Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Qupperneq 9
„Hvaða matur er
F RÁ því var sagt í blöðum I
fyrra, að samkvæmt athugunum
sérfróðra yxu fjölmargir Islendingar
upp, yrðu fullorðnir og færu undir
græna torfu án þess nokkru sinni að.
hafa notað tannbursta. Og fólk virt-
ist verða furðu lostið.
En hvað segir það þá, ef upplýst
væri, að fjöldi reykvískra barna,
sem kominn er á skólaskyldualdur,
kann ekki að matast með gaffli —
og því síður að nota hnífinn. Og að
til séu í Reykjavík 6—7 ára börn, sem
spyrja: „Hvaða matur er þetta?“ þeg
ar fiskur er borinn á borð. Og af
hverju? Af því að þau nærast svo til
eingöngu á kexi, vínarbrauðum,
mjólk eða gosdrykkjum. Ekki vegna
fátæktar, því fiskurinn er langtum
ódýrari en kex og vínarbrauð.
En svona er þetta. Þa.ð segir okkur
kona, j , sem hef ur veitt
barnaheimili forstöðu.
„f sumar höfðum mjög mörg börn“,
segir hún. „Helmingurinn voru prúð
börn og vel upp alin — og þau tókum
við vegna þess að heimilisástæður
voru slæmar. Hinn helmingurinn var
illa eða ekkert upp alinn. Yfirleitt
góður efniviður, en hafði ekki verið
sinnt“.
„Það ,er undarlegt og óeðlilegt, að
6—7 ára börn kunni ekki að þvo sér
um hendur, halda á gaffli —og geri
öll sín stykki í buxurnar. Með slík
börn er annað hvort farið til
læknis, þau barin heima — eða látin
með öllu afskiptalaus. En ef vel er
farið að þeim, ef þeim er t. d. veitt
einhver smáviðurkenning í hvert sinn
sem þau fara tímanlega á salernið,
þá lagast þetta á skömmum tíma. Af
fjölmörgum börnum, sem við fengum
í þessu ástandi í vor, skiluðum við
aðeins einu ólæknuðu."
„Og- með ýmsum börnum koma
skilaboð um að þau geti ekki borðað
þetta eða hitt, ekki hafragraut, ekki
fisk, ekki mjólkurvelling, ekki rúg-
brauð. En eftir viku borðuðu öll mögl
unarlaust það, sem á borðum var, all-
an algengan íslenzkan mat — og hárn
uðu hann meira að segja í sig. Til að
byrja með var dálítið stríð við þau,
sem aldrei höfðu séð venjulegan mat.
Þau grétu sáran fyrstu dagana og
snertu ekki fiskinn, kjötið, súpuna
eða grautinn, sárbáðu um kex eða
vínarbrauð. Þau þekktu ekki aðra
fæðu. En þetta iagaðist og enginn
lagði af. Svo mikið er víst“.
„En það er furðulegt hve margir
sýna börnum sínum litla umönnun,
jafngóð og aðstaðan er annars orðin
til þess að fræða börn og þroska,"
heldur hún áfram. „Sjö ára
stúlka; sem ekki veit hvað orðið syst-
kin þýðir. Það er ekki talað mikið
við hana heima. Hún á bræður, marg-
ar systur, en hún kann ekki að nefna
þetta réttum nöfnum. Það er bara
svona og svona margt fólk heima,
þetta margir strákar og þetta margar
stelpur,.segir hún, og er alls ekki frá-
munálega heimsk". •
„Ég hef líka komizt í kynni við
mörg börn af þessum árgangi, sem
aldrei hafa farið í kirkju — og vita
því síður hvaða hlutverki kirkjan
gegnir — eða hvað þar fer fram. Við
fórum með einn slíkan hóp í kirkju
í sumar. „Nei, sko tröllið!“, sagði einn
sex ára, þegar hann sá hempuklædd-
an prestinn. Það er stundum hægt áð
brosa að þessum skinnum, en það er
dapurlegt hve lítið verður stundum
úr góðum mannsefnum, einungis fyrir
hirðuleysi þeirra, sem ber að annast
afkvæmi sín. Einn fimm ára var
spurður hvort hann væri duglegur að
sendast heima: „Já, ég kaupi alltaf
sígarettur og kex fyrir mömmu — á
hverjum degi,“ sagði hann.
Sögumaður annaðist fjölda slíkra
barna í sumar. Foreldrar margra
komu hvorki né hringdu til þess að
spyrja um líðan barnsins síns allt
sumarið. Aðrir hringdu oftar en einu
sinni í viku og komu oft í heimsókn
þegar leyft var, en heimilið er all-
langt utan við bæinn. Og hún sagði
okkur meira:
„Gott dæmi um þetta vítaverða
hirðúleysi er barn, sem komið var
á þriðja ár — og hafði aldrei verið
tekið úr vöggunni — nema þá ör-
sjaldan, þegar því var þvegið. Það
hafði aldrei fengið aðra fæðu en
mjólk — og það var komin hörð skán
og- einhver óþverri a hálsinn á því
þar sem mjólkm seytlaði úr pelanum
niður í hálsmálið. Endrum og eins
var því þvegið — í rauninni lá það
í algeru hirðuleysi. Það var nágranna-
kona, sem bjargaði barninu. Hún gat
ekki hugsað sér að láta þetta af-
skiptalaust lengur enda þótt hún
hefði sjálf erfiða aðstöðu til þess að
taka barnið. En móðirin varð auðvit-
að fegin.“
„Venjulegt fólk trúir þessu varla.
En því miður er þetta svona — og ég
sé enga ástæðu til þess að þegja yfir
því. Það eru nefnilega ekki allir, sem
átta sig á því, að þeim ber að láta
barnaverndarnefnd eða aðra slíka að-
ila vita af ósómanum — þar sem
hans verður vart. Því fer fjarri, að
fátæktin sé alls staðar undirrótin.
Fyrst og fremst er það kæruleysið,
sem veldur. En fátæktin veldur líka
oft miklum erfiðleikum, sérstaklega
þar sem heimilisfeður eru drykkju-
menn. Konur, sem eiga við slíkt að
búa, eru oftast mjög illa á vegi stadd-
ar. FráskilHar konur fá þó alltaf
mæðrastyrk og meðlag með , börnun-
um. Hinar ekkert. Ég heyrði nýlega
af einu slíku tilfelli. Þar var ástandið
hörmulegt þar til konan skildi við
manninn. Þá batnaði ástandið mikið,
enda þótt faðirinn væri eftir sem áð-
ur með annan fótinn á heimilinu. En
þær eru margar, sem ekki átta sig
á því hvernig bezt er að fara að, þeg-
ar fyrirvinna heimilisins bregzt. Sum
ar konur eru feimnar við að leita
ráða. Það ættu þær ekki að vera.“
„Skortur á barnaheimilum er mik-
ill — og ástandið þar af leiðandi oft
næsta erfitt hjá mörgum. Ég veit
dæmi þess, að húsmæður hafi orðið
að fresta því að fara til nauðsynlegr-
ar aðgerðar á 'sjúkrahúsi vegna þess
að hvergi var hægt að koma börnun-
um fyrir. Það eru ekki allar. sem
eiga mömmu, ömmu, systur eða aðra
náskylda hér í bænum".
„Þannig skapast oft erfiðleikar, sem
ekki koma síður niður á foreldrum ea
börnum. Þess vegna er það hörmu-
legt, þegar foreldrar, sem hafa að-
stöðu til þess að hlúa vel að börnum
sínum, gera það ekki — vanrækja al-
veg hina mannlegu hlið uppeldisins.
Það er talað um að „losna“ við krakka
í sveit, út á leikvöll, jafnvel í bíó —
eða eitthvað annað. Og að „losna“ við
þau svo að hægt sé að komast eitt og
annað — yfirleitt til þess að skemmta
sér. Þeir, sem sífellt tala um að
„losna“ við börnin sín, eru ekki lík-
legir til þess að laða börnin að sér,
gera þau að sínum beztu vinum.
Börn hafa mjög ríka þörf fyrir að við
þau sé talað, þau séu frædd — og
við þau sé rætt um heima og geima.
Þetta vita allir, sem gera sér far um
að sinna börnum sínum vel. En i
skólanum * - vr~— kemur það fyrir,
að unglingarnir koma of seint á
morgnana vegna þess að þeir þurfa
að klæða yngri systkini, smyrja fyrir
þau og gefa þeim að drekka — af því
að mamma er ekki vöknuð, segir
hún að lokum.
H.J.H.
þótt hálf illa værum við til reika.
Þá var Loftur Ólafsson, póstur, veitull
við símamenn og veitti þeim óspart skyr
og rjóma, sem var vel þegin hressing.
egar austur að Kálfafelli kom
vorum við nokkrir strákar við messu-
gjörð hjá síra Magnúsi prófasti á Prest-
bakka einn sunnudag. Eftir messu var
okkur boðið inn upp á kaffi hjá Stefáni
bónda, ásamt prófasti. Fór hann þá að
fala sér kaupamann úr okkar hópi. Varð
það svo að samkomulagi að ég réðist
til hans þegar lagningu væri lokið aust-
ur yfir Skeiðarársand. Þegar austur að
Skaiðarársandi kom, kom upp sá kvitt-
ur, að Skeiðarárhlaup væri í aðsigi þá
og þegar. Voru þá sumir sunnanmanna
með öllu ófáanlegir til að fara austur á
sand. Björnæs átti úr vöndu að ráða,
hann vildi ekki hætta við verkið fyrr
en endar mættust. Hornafjarðarflokk-
urinn var þá kominn í Oræfin. Að lok-
um varð það niðurstaða að við Skaft-
fellingarnir, sem í flokknum voru, sam-
tals tíu menn, tókum að okkur að
26. tölublað 1963 -------------------
leggja austur Skeiðarársand, unz við
mættum austanflokknum. Var svo haf-
izt handa og unnið af kappi miklu, en
Skeiðarárhlaupið kom ekki. Við höfð-
um tjaldstað austarlega á sandinum við
kvísl eina. Allt vatn sem við notuðum
tókum við úr kvíslinni og var það hálf
þykkt af jökulleir. Þetta var alveg upp
undir Skeiðarárjökli.
Stefán í Skaftafelli kom til okkar
vestur á sand og færði okkur matvæli,
sem við höfðum orðið af skornum
skamroti. Mættust svo flokkarnir við
sjálfa Skeiðará. Var hún í miklum
vexti og ill yfirferðar. Var Stefán í
Skaftafelli okkur hjálplegur ráðgjafi á
meðan við vorum að ljúka verkinu.
Héldu svo flokkarnir sitt í hvora áttina
að afloknu verkinu. Símasamband var
þá komið á milli Víkur í Mýrdal og
Hafnar í Hornafirði, og um leið opnað-
ist simasamband í kringum allt land.
__- jörnæs hélt svo vestur að Kirkju-
bæjarklaustri með flokkinn, því nú var
eftir að leggja línu suður um Landbrot
um Meðalland og vestur i Álftaver. Á
Klaustri kvaddi ég svo Björnæs og fé-
laga hans, sem mér hafði fallið við
hverjum deginum betur. Hélt ég nú til
síra Magnúsar á Prestbakka, þar se.m
sláttur var hafinn á Síðunni.
Ég hafði heyrt ýmsar sögur af síra
Magnúsi á Prestbakka. Átti hann að
vera mjög siðavandur og stórbokki í
lund. Þar að auki var ekki að sögn við
það komandi annað en sóknarbörn hans
þéruðu hann. Mig fýsti nú að kynnast
prófasti af eigin raun og urðu kynni
mín af honum nokkuð á annan veg
heldur en almannarómur sagði. Prófast-
ur tók mér kurteislega þá er ég kom til
hans. að vísu þéraði hann mig í byrjun
en ég kvaðst vera slíku óvanur og baðst
undan því. Sagði prófastur þá: „Kom þú
sæll og við segjum þú framvegis“. Féll
mér það vel.
að mun hafa haft nokkuð til síns
máls að síra Magnús hafi verið siða-
vandur á mælikvarða sinnar samtíðar,
en strangur var hann ekki. Mér kom
hann fyrir sjónir sem leiðandi. heil-
steypt göfugmenni. Ég var sláttinn út á
Prestbakka og gekk þar allt vel fram.
Daginn eftir að heyönnum var lokið
kallaði prófastur mig inn í stofu til sín,
skyldi nú gert upp sumarið. Mælti síra
Magnús þá svo við mig:
„Þú réðist til mín- sem óreyndur ungl-
ingur, aðeins 17 ára gamall, og hef ég
nú reynt þig sem einn duglegasta og
reglusamasta mann, sem ég hef haft í
minni þjónustu, og greiði ég þér hæsta
kaup sem nú er greitt í kaupavinnu. Eru
það 50 krónur um vikuna".
Að svo mæltu greiddi hann mér kaup
þetta vel og skilvíslega. Átti prófastur
nú ferð til Víkur í Mýrdal fyrir hönd-
um. Varð ég honum svo samferða ásamt
dóttur hans, Ragnheiði, sem verið hafði
ráðskona hjá honum, en var nú að fara
til náms. Skildum við síra Magnús svo
í Vík. Að síðustu bað hann mig þess að
leita til sín, ef ég þyrfti á meðmælum
að halda. Hélt ég síðan heim til mín
eftir gott og viðburðaríkt sumar.
Gunnar Magnússon
frá Reynisdal.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS £