Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Side 7
OSCAR CLAUSEN: Prestasögur 6 Deilt við harðsnúinn nágranna Klerkur sá, sem hér verður sagt frá, sira Eggert Ei- ríksson, prestur í Glaumbæ í Skaga- firði 1784—1813, var enginn „lítill kail“ þó að hann hinsvegar væri lítill vexti. Hann lenti í hörðum á- tökum við einn nágranna sinna, sem var jötunmenni, en hafði þó enga vansæmd af þeirri viðureign, eins og frásögn þessi ber með sér. Sira Eggert var af merkum bænda- aettum á alla vegu. — Faðir hans, Eirík- ur Eggertsson, var lögréttumaður Skag- firðinga. Hann var dugnaðarbóndi og mikill virðingarmaður í héraði. Var klausturhaldari Reynistaðarklausturs í 1 ár, og 2 ár lögsagnari eða m.ö.o. settur sýslumaður fyrir Þorstein sýslumann Þorleifsson, og auk þess var hann nokk- ur ár umboðsmaður Fljótaumboðs. Hann rak stórbú nokkur ár á eignajörð sinni, Reykjum í Tungusveit, og síðar á Víði- völlum um tíma og loks á Þorleifsstöð- um, og þar dó hann árið 1779. Eggert, afi Eggerts prests, sem hann var heitinn eftir, var einnig merkur bú- höldur og lögréttumaður. Hann bjó á Stóru-Ökrum, þar sem Skúli fógeti bjó síðar. Eggert á Ökrum var mikilla ætta, — sonur Jóns Eggertssonar klaustur- haldara á Möðruvöllum og konu hans, Sigríðar stórráðu Magnúsdóttur. En faðir Jóns á Möðruvöllum var Eggert lögréttumaður á Ökrum, sem var sonur Jóns sýslumanns Magnússonar, sem samtímis var sýslumaður í 3 sýslum, — Dala-, Barðastrandar- og Isafjarðarsýsl- um, — en faðir hans var Magnús prúði í Ögri, sem átti Ragnheiði Eggertsdóttur lögmanns Hannessonar. — Er þarna um eina göfugustu ætt landsins að ræða, og hefur Eggerts nafnið haldizt mjög í ætt þessari, frá því ættfa'áirinn, Eggert lög- maður, var uppi. ]VTóðurætt Eggerts prests í Glaum- var einnig merk. Ragnheiður, móðir hans, var dóttir Þorbergs, bónda á Hofi í Skagafjarðardölum, Jónssonar lögréttu- manns, sem einnig bjó stórbúi á Hofi, en faðir hans var Magnús, sem var sigldur smiður, Sigurðssonar eldra, Bjarnasonar góða, Hrólfssonar sterka á Sólheimum í Sæmundarhlíð. Þetta þyk- ir einnig kjarnaætt. Síra Eggert var fæddur á Reykjum í Tungusveit 1730, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum þangað til hann var orðinn 9 ára gamall, en þá var hann, að sið heldri manna á þeirri tíð, látinn í fóstur til vildarvina foreldra sinna, fyrst 1 ár á Víðivöllum og síðan 3 ár að Ökr- um, til Skúla fógeta, sem þá var sýslu- maður Skagfirðinga og rak stórt bú, og hafði mikið umleikis. — Þá fór hann eftur heim til foreldra sinna og var hjá þeim þangað til hann var orðinn 21 árs, og fór þá í Hólaskóla, en þar var hann í 7 ár undir stjórn hins merka manns, Gunnars prófasts Pálssonar, sem þá var skólameistari á Hólum. — Hann var því orðinn 28 ára gamall þegar hann útskrifaðist úr Hólaskóla, en þá beið hans ekki feitara embætti en það, að verða djákni á Myrká. — En í þessari stöðu var hann þó ekki lengi, vegna slysni, sem hann varð fyrir. Hann missti nefnilega djáknastöðuna eftir 1 ár, vegna þess, að hann henti það ólán, að eignast króa með kvensnift nokkurri, sem Guðrún hét Hallgrímsdóttir frá Bölverksgerði. — Þessi Guðrún hafði ekki verið neitt sérstakt skírlífiskvendi, og hafði áður átt annað barn, einmitt með djáknanum á Myrká, sem var þar á undan Eggert. — Sá breyski guðsmað- ur varð aldrei prestur, en sló sér að því, að græða líkamsmein og krankleik mannanna, — gjörðist læknir og varð frægur maður á því sviði. Þetta var hinn frægi fjórðungslæknir, Jón Fét- ursson. Fftir að Eggert hafði misst djákna- brauðið fyrir barneign, gaf hann sig um stund, að veraldlegum hlutum, og gjörðist „þénari“ hjá Sveini lögmanni Sölvasyni á Munkaþverá, 2 árin næstu, en bá fékk hann, fyrir milligöngu lög- manns, konunglega uppreisn eftir fallið. — Hann var þó ekki vígður til prests fyrr en hann var orðinn 37 ára gamall. Það var Gísli biskup Magnússon á Hól- um, sem vígði hann 17. júní 1767, kape- lán til síra Jóns Björnssonar á Auðkúlu. Þar var hann þó aðeins árið, og bjó í Stóradal. — Síra Jón á Auðkúlu dó um veturinn, og sótti þá síra Eggert um Undirfell, sem var laust, og fékk hann veitingu fyrir því. — Það atvikaðist samt þannig, að hann fór þangað aldrei. Þennan vetur, sem síra Eggert var aðstoðarprestur á Auðkúlu, varð hann fyrir þeirri sorg að missa telpu, barn- unga, einkabarn sitt, og tóku þau hjónin sér nærri barnsmissirinn. Kona síra Eggerts var madama Þóra, dóttir síra Björns Skúlasonar á Hjaltastöðum. Hún festi ekki yndi þarna vestra eftir að hún hafði misst litlu telpuna og vildi komast aftur í Skagafjörð, og því flutti hún aldrei að Undirfelli. — Síra Eggert hafði svo brauðaskipti við síra Guð- mund Guðmundsson, og lét hann hafa Undirfell, en tók sjálfur kapelánsþjón- ustu í Glaumbæ, hjá síra Grímólfi, sem þá var orðinn gamall maður, og gjörði sér því vonir um að fá brauðið að hon- um látnum. — En það óvænta skeði, að síra Grímólfur, þó að gamall væri, þrauka&i enn í þessum heimi í 17 ár, og allan þann tíma var síra Eggert kapelán hjá honum. — Af þeim árum bjó hann 8 ár á Löngumýri og þjónaði þá lika Víðimýrarsóknum. —- ]V ágranni síra Eggerts árin, sem hann bjó á Löngumýri, var Sveinn nokkur Erlendsson, sem bjó á Bakka í Vallhólmi, en Bakki er næsti bær við Löngumýri. — Sveinn þessi var ein- stakt karlmenni og var mælt að hann hefði Beinserk og lægi við berserks- gangi ef hann reiddist, en þá braut hann allt fyrir sjálfum sér, sem fyrir varð. — Hversdagslega var Sveinn á Bakka gæf- ur maður, drenglundaður og talinn vin- ur vina sinna. — Eggert prestur var manna fimastur og glímnastur á sinum dögum, en lítill vexti, eins og í upphafi getur, en þó manna knálegastur, harð- gjör og fríður sýnum. Þeim Eggert presti og Sveini á Bakka bar oft á milli um beit, því að lönd þeirra skilur ekki annað en lítil kvísl, sem er nærri þur að sumrinu, en sums- staðar eru í henni smáhyljir afardjúpir. — Hún heitir Bakkakvísl og skilur löndin allt út í Héraðsvötnin, sem hún rennur L Þar eru hinir svokölluðu Sporðar. — Að austan eru Vall- og Bakkasporðar, en að vestan Löngumýr- ar- og Krossanessporðar, því að allar þessar jarðir eiga landið saman. — í þessum sporðum er mikið sléttlendi og ferginstjarnir. Eggert prestur og Sveinn bóndi deildu oft um beitina, eins og áður segir, og alltaf harðnaði á milli þeirra nágrannanna, og að lokum var óvildin orðin svo mikiT og mögnuð, að Sveinn fékk sér sérstakt biskupsleyfi til þess, að ganga til altaris „heima á Hólum“, til þess að þurfa ekki að þiggja náðar- meðulin úr hendi síra Eggerts. — Það kom oft til ryskinga milli þeirra, guðsþjónsins á Löngumýri og Sveins á Bakka. — Þó að Sveinn væri heljar- menn'i og stór vexti, stóðst hann ekki glímubrögð prestsins úti á víðavangi, en hinsvegar stóðst prestur ekki átök Sveins, ef þeir voru inni í þröngu húsi og Sveini tókst að ná tökum á honum. Þá varð oft að bjarga hinum litla, snara guðsmanni úr heljargreipum Sveins á Bakka. F inu sinni flugust þeir á fyrir austan Löngumýri, skammt frá litlum hyl. Presti tókst að færa Svein í kaf í hylinn, en tók svo til fótanna, hljóp heim og læsti að sér húsum. Sveinn svamlaði síðan upp úr hylnum og veitti presti eftirför heim að Löngumýri. Þar greip hann „drepsleggju" eina mikla, sem hefur víst verið ægilegt verkfæri eftir nafninu að dæma, og braut upp hurðina að stofunni, þar sem prestur var inni. Sá guðsmaðurinn þá það eina fangaráð, að brjótast út um glerglugga á stofunni, því það sýndist bæði honum og öðrum, að Sveinn væri þá í því skapi, með sleggjuna, að prestur þyrfti ei frá tíðindum að segja síðan“ (sbr. Præ Sighv. XIV, 356) — eða m.ö.o. að Sveinn hefði sálgað guðsmanninum umsvifa- laust, ef hann hefði náð til hans. — í þetta skipti komst prestur á hest sinn og reið út í buskann allt hvað af tók og slapp þannig undan. Prestur var reið- maður með afburðum eins og margir Skagfirðingar, og átti hann jafnan fljót- ustu og beztu hesta. — Eftir þessa við- ureign vildi Sveinn á Bakka ekki eiga á hættu, að takast á við prestinn úti á víðavangi, en alltaf áttu þeir samt í erjum meðan síra Eggert bjó á Löngu- mýri. Það var vorið 1775, að síra Eggert flutti sig heim á staðinn í Glaumbæ og tók hann að sér. Þá var síra Grímólfur og madama hans orðin háöldruð og komin að fótum fram, og annaðist hann þau síðan til dauðadags, en ekki fékk síra Eggert staðinn til fulls fyrr en eftir dauða síra Grímólfs gamla, en þá hafði hann þjónað þar kapelán í 16 ár. — Þó að síra Eggert væri nú ekki lengur nágranni Sveins á Bakka, þannig að daglegt stríð væri á milli þeirra út af beit o. fl., þá eimdi um samt eftir hjá Sveini af hinu rótgróna hatri til prests- ins, enda þóttist hann eiga sín í að hefna og ætlaði sér því, að jafna þá reikninga með fyrirsát fyrir prestinum, sem nú skal sagt frá. E inu sinni var það, eftir að sira Eggert var fluttur heim á’Glaumbæjar- stað, að hann reið á annexíu sína, að Víðimýri, og fór þaðan seint um kvöld, eftir að hafa messað. Sat þá Sveinn á Bakka fyrir presti, með járnkarl í hend- inn-i, þar sem heita Flæðar við Víði- mýrará, milli Víðimýrar og Reykjahóls. — Þegar prestur varð var við fyrirsát Sveins, beið hann ekki boðanna, hent- ist af baki og hljóp undir Svein, hratt honum í fen, sem er þar skammt frá við veginn og kallað er Sortufen, en Sveinn náði í kápu síra Eggerts og reif hana alla í sundur. Siðan komst prestur aftur á bak hesti sínum og hleypti allt hvað af tók í burtu, en járnkarlinn týndist í feninu. — En því vissu menn um þessa viðureign þeirra síra Eggerts og Sveins, að Sveinn kom með slitur úr kápu prestsins heim að Bakka. Þegar þetta kvisaðist, var það álit manna, að í fullkomið óefni væri komið og að síra Eggert væri ekki óhætt um líf sit; fyrir Sveini. Því var það, að góð- gjarnir menn komu því til leiðar, að Sveinn flytti búferlum úr sóknum prests- ins og varð það úr, að hann flutti fram að Ytri-Mælifellsá. Þar bjó hann lengi og varð allgamall. — Féllu þá deilur þeirra að sjálfsögðu niður, þegar lönd þeirra lágu ekki lengur saman, og hvorki ágreiningur um landamerki eða beit var lengur til staðar. — Framhald á bls. 13 12. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.