Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Blaðsíða 9
dýrafæðu um óákveðinn tíma — og skila ágóða.“ E in ástæðan til þess, að fiskimjöl er svona ódýrt er sú, að það má fram- ieiða úr trosfiski, sem annars er annað Ivvort fleygt eða þá gefinn skepnum. Því mundu mörg vanþróuð lönd sjálf geta aflað efnisins, eftir þörfum, og komið sér auk þess upp ábatasömum fiskiðnaði. En Matvælaeftirlitið leggur sina köldu hönd á allar þessar fyrirætlanir. Enda þótt matvælalögin banni hvergi amerískum verksmiðjum að framleiða vöruna og selja hana úr landi, verða forustumenn útlendingahjálparinnar of- m.iög varir við rússneskan áróður. Þeir vita alveg, hvað Rússar — og hinar þ.iggjandi þjóðir sjálfar — mundu segja, ef við reyndum að fá fátækar þjóðir til að éta mat, sem við sjálfir hefðum dæmt óhæfan handa okkar eigin borg- urum. „Ég var farinn að selja til útlanda lítið en vaxandi magn af vörunni“, seg- ir Ezra Levin, sjötugur foseti VioBim Corporation. „Þá kom þessi úrskurður írá Matvælaeftirlitinu, og ég fann, að ahugi kaupendanna minnkaði allsstað- ar. í San Salvador var sagt við mig: „X’r því að Matvælaeftirlitið telur það ekki fullgott handa ykkur, er það held- ur ekki fullgott ofan í okkux“. Og er hægt að lá þeim þetta?“ „Ég skal segja þér, hvað úr þessu verður“, hélt hann áfram. „Útlending- ar eru ekki svo vitlausir ef þeir viðra einhvern vænlegan atvinnurekstur. Þeir munu segja vanþróuðu löndunum, að þeir geti framleitt þessa fæðu hreina, tn við framleiðum hana óhreina. Svo óhreina, segja þeir, að ríkisstjórn Banda . ríkjanna banni hana. Og þá getum við iengið að horfa upp á amarískan fisk- iðnað í stöðugiri afturför. Þessi fiski- rnjölsframleiðsla hefur markað fyrir hundruð þúsunda og milljónir tonna af fiski árlega. En Matvælaeftirlitið skip- ar okkur að eftirláta hann öðrum þjóð- um. Jfapan, Svlþjóð, Vestur-Þýzkaland og fleiri þjóðir hafa þegar sýnt áhuga á að leggja undir sig þennan rnarkað, sem gæti orðið svo gífurlega stór. Sum- ar þeirra eru teknar að framleiða fiski- mjöl í smáum stíl. Sovétríkin vinna öfluglega að því og eru sögð vera að koma sér upp verksmiðjuskipum, sem gætu framleitt vöruna úti í sjó og flutt hana beint til vanþróuðu landanna. Formlega séð er Matvælaeftirlitið ekki æðsti dómstóll um hreinleika mat- \æla. Úrskurðum þess má áfrýja til alríkisdómstóls. En ef sú áfrýjun mis- tækist, væri úti um allt fiskimjöl í Bandaríkjunum fyrir fullt og allt. — Larrick hefur svo mörg fordæmi fyrir sér, að hann er sannfærður um, að sá dómstóll rtjundi hallast að skýringu Matvælaeftirlitsins á óhreinindum. Því hefur Bandaríkjastjórn hallazt að sein- legri en öruggari aðferð. Er starfað að því með milljón dala tilkostnaði, sem innanríkisráðuneytið leggur til, að safna saman nægilegum vísindalegum vitn- isburðum til að ráðast að úrskurði Larricks og fá hann að lokum ógiltan. Þetta kann að vera rétta aðferðin. En í litla Afríkulandinu Sierra Leone, deyja 80 af hverjum 100 ungbörnum af fæðuskorti og afleiðingurh hans. Hve lengi er þeim ætlað að bíða? SMÁSAGA Framhald af bls. 3. loks sagði María: „Geirmundur, ert þetta þú?“ „María“, sagði Geirmundur,.en nú litu læknarnir upp, svo að samtalið vai-ð ekki lengra á milli þeirra. Læknarnir komu nú að rúminu til mín, og mér var sagt að á morgun mætti ég fara heim. Séra G'isli Brynjólfsson: Þættir frá Hannesi á Núpstað OFVIÐRI Á LÓMAGNIÍPI Varla munu vera um það skiptar skoðanir, að Lóma- gnúpur sé eitt tignarlegasta fjall á íslandi. Það er óneitanlega mikill og djarfur svipur yfir þessum ber- risa þar sem hann rís 670 metra hár upp af flötum sandinum — stór- fenglegasta standberg landsins af þeim sem ekki ganga í sjó fram. Einu sinni var Kjarval sumarlangt í Fljótshverfi og málaði Núpinn. En sagt var, að suma daga hefði meist- aranúm gjörsamlega fallizt hendur frammi fyrir þessu mikla bergtrölli. Svo ægilegur var Núpurinn í allri sinni tign. En Lómagnúpur er ekki aðeins í sam- tímanum. Hann er líka mikill í sögunni. Fiestir munu þekkja draum Flosa: Ég þóttist staddur að Lómagnúpi (bænum) og ganga út og sjá upp til gnúpsins. (Þá virðist bærinn hafa stað- ið frammi á sandinum). Opnaðist hann og gekk maður út úr núpnum og var í geitheðni og hafði járnstaf í hendi. Hann fór kallandi og kallaði á menn mína, suma fyrr, en suma síðar, og nefndi þá á nafn. . . Þá spurði ég hann að nafni, en hann nefndist Járn- grímur. . . Hann laust niður stafnum, og varð brestur mikill. Gekk hann þá inn í fjallið, en mér bauð ótta. Þessi slitur úr frásögn Njálu verða að nægja til að rifja upp fyrir mönnum einn frægasta draum íslands. Enn í dag stendur þetta mikilúðlega fjall á sínum stað og hvessir brýnnar út yfir Skeiðarársand. Og enn er Járngrimur á ferð og kallar menn, suma fyrr og suma síðar. Skáldið (J.H.) kveður: . . jötunninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp. fCallar hann mig og kallar hann þig, kuldaleg rödd og djúp. Uppi á Lómagnúpi er veðurnæmt, svo sem géfur að skilja og liggur opið fyrir þeim, sem þekkja til íslenzks veð- urfars. Einu sinni voru útlendir menn að mæla ísla-nd og þeir þu-rftu að setja merki uppi á Núpnum til að miða við og mæla frá. Þeir trúðu því ekki hve rammefld gætu orðið átök veðursins uppi á Lómagnúpi. Með þeirn í þessari ferð var Hannes á Núpstað, maðurinn sem alla sína löngu ævi hefur átt heima undir Lómagnúpi. í meðfylgjandi þáttum Hannesar segir frá ferðum hans og dönsku mælinga- mannanna upp á Núpinn sumrin 1903 og 1904. -Á. rið 1903 fór ég með dönskum landmælingamönnum upp á Lómagnúp. Voru fiuttar þangað þrjár járnpípur, er settar voru sem merki þa-r til að mæla Kapellan og Núpurinn frá. Þar sem Núpurinn er hæstur var grjótvarða, hlaðin eftir Björn Gunn- laugsson — eða svo var haldið. Varða þessi var a.m.k. 5 m. um sig niður við jörð, nákvæmlega hringlaga. Fór hún mjókkandi eftir því sem ofar dró og var varl-a meira en hálfur metri í þver- mál í toppinn. Hæðin var víst um sex nnetrar. Þessi va-rða var svo fallega hlaðin að undursamlegt var á að líta. Þetta meistarastykki vorum við látn- ir rífa niður til grunna og kasta grjót- inu úr vörðunni í það minnsta metra frá staðnum þar sem varðan hafði stað- ið. Að þessu un-num við þrir íslending- ar þeir sem með mér voru. A meðan voru þrír danskir dátar með sinn blágrýtissteininn hver um það bil % metra á hvern veg. í steinana klöppuðu þeir holur fyrir járnbolta, sem járnpípurnar voru svo fes-tar við með skrúfboltum. Að neðan mynduðu járnpípurnar þríhyrning, sem að mestu svaraðt til ummáls vörðunnar að neðan. Stengurnar drógust svo saman í toppinn og þar sem þær komu sam-an var sett fe-rhyrnd járngrind, allt að því metra- breið. Á miðja grindina var skrúfað fast spjald, málað ýmsum litum svo að belur sæist langt að. Síðan voru hlaðn- ar grjótvörður upp með steinunum, sem boitarnir voru klappaðir í, rúmlega mannhæð upp með pípunum, Þár með var þetta klappað og klárt, þetta árið. Næsta sumar — 1904 — er mælinga- mennirnir komu þarna að, og mæla skyldi frá merkinu, gafst á að líta, og urðu mennirnir ærið hvumsa við. Ein járnpípan var slitin af boltanum og dreg in upp úr vörðunni, hinar . pípurnar beygðar út af með merkisspjaldið niður við jörð. Þar með hafði allur þessi frágangur orðið til einskis. Eftir langar umþenk- i.ngar og ráðagerðir, var svo fyrirskipað, að hlaða nú upp vörðu á sama stað og sú fvrrí hafði verið en rífa hinar niður. Járnstöngin, sem siitnað hafði af boltan- um og var nokkurnveginn bein, var nú römmuð niður í miðri vörðunni og hlaðið upp með henni svo að hún náði svo sem metra upp úr. Þar var skrúfuð og vírbundin við hana trérengla og á hana negldu. hvítur léreftsdúkur, svo sem fiagg, sem mælikikjarnir áttu að greina frá Fossnúp og Hvannadalshnjúk og sunna-n af Kálfafellsmelum og úr Hörðuskriðu og víðar. Þetta nægði það sumarið. 4 egar mælingamennirnir komu 'sumarið eftir og fóru að huga að merk- ingu gátu þeir ekki komið auga á það. Þegar við komum að vörðu-nni, va-r sá partur, er upp úr henni átti að standa beygður út af og flaggið tætt burt. Þá urðu þeir alveg að viðundri í nokkurn tíma. Þeir gátu víst ekki trúað því að vindurinn hefði getað lagt út af svo stutta járnpípu og vildu meina að af niannayöldu-m væri. — Máluðu þei-r síðan vörðuna og þar við situr. En mikið er varðan ljótari útlits heldur en áður hie.vft var við henni. Þetta varð mér gleðiefni, og hugsaði ég ekki meira til kynna þeirra Maríu og Geirmundar. Næsta dag kvaddi ég syst- ur Maríu og stofufélaga mína og gleymdi brátt dvöl minni á spítalanum. Þannig liðu nokkrir mánuðir, en svo var það dag einn að ég fékk orðsendingu frá systur Maríu um að finna hana sama kvöld þar sem hún bjó. Ég fór þangað, og María kom sjálf til dyra þegar ég bankaði. Ég sá að hún var mikið breytt, andlit hennar var milt og bjart, og hún var beinlínis kát. Hún bauð mér til stofu og fór sjálf fram til að ná í kaffið. Ég sat og horfði í kringum mig, stofan var hlýleg en nokk uð gamaldags, og ég hugsaði um hvernig lífi systir María lifði hér. Innan stundar kom María aftur og lagði á borð fyrir þrjá; svo stanzaði hún snögglega og spurði, hvort ég myndi eftir sjómannin- um, sem hún sagði mér frá forðum. Já, ég mundi eftir honum. „En Geirmundi?“ Já, ég mundi hann líka. Systir María leit út um gluggann og varð örlítið undir leit. Loks sagði hún: „Það er sami mað- urinn, við giftum okkur í dag.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 7. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.