Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Page 10
SIMAVIÐTALIÐ Állinn #•/• x T**' • • litir i Tjorninm — moo. — Slökkvistöðin. — Kjartan Ólafsson við? — Það er hann. — Þetta er á Morgunblaðinu. Við hringdum bara til þess að láta vita, að það væri ekki kviknað í hjá okkur. — Jæja, það var ágætt. Gott að heyra það. Loksins hringir einhver, sem ekki hópar: „Eld- ur, eldur!“ Segið þið þá ekki eitthvað fallegt? ! — Nei, ekkort markvert, en hvað er að frétta af fuglunum á Tjörninni? — Ja, nú er blessuð krían far- in, uppáhaldið mitt. Hún fer alltaf í lok ágúst, þá hverfur hennar hljómur. í sumar vegn- aði henni vel, fjölgaði töluvert. Já, já — það er svo sem allt gott að frétta frá Tjörninni. —■. Og nóg af öndum? ' — Aðallega stokköndum. Þær virðast þola þetta bezt. Það er enginn lúxus hjá þeim, það er ekki eins og þær séu á silfur- tærri heiðartjörn. Ónei, þetta er orðinn hálfgerður forarpoll- ur, þessi Tjörn. Annars hefur stokköndinni vegnað vel, hún hefur komið fleiri ungum upp en í fyrra — held ég. Þó er ! Hverer uppáhaldsmaiur eiginmannsins SPURNINGUNNI svarar í dag frú Tove Böðvarsson, eiginkona Gunnars Böðvars- sonar, verkfræðings, Hóf- gerði 3, Kópavogi. „Gunnar hugsar ekki mik ið um mat, þykir gott að fá bara fisk og skyr. En samt er nú hænsnakjöt hans eftir- læti og höfum við oft soðnar hænur með aspargus. Úr af- ganginum af soð. hænsna- kjöti bý ég til eftirfarandi salat, sem 1 onum þykir sér- lega Ijúffengt: 150—200 gr. mayonese er blandað með 2 matsk. rjóma (ekki þeyttum), 2 matsk. tómatsósu og karry, eftir smekk. Út í sósuna eru síðan látin 2 harðsoðin, söxuð egg, 1 bolli af köldum, soðnum hrísgrjónum ásamt soðnu hænsnakjötinu. Látið í skál og skreytt með rúsínum og söxuðum hnetum. Þetta er mjög Ijúffengt og borðað með ristuðu brauði". þetta erfiðara en áður, síðan þeir hlóðu vatnsbakkann með- fram Tjarnargötunni. Það er erfitt fyrir ungana að komast út á Tjörnina, þegar vatnsbakk- inn er orðinn svona brattur, því flestir fuglarnir, sem ekki verpa í hólmunum, hreiðra um sig í görðum hér allt umhverfis Tjörnina — og þær þurfa því að eiga greiðan aðgang að Tjörn inni allt í kring, ef vel ætti að vera. Áður var Vatnsmýrin aðal varplandið. Nú er sá tími lið- inn. Ég vona að hann Hafliði skilji eftir svolitla fjöru fyrir blessaða ungana, þegar hann fer að lagfæra syðri Tjörnina. — Og er samkomulagið gott á Tjörninni? — Milli kríunnar og stokk- andarinnar er gott samkomulag. Ég er nú hræddur um það. En hettumávar og veiðibjöllur, sem eru orðnir tíðir gestir síðan öskuhaugarnir hurfu í Vestur- bænum, eru ekki jafnfriðsamir. Þessir óboðnu gestir ganga jafnvel svo langt að sækjast eft- ir brauði, sem fólk er að gefa öndunum. Þvílík ósvífni. — Og það er algengt, að þeim sé gefið brauð? — Já, svo að segja daglega er fólk að gefa fuglunum brauð. Dr. Finnur og hans menn sjá um að fuglinn ekki svelti, en aukabitinn virðist líka vel þeg- inn. Börnin hafa líka ósköp gam an af þessu. — En gera ekki hrekkjalóm- ar oft usla við Tjörnina? — Nei, alls ekki oft. Tjörnin er orðin friðhelgur staður í huga allra Reykvíkinga — og þó að hvorki börn né fullorðnir virði alla slíka friðhelgi — þá hefur Tjörnin og lífið á henni ekki orðið fyrir barðinu á ó- þokkum svo orð sé á gerandi. — Hvað er að frétta af álft- unum? — Talaðu ekki um þær. Mesta sorgarsaga. Þó þær gleðji augu vegfarenda, þá held ég að bezt sé að vera ekki að hæna þær meira að en góðu hófi gegnir. Það er sífelldur ófriður, sem fylgir þeim. Leiðinlegt að horfa Haukur Morthens syngur. Ekki alls fyrir löngu kom út 33 snúninga hljómplata með hvorki meira né minna en sextán lögum, sem Haukur Morthens syngur. Allt eru þetta lög, sem áður hafa kom ið út, annaðhvort á 78 eða 45 snúninga hljómplötum. Taka þessar upptökur yfir tæplega tíu ára tímabil, allt frá Bjössa á mjólkurbíinum til Smalastúlkunnar. Þegar maður hlustar á öll þessi lög á einni og sömu plötunni þá kemur raunveru lega bezt í Ijós hversu góður söngvari Haukur er og hefur verið gegnum árin, því hann er jú búinn að syngja í tæp tuttugu ár. Sum rólegu lögin á þessari plötu eru frábær- lega vel sungin, lög, sem voru alls ráðandi í óskalaga- þáttunum fyrir mörgum ár- um og maður var búinn að gleyma, svo sem Bláu augun, í kvöld og Frostrósir, að ó- gleymdu Capri Catarina, sem er með því allra bezta sem Haukur hefur gert á plötu. Upplýsingar allar á plötu- umslaginu eru á ensku og þess vegna gerir Fálkinn sér líklega vonir um að útlend- ingar kaupi þessa plötu, og er ekkert ótrúlegra. Það væri reyndar óskandi að Fálkinn með sin góðu sam- bönd erlendis kæmi þessari og reyndar fleiri, íslenzkum hljómplötum á markað utan íslands. Svo við snúum okkur aft- ur að þessari plötu þá kc-tar hún kr. 300,00, sem er of dýrt, þar sem hér er um end- urútgáfu að ræða, ~n 33 snún inga plata, ný af nálinni, kostar kr. 250,00. Hitt er svo annað mál, að hér eru á einni og sömu plötunni 16 lög, og mörg hver í hópi þess bezta, sem Haukur hefur gert, og sextán lög sungin af Hauki, þó gömul séu, eru miklu meira en þrjú hundruð króna virðL essg. upp á það. Þessi þýzku hjón, sem voru flutt á Tjörnina fyrir nokkrum árum, voru ófriðar- seggir. Karlfuglinn sá aldrei aðrar álftir í friði. Hann vildi hafa Tjörnina fyrir sig og sina kerlingu. Það finnst mér nokk- uð mikil frekja. Hann hrakti jafnvel eigin unga í burtu strax og þeir voru orðnir stálpaðir. Svona er það nú samt í þessum heimi. Eilífur ófriður. Ef það eru ekki Kinverjarnir, þá eru það álftirnar. — En er ekki annað líf í Tjörn inni? — Jú, þótt undarlegt megi virðast. Það virðist ekki lífvæn- legt nokkurri skepnu í vatninu — jafnóhreint og það er nú. En þarna eru samt þúsundir horn- síla, geysimikið. Og áll held ég að sé þarna líka. Hér áður og fyrr, áður en ég kom á stöðina árið 1922, þá veiddu Karl "Bjarnason og Anton ál í gildru í Tjörninni. Þessi veiði lagðist svo niður, en ég heyrði, að þeir hefðu orðið varir við ál ekki alls fyrir löngu, þegar þeir voru að hreinsa slý úr Tjörninni. Ja, þeir eru ekki vandlátir að geta lifað í þessu gruggi. — Einu sinni gerði ég tilraun til fisk- ræktar í Tjörninni, keypti þá lifandi silung, sem þeir seldu á planinu hjá Ellingsen. En sil- ungurinn var vandlátari en áll- inn. Ég keypti fjóra, sleppti þeim hér við stöðina og ætlaði að fylgjast met þeim við L akk- ann. En >iti menn. Þeir voru ekki búnir að vera margar mín- . útur í Tjörninni, þegar þeir flutu uppi — og voru steindauð- ir. Siðan hef ég ekki gert til- raun til þess að rækta fisk 1 Tjörninni. Ég held að það sé til- gangslaust. Þótt Tjörnin sé fal- leg, þá geri ég ekki ráð fyrir að vatnið í henni sé nokkurri skepnu heilnæmt. 10 lesbók morgunblaðsins 26. tölublað 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.