Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Page 1
26. tbl. — 15. september 1963 — 33. árg. TIL MINNINGAR UM MjgSggJfll HETJURNAR Tvær stúlkur úr uppreisnarliði Gyð- inga í Varsjá. Þær voru drepnar af Þjóðverjum. Hann lét eins og þau væru að fara út að ganga, og þetta væn bara leikur. ÁRTÍÐ Gyðingahverfisins í Var- sjá var í aprílmánuði síðastliðnum. Þá voru tuttugu ár liðin síðan þýzkar hersveitir gerðu lokaárás á hverfið. Árið 1940 hafði öllum Gyðingum f Varsjá verið smalað saman og þeir lokaðir inni í Gyðingahverfinu, en slíkt hverfi var til þar í borg, eins og svo víða annarsstaðar. Um eitt skeið voru 400.000 manns fangelsaðir innan hárra grjótveggja, sem höfðu verið hlaðnir kring um hverfið. Á næstu mánuðum voru flestir þeirra fluttir þaðan og til útrýmingarstöðv- anna. 19. apríl 1943 hófst uppreisnin þegar Þjóðverjar hófu útrýmingar- hcrferð sina. Hún tók heilan mánuð, þrátt fyrir gífurlegan liðsmun. Yfir 56.000 Gyðingar voru drepnir af Þjóðverjum. Margar þúsundir í viðbót dóu í rústum hverfis, sem var skipulega lagt í rúst, svo að ekki stóð steinn yfir steini. Hér fer á eftir daghók Gyðings, sem horfði á skyldfólk sitt og landa sina deyja í Gyðingahverfinu. WOLF ZYTO var einn þeirra pólsku Gyð- inga, sem lifði þetta af, fyrir bjálp- semi kristinna nágranna sinna. í apríl 1943 hafðist hann við í Varsjá, undir dulnefni, vann þar í verksmiðju undir vernd vinveittrar, pólskrar fjölskyldu. Áður hafði Zyto átt heima í Gyð- ingahverfinu. Þá var hann í sendi- íerðum til að smygla mat þangað. Sumir úr fjölskyldu hans gátu, eins og hann sjálfur, sloppið út úr hverf- inu. En móðir hans og bróðir voru þar enn, þegar Þjóðverjar hófu ár- ásina. Þá var Zyto 21 árs. Hann á nú heima í London og er tannsmiður. Hann ritaði fyrir skömmu endur- minningar sínar í dagbókarformi, og sendi til blaðsins THE OBSERVER upp á von og 'óvon hvort blaöið birti þær eða ekkL Mánudagur 19. apríl 1943 Pegar ég vaknaði í dimma kjallara- herberginu, þar sem ég bý, varaði hún Fracziska Topzsewkska, vinkona móður minnar, mig við því að fara út. Það væri eitthvað á seiðL Það er nú alltaf eitthvað á seiði, ég er orðinn svo vanur því að vera viðbúinn að hver stund verði mán síðasta. Ég svaraði því kurt- eáslega og lofaði að fara varlega. Jtariar, kouur og börn á leið til flutningabílanna, sem fluttu þau í gasklefana, þar sem þeirn var utrýmt. boðizt til að bjarga henni, ef hún vildi gefa sig honum á vald. Hún néitaði. Ég hafði því fundið vinnu handa henni í Varsjá, þar sem hún gat gengið und- ir dulnefni og komizt í vist. En tveim dögum áður en ég kom til Miendzyrzec, fró Þjóðverjana að gruna eitthvað. Um sólarupprás einn daginn, var frænka mín, ásamt nokkrum öðrum, skotin til bana í Gyðingagrafreit einum. Á leiðinni til baka beygði lestin við hjá Siedlec, af einhverjum ástæðum. Við fórum í króka og fórum rétt hjá útrýmingarbúðunum hjá Treblika. Bruna stækjan barst til okkar með vindinum, og fólk tók að loka klefagluggunum. Kona, sem sat hjá mér, laut að mér ■og sagði: „Þú lítur út eins og Gyðing- ur“. Hversu oft afneitaði Pétur Kristi? Hversu oft skyldi ég vera búinn að afneita uppruna mínum? Ég get enn séð fyrir mér hliðar- brautina, sem lá að búðunum. Það var þar sem dr. Janisz Korczack — dr. Barnardo Póllands — afþakkaði öll til- boð um vægð, og fór með munaðarlausu börnin sín, tvö og tvö, af þvi að hann gat ekki hugsað sér, að þau dæju ein. iRétt við innganginn í hverfið, hjá Lesznogötu eru hópar af S.S.-mönnum Þeir eru með vélbyssúr og virðast vera að biða eftir skipunum um að hafast eitthvað að. Þarna er fátt borgara. Ég veit, að ég legg í afskaplega hættu að vera svona nærri takmörkum hverfis- ins, en ég er neyddur til þess. Móðir mín og sjö ára bróðir minn eru innan múranna. Það eru ekki nema nokkrar götur til þeirra, og þau eru að deyja úr hungri, og ég get ekki rétt þeim brauðbita. Einn brauðbita! Móðir mín gaf mér lífið og ól mig upp. Min hamingja var hennar, mínar áhyggjur voru hennar. Og svo litli bróðir minn, sem hefur, frá því að hann fór að ganga, gert okk- ur hinar og þessar brellur eða komið okkur til að hlæja. Og ég get ekki komið einum brauðbita til þeirra! Það er sagt, að fólk lifi í friði í Sviss. Það hlýtur að vera lygi. Er það hugs- anlegt, að í New York og Buenos Aires eða Timbúktú sé fólk nú að lesa blöðin og eta morgunverð, eins og við gerðum einu sinni? * Framh. á bls. 12. Hún var sannkölluð kvenhetja. Varla læs eða skrifandi — maðurinn hennar hafði hlaupið frá henni með öðrum kvenmannþ og hún átti smábörn að ala upp, og vann fyrir sér með því að selja brauð úr körfu á götuhorninu, en var of stolt til að vilja þiggja nokkuð af mér. Ég klæði mig og fer út. Það heyrðist einhver skothríð handan við hverfis- múrinn. Er það lokútrýmingin? Eða skyldu þrælarnir, sem svo lengi höfðu verið smánaðir og píndir, loksins veita mótstöðu? Eða leggja þeir sjálfa sig í hendur böðlanna, þegjandi og hljóðlaust? Ég heyri undir væng, hvað tveir pólsk ir lögreglumenn eru að tala saman. Annar segir: „Það virðist ekki ætla að ganga eins greitt í þetta sinn.“ Ef þeir bara vissu hver ég er: E inu sinni ferðaðist ég alla leið- ina til Miendzyrec og til Varsjár aftur. Ég var að reyna að hjálpa frænku minni, fallegri stúlku, að sleppa úr vinnubúðunum i burstaverksmiðju. Hún hafði sagt mér, að Pólverji nokkur hefði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.