Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Síða 5
ra FYRIB liðlega tveimur árum skrifaði ég grein í Morgunblaðið um stutta ferð út í Viðey og dró wpp skyndimynd af því ótrúlega ófremd arástandi sem þar ríkti. Lýsingin vakti furðu ihargra, sem ekki liöfðu til Viðeyjar komið, en hún var sízt orðum aukin. Eigandinn sendi mér orð, að ég skyldi halda mér við Grikk land, en láta Viðey eiga sig! Skömmu eftir að grein- in birtist las ég blaðafregn um það, að Viðeyjar- kirkja hefði verið afhent þjóðkirkjunni til eignar og ráðstöfunar, og var það vissulega tímabœrt. Það breytir þó engu um hitt, að Viðey er smánarblettur á íslenskri þjóðrækni. Eg kom út í Viðey aftur snemma í sumar, og enn blasti við augum sami ömurleikinn, sem verður að sjálfsögðu ömurlegri með hverju ári sem líður. Samt liggur þessi staður við bæjardyr höfuðborgar innar, er einn frœgasti sögustaður íslandssögunnar og geymir þar á ofan einhverjar merkustu ,,forn- leifar“ íslands, þar sem er Viðeyj- arstofa Skúla fógeta, eitt af élztu og veglegustu steinhúsum landsins. Af öllum þessum ástœöum og fjöl- mörgum fleiri er það þjóðinni allri til skammar að láta staðinn níðast niður — og það á sama tíma og aðrir staðir eru endurreistir, Ár- bær, Skálholt og jafnvel Kolviðar- hóU. Persónulega er mér eigandi Við- eyjar ókunnugur og ég veið ekki ann að en allt gott til lians, en mér virðist satt að segja helgi eignar- réttarins orðin hálfgert öfugmæli, þegar mönnum helzt það uppi af sinnuleysi, fjárskorti eða öðrum orsökum að láta frœgustu sögustaði þjóðarinnar grotna niður og verða öllum landsmönnum til háðungar. Viðey á að vera eign þjóðarinnar allrar, þar á að endurreisa eða lag- færa það sem eyðilagzt hefur, og þar œtti allra helzt að koma á ein- hvers konar menningarstarfsemi. Eftir hina hugðnæmu lýsingu Jónasar Magnússonar hér í Les- bókinni í vetur á búskav Eggerts Briems í Viðey lilýtur það að vera mönnum ráðgáta, hvernig þetta merka höfuðból hefur verið leikið. Það vceri í þessu sambandi ekki fjarstœtt, að bœndasamtökin (með milljónahöllinji sína fullgerða) stuðluðu að endurreisn Viðeyjar í samvinnu við aðra þá menn, sem varðveita vilja hinar sárafáu sögu- legu minjar íslendinga og búa þannig um þær, að mönnum verði ekki skaprayn af að koma nálœgt þeim. Helzt af öllu þyrfti þó að tengja stórfenglega og margbrotna sögu Viðeyjar liðandi stund með þvi að koma þar á fót einhvers konar menningar- eða menntastofn- un. Ef einhvern tíma yrði komið upp „listamannanýlendu" hér á landi eins og víðast hvar annars staðar £ m^ningarlöndum. vœru fáir staðir betur ttl þess fallnir en einmitt Viöey og Viðeyjarstofa. s-a-m. 26. tölufctaS 1963 Athugasemdir frá Eftir Ólaf Hauk Ólafsson Heiðruðu ritstjórar! Undanfarin daegur hef ég, mér til roikillar ánægju, lesið og endurlesið grein eftir Sigurð A. Magnússon í 23. tbl. Lesbókar Morgunblaðsins: Sprengj- an, sem aldrei sprakk. — Um sama leyti fékk ég í hendur „kvæðabókina“ Þokur og 27. tbl. Vikunnar. Aðrir þættir máls- ins eru mér, því miður, ókunnir. Samt vona ég, að mér verði það fyrirgefið, þótt ég, erlendis og óupplýstur, sendi ykkur nokkrar línur um grein S. A. M. „Enginn skyldi ungra manna gamni spilla“, segir hann sjálfur í upphafi greinar sinnar. Að vísu stóð hvergi: öll- um heimill aðgangur, en það stóð sömu ieiðis hvergi, að þetta gaman væri í einkaeign. Ég bið því forláts, ef ég er boðflenna, og stíg inn. F nginn skyldi ungra manna gamni spilla. Nei, hann er sko ekkert hrekki- svín, þessi S. A. M. Þó vantar það sosum ekki, að hann gæti spillt þvi, ef hann bara vildi, en hann vill ekki. Þetta tekur hann strax fram skýrum orðum, svo engum blandist hugur um þann hug, sem hann ber til ungra manna. Þetta íannst mér afskaplega fallega sagt af S. A. M. En strax á eftir læddist óþægi- legur grunur að mér. Á þetta bara við um „ungra" manna gaman? Hvers á fullorðið fólk að gjalda? Og aldrað fólk? Er það til í dæminu, að S. A. M. myndi viljandi spilla gamni gamalla manna; kannski sjálfum sér til ánægju, máski hreint og beint að gamni sínu? Þetta er voðalegt. Hver er meinmgin? Hvar eru yfirvöldin? (Það hét forðum daga, að „litið er ungs manns gaman“. Það skyldi þó aldrei vera, að S. A. M. hafi orðið ein- hver mistök á, þegar hann bræddi gam- alt gull í sín nýju máltækjamót?) Svo komu nokkur orð um gáfnaljós, „bókmenntaþjóð" og „menningarvita“. Fyrsta orðið án gæsalappa, síðari tvö sótt í Vikuna. Ég gáði vandlega í Vik- una. Ekki eitt orð um nein gáfnaljós. Engar gæsalappir. Var S. A. M. að hæla höfundum bókarinnar? Augljóst mál; þetta eru hans eigin orð. Gáfnaljós. S.A.M. er sennilega góður vinur höfund- anna, hugsaði ég, eða a.m.k. þekkir hann þá vel. Ekki fer hann svona fal- legu orði um bráðókunnuga menn. Svo minnist ég þeirrar gömlu speki, að oflof jalngildi háði. Átti þetta að vera háð? Nei, menntaður bókmenntagagnrýnandi og skáld gerir sig ekki sekan um svo misheppnað og kjánalegt háð. Og þó. Þessi gáfnaljós „hugðust sanna það í eitt skipti fyrir öll..Þetta var hlægilegt. Hingað átti háðið rót sína að rekja. Þegar ég var í skóla (ég var í skóla, herra ritstjórar, og ykkur varð- ar ekkert um einkunnir) átti ég stund- um að sanna eitthvað í stærðfræði. Þess- um sönnunum lauk alltaf á sama veg. Q.e.d. (þetta minnir mig að sé latína og átti því ekkert skylt við stærðfræði). Hvað um það; enginn spurði, hvort sönnunin væri eingild, tvígild eða algild. Sönnun, sem bara gildir einu sinni, og er síðan allri lokið, er engin sönnun, eða hvað? Eitt skipti = 511 skipti. Q.e.d. Það er von að S. A. M. brosi, þegar em- hverjir hyggjast „sanna það í eitt skipti fyrir öll . . . “, þegar eitt skipti er öll skjpti. Ha? Hafa höfundarnir aldrei sagt . . . ? Eru þetta orð S. A. M. sjálfs? Að hverju er harin þá að hæðast? c íðan koma nokkrir kaflar um mismunandi starfsaðferðir sænskra og líslenzkra bókmenntaprakkara. Ég er S. A. M. alveg sammála um yfirburði þeirra sænsku. Burtséð frá öllu bók- menntagildi kvæðanna var aðferðin á- hrifameiri. Gagnrýnendurnir voru „hengdir". Það er að segja; þeir voru ekki hengdir (og menn hafa ekkert leyfi til að orða það svo, hvort sem menn vilja' eða vilja ekki). Merking orðsins „hengd ur“ gefur þeim hengdu ekkert val. Það, sem skeði í Svíþjóð, var, að gagnrýn- endurnir fengu gefins snöru, síðan hopp uðu þeir fúsir og frjálsir upp á gálga- pallinn, brugðu snörunni um háls sér og stungu sér fram af. Allt saman vilj- andi, gert með opin augu og eflaust af sjálfsagðri og mennskri nærgætni og góð vild gagnvart ungu skáldi, sem hafði skapað eitthvað. Svo héngu þeir þarna, öllum til aðvörunar. íslenzku gagnrýn- endurnir fengu hins vegar óþarft tæki- færi til nýs lífs; þeim gafst smuga, þeir vissu alltof fljótt, hvað var á ferðinni, og þeir höfðu ekkert látið frá sér fara, sem ekki var hægt að þverneita fyrir. íslenzku prakkararnir voru ekki eins miskunnarlausir og þeir sænsku. Gaman ið ekki jafn grátt. Þetta er þó aðeins sú hliðin á prakk- arastrikinu, sem að bókmenntagagnrýn- endum veit. Og það er máski eins gott. Þegar allt kemur til alls, þá langar mig ekkert til að hafa S. A. M. eða aðra "slíka hangandi á almannafæri, a.m.k. ekki fyrir mat. Nóg um það. En hin hliðin; hvort hér hafi verið skrifuð kvæðabók í „atóm“-stíl, sem sé sambærileg við al- vöru „atóm“-lj óðabækur, er ekki út- rædd. Og verður sennilega aldrei. Ég nenni ekki í endalausa ritdeilu (sbr. bróður Benjamín) við S. A. M. um nýtízku ljóð. Bara nokkur orð. S. A. M. telur mjög hæpið, að hægt sé að leika þessa brellu oftar en svo sem þrisvar eða fjórum sinnum, og þá á mun iengri tíma. Er það ekki nóg? Er S. A. M. alveg viss um, að þessi leikur hafi ekki verið leikinn þrisvar eða fjórum sinn- um? Réttlætir það á nokkurn hátt leik- inn? Sömuleiðis dregur hann í efa, að hver sem er geti gert það. Svo, já. Má ég benda S. A. M. á kvæði 1 sömu Les- bók, sem birti grein hans: „Hvað ert þú að gera hérna?“ spurði hún og það lá við, að henni geðjaðist vel að lionum Svo þakklát var hún „Oh, ég kem hérna stundum“, svaraði hann.* *) Athugasemd Lesbókar: Þessar setn ingar eru ekki úr „kvæði“, heldur úr smásögunni „Norskur sjómaður“ eftir Ethel Mannin, sem birtist í 23. tbl. Les- bókar. Svona skáldskapur útheimtir vissa andlega frjósemi, þó nokkuð hugmynda- flug og talsverða elju, að dómi S. A. M. Er það svo öruggt? Ég er S. A. M. sam- mála um, að mörg íslenzk ljóð hafi end- að sína daga í bréfakörfunni, höfundi og vandamönnum hans til óblandinnar . ánægju síðar meir. Og það er mín skoð- un, að stærstu skáldin eigi þar tiltölu- lega mestan pappírinn. Því sjálfsgagn- rýnin er líka óhjákvæmileg forsenda yrkinga, þótt S. A. M. hafi gleymt henni í upptalningu sinni. Svo má S. A. M. hafa hvaða skoðun, sem hann vill. S. A. M. er ekkert hissa á því, að hægt sé að setja saman prenthæft ljóð „í flimt ingum yfir tafli“. Það er heldur ekki nein ástæða til að undrast. „Mælt af munni fram“ eða „kastað fram“ er fæð- ingarvottorð margrar góðrar stöku. Sama máli gegnir eflaust um mörg lengri Ijóð; hugmynd eða hending fæðist á emu. augnabliki, og síðan vinnur skáldið úr því. En hvers vegna verður það ljóð? Hví velur skáldið þetta form? Og hvern ig tekst skáldinu? Er það ekkert atriði? Eger ekki viss um, að S. A. M. sé á sama máli og ég. Hann segir: „Þegar ég . . . les bókmenntaverk, spyr ég ekki endilega hvernig það hafi verið samið, við hvafla aðstæður og af hverjum, held- ur hvort það segi mér eitthvað, eigi erindi við mig“. Hvað á S. A. M. við með „hvernig það hafi verið samið“? Merk- ir „samið“ hér unnið? Ég er ekki viss. Hitt er samt greinilegt, að hann metur kvæði aðallega eftir þeim áhrifum, sem þau hafa á hann. Það er breyskur mæli- kvarði. Hvað segir mér eitthvað, hvað á eríndi við mig? Eða, hvað hrífur mig? Þar með eru útilokuð öll kvæði, sem ekki segja neitt, ekki eiga erindi við mig. Hvað um þau kvæði, sem reyndu að segja mér eitthvað, þegar ég hlustaði ekki? Þetta minnir dálítið á viðbrögð Dósa, sem drekkur í fjóra daga eftir að hafa séð tiltekna birkihríslu í Vífil- staðahrauni. Nema hvað Dósi hrífst á persónulegri og kannski mannlegri hátt. Hann stofnar ekki til neinna fjöldaferða upp í Vífilstaðahraun, og sýnir (gegn vægu gjaldi) birkihríslu, sem sé óbrigð- ult meðal gegn bindindi. S. A. M. úr- skurðar hins vegar: Þetta hefur bók- menntagildi, því það átti erindi við mig. Ég hef talað! Ég er bókmenntagagnrýn- andi stærsta dagblaðs á íslandi. Punkt- ur. Nokkru síðar: „Það er almenn mein- loka, að þroski, skynsemi og reynsía séu forsendur ljóðlistar. Þetta kemur illa heim . . . “ o. s. frv. Þetta er ekki al- menn „meinloka“. Þetta er ekki „prívat“ meinloka neins. Þetta er nefni- lega engin meinloka. Það kemur svo málinu ekkert við, hvort börn geta ort kvæði, sbr. Minou Drouet. Ég hef aldrei vitað neinn nema S. A. M. reyna að færa sönnur á það, að óþroska, óskynsöm og óreynd manneskja geti miðlað öðrum ljóðlist. Hvað börnunum viðvíkur, þá er það þvert á móti svo, að þau eru lista- menn vegna þess, að þau eru óvenju- lega þroskuð, óvenjulega skynsöm eða með óvenjulega reynslu á sínu sviðL Eða vill S. A. M. halda því fram, að Mozart hafi verið óþroska hljómlistar- maður á unga aldri, Minou Drouet sé óskynsöm í ljóðum sínum, Reshensky hafi verið óreyndur skákmaður á æsku- árum? Svo er annað mál, að þetta getur LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.