Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Side 11
Ferðin mín
Eiríkur Stefánsson, kennari,
Kambsvegi 13, skrifar:
„HVERT eigum við að
fara næst?“ spurði einhver
í hópnimx. Við sátum mak-
indalega inni í stofu hjá
heim Magneu og Friðriki.
En hver erum við? Við er-
um nokkrir kennarar úr
Reykjavík, sem fóru í
skemmtiferð um Norður og
Austurland sumarið 1962.
Sú ferð þótti hafa heppnazt
vel, verið ódýr og ánægju-
leg, svo að okkur fannst
sjálfsagt að gera aðra til-
raun næsta sumar.
„Já, hvert eigum við að
fara?“ var endurtekið „Til
ítalíu“ svaraði einhver.
Þessu var fagnað. og begar
farið að ræða möguieika á
framkvæmd. En svo varð
það ekki meir í bráð. Störf-
in kölluðu að, og kennarar
hafa alltaf mikið að gera.
En hugmyndin glataðist
ekki, og begar leið á vet-
ur, var farið að athuga mál-
ið í fullri alvöru. Spurt var
um ferðir til ítalíu hjá öll-
um ferðaskrifstofum í
Reykjavík, en hennar var
enginn kostur á beim tíma,
sem okkur hentaði.
Þá var það, að „Saga“
bjargaði máiinu. Hún kom
okkur í samband við ferða-
skrifstofu í London, sem
nefnist „Blue Cars“. Frá
henni fengum við glöggar
áætlanir um sumarferðir
víðs vegar um Evrópu. Var
ein beirra til Rómaborgar
— briggja vikna ferð frá
London og bangað aftur —
sem hentaði okkur vel. Var
nú ákveðið að fara og haf-
izt handa um undirbúning.
Fyrirgreiðsla öll hjá Sögu
var mjög góð.
Þótt bessi nafnlausi ferða
klúbbur sé samheldinn mjög
brá bó út af, begar ákveða
skyldi brottför að heiman.
Friðrik, Magnea og Þor-
björg vildu dveljast nokkra
daga í London og lögðu bví
af stað 29. maí. Nutu bau
lægri fluggialda — vetrar-
gjalda. Við Ólöf ætluðum
6. júní, en vegna verkfalls
flugmanna, urðum við að
fara brem dögum fyrr. Þur
íður hafði verið við nám í
Ertglandi s.l. vetur, var nú
stödd í París og ráðgerði að
koma til móts við okkur í
Belgíu.
Gisting var okkur útveguð
á „Moreton Place“ 27. Það er
ekki fullkomið hótel heldur
það, sem kallað er „bed and
breakfast". Þar réðu ríkjum
tveir karlmenn, unnu allt
Bjálfir og fórst þjónustan vel.
Annar þeirra hafði verið á ís-
landi á stríðsárunum, en aldrei
hýst íslending fyrr. Ég held,
*ð honum hafi fundizt sem
hann hitti kunningja, þar sem
við vorum. Gistingin með
morgunverði kostaði sem svar-
*r rúmlega kr. 200. Má það
teljast fremur dýrt, þar sem
•kki var um fyrsta flokks stað
*ð ræða, en við vorum eins og
heima hjá okkur og leið veL
Þessir menn gerðu okkur líka
margan greiða án endurgjalds.
A daginn keyptum við okk-
ur mat í „Lyons“, en þeir
staðir eru viðs vegar um borg-
ina. Þar var hægt að fá mál-
tíð fyrir um kr. 30 eða jafn-
vel minna. Annars notuðum
við þessa daga í London til
þess að skoða ýmsa merka
staði, sigla á Thames og verzla.
Verðlag er hagstætt, einkum
á fatnaði. Aður en við yfirgáf-
um „Moreton Place“, var á-
kveðið, að við gistum þar í
bakaleið, og því skildum við
þar eftir það, sem við þurftum
ekki að hafa með okkur á
ferðinni.
Að morgni dags 8. júní var
lagt af stað frá Viktoríustöð-
inni — farið í bíl suður að
Ermarsundi en í flugvél yfir
það til Ostende í Belgíu. Þar
hittum við Þuriði, og varð
fagnaðarfundur. Eftir að hafa
notið góðrar máltiðar, var setzt
í bílinn, sem næstu þrjár vik-
ur mundi verða eins konar
heimili okkar. Var maður í
hverju sæti, alls 44 farþegar.
Var það fólk frá ýmsum lönd-
um, svo sem Bandaríkjunum,
Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjá-
landi, Japan, íslandi og Bret-
landi. Enska var auðvitað að-
almálið og heyrðist varla ann
að, nema hvað íslenzkan lét
nokkuð á sér bera. Fararstjór-
ínn var Lundúnabúi og hét því
viðfelldna nafni, Jón. Hann
var höfði hærri en flestir aðr-
ir, og kom það sér vel, er hann
gekk í ' fararbroddi í mann-
þröng stórborganna. En hann
hafði fleira sér til ágætis, og
var stjórn hans öll prýðileg
frá upphafi til enda. Var nú
ekið til Amsterdam og gist þar
t/ær nætur. Daginn, sem við
vorum þar um kyrrt, notuðum
við til þess að bregða okkur
út fyrir borgina og sigla eftir
einu af síkjum hennar.
Verður nú að fara hratt yf-
ir sögu. Næsti gististaður var
Köln, en þaðan liggur leiðin
til Heidelberg. Skemmtilegasti
kaflinn á þeirri leið var sigl-
ing á Rín. í Heidelberg vorum
við aðeins eina nótt, því mið-
ur, því staðurinn er fagur og
heillandi. Næsti áfangi var
Luzern við Vierwaldstetter-
vatn. Ekki er ofsögum sagt af
náttúrufegurð þar. Skammt
frá borginni rís fjallið Pílatus,
jafnhátt Öræfajökli. Þangað
fórum við í lyftum — og þótti
ævintýraleg ferð.
Frá Luzern lá leiðin um Tír-
ol — gist í Innsbruck — suð-
ur yfir Brennerskarð til Ítalíu.
Þessi fjallaleið er fögur og
víða stórfengleg, en því mið-
ur fengum við ekki alltaf
.bjartviðri, svo að við nutum
hennar ekki sem skildi. Dolo-
mitalparnir eru mér minnis-
stæðastir. Og mikil voru við-
brigðin að koma úr þessum
fjallaheimum niður á Póslétt-
una.
Það er nokkuð stutt fyrir
þann, sem gistir Feneyjar í
fyrsta sinn, að dveljast þar að-
eins einn dag, og eins í Flór-
enz. En margt fengum við að
sjá þar fróðlegt og fagurt.
Minnisstæðust verða listaverk-
in frá miðöldum: byggingar,
höggmyndir og málverk. í Fen
eyjum skoðuðum við gleriðju.
Það er undursamlegt, hve fjöl-
breytta og fagra hluti má gera
úr gleri, og af hve míkilli
leikni vanir menn skila full-
gerðum hlut fáum mínútum
eftir að þeir taka glóandi efnið
úr bræðsluofninum. í Flórenz
komum við aftur á stað, þar
sem unnið var úr leðri. Var
þar ekki síður fjölbreytt vinna
og fögur. Annars þótti okkur
eftirtektarverðir margir hand-
unnir munir, sem við sáum
víða í verzlunum.
Til Flórenz komum við að
kvöldi hins 17. júní. Minntumst
við dagsins með því að drekka
molakaffi undir berum himni
og syngja (þó-ekki mjög hátt)
nokkur ættjarðarlög.
Framh. á bls. 15.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
HOMO FERUS
(Villimaður)
ITisindamaðurinn Linné mótaði hugtakið homo ferus og
* kom því inn í fræðilegt samhengi. Meðal Rómverja var
orðið ferus notað um óræktað og ótamið líf í skauti nátt-
úrunnar, villigróður og villidýr. H. ferus er því. ekki frum-
stæður maður í framandi þjóðfélagi (barbarus), sem forn-
menningarþjóðir litu jafnan til með nokkurri fyrirlitningu,
og forfeður vorir nefndu skrælingja. Homo ferus var ein-
staklingur, týndur, yfirgefinn eða út borinn úr mannlegu
samfélagi í bernsku, en alinn upp af dýrum, er eðli sínu
samkvæmt hefðu heldur átt að éta mannsbarnið en' ala það
upp. Heiður af þessum einstæðu uppeldistilraunum áttu eink-
um úlfar og birnir; velgerðir hunda ber að þakka í öðru
samhengL
jóðsögur og snjallar skáldsögur hafa mótað hugmyndir
manna um h. ferus í vorri menningu, því beinn útburður
lifandi barna lagðist niður fyrir allmörgum öldum vegna
afskipta kristinnar kirkju. Könnuðust flest börn hér fyrrum
við Kaspar, sem ekkert fékk að læra (Höf. Z. Topelius, þýð.
sr. Fr. Fr.) Ensk börn kannast við Mowgli, sem alinn var upp
með úlfum (Höf. R. Kipling) og allir kannast við Remus og
Rómúlus. „Fósturdóttir úlfanna“ var hins vegar til á vorri
öld (ísl. útg. Steingr. Arason). Kjarni málsins er: Homo fer-
us ólst upp með dýrum, naut þeirra verndar og lærði háttu
þeirra, en ekki mannlegt mál, upprétt göngulag, kunnáttu
manna og siðu. Aðlögun að mannlegu félagi varð honum of-
raun eða mikil þrekraun. Villimaðurinn hafðist við í skógi,
homo ferus in silva.
ie blonde Bestie“ — hið ljóshærða villidýr — sem Nietzs-
che hélt að mönnum, er hins vegar hugsjón, þar sem svo
er ráð fyrir gert að menningunni sé haldið, að undanskildu
siðgæðinu og trúnni. Framkvæmd þeirrar hugsjónar náði
svo mikilli fullkomnun í Nazismanum að þar um þarf ekki
orðum að eyða. En árangurinn varð ekki villimaður í skógi,
heldur í borg, homo ferus in urbe.
IT'innig vér erum sjálfir á brautum, sem stefna nálægt nið-
urfalli í villimennsku, og alls ekki út af neinni neyð, held-
ur upp skerum vér af því sem áður hefir sáð verið. „Farið
heilar fornu dyggðir“, „takið aldrei afstöðu til neins, trúið
ekki of miklu af því gamla“ — svona voru viðkvæði sumra
kennara vorra, sem mest var af látið fyrir tveim-þrem ára-
tugum. Nú kemur það sem koma hlýtur, og árangurinn er at-
hugaður víða um lönd af sérfróðum mönnum, dreginn saman,
svohljóðandi: A Sick Society, Decline and Fall.
TTvað kenndu úlfarnir fósturbörnum sínum í skóginum?
Að afla sér fæðu, verjast eða flýja, skríða í skjól, yfir-
leitt að komast áfram í umhverfinu, og veittu auk þess nokkra
vernd. í stórum dráttum stefnir uppeldi vort að sama mark-
miði, þótt umhverfið sé annað. Undan skilið er hið trúarlega
og siðræna uppeldi, sem stefnir út yfir umhverfið. Báðar
þessar greinar höfum vér (og fyrri kennarar vorir) stórlega
veikt eða ónýtt með hræsni eða káki. Hræsnin ríður ekki
við einteyming. Menn hugsa eitt, segja annað, gera hið þriðja
og ætla öðrum hið fjórða. Eitt skal kennt í skóla, annað í út-
varpi, hið þriðja á skemmtunum, og rekur sig eitt á annars
horn eða eitt treður annað undir fótum. Sagt geta menn að
ekki skuli stela, en stela þó og kenna með kjörbúðakerfinu
hversu stela skuli. Menn láta til leiðast að káka við hin mik-
ilvægustu mál, t.d. klína fermingu á börn eftir fárra daga
undirbúning og vinna alls ekki þann jarðveg, sem manngild-
ið þarf að vaxa í, enda venst lýðurinn á að afrækja hið heil-
aga. Nóg er einnig til af annarri lélegri og leiðinlegri kennslu
og lítilvægum menntameðölum. En auðvelt er að fylla sjopp-
ur af sorpritum og fela flest skynsamleg tímarit, og það hef-
ir tekizt að halda að sér höndum og skrifa enga frambæri-
lega siðfræði fyrir æskulýðinn hér á landi i hálfa öld.
i® gefa manninum aldrei neitt sem stefnir út yfir hiS
». mannlega, það er að svíkja manninn“ sagði Aristóteles,
sá raunsæi vísindamaður og spekingur. Vér erum inni á braut,
sem hann og ýmsir beztu andar mannkynsins hafa verað við,
og ölum upp homo ferus in urbe, villimanninn í borginni,
ókunnugan siðrænni hugsun og tungu, óhæfan til framgöngu
í mannsæmandi siðum.
36. tölublað 1963
LESBÖK MORG UNBLAÐSINS H