Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Blaðsíða 14
allt fer eins og það á að fara“. (Hér lýkur tilvitnum Sills, eftir ESS XI, bls. 67), í sambandi við sömu fyxirlestra sagði kvikmyndamaðurinn Cecil de Mille (1881-1959): „Þegar stjama kemst á það stig að söludeildin getur „selt“ hann eða hana, þá fær hann eða hún mest af hinum lélegu stVjum (til meðferðar). Góðu sögurnar séljast sjálfkrafa, en stjarna þarf ekki á neinni góðri sögu aci halda.“ (ESS XI, bls. 67). Þroskaðir áhorfendur geta auðvilað ekki notið kvikmynda á þann hátt, sem Sills lýsir „dagdraumaaðferðinni“. Þeir gefa gaum að öllu hugsanlegu á tjaldinu, ljósatækni, listrænum tilþrifum, túlkun, tónlist og mörgum öðrum atriðum. Hér vaknar líka sú spuming hvort kvik- myndir séu góð kennslutæki, og sé þeirri spurningu svarað játandi, þá leið ir af slíku svari að kvikmyndimar séu snar þáttur í mótun og uppeldi þeirra, sem sýningar saakja. E. Fræðslumyndir og heimilda- myndir Sumir flokkar taka ekki neitt tillit til. sölugildis eða vinsælda meðal al- mennings, spyrja hvorki um Ijúft eða leitt, heldur aðeins um staðreyndir. Þannig eru kvikmyndir af sögulegum viðburðum, styrjöldum, fréttamyndir, vísindalegar myndir af fomleifarrann- sóknum, dýralífi, íþróttum, jarðfræði- rannsóknum, umferð, náttúruhamför- um, uppskurðum, tilraunum, hátíða- höldum og minnisstæðum athöfnum. Þessar kvikmyndir hafa gildi í sam- ræmi við eðli þess máls, er þær greina frá. Heimildagildi kvikmynda er mikið, ekki sízt fyrir þá sök að þær ná því marki að túlka hreyfinguna með því að láta áhrif hinna mörgu smámynda renna saman. Mönnum varð snemma ljóst hið mikla gildi kvikmynda í kennslutækninni. Bandaríkjamenn hófust handa í stórum stíl og stofnuðu 7 félög til töku fræðslu mynda á tímabilinu 1915-1925, en þeir lentu í offramleiðslu og urðu að gefast upp, þax eð ekki var fyrir hendi neinn skipulegur markaður til að taka við framleiðslunni. Aðrar þjóðir urðu því á undan þeim í þessari grein kvikmynda- gerðar, t.d. Þjóðverjar í gerð vísinda- legra mynda, og Frakkar og Japanar í gerð og sýningu fræðslumynda, þar eð þessar þjóðir veittu rikisstyrk til kvik- niyndasýninga í skólum. Það er misnotkun á fræðslumynd að sýna hana eins og skemmtimynd. Stöðva þarf sýningar við og við og út- skýra það mál, sem fyrir liggur við fcæfi þeirra, er sýningar sækja, og í samræmi við þroskastig þeirra. Þess ber að geta að eftir síðari heims styrjöld hefir notkun fræðslumynda far- ið mjög í vöxt. Kemur hér einnig til greina samkeppni sú um hugi manna, sem kalda stríðið hefir komið til leið- ar. Upplýsingaþjónusta hinna ýmsu ríkja leggur nú kapp á að kynna margt, sem vel er gert í hinum ýmsu löndum, og fræðslumyndir eru mikilsverð tælki í hinum vanþróuðu löndum til þess að kynna lýðum og þjóðum ýmis mikilvæg mál. Að tvöföldu gagni kemur þetta þar sem menn eru lítt læsir og skrifandi, eða þjóðirnar eru of fátækar til þess að veita almenningi venjulega og nauðsyn- lega undirstöðumenntim. Dreifing amer- ískra fræðslumynda hefir á síðari árum farið mjög vaxandi, og þær eru miklu betri nú en á árunum milli styrjald- arjna. Félagsleg áhrif kvik- myndanna og framtíð þeirra E ngánn vafi leikur á því að álhrif kvikmynda hafa verið mjög mikil. Sós- íalfræðingurir.n R. König telur að þær hafi verið hið fullkomnasta fjölmiðlun- artæki, sem fundið hefir verið. Þó mun þetta vera að breytast einmitt um þess- ar mundir, samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið á árinu 1963 (Totale Freizeit, bls. 28, nn). Kvikmyndir frá Vesturheimi hafa mjög n.ótað hugmyndir manna um víða ver- öld varðandi það þjóðfélag, er fram- leiðir þær. En vísindamenn telja ekki að kvikmyndir hafi aukið vinarhug milli kynþátta og þjóða. Þær hafa þó aukið þekkingu manna á enskri tungu og eftirspum eftir vestrænum vörum. Auk þess eru þær flestar sjálfar vara, sem framleidd er á Vesturlöndum, þótt þetta hlutfall sé nú nokkuð að breytast. Þekkingu manna á tónlist hafa þær mjög aukið eftir að tal- og tónmyndir komu til söjjunnar. Allmikið af útvarps- tónlist er lán frá kvikmyndum, og kveð ur enn meir að þessari lántöku nú en aður. Fræðslumyndir hafa aukið og auka enn þekkingu manna. Sögulegar mynd- ir og heimildamyndir hafa gefið mönn- um lifandi hugmyndir um fornar tíðir og framandi þjóðir, t.d. kvikmynd sú, sem hafði það hlutverk að fræða menn um gröft Suez-skurðsins. Ekki verður hjá því komizt að spyrja hvaða áhrif kvikmyndir hafi á almenn- ingsálit, andlegt heilsufar manna og siðgæði. Breiðist Ilollywoodsiíigæði út nieð Hollywood-kvikmyndum? Til þess' að veita vel rökstudd svör við slíkum spurningum þarf víðtæka sósíólógíska þekkingu og reynslu. M.a. þarf að gefa gaum mjög mismunandi þjóðfélögum, ekki aðeins hinum vest- rænu, heldur einnig þjóðum Asíu og Afríku. Nú telja sósíalvísindin á grundvelli rannsókna og tilrauna að menn fái í bernsku mikinn meirihluta siðgæðis- hugmynda sinna frá foreldrum (allt að 55%) og kunningöum og vinum, auk þess nokkuð frá æskulýðsleiðtogum og kennunim. Siðgæði foreldra og barna hefir því tilhneigingu tii að verða líkt. Hamingja og óhamingja í hjónaböndum hefir tilhneigingu til að stefna í sömu átt frá kynslóð til kynslóðar, samkvæmt rannsóknum Termans á hjónaböndum. ■Á berandi frávik siðgæðis harna frá siðgæði foreldra hljóta því að eiga sér orsakir, og þær koma einkum til sögunnar á unglingsárunum. Það er þannig vitað mál að kvikmyndir, skemmtanir, blöð og bækur og ekki sízt sjónvarp, hefir allt saman áhrif með því að halda að unglingunum fyr- irmyndum, sem þeir kynnast gegnum þcssi' menningartæki. Vel menntaður Bandaríkjamaður svaraði spurningu minni um áhrif sjónvarpsins á þessa leið: „Sjónvarpið stjórnar nú börnunum og svo stjóma börnin foreldrunum.“ Sé svo, þá er hætt við að endurskoða þurfi hið eldra álit á uppruna og þróun sið- gæðisins með hinum uppvaxandi kyn- slóðum. Samkvæimt mannlegri reynslu og fomri speki þjóðanna hafa fyrirmyndir mikið gildi, einkum þær, sem hafa virk áhrif: „Fýlgirðu góðum, þá lærirðu gott, fylgirðu betlara, lærirðu betl“ seg- ir þjóðfrægur kinverskur málsfháttur. Séu kennslutækin góð — og enginn á- greiningur er um að kvikmyndir eru góð kennslutæki — þá hlýtur jákvætt kennsluefni að hafa jákvæð áhrif, og neikvætt efni neikvæð áhrif. Þær per- sónur, sem verða „paradigmatískar“ hafa gildi sem fyrirmyndir, ekki í smá- um stíl, heldur fyrir gjörvallar menn- ingarheildir öld eftir öld, eins og Karl Jaspers hefir sýnt fram á. Tímamót hafa orðið í sögu kvikmynd- anna s.l. áratug eftir að sjónvaip tók verulega að breiðast út. Frá árinu 1956 til ársins 1961 hefir tala kvikmynda- sýningargesta í Bretlandi fallið frá 1101 milljón niður í 460 milljónir, þ. e. um meir en helming. Kvikmyndasýn- ingahúsum í Bretlandi fækkaði á sama tíma um eitt þúsund fimm hundruð og fimmtíu (Heimild: Britain, An Official Handbook 1962, í Háskólábókasafni). Hins végar hafa kvikmyndir mikla fiamtíð fyrir sér á öðru sviði, með því að auðvelt er að „mata“ sjónvarpið á kvikmyndum og þær eru mjög mikil- vægt sjónvarpsefni. Nú er kvikmyndaiðnaðurinn mjög fjársterkur og hefir brugðizt við sam- keppninni frá sjónvarpinu á ýmsa vegu. M.a. hefir hinum svonefndu stórmynd- um fjölgað mjög og ný tækni, svo sem Todd AO, hefir komið til sögunnar. Ná- lega allar þjóðir hafa sett almenn kvik- myndalög, nema vér. Bamavemdarlögin srierta kvikmyndasýningar fyrir til- tekna aldursflokka að sextán ára aldri, en almenn kvikmyndalög þar fyrir ut- an höfum vér ekki haft hingað til, samkv. upplýsingum margra lögfræð- in.ga. -JBretar settu lög um kvikmyndir ár- ið 1909, Norðmenn þann 25. júlí 1913 og ýmsar aðrar þjóðir settu almenn lög um sýningar kvikmynda. Þá er annar lagaflokkur um innflutning kvikmynda, þannig frönsk lög firá 19. febr. 1928, ensk lög frá 1. janúar sama ár. Hin ítölsku og amerísku inmflutningslög eru hliðstæð hinum frönsku og eru til verndar innlendri framleiðslu. Þegar jnnlend kvikmyndafélög hafa sótt um ríkisstyrk eða einhver sérréttindi, hafa einnig verið s©tt lög þar um. Em eftirlit og flokkun kvikmynda hefir óvíða farið eins og hjá oss. Þeg- ar árið 1912 stofnuðu Bretar eftirlits- kerfi, British Board of Film Censors, og verður sú stofnun að fá til sýningar allar þær kvikmyndir er sýna skal. Þær myndir, sem heimilt er að sýna, flokk- ast í þrjá flokka: U, þ.e. Universal Show ing, og að þeim hafa allir aðgang. Næsti flokkur er aðeins fyrir fullorðna, en ekki fyrir böm, nema í fylgd með full- orðnum. X-flokkurinn er skilyrðislaust bannaður öllum undir 16 ára. Árið 1958 var í Bretlandi stofnað „Society of Film and Television Arts“ með sam- steypu tveggja eldri stofnana. Markmið hins nýja félags er að bæta gerð kvik- mynda og sjónvarps, einkum er að því stefnt að framleiddar skuli sögnrmyndir á háu stigi, kvikmyndir um visindi, heilsufræði, jarðrækt og iðnað. Norskur stórþingsmaður hefir nýlega gagnrýnt lög um styrk til innlendrar kvikmyndagerðar firá 1955. Fór styrk- veitingin eftir því hve mikil aðsókn var að myndunum og hve háar tekjumar voru, og sama ár voru felld niður á- kvæði um gæðamat kvikmynda. Þá sýnir sig einnig að hin innlendu kvik- myndafélög hafa tilhneiginju til að færa sig upp á skaftið, sækja um hærri rikisstyrk en áður. Hvað segja sérfróðir menn) svo sem • sálfræðingar, um álhrif kvikmyndanna á það, sem aflaga fer með æskulýðn- um? Nú fer þetta mjög eftir því hvar sálfræðingar vinna, t.d. hvort þeir vinna fyrir kvikmyndaiðnaðinn sjálfan eða sem auglýsingasálfræðingar — eða hvort þeir eru bamasálfræðingar, ráð- gjafar dómstóla, lögreglu o.fl. Hinum fyrrgreindu er ekki kunnugt um sömu mál og hinum síðargreindu. Yfirmaður sænska kvikmyndaeftirlits ins, Erik Skoglund, hefir látið frá sér fara eftirfarandi álitsgerð: „Sefjunar- n:áttur kvikmyndarinnar er gífurlegur, sérstaklega gagnvart börnum og ungling um. Ef kvikmyndaframleiðendur fengju leyfi til að spekúlera hömlulaust í þessu, gætu áhrif tjónsins orðið mjög mikil“. (VL. 18-7-1963). Dagblað eitt í Osló komst að þeirri r.iðurstöðu, eftir viðtöl, að tiltölulega saklaus mynd hafði leitt til þess að fimm drengjahópar í ýmsum borgum Nóregs höfðu framkvæmt nákvæmlega sömu afbrotin og þeir sáu í þeirri sömu kvikmynd. Mjög líkar skoðanir er að finna hjá Dr. Fr. Werthan, amerískum geðsjúkdómafræðingi, sem lengi hefir rannsakað áhrif kvikmynda á böm. Hann telur að kvikmyndirnar sjái börn- um fyrir efni, sem þau fylgja síðan rök- rænt og koma í framkvæmd. Þess vegna verða menn að gera sér ljóst að þegar um er að ræða kvik- myndir á almennum markaði, sem eru verzlunarvara, þá rekast á tvenns kon- ar hagsmunir: Annars vegar hagsmun- ir þjóðfélagsins, sem vill komast hjá tjóni og mannskemmdum, hins vegar bagsmunir framleiðenda, sem vilja fiá allan útlagðan kostnað greiddan og auk hans hafia sem mestan hagnað af hverri kvikmynd. Helztu heimildarrit: WABF —« World Almanac and Book of Facts, 1963. ESS — Encyclopaedia of the Social Sciences. EBR — Encyclopaedia Britann ica. Totale Freizet, H-E. Bahr, Kre uz-Verlag, "63. Soziologie — Dr. René König. Fischer. A Handbook of Sociology. Og- burn and Nimkoff. Britain: An Official Handbook. Greinar úr ýmsum erlendum blööum. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.