Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Side 3
að er hægt að steypa þetta af kappi, sagði Jón Æ Niisen, kleip frúna í lærið og glotti. Er iiún svolítið óróleg að bíða? Svolítið. Hann var fren^ur þungur maður og hafði mörg járn í eldinum, enda var hann bjartsýnn. Þeir sem ekki komast áfram á þessum tímu.m eiga ekki skilið að bafa það fínt; þetta vissi hann. Það sem ég segi: Því meira veldi sem maður hefúr af peningum því elskulegra er lánið yfir manni. Guði sé fyrir að þakka að ég er við góða heilsu og gæti étið mér til óbóta. Nei, það er þó ekki jafn •fleitt að vera þybbinn eins og að hjaðna saman og missa úr sér merg til •tórra átaka. Jú, að vísu er ég orðinn nokkuð þykkur, en það er þó á mér kiæsilegra bragð en þegar ég var á kon- tórnum hjá honum þabba, eins og ég var nú orðinn. grindarlegur. Það sem ég segi — hraust sál í hraustum líkama. Ég get sem sagt ekki annað sagt en lífið leiki við mig og það er eins og ég sé í rclu, svei mér þá. í þessum svifum höfðu þau lokið við að hella í mótin og tekið sér hvíld. Hann hafði orð á því að þetta tækist vonum betur og gaf henni tóbu. Hann hét hvorki Nilli né Pilli; hún kaliaði hann Nilla Pilla þegar enginn heyrði til og hann kallaði hana Sillu Pillu og hafði gefið henni ísskáp ryk- sugu hrærivél og fleiri ómissandi heim- ilistæki. Þau stóðu riú upp við kerta- bræðsluofninn og reyktu tóburnar um stund. Hann sagði að þau skyldu bíða í róiegheitum þar til kóinaði í mótunum. Já, sagði hún, og að því búnu settust þau á stafla af nýpremtuðum tímaritum sem staflað hafði verið upp við glugg- ann. Þetta er svolítið ævintýralegt, sagði hún. Að steypa? Að fara niður í leynikjallara. Elskan — bara ekki segja nokkrum manni strax, Nei. KjólJinn hennar vor smelltur að fram tn og henni var heitt. Þess vegna tók hún upp af nokkrum smellum, snoppu- fríð kona og fremur miðdigur. Jesús hvað ég er sveitit, sagði hún. Þá fór hann hendi til hennar. Hana kitlaði og hún hló, blíð ains og jólaljós. Hún fann á sér að hún var orðin helsti þybbin. Ég bef svitnað alltof mikið í seinni tíð, hafði hún íhugað með nokkurri skelf- ingu um hálfs árs skeið. Hvernig í ósköp unum á ég að iáta renna af mér nokkur kíló? Guð, eru engin ráð? Hún var lítil og smámælt og stóð svo að stgja alltaf á sama máli oghann. Hún hugsaði sem svo að hún væri eins og varnarlaus smáfugl 1 önmum hans og það gladdi hana eða var henni huggun í skelfingu hennar vegna þeirrar óhóf- legu fitu sem var að safnast á hana, að hann var orðinn taxsvert hnellinn. Það fylgist að hjá okkur, sagði hún við sjálfa sig um morguninn þegar hún var að þvengja sig um með lífstykkinu. Jesús, það gagnar ekki lengi að reyra svona að sér. Það er af sem áður var; ég var ekki svona þung að neðan hérna áður fyrr, hugsaði hún sviplaus af hrolli. Ó hvað skyldi hann hugsa? Hann hlær eins og hetja í leikriti, en ég stari á hann eins og skeikuð dúfa og finn að ég er að fá vömb! Þó er eins og hann sjái ekki að ég er að verða bel gur. Hann er kannski að verða hræddur við bumh- una á sér? Um þetta var hún að hugsa þegar hann •fálmaði til hennar. Og nú skipti það engum togum að hún sveif í faðm hans en kvakuði jafnframt skelfd og ringluð: Ég er svo sveitt! og vissi ekki fyrri til en hann var farinn að láta við hana eins og óður væii. Hér? spurði hún. Hér á tímaritunum? og stumraði til af- sökunar: Ég er svo sveitt. Og síðan: Jæja þá, þá það! og næstum því týndist f hita og sælu þegar hann hafði dreglB hana tii sín. Það er a'llt klosslæst, sagði hann. Já, kvakaði hún blíð og hvarf í fáng hans. Lá nú á tímaritunum og sá hvernig tattúveraða kvensan á hand- legg hans teygðist sundur og saman eftir því hve vöðvinn hnykklaðist (hann lét tattúvera sig um tvítugt þegar faðir hans útvegaði honum skipspláss á Gull- fossi upp á grín og von um háa lífs- reynslu) og það var furða hversu þeim svipaði saman, myndinni á handlegg hans og henni. Húa gat ekki varist hlátri. Ó mamma! Ó mamma! stundi hún f’austurslega og sagði enn og mörgum sinnum: Ó mamma! Ó mamma! J á, það var satt, enginn vissi að þeim hafði dottið í hug að hefja fram- leiðslu á kertum, eins og hann talaði um, og lánið virtist ætla að elta hann í þetta sinn eins og það hafði elt hann frá því hann fór að hugsa um alvöru lífsins. Hann hófst svo að segja upp af sjálfum sór í kananum — fékk lán hjá föður sínum fyrir kvikmyndavélinni og klámfiknurnar fékk hann án endurgjalds hjá hernum — og heiði þess vegna ekki þurft að taka arf eftir ráðherrann föð- ur ann og afa til að fá lifað við ærið fjár- veldi. Og þótt Guðmundur vinur hans og þjóðskáld hafi tileinkað honum frum samda bók með ástsamlegu ■ orðalagi — því Jón var einhver ötulasti útgefandi á íslandi í seinni tíð — var hann mjög biátt áfram þegar hann var einn með frúnni, og kímnigáfa hans gerði sér gaman að því hve lág hún var og stelpu leg, og það kom fyrir að hann fékk, til dæmis fyrsta vetrardag, að baðá hana. Ó, mamma! Ó mamma! sagði hún í -þessu, og tímaritin voru ekki orðin þurr eft'.r prentunina eins og hún sá þegar hún stóð á fætur; fyrirsagnir á kápunni vji'u varla læsi'legar. Guð! hrópaði hún og stafaði sig fram úr fyrstu fyrirsögninni; Blóðþyrsti morð inginn. Það gerir ekkert tii, sagði hann. Það eru bara efstu blöðin. Það er gott, sagði hún og hjóst til að taka til á ný við steypiverkið. Æ, ég verð að greiða mér, sagði hún. Elsku Sitlan hans Pilla. Stóri strákurinn hennar Sillu, sagði hún og setti greiðuna í veskið sitt. Jæja, látum vaxið leka! au höfðu naumast lokið við að hella að nýju í mótiu þegar dyrabjallan hringdi. Það er hringt, sagði hann. Já, Framihaid á bls.. 12 Guðmundur Frímann: í Dauðsmannshólum Því vetrarnóttin er löng og leið, er lestur helfararstefja og svartamessu og myrkurseið mannskaðabyljir hefja. í Dauðsmannshólum er húmið svart, er haustið er setzt að völdum. Á lynghörpurnar er leikið margt á löngum skammdegiskvöldum. Úr kjúkunum mínum hvítu fer kuldinn, er vorið tekur að kveðja ástljóð sín yfir mér og æskuþrá mína vekur. - I í óminnishyldýpi rökkurranns vefst rokský um skarðan mána, en stormarnir óðan stífudans stíga um x-auðabroksflána. Er sólvindar hlýir sér mæla mót í mösurviði og runni, þá kysi eg að nýju kærleikshót konunnar, sem eg unni. Hér hef eg veðrazt hundrað ár og hold mitt rotnað frá beinum — kynnzt við vetrarins feikn og fár, — fátt segir af einum. Til fundar við hana leið mín lá, er liðið var fast að jólum. En önnur til brúðkaups bauð mér þá, — beið mín í Dauðsmannshólum. 23. tölublað 1364 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.