Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 6
Nýjar uppfinningar S»» « að k„™ fram nýjar uppfinningar á sviði vísindanna — sumar stórfelldar á allan hátt og valda því miklu umróti og umtali um víða veröld; aðr ar minni í sniðum í flestu tilliti — en geta þó verið eins mikilvægar einstak- lingum og hinar, sem meira eru umræddar. S vo er t. d. um lítið tæki, sem fyrirtækið „Ultra Electronics“ í Lund únum hefur hafið fram- leiðslu á — og einkum er ætlað blindum til öryggis, og til þess að hjálpa þeim á „ókunnum stigum", ef svo mætti segja. — Hér er í stuttu máli um að ræða tæki, sem hinn blindi ber með sér — í ól yfir öxlina, eða í belti — og við það er tengdur eins konar „kynd- ill“, sem sendir frá sér há- tíðnibylgjur. Koma þær fram í hinu fyrrnefnda tæki, þegar þær lenda á einhverri „hindrun" í vegi þess, sem það ber — en kyndlinum beinir hann fram og niður fyrir sig (sjá myndina). T æki þetta er reyndar ekki komið á markaðinn ennþá, en hefir verið reynt sl. ár — af drengjum í blindraskóla í Ovingdean í Englandi. Töldu forráða- menn skólans þetta „betra en nokkuð annað, sem hing að til hefir verið reynt.“ ------------•----- ög svo er komið fram í Bandaríkjunum nýtt ferða orgel, sem sérstaklega er ætlað umferðatrúboðum og prédikurum. Þetta litla orgel, sem fellur inn í tösku og vegur aðeins tæp 30 kg., þarf ekki að troða — það gengur sem sagt fyrir rafmagni. Og ef raf- magn er ekki fyrir hendi, þar sem orgelið skal not- að, getur það gengið fyrir straumi frá venjulegum vasaljósarafhlöðum. Verð- •ið kvað vera mjög hóflegt. — Er þetta ekki tilvalið hljóðfæri fyrir — ja, t. d. Hj álpræðisherinn? atenf, guðlastaði með henni í kaþðlskri kirkju þegar hann lét hana í hendurnar á Mkneskju af Jesúbarninu og heimtaði kraftaverk, hann stjórnaði óaldarflokki unglinga með henni. Oskar átti það vexti sínum að þakka, að fullorðna fólkið lét hann að mestu aískiptalausan. Hann gat því fylgzt með atferli þess og lýst því „neðan frá“, ef svo mætti orða það. Enda hófst könn- un hans á manniííinu undir spilaborð- inu á heimili hans, þar sem hann var uimkringdur lærum og hæirðum fót- leggjum og fylgdist með því hvernig elskhugi móður hans leitaði lostafullur með skólausum fætinum að skauti henn- ar. Viðgangi nazismans er einnig lýst í ýmsum eftirminnilegum smámyndum, sem flestar era skoplegar. Þegar faðir Oskars gengur í flokkinn og finnst hann véra orðin hetja hins hreina kynstofns, 'fer vindurinn allt í einu úr honum af því hann á erfitt með að finna brúna skyrtu sem hæfi einkennisbúningnum. Á laugardagseftirmiddögum, þegar fað- irinn sækir fundi flokksins, flykkjast flokksleysingjarnir heim til hans og kokkála hann. Og svo rennur upp kald- ranalégt nóvemiberkvöld, þegar faðir Oskars stendur hálfvandræðalegur við brennandi samkunduhús Gyðinga, en er samt þakklátur fyrir hlýjuna frá bálinu. í stríðinu og upp úr því óx Oskgr upp á sinn hátt. Hann varð auðugur og frægur djassbumbuleikari og skemmti kraftur, sem kallaði fram móðursjúka eftirsjá meðal tilheyrenda sinna með því að leika brynjandi áranna fyrir stríð á bumbuna. Hann stækkaði um nokkra þumlunga (af ásettu ráði, segir hann) og kom sér meira að segja upp herðakistili. En allt skiptir þetta Oskar engu máli. Hann er fullkominn stjórnleysingi, full- komlega ósnortinn, fullkomlega ánægð- ujt með sjálfan sig og á engar óskir aðr- ar en þær að halda- heiminum í hæfi- legri fjarlægð. En tii er líka önnur túlk- un á manninum og sögu hans: hann kynni að vera fullkominn lygari, vit- skertur dvergur sem skapað hefur sér reglu og sjálfsvörn með brjáluðum minn- ingum um veröld sem aldrei var. Er veröldin brjálæði sem menn verða að flýja, eða er flóttinn brjálæði, eða kannski hvort tveggja? Við því gefur Grass engin svör. Til að gera reynslu Oskars víð- tækari og margræðari en söguna sem hann segir, vefur höfundurinn inn í hana margs konar tákn og flýgur á vængjum hástemmdrar mælsku, sem minnir á Herman Melville í „Moby Dick“, enda hefur Grass greinilega les- ið hinn bandariska snilling rækilega. Það er ekki alltaf auðvelt að henda reiður á táknmáli sögunnar, en svo mik- ið er víst að illskan er svört nom, sem býr í öllu lifandi. Þessi norn er kölluð fram í óhrjálegu atriði, þar sem fiski- maður dregur svartan hrosshaus úr Norð ursjónum án þess að láta sér bregða, og byrjar síðan að tína úr augum, eyr- um og munni haussins stríðalda ála, sem síðan verða bornir fram sem sér- stakt hnossgæti á þýzkum matborðum. Híffl táknrænu tengsl milli illskunnar og smjattandi sjálfsánægjunnar koma einnig fram í atriðinu, þar sem faðir Oskars er drepinn af Rússum í kjall- ara matvöruverzlunarinnar. Líkami hans fellur yfir slóð maura, sem eru að safna sér visturn úr rifnum sikurpoka. Þegar maurarnir verða áskynja um þennan óvænta tálma, eru þeir snöggvast ráð- villtir, en brátt finna þeir sér nýja leið kringum líkið, „því sykurinn hafði í engu misst sætleik sinn, meðan Rok- ossovsky marskálkur var að hertaka Danzig-borg“, segir Grass. Heinrioh Böll á að hafa sagt, að Grass væri „ómannlegur", eftir að hann las þessa skáldsögu hans. Bandariskir gagnrýnendur líkja henni hins vegar við síðustu bók Vladimirs Nabokovs, „Pale Fire“, og „Alexandríu-kvartettinn" eft- ir Lawrence Durrell. Henni hefur líka verið jafnað til „Töfrafjallsins“ eftir Thomas Mann, sem kom út árið 1924 í Þýzkalandi. F yrir rúmu ári kom út önnur skáldsaga eftir Giinter Grass, „Katz und Maus“ (Köttur og mús), sem er styttri og einfaldaxi í sniðum, enda nefnir Grass hana „Eine Novelle" og hefur þá greinilega í huga skilgreiningu Goet- hes á „Novelle“, þ.e. „ókunnur atburð- ur“ eða „frétt“. Þessi sérkennilega saga fjallar um menntaskólapiltinn Joaohim Mahlke, og sögusviðið er fæðingarborg höíundar, Danzig. Hún gerizt á stríðsárunum, og í ýmsu tilliti er hún hliðstæða „Blikk- bumbunnar". Söguhetjan er skrum- skæld, eins konar tragískur trúður. Á flestan hátt er Joachim ólögulega skap- aður, eyrun útstæð, fætumir eins og títuprjónar, en megineinkenni hans er óhemjustórt barkakýli sem gengur upp og niður þegiar hann kingir, og verð- ur þess eitt sinn valdandi að köttur stekkur á hálsinn á honum í þeirri trú að æxlið sé mús (á þýzku er orðið „Maus“ líka notað um barkakýli). Þetta ofvaxna barkakýli er aðalstef sögunnar og örlagavaldur piltsins. J oachim er frábær kafari. Hann og félagar hans hafa yndi af að leika sér kringum sokkinn, pólskan tundurspilli, Rybitwa, og i honum finnur Joaohim allrahanda kynlega hluti, t.d. bronstöflu með hámynd af Pilsudski marskálki og silfurpening með Maríu mey og Jesú- barninu. Silfurpeninginn ber harm um 'hálsinn ásamt skrúflykli sem opnar hon- um leið inn í leyndardómsfull iður skips- ins. Grass hefur mikla ánægju af að brjóta löghelguð bönn. En hann er hreinhjart- aður, hefur ógeð á klámi og er góður kaþóliki, þó hann hafi oft verið sakaður um ruddalegt guðlast. Joachim tekur að visu þátt í gelgjuskeiðsórum félaga sinna, en hann hefur I rauninni engan áhuga á kynferðislegum draumórum þeirra né heldur á stúlkum. Hins veg- ar tilbiður hann Maríu mey með þeim hætti, að skriftafaðir hans er skelfingu lostinn. Eitt sinn stelur Joachim riddarakrossi, sem borinn er um hálsinn. Hann not- ar krossinn til að fela barkakýlið. En honum er brátt vísað úr skóla og hverf- ur frá borginni. Þegar hann birtist aftur, er hann skriðdrekahetja í orlofi og hef- ur nú fengið raunverulegan riddarakross um hálsinn. Hann hefur náð takmank- inu. Þegar hann ætlar að skila stolna krossinum til rektors skólans, er hann álitinn liðhlaupi, og leiðir það til dauða hans með dularfullum hætti. Hann kafar niður í tundurspillinn, en kemur ekki upp aftur. c -Jagan er sögð af vini Joaohims, sem kemur lítið við sögu sjálfur og hef- ur ekki nema takmiarkaða vitneskju um vin sinn. Þannig fær lesandinn aldrei að vita meira en sögumaður veit. Af þessum sökum verður Joaohim með viss um hætti ævintýrapersóna, þó hann sé næstum áþreifanlegur í hverju einstöku atriði sögunnar. Hann verður nokkurs konar táknmynd þeirra drauma sem allir unglingar ala með sér á gelgju skeiðinu. Grass hendir lúmskt gaman að hátíðleik og mælgi fullorðna fólks- ins, innantómum frösum og innihalds- lausum verðmætum eins og riddarakrosa in'um, sem verður leikfang Joachims. Persónuir, Giinters Grass eru dregnar með fjölhæfri hen-di skopteiknarans. Ýkjurnar eru helzta listbragð hans, Segja má, að þannig líti fóik ekki út, en það er hins vegar þannig, eða réttara sagt: það er líka þannig: skoplegt, barna- legt, fjarstætt. Þetta fólk er táknmynd tíma og veraldar sem eru í mörgu til- liti fjarstæð, en það er eitthvað mann- legt og jákvætt i þessum fjarstæðum. s-a-m. 6 LESBÓK MORGUNBL.AÐSINS 12. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.