig urðu Skaftáreldar, í allri sinni ógn og eyðing og fordjarfan, einnig til þess að mynda nyja sveit. Þannig varð Brunasandur tiL. o—O—o B, B, Utsýn til austurs, Lómagnúpur og Oræfa jökulL Séra G'.sli Bryrtjól'sson: 1 runasandur er lítil sveit, líklega sú minnsta á íslandi. Þar eru nú aðeins fjórir bæir í byggð. Ef gengið er upp á Orrustuhól, sér yfir hana alla. Sléttaból stendur nokkuð frammi á sandinum. Hinir þrír standa við gretta brún Eld- hraunsins þar sem það leggur sinn þunga steinrunna hramm fram á sl'éttlendið. Þessu hrauni á sveitin að þakka tilveru Byggðasaga Brunasands I. Yngsta sveitin á Islandi Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu, tíminn langa dregur drögu dauða og lífs, sem enginn veit. 0 FT vitnum við til þessara alkunnu orða Matthíasar. Já, „hver einn bær á sína sögu“. En oft er þessi saga grafin og gleymd. Öll verksummerki horfin — ekkert, sem bendir til eða minnir á, að þarna hafi nokkur saga gerzt. En um aðra staði lifir þessi saga í sögnum og munnmælum, í annálsbrotum eða vísupörtum, sagnir, sem minna á að þar hafi lifað fólk, kynslóðir fæðzt og vaxið upp, notið lífsins, háð bar- áttuna fyrir tilverunni og síðan horfið undir græna torfu. En það eru ekki aðeins einstakir bæir, sem hafa lotið þessum örlögum — að eyðast og hverfa, mást brott af yfir- borði jarðar. Það eru heil bæja- hverfi, heilar sveitir, heilar kirkju- sóknir, sem tíminn hefur að engu gert. Hvergi á landi voru mun þessi eyð- ing hafa verið meiri en í Skaftafells- sýslu. Þetta er eðlilegt. Þar hafa nátt- úruöflin verið hvað stórvirkust í eyð- ingarstarfi sínu. Eldgosin með öskufalli, jökulhlaupum og hraunflóðum hafa engu vægt, sem á vegi þeirra varð. Jökul- vötnin hafa brotið landið sí og æ. Ekki hefur foksandurinn heldur látið sitt eftir liggja- Hér skulu nefnd nokkur alkunn dæmi um þessa gífurlegu eyðileggingu náttúru aflanna. Dynskógahverfi var á Mýrdalssandi í norður frá Álftaveri. Þar var margt bæja. örnefnin minna enn á suma þeirra. Laufskálavörðu þekkja allir, sem leið eiga um Mýrdalssand, og Dyn- skógafjara er mönnum í fersku minni í sambandi við málaferli og járn. Lágeyjarhverfi var á Mýrdalssandi fyrir vestan Álftaver. Þangað flutti Hrafn hafnarlykili byggð sína úr Dyn- skógum, því að hann vissi fyrir elds- uppkomu. Lágeyjarhverfi eyddist í Kötiugosinu 1311 — hinu svokallaða Sturluhlaupi. Það hófst sunnudaginn næsta eftir jól og var að renna fram að kyndilmessu með miklum vatna- gangi og jakaburði. Um vorið var farið að leita, þar sem bæirnir höfðu staðið. Var þá svo um skipt, að öllu var burtu sópað, bæjum, húsum, engjum og hög- um, hvað þá heldur mönnum og öllum íénaði. Þar sem áður hafði verið blóm- leg byggð, var nú eyðimörk með sandi og vikri, margra faðma djúpum. Einn af bæjunum í Lágeyjarhverfi var Lambey, stórbýli mikið. Þar voru 50 hurðir á járnum. n það þarf ekki að fara út á Mýrdalssand, þar sem byggðin lá fyrir gininu á Kötlu, til að finna sagnir um horfnar, eyddar sveitir. Tólfahringur hét sveit fyrir norðan núverandi byggð í Skaftártungu. „Sést þar enn til húsatótta", segir Sveinn Pálsson. Þar voru 12 bæir, eins og nafnið bendir til. Það var sérstök kirkjusókn með kirkjustaðnum Réttar- felii. Ekki vita menn hvernig þessi grösuga byggð í Skaftártungu hefur eyðzt, hvort það hefur verið af eldgos- um, harðindum eða öskufalli. Skjaldbreið var byggð fram af Síð- unni, austan Landbrots. Þar vár kirkju- sókn með 8 bæjum og talin hafa staðið fram á 15. öid, en eyddist þá af vatna- gangi og sandfoki. Landþröngt var í Skjaldbreið, svo að bændur urðu að reka búpening sinn á haga út í Land- brot. Hlóðu þeir þar vörzlugarð mik- inn „Bjarnagarð, er liggur eftir allri Landbrotsbyggð frá Ásgarðahálsi suður fyrir Þykkvabæ. Til sannindamerkis sést nú hlaðin tröð á báðar síður, eða ein bein gata, milli Landbrotsbyggðar- innar vestur fyrir greindan Bjarnagarð og austur í Saurbæjarháls við Skaftá, um hverja Skjaldbreiðarbændur skyldu reka allan kvikfénað sinn, að hann geri ei skaða þeim, er þar á báðar síður bjuggu". Þannig segist Jóni Steingríms- syni frá. Fli n byggðasaga Skaftárþings er ekki aðeins saga um það, sem er eytt og horfið, gleymt og grafið. Hún er vit- sína. Fyrir Skaftáreld rann Hverfisfljót fram hjá Orrustuhól. Þar flæmdist það í mörgum álum fram og vestur um sand- ana fram af Austur-Síðu. Þarna fékk enginn gróður friðland. Þar var auðn milli fjalls og fjöru — sandur og aur — aur og sandur, svo langt sem augað eygði. Við Skaftáreld urðu hér skjót og mikil umskipti. Eldhraunið fyllti farveg Hverfisfljóts og reis svo eins og ábrjót- andi varnarveggur gegn rennsli jökul- elfunnar. Þegar fljótið kom fram aftur og náði sínum fyrra vexti, voru því allar leiðir lokaðar vestur um aurana. Nú fékk sand 1 runasandur er mikið, eggslétt landflæmi umhverfis og fram af eystri álmu Eldhraunsins. Jarðvegurinn „er samansettur af vikurdusti og til helm- inga af smárri, lábarinni möl“. (Þ. Thor.) En þótt landið sé svona magurt, er það sæmilega grasgefið og heyið — sand- heyið — ágætt fóður, töðuígildi, segja menn. Og það er ódýr heyskapur, því að ekki þarf að kaupa áburðinn. Lækirn- ir, sem síkátir og silfurtærir koma spriklandi undan hraunbrúninni, liðast fram á sandinn. Þar eru þeir teknir i áveitur og hjálpa þannig til að láta gras- ið spretta. Á þessum áveitum hafa Sand- menn tekið allan sinn heyskap alveg fram á síðustu ár. Einu sinni fór ungur maður af Bruna- sandi í kaupavinnu út undir Eyjafjölk Hann réðst að Eyri til Þorvalds ríka- Þegar sláttur hófst, spurði bóndi kaupa- mann hvort hann væri ekki vanur að slá. „Ekki nema sand“, svaraði kaupa- maður. „Sand, það er skrítin slægja“, svaraði Þorvaldur. Fi n þótt sandurinn sé útengi, er sízt betra að slá hann heldur en tún eða harðvalllendi. Ef eggin snertir rótina, er bitið komið úr með það sama. Tún hafa veriff mjög lítil á Brunasandi fram á síð- ustu ár. Túnrækt er þar líka nokkuð áhættusöm og erfið. Kalhættan er mikil á sléttlendinu og jarðvegurinn áburðar- frekur. Vorbeit er ágæt á Sandinum, og er það einn af aðallandkostum þessarar litlu sveitar. Þegar ís liggur yfir land- inu á veturna, og ef vel viðrar þegar hann leysir á vorin, kemur grasið sum- argrænt undan klakanum. Þess vegna var fé oft vænt á Brunasandi, þótt lítið væri gefið. BRIDGE F lestir spilarar þekkja þann mótleik sagnhafa, sem spilar t.d. grönd og á ásinn þriðja í lit, að gefa tvisvar til þess að andstæðingarnir geti ekki gert litinn góðan og eigi ekki greið- an samgang milli handanna. Þennan mótleik má nota á margan hátt og er eftirfarandi spil gott dæmi um það. A Á G 4 ¥ D 4 ♦ Á 7 5 * D 10 9 43 A 95 V K8 6 ♦ K 9 6 4 2 4» K 5 2 A 107 6 3 2 ¥ 9 7 5 2 ♦ 103 * Á 8 A K D 8 ¥ ÁG103 ♦ D G 8 * G 7 6 Suður er sagnhafi í 3 grönd- um og vestur lætur út tígul 4. Úr borði er tígul 5 látið og austur drepur með tíunni. Ef sagnhafi athugar spilin vel, þá sér hann strax að ekki er hægt að vinna spilið nema fá slagi á lauf. Ef vestur á annað háspilið og austur hitt þá tapast spilið, ef hann drepur nú, því austur lætur út tígul, ef hann kemst inn og þá er fyrirstaðan farin. Eini möguleikinn er því, að austur eigi aðeins 2 tígla og geti ekki látið hann út þegar hann kemst inn á lauf. Sagn- hafi gefur því tígultíuna. Aust- ur lætur enn út tígul, sem sagnhafi fær á gosann. Nú læt- ur sagnhafi út lauf, vestur gef- ur og austur drepur með ásn- um. Austur getur ekki látið út tígul og velur því að láta út hjarta, sem sagnhafi drepur með ás. Enn er lauf látið út og vestur drepur með kóngi. Nú er sama hvað vestur gerir því laufið hjá sagnhafa er orðið gott og hann vinnur alltaf spil- ið. Hann fær 3 slagi á lauf, 2 á tígul, einn á hjarta og 3 á spaða. Ef sagnhafi hefði í byrjun drepið tígul 10 þá hefði austur látið út tígul þegar hann komst inn á laufaás og síðan hefði vestur tekið 3 slagi á tígul þeg- ar hann kemst inn á laufakóng. 4 LESBÓK MORGUNELAÐSINS 12. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.