Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Page 12
Mörgæsir á ísjaka í blíðskaparveðri við Suðurskautið. j SUÐURSKAUTIÐ j Framhald af bls. 1 frosið, og smurolíur geta frosið, svo að þær verki eins og sandpappír. Raflagn- ir geta leitt út, þegar gúmeinangranir þeirra springa. En svo má einnig nefna, að ýmis gömul áhöld geta komið að áður óþekktu gagni. Flokkur frá Banda- ríkjunum, sem hafði vetursetu á Suð- urpólnum, árið 1957, fann það út, að prímuslampi var einmitt rétta áhaldið til að þiða kjöt áður en það var skorið. Hæðarmælar úr flugvélum hafa reynzt ágætis áhöld til að mæla ísþykkt og auka þannig við seinlegar jarðskjálfta- mælingar. En af sömu ástæðu geta hæð- armælarnir villt flugmenn. Þegar kom- ið er á loft sýna þeir ekki rétta hæð uppi yfir ísfletinum, svo að flugmennirnir halda, að þeir séu hærra uppi en þeir eru, og þannig fallið til jarðar. K lVuldinn á suðurskautsiandinu er svo duttlungafullur, að hann tekur meira að segja ekiki tililt til árstíða. Á ísbreið- unni er eilifur hringlandi, til og frá, á árstiðunum, svo að dæmi slíks þekkj- ast hvergi annars staðar. Á haustin get- ur hitinn þar fallið svo mjög, að það nálgast vetrarkulda, en svo skriðið hægt upp í hitastig, sem nálgast sumarhita. Þessi hitaaukning heldur svo áfram, allt fram á miðjan vetur, en þá fellur mælirinn niður í mesta kulda. Svo, inn- an þriggja mánaða frá þessu lágmarki, kemst hitinn upp í hámark sitt á árinu og síðan hefst þessi hringrás aftur. Annað óeðlilegt er það, að víðast hvar á suðurheimsskautslandinu fer hitinn hækkandi eftir því sem hærra dregur, og getiur aukizt allt að 80° á þúsund fet, áður en lækkunin hefst. Þetta óeðli á andrúmsloftinu leiðir af sér sjónhverf- ingar, sem geta gert ferðamönnum illi-v legan óleik, hvort heldur á sjó eða landi. Hitabreytingar geta brotið sólar- geisla svo mjög, að hlutur, sem er í 100 mílna fjarlægð getur sýnzt ör- skammt burtu. Charles WiLkes, skip- stjóri frá Bandarikjunum, var dreginn fyrir herrétt árið 1840 fyrir að hafa skýrt svo frá, að hann hefði séð strönd- ina á Austur-Antarctica, þar sem síð- arí leiðangrar gátu ekkert land séð. Síð- ar meir fann annar skipstjóri, sem hætti sér lengra suður á bóginn, strandlínu Wilkes, nákvæmlega eins og hann hafði dregið hana upp, eftir sjónhverfingu. í>á er vindurinn engu minni hrekkja- lóimur en kuldinn. Yfir þessu landi hinna næstum hreyfingarlausu frumeinda, rík- ir eitthvert ókyrrasta loftslag, sem til er. Skip, sem ætia að komast að ís- breiðunni, verða að fara í gegn um það, sem sjómennirnir kalla „The Roaring Forties" og „Furious Fifties", til þess að komast að jaðrinum á „The Sereaming Sixties". Þar koma vindar á allt að 200 miílna hraða á klukkustund, æðandi ofan af hálendinu og reka með sér snæ- fok, svo hart, að mönnum finnst líkast því sem skotið sé á þá höglum. Stund- um skellur snæfokið á ís og framleiðir rafmagn, svo að neistar dansa á fönn- inni. Hvar hnúfcur vinds jafngildir eins stigs hitalækkun, hvað viðbrögð likam- ans snertir — og það er ein ástæðan í viðbót til þess, að maðurinn verður að kappklæða sig alveg sérstaklega. En þyngdin á búnaði hans dregur jafnframt úr hættunni á því að hann fjúki út í veður og vind, í veðurofsanum. essi nornaketill veðranna stafar af samlosti hitaðs sjávarlofts við köldu loftlögin yfir landinu. Þessi bardagi loft- tegundanna getur einnig valdið furðu- legum veðrabreytingum. Á fáum mín- útum getur blár himinninn horfið fyrir öskubyl, svo svörtum, að menn sjá ekki á sér hendurnar og geta villzt milli braggans og matskáfcans. Og drunurnar, sem eru eins og þær kæmu frá þúsund neðanjarðarlestum, geta staðið dögum saman. Eða þá þær geta hætt svo snöggt, að eftir verði rótlaus þögn, svo óhugn- anleg, að hrollur fer um mann. Mið-Antarctica er að vísu ekki eins illviðrasamt og ströndin, en hefur þó ýmsar furðulegar tegundir veðurs til síns ágætis. Visindamenn hafa tekið þar eftir veður-fyrirbærum, sem hvergi þekkjast annarssfcaðar í heiminum — dularfullar þrýstings-öldur, furðulega svipvinda, og lægðir, sem geta staðið lengur en menn hafa áður þekkt. Flug- menn segja, að upp- og niðurstreymi yfir fjöllunum þarna, sé eitthvert það heiftúðugasta, sem þeir hafi nokkru sinni komizt i tæri við. Dráttarvélaleið- angrar hafa stundum rekizt á geysistór flæmi af dúnkenndum snjó, svo þurrum og fiskenndum, að hann eins og bland- ast andrúmsloftinu. Bæði rússneskir og amerískir leiðangraæ hafa rekizt á dul- arfulla ,,dauðadali“, þar sem fundust hundruð steingerðra fugla, sela og mör- gæsa, vel varðveittra, og suma þúsund ára gamla. Ef tif vill hefur þarna ver- ið á ferðinni eittlhvert veður-fyrribæri, sem frysti dýrin og steingerði þau síð- an. En það er þó ekki eins og menn megi snúa huganum óskiptum að veðrinu. Þarna er önnur hætta á ferðum. Þegar frá eru talin klettasvæði á ströndinni og nokkur fjöll, er meginlandið hulið undir ókyrrum jökli. fskollurinn er á sífelldri hreyfingu, og skelfur og spring- ur. Á hæstu hásléttunni í miðju lands- ins hefur snjóað, svo að segja óslitið og linnulaust, öldum og árþúsundum saman, án þess að nokkur teijandi bræðsa ætti sér stað. Á sumum stöðum er þéttur ís, meira en þrjár milur á dýpt! Níu tíundu hlutar alls iss á jörð- unni, eru hér saman komnir — nægi- legt til að þekja allan jarðarhnöttinn hundrað feta þykku islagi. Þyngdarafl- ið dregur þennan óskaplega þunga nið- ur að ströndinni, sem nemur fáeinum fetum á ári. Hann nuggast stöðugt yfir hina láglendari hluta strandlendisins allt í sjó fram. Þar brotnar hann í ísjaka, sem geta verið á stærð við Connecticut, og siglir síðan á sæ út Hinn óskaplegi þrýstingux jökul- skriðsins klýfur ísbreiðuna í hræðileg- ar sprungur. Þessar lævísu gjár, sem gefa frá sér bláleitt endurskin, geta ver- ið allt frá fáeinum á breidd og upp í það að vera nógu stórar til að gleypa stærstu byggingu heims. En það, sem gerir þær svo hættulegar er það, að laus snjór getur hulið op þeirra svo rækilega, að flestir óvanir ferðamenn geta hrapað í þær, áður en þeir vita af. Margur dráttarvélarekill hefur eytt þar mörgum klukkustundum í martröð, áður en honum var bjargað upp, og aðrir, sem óheppnari voru, hafa horfið fyrir fullt og allt. Breaki landkönnuð- urinn, Sir Ernest Shackleton, Hkir þessu við það að „ganga á glerþakinu á járn- brautarstöð“. Einn Seabees-flokkur, sem var að gera braut milli Litlu-Ameríku og Byrd- stöðvarinnar, kom að sprungusvæði, sem var margar mílur í allar áttir og svo morandi af sprungum, að það Ukt- ist mest býkúpu. Það tók tvær vikur að ryðja svo miklum snjó saman, að hægt væri að brúa þetta gegnsprungna svæði. Annað er það, sem er engu siður hræðilegt fyrir óvana, en þó ekki eins hættulegt, og það eru skjálftarnir. Þeir koma fyrir í snjó, sem er enn ekki harðn- aður og orðinn að is. Fyrst heyrist ó- hugnanlegur h'binur, líkastur vindi, sem eykst stöðugt, rétt eins og hann væri að nálgast, og loks heyrast drun- ur líkast og i þotu, sem fer yfir höfuð manns. Þetta endar svo á braki og brest- um, þegar yfirborðsís brotnar. Jarðfræðingar segja okkur, að það sé ekki íshellan ein, heldur og landið und- ir henni, sem sé á hreyfingu. Mælingar hafa sýnt, að Antarctica er í „ísóstatisku jafnvægi“ — það er, að það sígur, líkt og ofhlaðinn pramrni, undir ísþungan- um. Ef ísinn bráðnaði mundi megin- landið hækka um á að gizka 2500 fet. Þar sem ísinn hefur vikið, er landið þeg- ar farið að hækka. Afchugendur hafa tekið eftir hækkun á ströndunum hjá Wilkes-stöðinni og við Vincennesflóa. I raun og veru er Antarctica ekk- ert sérstaklega fjandsamlegt mannfólk- inu, heldur er það jafn andvígt öllum lifandi verum, hvort sem þær heita jurtir eða dýr. En svo hefur ekki alltaf verið. Meginlandið var einu sinni jafn gestrisið og það er nú fjandsamlegt. Steingervingar og kolalög bera vott frjó sömu skóglendi, með miklu lífi á. Stein- gerðir lurkar, 24 fet á lengd, hafa fund- izt undir snjónum. Fyrir mörgum ár- um — að minnsta kosti milljón árum, segja nýlegar rannsóknir — skall yfir einhver dularfull ísöld og eyddi þess- ari paradís. Þá hófst skipuleg útrým- ing alls lífs, þar til svo er komið, nú á dögum, að meginlandið getur ekki státað af öðru en nokkrum frumstæðum plöntum, svo sem þörungum, skófum og mosa. Eina landdýrið, sem stóðst þessa hreins un er einn sérlega harðskeyttur fugl, sem tókst að hafast við áfram á sjávax- bakkanum og afla sér fæðu úr sjó. Þetta er mörgæsin, þessi skrítni fugl, sem líkt- ist svo mjög manni og verður venju- lega — sökum forvitni sinnar — fijót- ur til að fagna gestum. En þegar mað- ur kynnist mörgæsinni betur, koma f ljós skuggahliðarnar á þessum sigri henn ar. Mörgæsin sigraði í sinni orustu gegn því gjaldi að gerast skrípi. Með þvi að breytast úr fljúgandi jurtaætu í synd- andi fiskætu, missti hún vængina. Þeir urðu að ómerkilegum stúfum og fæt- urnir urðu að ólánlegum uggum. Nú á dögum getur mörgæsin alls ekki flogið og gengur meira að segja mjög álappa- lega. En þar fyrir hefur hún ekiki misst móðin>n. Hún getur staðið í sér stærri sjódýrum og árásarmenn hennar hafa komizt að raun um, að eitt högg af vængj asfcúfunum gefcur mölbrotið manns fót líeldur ekki verður maðurinn sér- lega hrifinn af samfélagi ýmissa lands- og sjávardýra, sem koma upp úr sjón- um og reika um íshrannirnar. Oft koma upp á þessa kuldalegu strönd geysistór- ar og óhugnanlegar seltegundir, þar á meðal einn tólf feta langur og saurbrún- litaður, fílselurinn,, sem svo er kallaður. En aðalskelfirinn þarna á ísnum er samt sjó-pardusinn —selur, sem líkist mest eðlu, dílóttur á skinn og hálslangur. Hann er þar-na oft i leit að mörgæsum, sem eru aðalfæða hans, en væri víst vel til í að snúa sér að manninum og skella á eftir honum blikandi og bogn- u>m tönnunum. Það er ekki vert að hlæja að hreyfingum hans, þótt ófim- legar séu. Hann getur dregið uppi mann, hvenær sem er og kjafturinn á honum getur stýft limi hans, sem eldspýtur væru. , Og þá eru suðurskaútsfuglarnir ekki vingjarnlegri. Sem dæmi má nefna ful- mar, klunnalegan og ólánlegan fugl, með sjö feta vænghaf. Hann er áleitinn yið menn og getur komið svifandi og klórað úr honum augun, eða gert til- raun til þess. Þetta þykir illur spá- fugl. Heilir hópar þeirra safnast sam- an kring um skip, sem eru föst í ísn- um og bíða eftir bráð sinni. En aðal- hræfuglinn er skua-fuglinn. Þessi otur- eygi fugl situr um allt, sem sjúkt er eða sært, og ef hart er í ári, getur hann orðið mannæta. En rétt fyrir utan ísröndina liggur í leyni ein hræðilegasfca skepna jarðar, dráphvalurinn. Þessi þrjátu feta fant- ur hefur egghvassan sporðugga og tylft tanna í hvorum skolti. Allir aðrir hval- ir eru jurtaætur, en þessr tegund sæk- ist mest eftir kjöti af spendýrum — er mannakjöt þar engin undantekning. Þeir synda fram og aftur með ströndinni, í von um að ná í eitthvert óvarkárt fórn- ardýr á ísröndinni. Og ofan á allt þetta getur svo mað- urinn orðið sjálfum sér ólíkur þarna á ísnum. Langvinn vosbúð í þessum af- skaplega kulda getur orsakað minnis- leysi. Sumir sjá ofsjónir. Sumum finnst þeir þurfa að sofa stöðugt, réfct eins og í þeim búi einihver eðlishvöt til vetrar- dvala. En algengasti kvillinn er hið svo kallaða „stóra auga“ eða svefnleysið, sem kennt er við þessar slóðir, og hald- ið stafa >af stöðugri birtu eða stöðugrl dimmu (en hvort um sig er sex mán- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.