Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Qupperneq 7
* Á J * undanfömum árum hefur það færzt mjög í vöxt, að islenzkir unglingar hafa leitað skóiavistar i nágranna löndunum. Hafa ýmsir góð- ir aðilar haft milligöngu þar um, m.a. American Field Service, International Youth Exchange og Norræna fé- lagið. Engum dylst, að siikar ferðir íslenzkra ungmenna til framandi landa eru mjög heiliavænlegar. Ungiingarn- ir komast í snertingu við framandi þjóðlíf, kynnast nýjum siðum og háttum og öðiast staðgóða þekkingu á tungumáli viðkomandi lands. Slíkar ferðir eru í senn lærdómsríkar og þrosk- andi Eorgin Sigtuna i Svíþjóð er Ihálfa vegu milli Uppsala og Btokkhólms. S.l. vetur stunduðu [þar nám tvær íslenzkar stúlkur íyrir milligöngu Norræna fé- iagsins. Skólinn, sem stúlkurn- íir sóttu, var lýðháskóii eða „,folkhögskola“ eins og Svíar nefna það. Stúlkurnar heita Arnheiður Agnarsdóttir og Kristín Dýrmundsdóttir. í þessum skóla voru saman- Ikomin ungmenni hvaðanæfa að, frá Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Þýzkalandi, Holl- endi, Englandi og Bandaríkjun- tim. Skólaárið stendur yfir frá 1. október til 19. júni. Sá mikli Ikostur fylgir þvi að vera i þess- um skóla, að engin próf þarf a ð taka. V ið báðum Arnheiði að eegja okkur írá dvöl sinni ytra Og skólavistinni. Áður en hún hélt utan, var hún nýbyrjuð að nema hárgreiðslu, en hvarf frá því. námi, þegar tækifærið til ntianfararinnar bauðst. Hún etarfar nú sem klinikdama hjá •Haraldi Dungal, tannlækni, en Ihefur íullan hug á að halda áfram hárgreiðslunáminu, þeg- fram líða stundir. Fyrst spurðum við Arnheiði bvað hún hefði lært ytra. — í skólanum var kennd eænska og sænsk bókmennta- eaga, enska, þýzka, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, landa- Iræði — og veínaður. —■' Hvernig gekk sænskunám- ið? — Fyrst 1 stað var auðvitað dálítið erfitt að fylgjast með, enda er sænska talsvert írá- brugðin dönskunni, sem við lærum hér heima. Þetta lagað- ist nú samt fljótt, — skóla- eystkinin voru mjög hjálpsöm eg bentu okkur fljótt á það, *em áifátt var. — Félagslifið I skólanum? ' — l>að var mjög fjölskmð- wgt. Á laugardagskvöOdum var dansað. Skemmtikvöldvökur tonEftr voru haldnar vig og við. Þá voru sýndir leikþættir og sitt- ihvað til g'amans gert. Einu sinni i viku voru kenndir þjóð- dansar frá ýmsum löndum. Eitt sinn heimsóttu skólann stúdentar frá Uppsa.laháskóla, — þeir voru af mörgum þjóð- ernum, m.a. Afríkunegrar, Ind- verjar, Japanir og Fransmenn. l>eir héldu íyrir okkur skemmt un, kynntu löndin sín og talaði þá hver á sinu tungumáli. -K ið íslendingarnir hafið væntanlega haldið uppi öflugri landikynningarstarfsemi líka? — Nei, almátlugurl — Sem útlendingur hefur þú oft verið spurð þeirrar spurn- ingar, hvaðan af hnettinum þú kæmir, er það ekki? — Ójú, — flestir þóttust nú reyndar sannfærðir um, að ég væri -Þjóðverjj. ísfendingar eru vist fremur sjaldgæf fyrir- brigði ytra, því að undrun manna var mikil, þegar ég sagði, hverrar þjóðar ég væri. — Vissu Svíar þá svbna litið um ísland? — Nei, alls ekki, og allra sizt í skólanum þar sem ég dvaldist. Loftleiði þekktu allir og vildu lorvitnast mikið um þag merki- lega • flugfélag. Skólastjórinn var sjálfur mikill íslandsvinur. Hann var hér á ferð í fyrra- sumar og tók þá kvikmyndir. — Þú hefur þá ekki orðið vör við neinar eskimóakenning- ar. — Nei, síður en svo. Eitt sinn var ég reyndar spurð, hvort ég heíði séð isbjörn. Ég stundum var fólk undrandi yfir því, að við, sem komum frá íslandi, vorum hreint að deyja úr kulda! — Var þessi dvöl i Sviþjóð kostnaðarsöm? — Alls ekki. Við greiddum aðeins ferðirnar fram og aftur og þurftum að sjálfsögðu að sjá okkur fyrir vasapeningum. Skólagjöld voru engin og fæði og húsnæði okkur að kostnaðar lausu. — Fengu þið ekki sendan ís- lenzka íæðu stundum? — Jú, mikil ósköp. — Hákarl kannski? Á lýðháskóla í Sigtuna — Jú, svu sannarlega. Við sýndum skuggamyndir írá ís- landi, sögðum frá landi og þjóð og reyndum eftir beztu getu að flytja smá fyriríestra um sögu landsins. Einnig lásum við ís- lenzk kvæði, bæði á íslenzku og í sænskri þýðingu. — Vorug þið þá í peysufötum kannski? sem hann sýndi okkur og út- skýrði. Er' óhætt að segja, að öll íslandskynningin hafi borið mjög góða raun, því að svo var komið að lokum, að nem- endur voru farnir að bolla- leggja skólaferðalag til íslands, en frá því ráði var samt horfið, þegar kostnaðarhliöin hafði verið köhnuð. ■ ■■ svaraði því játandi og sagði, að það hefði verið í dýragarð- inum í Stokkhólmi, X I* fisk fengum við stundum send- ann. Reyndar var skólasyst- kinum ojíkar lítt um þá fæðu- tegund gefið, — svo mikið er vist, að þegar þau komu auga á blessaðan fiskinn, hlupu þau alltaf í burt-u. Við geymdum bann alltaf niðri i kjallara. — Ir ú hefur væntanlega íerðazt mikið, meðan þú dvald- ist í Svíþjóð. — Já, ég fór til Gautaborgar og Stokkhólms. Um jólin dvaldi ég hjá skyldfólki mínu í Ber.g- en. Það er reglulega gaman að ferðast um í Svíþjóð. Landið er svo dásamlega fallegt. — í hverju felst fegurðin? — Auðvitað eru það skóg- arnir, sem okkur Islendingum finnst mest koma til um. — Hvernig var loítslagið? — Veturinn var ósköp svipað- ur því sem við eigum að venj- ast hér heima. Reyndar kóln- aði stundum óhóflega, — eitt sinn var t. d. 20 stiga gaddur. Ánnars er loftslagið þar ólíkt að því leyti, að þar er næstum alltaf logn. Stundum er loftið þurrt og nálgast að vera kæf- andi. Ég neita því ekki, að okkur fannst stundum kalt, og X- — * etta var þin fyrsta utan- landsreisa? — Já, — Hvað kom þér mest í óvart? — Það var svo ótal margt t. d. það, hve hratt er ekið : Sviþjóð. Á stófu bílabrautun- um virðast engin takmörk fyrii því, hve hratt megi aka. Þai aka menn eins hratt og bilarnii þola. Ég var oft bílhrædd, þeg- ar ég lenti í slíkum ævintýrum, — Varstu fegin að koma heim, Arnheiður? — Já, mjög fegin. Þó ei ekki svo að skilja, að mér hafi leiðst. Síður en svo. Ég sakna bara alltaf einhvers, þegar ég er ekki heima. a. L VH) Laugarvatan — skammt frá Húsmærðaskóla Suður- lands — stendur hrísla ein, sem mikill átrúnaður er á- Þessi hrísla, sem hlotið hef- ur nafnið „trúlofunarhrisl- an“, var upjigötvuð fyrir nokkrum árum af náms- meyjum húsmæðraskólans. Sögðust þær hafa sannreynt það, að þessi hrísla byggi yfir mjög óvenjulegum eig- inleikum. Væru þeir eigin- leikar þess cðlis, að mjög væri vænlegt til árangurs fyrir ólofaðar stúlkur að óska sér mannsefnis við þessa hníslu. Siðan eiginleikar hrísl- rnmar komu í ljós hafa ólof- affiar námsmeyjar oftast sést á kreiki þar í grennd- inni, enda hefur árangurinn af þeim ferffium þeirra veriffi stórkostlegur affi því er þær sjálfar herma. Myndin sýnir bænahald við trúlofunarhrisluna. 33. tölublað 1064 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.