Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Blaðsíða 5
leikhússins, þ.e. hinn opinberi rikisleik- skóli, gegndi sínu hlutverki eins og vera ber, vaeri þá þörf fyrir fleiri leikskóla í ekki stserri bæ en Reykjavík? Væri yfir leitt nokkur grundvöllur fyrir fleiri skóla? Ég hef tilhneigingu til aS svara þeirri spurningu neitandi, en vitanlega má um það deila, enda skiptir það út af fyrir sig ekki meginmáli, heldur hitt að Leiklistarskóli Þjóðleikhússins virðist giersamlega hafa vanraakt hlut- verk sitt, og liggja til þess margar orsakir. Ég skal einungis tína fram þær helztu: J. fyrsta lagi lýtur Leiklistar- skóli Þjóðleikhússins stjórn manns, sem ekki er vitað til að hafi neina sérmennt- un í leiklistarmálum eða beri skyn- bragð á leiklist yfirleitt umfram aðra menn. Þetta er ekki sagt manninum til hnjóðs, heldur aðeins til að benda á þá veigamiklu staðreynd, að stjórn ófag- lærðs manns hlýtur að draga stóran dilk á eftir sér, því eftir höfðinu dansa limirnir, eins og kunnugt er. Þó kák Um Leiklistarskdía Þjóðleikhússins Varðar mest til allra orða, undirstaðan sé réttleg íundin", kvað Eysteinn munkur forðum, og eiga þau spöku orð víst jafnt við um allar mannlegar athafnir. Mér koma þau í hug þegar ég hugleiði fram- tíð íslenzkrar leiklistar, sem nú stendur á alvarlegum tímamótum í þeim skilningi, að hinn trausti og reyndi hópur eldri leikara er óðum að þynnast án þess að sjálfsögð og eðlileg endumýjun kynslóðanna eigi sér stað í íslenzkri leikarastétt. Þetta mál er þeim mun alvarlgra sem leiklistaráhugi íslendinga er mikill og vaxandi. Hvað veldur þvi, að eftir 14 ára starf Þjóðleikhúss, sem býður leikurum upp á betri lífskjör en aðrir listamenn í landinu eiga kost á, skuli hópur ungra og efnilegra leikara á þeim stað vera þynnri en hann var í upphafi? (Ég ræði <kki um Leikfélag Reykjavíkur í þessu samhengi, þar eð þáð hefur engan veg- ir.n sambærilega aðstöðu við Þjóðleik- húsið, en virðist samt hafa á að skipa fleiri góðum ungum leikurum.) Hér hlýtur eitthvað að vera bogið við sjálfa undirstöðuna, því bágt á ég með að Uúa því að góðum leikaraefn- Eftir Sigurð A um fækki í hlutfalli við fjölgun lands- manna! A. stæðan hlýtur fyrst og fremst að vera skortur á haafilegri skólun og þjálfun þeirra upprennandi leikara, sem mur.du geta lagt leiklistinni lið sitt, ef rét4. væri á málum haldið. Það er því kominn tími til að huga nánar að því sem gert er til að ala upp og mennta nýja leikara, er fyllt geti skörð þeirra sem hætta eða faila frá. Og hvað kemur á daginn? Hér í Reykjavík eru starfræktir a. m. k þrír leikskólar, tveir þeirra einka- fyrirtæki ( Leikfélag Reykjavíkur og Ævar R. Kvaran) og einn rekinn af Þjóðleikhúsinu. Upprennandi leikurum ætti því ekki að vera í kot vísað, vilji þeir afla sér æskilegrar menntunar og þjálfunar! Mér hefur lengi verið það ráðgáta, hvers vegna þörf er á þetta rr.örgum leíkskólum í ekki stærri borg, og þó einkurn hitt, hvers vegna ekki Magnússon liggur meira eftir þá. Gæti ástæðan ver- ið sú, að þeir ræki ekki hlutverk sitt sem skyldi? Ég skal ekki fara út í að ræða starf- semi einkaskólanna tveggja, bæði vegna þess að mér er ekki nægilega kunnugt um námstilhögun í þeim, og eins vegna hins að þeir eru einkamál þeirra sem að þeim standa í þeim skilningi, að þeir eru ekki kostaðir af opinberu fé. Um Leiklistarskóla Þjóðleikhússins gegnir aftur á móti öðru máli: hann varðar þjóðina í heild, enda kostaður að nokkru af fé landsmanna allra. c O purningin sem fyrst kemur í hugann er þessi: Ef Leiklistarskóli Þjóð og fúsk séu að vísu ekki óþekkt fyrir- brigði hér á þessu landi uppskafnings- háttar og pólitískra verðlaunaveitinga, þá þætti það, held ég, nokkuð langt gengið að setja t. d. blaðamann yfir búnaðarskóla eða verkfræðing yfir læknadeild Háskólans, svo dæmi séu tekin af handahófi. Skólastjóri Leiklistarskólans er jafn- framt forstjóri Þjóðleikhússins, svo hann hefur vissulega ærinn starfa, enda ekki örgrannt um að. stundum vefjist fyrir honum hvoru hlutverkinu hann eigi að sýna meiri sóma. Þetta kom m.a. ber- lega fram í blaðaviðtali á dögunum, þegar hann var inntur eftir væntan- legri hlutverkaskipun í hið nýja og um- deilda leikrit Arthurs Millers, sem Þjóðleikhúsið hefur tryggt sér til sýn- ingar, sennilega án þess að þjóðleikhús- stjóri eða þjóðleikhúsráð hafi séð verk- ið. Fréttaklausan hljóðaði svona: „Að- spurður sagðist þjóðleikhússtjóri ekki hafa íhugað hvaða stúlka væri bezt fallin til að leika Marilyn Monroe. — Það verður án efa mjög erfitt verk að finna þá stúlku, en við höfum margar góðar leikkonur í skólanum okkar og aldrei betri en nú og ég gæti trúað, að ALÞINGl la- lendinga er, svo sem allir vita, kunnara fyrir ann- aö en sam- lyndi og brœðralag þingmanna okkar. Reglan er sú, að stjórnar- sinnar og stjórnarandstœðingar sjá sjaldan neitt jákvœtt eða nýtxlegt í málflutningi eða tillögum andstceð- inganna. Samt bregður út af þessu endrum og eins, og þykir tíðindum sæta. Einn þessara sögulegu viðburða gerðist í sölum Alþingis á dögun- um, þegar allir þingflokkar báru fram sameiginlegt frumvarp um breytingar á launum þingmanna. Þá var nú ekki sundurlyndinu fyrir að fara, nema þá helzt hjá leiötoga alþýðusamtakanna í landinu, sem var ekki fyllilega sáttur við sinn hlut í vœnanlequm kjarabótum. Árskaup þingmanna var hækkað upp í 132.000 krónur (áður fengu þeir dagpeninga), og vitaskuld er helmingur þess undanþeginn skatti eins og áöur. Ofan á þetta bœtast margs konar fríðindi: ferðakostn- aður þingmanna um kjördœmi sín (ósmár útgjaldaliður, sem aðrir frambjóðendur verða að borga úr eigin vösum), greiðsla á húsaleigu fyrir utanbœjarmenn á þingi og kannski eitthvað fleira. Þaö er sem sé orðiö fjárgróðaspursmál að komast á þing. Við sýnum því ótví- rœða yfirburði yfir hina gamaldags Grikki til forna, sem bönnuðu kjörnum fulltrúum fólksins að þiggja laun, einmitt vegna þess að þeir voru að þjóna almenningi. Ég hef heyrt því fleygt, að kauphækk- un þingmanna sé skref í átt til auk- ins lýðrœðis, því nú loksins hafi all- ir íslendingar efni á því að sitja á þingi, en til þessa hafi það verið erfitt efnalitlum mönnum. Vissu- lega athyglisvert sjónarmið, en ekki hafði ég heyrt það fyrr að menn hefðu fœrzt undan þingsetu fyrir fátœktar sakir. Nóg um það. Hitt hlýtur að vekja eftirtekt, að flestir þeirra góðu manna, sem-voru að skammta sjálf- um sér launabœtur, eru jafnframt á launum annars staðar, sumir allt árið, aðrir meðan þeir eru ekki á þingi. Þetta eru m.a. hálaunaðir rit- stjórar og bankastjórar, sœmi- lega launaðir prófessorar, vel launaðir forstjórar og ýmiss konar embœttismenn, að ó- gleymdum hinum efnuðu bœndum (Björn Pálsson lýsti því yfir á fundi nýlega, að hann hefði grœtt svo stórkostlega á búskap, að hann vissi ekki hvað hann œtti við pen- Framhald á bls. 6 1. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.