Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Qupperneq 12
Þýzkir hermenn leita á verkamönnum í einni vopnaverksmiðjunni, sem
Þjóðverjar ráku í Gyðingahverfinu í Varsjá. f pessum verksmiðjum fengu
Gyðingar vopn til uppreisnarinnnar.
I HETJURNAR |
Framhald af bls. 1.
Inn í hverfinu var gamall rabbí og
kona hans, sem höfðu verið rekin úr
húsinu sínu fyrir utan Varsjá og fengu
nú að hírast i einu horninu í eldhús-
inu hjá nágranna okkar. Kona rabbís-
ins grét og kveinaði og grátbað mömmu
að gefa sér kartöfluskræling. Þá gerði
mamma það viljandi að skræla kart-
öflumar þykkar en hún var vön, og
gefa henni skrælinginn, vel vitandi,
að þá fengi börnin hennar minna, sem
því svaraði. En hvar getur hún nú
fengið jafnvel þynnsta kartöflu-
skræling handa sér og litla bróður mín-
um? Nú er ekki einu sinni hægt að
leita í sorptunnunum.
E g geng fram með múrnum, sem
klýfur Lesznogötu. Þar eru þýzkir varð-
menn með fárra skrefa millibili, og
svo sjálfboðaliðar frá Ukrainu, Litháen,
Lettlandi og Eistlandi og svo nokkrir
pólskir lögregluþjónar. Tveir þýzkir lög
reglumenn reka ungan Gyðingadreng
á undan sér með byssustingjunum. Hann
slapp út úr hverfinu gegnum ræsin,
en var gripinn fyrir fáum mínútum,
þegar einhver æpti: „Júði.“
Það tók mig sex klukkustundir að
skreiðast þúsund skref, þegar ég skreið
gegnum skolpræsið. Þegar ég kom út
í dimmunni, var ég forugur upp fyrir
haus. Skinnið á lófunum og olnbog-
unum var núið af mér á ósléttum stein-
steypupípunum og allt hold mitt var
eins og í eldi. Mér fannst fyrst ég vera
hetja, en svo langaði mig bara að
hverfa inn í mannþröngina og fela mig.
Nú get ég ekkert aðhafzt og ég græt
með sjálfum mér. Þjóðverjarnir hafa
lokað útganginum úr skolpræsunum með
gaddavír, og sett þar karbíd, sem í rak-
anum gefur frá sér gufur, sem mundu
kæfa hvern þann, sem væri þarna inni
fyrir. Ég geng eftir Tlomackagötu þar
sem Aðalsamkunduhúsið stóð.
^"að vantar ekki hirðusemina hjá
Þjóðverjum: Þegar þeir lögðu sprengi-
efnið til að eyðileggja samkunduhúsið,
fóru hermennirnir í húsin (utan hverf-
isins) og réðu íbúunum til að hafa
gluggana sína opna, svo að rúðurnar
brotnuðu ekki.
Ég veit ekki hvað rak mig áfram,
en ég gekk eftir Krasinskitorginu. Ég
sé brennandi hús og Þjóðverja, sem eru
að elta fólk og reka það saman. „Réttu
megin“ við múrinn hafa börn verið að
leika sér og lítill hópur af fólki að
h«orfa á. Gömul kona signir sig og fer
með faðirvorið. „Verði þinn vilji." Him
inninn er blár og sólin skín. Hvernig
er hægt að gera vilja Guðs?
Ég kaupi mér eitt smábrauð, en get
ekki komið því niður. Ég sting því í
vasann. Mamma og bróðir minn hafa
ekkert brauð.
Rétt þarna hjá, í Dlugagötunni, er
kirkja, sem ætluð er Þjóðverjunum.
Hvernig biðjast þeir fyrir? Er Jesús
orðinn Aríi?
Fram með múrnum, alla leið að Mur-
anowskitorginu, blasir við sama mynd
elds og eyðileggingar og dauða. Þýzku
„hetjurnar“ eru að berjast við leifarnar
af Gyðingunum, sem einu sinni voru
allt að því hálf milljón talsins.
í septembermánuði 1939 var ég I
nokkrar nætur að fylgja pólskum her-
mönnum, sem voru að hörfa að vestan,
þreyttir og gangandi eins og í svefni,
oft berfættir en sjaldan vopnlausir.
Einn dátinn sagði við mig: „Það er ykk
ur Júðadjöflunum að kenna, að við er-
um að bíða ósigur í þessu stríði“. Svo
datt hann niður, uppgefinn.
Fyrir ofan húsþökin get ég séð rautt
og hvítt fiagg og blátt og hvítt flagg,
hlið við hlið, blaktandi eins og í ögrun-
arskyni, áður en Þjóðverjarnir draga þau
niður. Dálítill hópur af fólki er einnig
að horfa á þau. Það talar lágt, rétt eins
og það væri við jarðarför. Ég heyri ung-
an mann segja: „Loksins tekst þeim að
ganga frá þessum óþjóðalýð." En gömul
kona snýst að honum og æpir: „Guð
mun refsa þér fyrir þetta guðlast, svín-
ið þitt.“ Og einhver segir: „Það er sagt,
að þeir hafi mann með riffil uppi á
þakinu“.
Einn riffil. Á móti herafla Þjóðverja.
Ég er alveg að kafna, en ég verð að
halda áfram. En það gæti vakið
athygli á mér. Það þarf ekki annað
en einn krakki æpi: „Júði“ og sam-
stundis er úti um mig. Ég verð að
fara heim, ef einhver skyldi gá að
mér. Það er fólk í þessu víti hinu-
megin við múrinn, sem veit heimilisfang
mitt og kann að þurfa á mér að halda.
En nú er bara möguleikinn orðinn lítill.
Bróðir minn, sem er pólskumegin við
múrinn kann að koma að heimsækja
mig, ef hann heldur, að það sé óhætt,
Fyrir mörgum mánuðum gátum við í
félagi náð eldri systur okkar og yngri
bróður út úr hverfinu. En önnur systir
okkar og tólf ára bróðir, voru gripin af
Þjóðverjum og myrt. Þeir höfðu fyrr
barið Abraham með byssuskeftum. Þeir
höfðu náð í hann, þegar hann reyndi
að komast gegnum þýzka vörðinn til
þess að ná í mat utan múrsins.
Hinn bróðirinn, sem var sautján
ára, fékk erfiðisvinnu í Terespol, um
það bil 85 kílómetrum fyrir austan Var-
sjá, og komst þangað á pappirum, sem
Janec Topczewski hafði gefið honum
og voru á hans nafni. Áður en við
skildum, lofuðum við hvor öðrum því
að gefast aldrei upp. En nú ar ég svo
þreyttur og mér er óglatt.
Janec Topczewski var í nauðungar-
vinnu í Þýzkalandi 1940 og vann við hlið
ina á Þjóðverja nokkrum. Þeir urðu
kunningjar, og Janec, sem tókst stundum
að ná sér í aukabita, gaf Þjóðverjanum
af honum með sér. Loksins komst Janec
eftir margar þrautir til Varsjár og nokkr
um dögum eftir að þangað kom, sá hann
mann, sem hann þóttist kannast við, í
einkennisbúningi lögreglumanns, á verði
við múrinn um Gyðingahverfið. Þetta
var vinur hans, Þjóðverjinn, og Janec
spurði hann beinum orðum — sem gat
annars verið hættulegt — hvernig hann
gæti tekið þátt í svona svívirðilegu at-
hæfi — hvernig hann gæti fengið af sér
að skjóta fólk, sem var að reyna að
sleppa úr þessu víti. Og Þjóðverjinn
svaraði: „Mér þykir nú ekki gaman að
því, en ég verð að hlýða“.
Janec hitti hann nokkrum sinnum
eftir þetta og í skiptum fyrir heima-
bruggað vodka, fékk hann hjá honum
dálítið af mjóum riffilkúlum, sem við
smygluðum svo inn í hverfið, yfir múr-
inn. Þjóðverjinn sagði, að þetta væri
betra en að berjast á austurvígstöðvun-
um, þar sem hér væri tiltölulega gott
öryggi og þægilegt líf í Varsjá.
Það er orðið dimmt og Genia er komin
að heimsækja mig og við sitjum þegj-
andi í myrkrinu, til þess að vekja ekki
eftirtekt. Genia er fjórtán ára og hefur
sloppið út úr hverfinu. Bróðir hennar
sagði henni, hvar ég hefðist við. Ég kom
henni í vinnu, en hún var uppgötvuð og
varð að strjúka. Nú sitjum við saman í
myrkrinu og bíðum.
Þriðjudagur 20. apríl 7943
E g hef ekkert sofnað alla nóttina,
en hef sammælt mig við bróður minn og
við förum heim til vinafóiks okkar í
Okopowastræti, andspænis Feifer-leður-
verksmiðjunni. Úr glugganum á ann-
arri hæð, gegnum rifu milli gluggatjald-
anna get ég séð þýzka hermenn. Þeir eru
með vélbyssu í stellingu, að baki verk-
smiðjunni og eru að skjóta á dauð, og að
því er virðist, auð hús og kveikja í þeim.
Þá kemur í ljós maður í einum efsta
glugganum á sex hæða húsi, sem stend-
ur í björtu báli og eftir nokkurt hik
hleypur hann út um gluggann.
Henry og Janina S. og faðir þeirra,
Þýzkir hermenn á eftirlitsferð um
brennandi Gyðingahverfið meðan á bar-
dögum stóð.
Stanislaus S., eru öll grátandi og hafa
verið að biðjast fyrir í hálfum hljóðum.
Bróðir minn tekur mig í fang sér og
reynir að stöðva grát minn, en sjálfur
getur hann ekki ráðið við sín eigin tár.
Mikið er Stanislaus S. hugrakkur mað
ur. Eitt ljósið, sem skín á dimmum tím-
um. Hann er um sextugt og hefur þar
til í dag, unnið í leðurverksmiðju, sem
er staðsett í Gyðingahverfinu. Hann
hafði sérstakt leyfi, en í stað þess að
fara inn í hverfið um hliðið 1 Dzikagötu,
eins og stóð á kortinu hans, var hann
vanur að láta eins og hann væri að vill-
ast og fara inn um hliðið í Gesiagötu, og
gat þannig farið fram hjá núsinu, þar
sem við áttum heima og þar sem móðir
mín og litli bróðir minn eru enn í fel-
um, af því að börn og gamalmenni eru
þar ekki lengur leyfð. Stanislaus S. var
vanur að rétta að þeim stórt brauð,
þykkt smurt, og stundum jafnvel mjólk-
urflösku.
etta átti að vera hádegisbitinn
hans sjálfs, og svo varð hann að svelta
allan daginn, af því að Þjóðverjarnir
litu nákvæmlega eftir öllu, sem menn
báru á sér. Ef upp hefði komizt um hann,
hefði hann verið skotinn tafarlaust. Við
vorum að vona, að einhvern tíma gætum
við fundið ráð til að koma móður minni
og bróður mínum út úr hverfinu, en nú
er engin von um það lengur.
Vorsólin skín enn, en þykk reykjar-
ský hanga yfir húsaþökunum. Öðru
hverju heyrist geltið í vélbyssunum og
einstöku sprengingar fallbyssukúlna eða
handsprengja.
Hvað get ég gert? Múrinn er svo þétt
umkringdur, að mús gæti ekki sloppið
gegnum hann.
Ég fer út á götuna og inn í eina kirkj-
una. Þögnin þar er ótrúleg. Ég get ekkert
hugsað, en ég lít á Kristsmynd, og spyr
sjálfan mig: „Hversu oft er búið að
krossfesta þig? Hvað hefur komið fyrir
andlegu leiðtogana? Eða Rauða kross-
inn? Eða þýzku þjóðina? Hvar er rödd
páfans? Hafa allir þessir fundið þægi-
lega aðferð til að leysa Gyðingavanda-
málið, eins og okkur hefur alltaf grun-
að? Hafa þeir, eins og Pílatus, þvegið
hendur sínar?“
Guð minn góður. Einnig þína þjóð er
verið að brytja niður. Hvað verður um
mig? Er ég að guðlasta? Ég- má ekki
gráta, því að það gæti komið upp um
mig. Hví hefur þú ýfírgefið okkur?
Ég er vakandi, en mig dreymir samt.
Og í draumnum vona ég, að verði ég
gripinn, þá verði ég skotinn hreinlega
gegnum höfuðið og á hreinum stað, svo
ég detti ekki í forina. Eiga draumar
ungs manns að vera svona?
Þriðjudagur 27. apríl 7943
K-lukkan fimm í dag átti bróðir
minn að koma. Hann heitir Moses, en
gengur nú unJir nafninu Jan ZytnewskL
En klukkan verður bæði sex og sjö og
ekki kemur hann. Mér er illt og hræði-
lega óglatt. Brátt er komið sólarlag.
Hefur hann tafizt, eða .... Ég þori ekki
að hugsa. Sofið get ég ekki.
Miðvikudagur 28.
apríl 7943
I morgun fór ég út að gá að hon-
um. Hann var bara hálfu öðru ári eldri
en ég, en hvílíkur styrkur fyrir mig;
Hvernig kemst ég nú af? ViS lofuðum
að gefast ekki upp, þó að annar félli,
Það er hægast að lofa. Hægast að segja
það.
Ég kemst að því, hvað komið hefur
fyrir. Hann var á gangi með Jan P.
eftir ChlodnagötunnL Þýzkur lögreglu-
12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
26. tölublað 1963