Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Page 10
SÍMAVEÐTALIÐ Laxinn er göfug — 50416. — Já! — Er það hjá Hauki Magnús- *yni, trésmíðameistara? — Já! — Er hann við? — Já, andartak . . . pabbi! Síminn! — i>etta er Haukur! — Morgunblaðið, sælir! Okk- nr er bent á yður sem slyngasta laxveiðimanna í Hafnarfirði — — . . . ja, ég held, að þið ætt- uð frekar að tala við hann Inga Kristjánsson. Hann er sá klók- asti, sem ég þekki. — Við hringdum í hann, en hann benti á yður. — Nú? Jæja, gerði hann það. En hann hefur samt marga dáðina drýgt. Eitt sinn vor- um við að veiða bleikju í Hlíð- arvatni. Hann kastaði hvað eftir annað, en sá alltaf eina bleikju elta „spóninn" að bakk- anum — án þess hún tæki. Loks lét hann „spóninn“ síga rétt niður fyrir vatnsyfirborð- ið, hélt honum kyrrum og hróp- aði: „Hana, taktu nú, bölvað- ur“. Þá tók fiskurinn — og Ingi sveiflaði stönginni aftur fyrir sig — og upp kom bleikj- an. En hún slitnaði af og datt beint niður í veiðitöskuna, sem Ingi hafði hangandi á öxlinni. Þessa murtu borðaði hann með góðri lyst um kvöldið. — . , . eruð þér búinn að borða alla laxana, sem þér veidduð í fyrra? — Nei, ég seldi megnið af þeim. — Nú? Er það ekki einn þátt- urinn í sportinu — að borða eig- in veiði? — Það getur verið það hjá sumurn, en ég fæ nú alltaf mest út úr því að draga fiskinn. Og þetta er orðið það dýrt sport, að ekki veitir af að hafa svo- lítið upp í kostnaðinn, selja eitt hvað af aflanum, ef einhver er. — Já, það kostar ekkert smá- ræði að stunda laxveiðar nú á dögum. — Þróunin er mjög ískyggi- leg, gróðabrallið er orðið áber- andi í laxveiðinni. Leigan á vel- flestum ám er orðin það há að engum meðalmanni er ætlandi að ráða við verðið. Eins og þetta er nú heilnæm og skemmtileg íþrótt. — Er hún ekki aðallega Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins Spurningunni svarar í dag frú Karen Erlendsdóttir, eiginkona Birgis Árnasönar, veitingamanns í Klúbbnum. Segja má að ekki virðist ökemmtilegt að framreiða mat handa veitingamanni, sem hefur á boðstólum ein- hvern bezta mat borgarinnar, en frú Karen segir: „Birgir er alls ekki mat- vandur, — þykir yfirleitt all- ur góður matur góður. — Að sjálfsögðu borðar hann oft í Klúbbnum, en honum þykir gott að fá eftirfarandi rétti heima hjá sér: Saxað kjöt með piparrótar- salati. % kg svína- eða kálfakjöt; eggjahvíta, brauðmylsna, salt og pipar, ca 40 gr smjörlíki og 25 gr smjör, sítrónusneið ar, heilhveitibrauð. Kjötið er hakkað og krydd að og búnar til kökur af sömu stærð og sítrónusneið- arnar, — þeim velt upp úr eggjahvítu og brauðmylsn- unni og steiktar móbrúnar í smjörlíkinu, Heilhveitibrauð sneiðar eru smurðar með smjörinu og steiktar aðeins, — kjötkökurnar skomar í sundur og látnar ofan á heil hveitibrauðið, — þar ofan á er látin sítrónusneiðin, skreytt með síld og kapers. Raðað á kringlótt fat og pip arrótarsalatið látið í miðj- una. PiParrótar-salat. Vk dl þeyttur rjómi, Vh tsk. piparrót (úr túbu), 2 mtsk. edik, 20 gr sykur, 50 gr makkarónur. Makkarónumar eru soðn- ar í saltvatni og skolaðar í köldu rennandi vatni, — þær eru síðan látnar (niður sneiddar) í þeytta rjómann og piparrótinni (sem hrærð er upp með edikinu og sykr- inum) hrært saman við. Ef notuð er ný piparrót er hún rifin og edikinu sleppt. Sem ábætisrétt þykir Birgi einna ljúffengast að fá: „Charlotte Busse“ Rúlluterta með góðri sultu er skorin í sneiðar, sem raðað er í botninn og hliðarnar á skáX sem síðan er fyllt með ananasfromage. — Þegar það er orðið stíft er hvolft úr skálinni á fat, — skreytt með ananasbitum og cocktail- kirsuberjum raðað á milli. Af fiskréttum þykir Birgi bezt steiktur fiskur með remolade-sósu. skepna skemmtileg? — Jú, sennilega er það ánægj an, sem dregur flesta út í þetta. En heilnæmið er engu minna. Laxveiðar eru blátt áfram þrosk andi vegna þess, að þá kemst maður í samband við náttúruna, getur oftast verið í friði og ró fjarri menningarskarkalanum. — En hvað er þá helzt til ráða, úr því veiðin er orðin of kostnaðarsöm? — Ég hef einkum þrennt í huga. í fyrsta lagi að hefja stórfellda fiskrækt í öllum ám, þar sem hægt er að koma slíku við. í öðru lagi að leita fróunar í sjóstangaveiði — og í þriðja lagi að veiða í sálinni eins og Ingi segir. — Veiða í sálinni? — Já, þá geta menn fengið miklu stærri laxa en allir aðr- ir. Þeir stóru sleppa aidrei — og engin hætta á ofveiði. — Á þetta eitthvað skylt við að veiða sálir? — Nei. Menn dorga bara í eigin sál. — Jæja, en hafið þér reynt sjóstangaveiði? — Ég er að hugsa um að snúa mér meira að sjóstanga- veiði og er viss um að menn eiga almennt eftir að komast upp á lagið við hana. Ég hef oft sinnis farið hér suður fyrir Hafn arfjörð og veitt með stöng af klöppunum á ströndinni. Þar er aðdjúpt, klappirnar eru viða eins og hafnargarður fram í sjó- inn, sléttar og gott að fóta sig á þeim. Þar hef ég fengið bæði ufsa og þorsk, töluverðan afla. — Gera Hafnfirðingar tölu- vert að því að veiða þarna af klöppunum? — Nei, ekki mjög mlkið, held ég. En ég kom nokkrum á bragð ið á síðasta sumri — og ég gæti trúað, að þar verði töluvert veitt með vorinu. Fiskurinn gengur alveg upp að klöppunum og lítill vandi að ná til hans. Verst er, að fjaran þarna er þakin sorpL Það er hreint og beint hneisa, að Hafnarfjarðar- bær skuli ekki finna annan stað fyrir sorpið. — En ekki er nú sami Ijóm- inn fyrir þorskinum og laxin- um? — Nei, ekki neita ég þvi. Ég er líka viss um að þorskurinn lítur undan og bliknar, þegar hann mætir laxinum — og lax- inn sér ekki þorskinn. Hann er svo hátt yfir þorskinn hafinn. Samt sem áður lifum við á þorskveiðum, ekki laxveiðum, þegar öllu er á botninn hvolft. Enda væri ekki mikið varið 1 laxinn, ef hinir og þessir gætu mokað honum upp úr sjónum. — Þér viljið sem sagt ekki missa veiðikóngstitilinn þarna I Hafnarfirði? — Ja, ég er ekki viss um að þér notið réttu orðin yfir þetta. En laxinn er göfug skepna. ÍlHÍi ELVIS PBESLEY: One brok en heart for sale/They re- mind me too much of you. Þetta er nýjasta Presley hljómplatan en lögin eru bæði úr nýrri kvikmynd, sem hann leikur aðalhlutverkið í, heitir hún „It happened at the world’s fair“. Fyrra lag- ið er all hratt og sungið á svipaðan máta og fyrri lög Presleys, og líklega samið eftir sömu uppskrift, en lög þau, sem Elvis velur til söngs á hljómplötum eru hvert öðru lík. Þó að erfitt sé að heyra um hvað er verið að syngja, vegna hins óljósa textaframburðar söngvarans, þá verður plata þessi áreið- anlega vinsæl er fram líða stundir, lagið er fjörugt, en stutt er það, því það stendur aðeins í eina og hálfa mín- útu. Síðara lagið er mjög ró- legt, líklega rólegasta lag, sem Presley hefur sungið inn á plötu. Hér er textafram- burður skýrari en í fyrra lag inu og gerir rokkkóngurinn þessu hæga lagi ágæt skil, en varla er hægt að búast við að þetta lag verði vinsælt, svona róleg og allt að þvi syfjuleg lög þurfa að vera sérlega falleg ef þau eiga að ná til fólksins. Fyrra lagið heldur plötunni uppL essg. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.