Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Qupperneq 4
Kynþáttamúrarnir riöa til falls
VI Ð T A L við áhrifamesta
svertingja nútímans, dr.
Ralph Bunche, vara-framkvstj.
SÞ, um lokaþáttinn í kynþátta-
stríðinu, aldarlanga þróun, SÞ
og vaxandi þýðingu smærri
þjóða í heimsmálunum.
„Fyrsti svertinginn í Ameríku,
sem hefur náð alla leið upp á há-
tindinn“.
Þetta er aðeins ein umsðgnin af
mörgum, sem heyra má um dr.
Ralph Bunche. Sem vara-fram-
kvæmdastjóri SÞ hefur hann getið
sér heimsfrægð sem „heimsstjórn-
málamaður“ — maður, sem allir
geta treyst
f Bandaríkjunum skarar hann fram úr
öllum öðrum, sem vísindamaður á sviði
hagfræði og uppeldisfræði, og sem mað-
ur er hann elskaður og dáður af öllum,
sem kynnast honum.
En enda þótt hann sé fyrsti maður
síns kynþáttar, sem með hinu háa em-
bætti sínu hefur náð alla leið upp á
hátindinn — í hæð við konunga og rík-
isforseta, er hann þó fyrst og fremst
svertingi, og sem maður getur hann —
utan em.bættis síns — ekki annað en
haft áhuga á kynþáttastríðinu, sem um
þessar mundir geisar í Bandaríkjunum.
Framar öllum öðrum sem eru við þetta
riðnir, lítur hann á málið á löngu færi,
vísindalega, eða hvorttveggja í senn sem
maður og vísindamaður:
— Reynið að skyggnast aftur í tímann
og söguna. Það væri beinlínis óhugsandi
að bylta þjóðfélagi svo rækilega, sem
við gerum nú, án ófriðar og uppreisn-
ar.
Orðin koma hægt, hógværlega og vel-
hugsuð. Hvert þeirra er merki um ára-
langa diplómatiska æfingu, sem hann
hefur öðlazt í starfi sínu hjá SÞ.
Mf að sem nú er að gerast hjá okkur,
er stéttabarátta — bylting — en þó
friðsamleg bylting, vel að merkja. Ef
ekki kæmi til ofbeldisaðgerða, þegar
breyta skal þjóðfélaginu svo róttækt
mætti það kallast kraftaverk. Ég trúi
á fólkið í nútíma þjóðfélagi — en ekki
á kraftaverk.
En við skulum líta á þetta frá annarri
hlið — frá jákvæðri hlið: Sjálf átökin
eru sönnun þess, að þjóðféiagið ólgar
en staðnar ekki. Það er merki þess, að
lýðræðisþjóðfélag breytist stöðugt —
þroskast.
En er nú ekki erfitt stundum að koma
auga á það? Ef t.d. litið er á ástandið í
Jackson eða Mississippi í fyrra, í Ox-
ford?
— Jú, gott og vel — svertingjarnir
voru að því komnir að springa 1 Missis-
sippi. Ég sá það sjálfur, þegar ég var
þar í vikunni sem leið. Þeir eru þreytt-
ir, eða kannski öllu heldur uppgefnir,
svo að þeir eru að þrotum komnir, af
því að bíða. Æsingin eykst með degi
hverjum. Það skal ég gjarnan kannast
við.
En samt sem áður — og það get ég
aldrei nógu oft tekið fram. . . Það sem
við sjáum um öll Bandaríkin, er há-
markið — eða lokaspretturinn í langri,
langri þróun. Hann hlaut að koma fyrr
eða síðar, með ofbeldisverkum. kröfu-
göngum, götuáflogum, fangelsunum —•
og — svo hryggilegt sem það er —
skothríð og morðum.
— Hvernig getið þér tekið þessu
svona rólega, talað svo rólega um það?
— Ég er lengi búinn að vera svert-
ingi. Því megið þér ekki gleyma. . . .
og á eftir að vera það lengi enn, ef
allt fer að líkindum. Þegar við nú,
seint og um síðir, erum í þann veginn
að rita lokakaflann í frelsisbaráttunni,
er hægt að taka því rólega. Jafnvel þótt
sumstaðar sé öflug andstaða, þá fer
þetta að ganga friðsamlega til, á þeim
stöðum þar sem framsýnir menn eru við
völd á hverjum stað.
B erið þér sjálfur saman ástandið
í Alabama fyrir nokkru, við háskólann
þar, eða Clemson College í Suður-Kar-
ólínu við „uppreisnina í Oxford". Þar
var um að ræða óvild en ekki uppreisn.
Og er það ekki sönnun þess, að jafnvel
fólkið svo langt suður frá, er eitthvað
farið að læra.
— Eruð þér ánægður með réttinda-
frumvarpið,' sem Kennedy hefur lagt
fyrir þingið?
— Um það vil ég ekkert segja. Ég get
beinlínis ekki, sem embættismaður hjá
SÞ, sagt neitt álit á því. Það væri brot
á diplómatiskum siðareglum, meðan
málið er enn í deiglunni.
— Það hefur heyrzt frá NAACP, að
það ætli að efna til fjöldagöngu 300.000
svertingja — til Washington, til þess
að knýja fram samþykki frumvarpsins?
— Um það er ég jafn-ófróðUr og þér.
í bili held ég, að þeir ætli aðeins að
efna til þessarar göngu, til þess að koma
í veg íyrir, að öldungadeildarmenn frá
ur að reka á eftir því með of mikilli
hörku?
— Mér finnst það hafa sýnt sig í seinni
tíð, að harkan þarf ekki að vera til
ógagns. Ég held ekki, að þetta geti haft
nein áhrif.
— Þér töluðuð sjálfur um „hægfara
þróun“, hér í Bandaríkjunum. Hvers-
vegna hafa svertingjar þolað svona langa
bið?
—Það finnst mér vera þeím heldur
til hróss, en jafnframt hættir mönnum
til að gleyma, hve langæ þessi barátta
er orðin.
NAACP var stofnað fyrir meira en
50 árum, en þar á undan var Booker
Washington með kjörorðið: „Biðjið og
lærið. Gerizt færir í starfi. Vinnið virð-
ingu hvítra manna þannig, en gleymið
aldrei að þið eruð svertingjar, með öll-
um þeim takmörkunum, sem því eru
samfara."
►J vo kom NAACP árið 1909. Það
voru fyrstu „árásar“-samtökin sem störf
uðu þó friðsamlega með „árásum" fyrir
milligöngu dómstólanna, til að fá kjör
okkar bætt.
Síðan hefur þróunin haldið áfram, með
hvern hæstaréttardóminn á fætur öðr-
um, fram að 1954, sem var tímamóta ár,
þegar dómur fékkst fyrir því. að „að-
skilnaður“ i menntamálum væri stjórn-
arskrárbrot.
Síðustu níu árin hefur þróunin gengið
með risaskrefum með „kyrrsetum" í
veitingahúsum, atvinnu-útilokun, „frels-
isakstri“ í áætlunarbílunum í Suðurríkj-
unum og stofnun eins féiagsins eftir
annað.
— En eru þessi félög ekki orðin of
mörg, þannig að minna gagn verð af
þeim, þegar barizt er svona dreift, á
mörgum vígstöðvum?
— Það er vitanlega alltaf hætta á ó-
samkomulagi um aðferðirnar. Og slíkt
getur verið hættulegt. Hinsvegar er
enginn ágreiningur um takmarkið, og
því fleiri félög sem við höfum að baki
okkur, því fleiri svertingja getum við
náð sambandi við. Og við þurfum á þeim
öllum að halda.
— Hefur frelsisbarátta nýlenduríkj-
anna í Afríku nokkra þýðingu haft hér
í Bandaríkjunum?
— Ég tel, að þetta tvennt hafi fylgzt
að. Við hvert ríki i Afríku, sem fær
frelsi, eykst áhugi svertingja hér til að
berjast enn betur fyrir réttindum sínum,
og fyrir hverja framför — eða ofbeldis-
aðgerð — sem á sér stað hérlendis, eykst
áhugi manna í nýju ríkjunum á að
vinna æ betur að framförum í þeim
ríkjum, sem þeir eru að skapa.
— Hafa nýju ríkin í SÞ nægilegan
skilning á þeirri ábyrgð, sem því fylgir
að vera meðlimur i samtökunum?
— Ég mundi heldur vilja orða þetta
öðruvísi: Það hefur verið ánægjulegt,
einkanlega þó síðustu árin, að sjá vax-
andi ábyrgðartilfinningu gagnvart heim-
inum, hjá flestum ríkjunum, hvort sem
þau voru ný eða gömul. Einkum eru
smærri ríkin í þann veginn að fá mjög
aukm áhrif. Og mín skoðun er sú, að
þetta megi telja kost.
Suðurríkjunum tefji fyrir málinu, með
málþófi og breytingartillögum.
—__ Þingmenn eru þekktir fyrir það,
sem þei'r kalla með fínu nafni „virðulegt
sjálfstæði". Getur ekki verið hætta á,
að fylgismenn frumvarpsins úr Norður-
ríkjunum snúist gegn því, ef farið verð-
I
J afnframt kemur fram aukinn
skilmngur hjá þróuðu löndunum á nauð
syn þess að hjálpa hinum vanþróuðu —
báðum í hag. Það óhugnaniegasta, síð-
ustu tuttugu árin, er það, að lífskjara-
Dr. Ralph J. Bunche
mismunurinn hefur farið vaxandi ár
frá ári.
Ef til vill tekst okkur nú að breyta
þróuninni ofurlítið, og hvort heldur
hjálpin kemur frá einkaaðilum, frá ein-
stökum ríkjum, frá SÞ, eða hún heitir
lán eða gjöf, þá skiptir það minna máli
en hitt, að hún komi þanmg að þiggj-
andinn geti varðveitt sjálfsvirðingu sína.
— Þetta má líka heyra hér i Banda-
ríkjunum?
— Já, og það er það, sem sannfærir
mig um, að við séum nú á lokaáfangan-
um í baráttunni, þar sem við erum að
sigra, bæði úti um heim og heima fyrir.
— Þjóðfélagslega eða kynþáttalega?
— Þetta er kynþáttastríð, skal játað.
En samtímis er það svo geysileg þjóð-
félagsleg bylting, að annað eins hefur
aldrei sézt.
f Bandarikjunum er það algjört frelsi
20 milljóna manna, og út um heim
stærsta „krossferð", má næstum segja,
sem sagan hefur nokkurntima séð,
gegn fátækt og hungri.
— Hvað segja „útlendingarnir" í SÞ
um baráttuna hér í Bandaríkjunum?
— Fyrstu viðbrögðin eru líkust tauga-
áfalli: — Hvernig í dauðanum getur ann-
að eins og Oxford-uppreisnm fengið að
gerast í þjóðfélagi, sem kallar sig siðað?
En þegar talað er við þessa menn,
skilja þeír venjulega, að báðir aðilar
hafa nokkuð til síns máls. Ef ekki ann-
að, þá það, að óeirðirnar skuli geta átt
sér stað.
Það er vert að athuga, í hve mörgum
löndum stjórnin mundi útrýma svona
hópum, sem gerðu uppreisn, eða varpa
öllum foringjunum í fangelsi.
Hér hafa þeir leyfi til að fara kröfu-
göngur, enda þótt einstöku ruddamönn-
um í lögreglunni hætti til að sleppa
sér.
Við höfum ekkert einkaleyfi á að vera
góðir hér í Bandaríkjunum. Það land
er ekki til þar sem allir eru annaðhvort
góðir eða allir vonir.
Hvert einasta ríki í öllum heimi er
samband af hvorutveggja — eiimig
Bandaríkin.
4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
26. tölublað 1963