Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Blaðsíða 5
EftJr Braga Ásgeirsson, listmálara ITppruni lit-tréristunnar ligg- J ur í hulu. Hún hefur senni- legast orðið til af sjálfu sér, líkt og vísan, og komið fljótandi á fjöl, langt aft- an úr grárri forneskju. í öllu falli er fjölin mjög mikilvæg í þessu efni. Útskomar tréplötur hafa verið notaðar frá ómunatíð til þrykkingar é vefnað og klæðnað, til stimpil- gerðar og í fleira tilgangi, þar sem endurtekning hlutarins var nauð- synleg. Hvað sem öðni líður þrykktu Kínverjar þegar á tíundu öld bækur, þar sem öll síðan var skorin út í tréstyfcki, líkt hinum evoköiluðu blokkbókum, sem bún- ar voru til í Evrópu fyrir daga Gut enbergs. Tréristan er sem sagt í þessu tilliti náskyld prentlistinni. — Mynd og ritmál- haldast í hendur, sem e.t.v. aldrei á seinni tíminn. — Mjög sjaldan hafa þessar fyrstu þrykktu bækur verið yfirstignar af eeinni tíma bókagerð hvað fegurð ©g látlausa listræna tjáningu snert- ir. Það er líka eðlilegt, þegar mað- ur athugar hve náið samband hefur orðið að vera milli lista- og iðnað- armannsins. Ef maður vissi ekki bet ur, gæti maður haldið að það væri sami maðurinn, sem teiknaði og skar hvorttveggja, myndina og v letrið. F rá uppgötvun prentlistarinnar gengur ritmálið og myndin hönd í hönd út til fólksins, og list orðsins og mynd- arinnar verða á byltingarkenndan hátt aðgengilegar þúsundunum. Það er ein- mitt hið nána samband milli handverks og listar sem gefur tréristunni töfra sína. Engin önnur grafisk listgrein krefst í jafn ríkum mæli, að listamaðurinn sé með frá upphafi til loka, að hann þekki 6itt handverk og gefi sig allan. í British Museum í London er til kín- versk bók frá &68, „Diamond Sutra“, sem sögð er innihalda fyrstu dagsettu tré- ristuna, sem vitað er um. Það er þó vitað, að Japanir unnu i þessari listgrein enn fyrr, og að tré- ristan er elzt innan grafísku tækninnar. Þetta fólk hafði aðgang að pappír löngu áður en við í Vestrinu. Það var einnig í sajmbandi við það að menn hófu að nota pappír í Evrópu, að fyrsta tréristan og næstum samtímis fyrsta koparstung- an stungu upp koHinum í formi spila og helgimynda. Er óvíst að nokkur önnur grein myndlistar hafi strax frá upphafi (þjónað jafn ólíkum guðum! Meðal fyrstu listamanna í Evrópu, sem tdleinkuðu sér tæfcni tréristunnar, má nefna Diirer, Holbein, Cranach. F rá Austnnu kom tréristan til Evrópu á því sögulega augnabliki, er guli kynstofninn opnaði dyrnar til Evrópu á gátt. Heimurinn var tiltödu- lega stærri á þeim tíma. Menn vissu næsta lítið hver um annan. í Evrópu vissu menn þannig eiginlega hreint ekki neitt um myndheim þeirra í Austrinu, og það var fyrst í lok 18. aldar, sem menn fengu yfirgripsmeiri innsýn í lista sögu Austursins. Menn sáu þá hve ríkj- andi hlutverki tréristan gegndi í þessum löndum. Japanska tréristan hafði stöðugt og jafnt verið að færast í aukana, og sú þróun náði hámarki um 1800. Nöfnin Kitagawa Utamaro (1753— 1806), Torii Kiyonaga (1762—1815), Katsuhika Hokusai (1760—1849), Tosh- usai Sharaku (stanfaði 1749—1803), Ryusai Hiroshige (1797—1858) og mörg önnur, tóku að vekja athygli meðal lista manna og safnara Vestursins, ög verk þessara manna tóku að hafa áihrif á alla listsýn Vestursins. Að búa til tréristu er í sjálfu sér aH- einfalt; tæknina er auðvelt að tileinka sér — en þrátt fyrir það er verulega góð trérista mjög svo sjaldgæft fyrir- brigði. Trérista er háþrykk, andstætt kopar- stungunni, sem er láigþrykk, og litógnafí- unni sem er jafnlþrykkstækni. Áhöldin 6101: tréplatan, liturtnin oig pappírinn. — Venjulega er langvegur tré plötunnar notaður. Spegilmynd teikn- ingarinnar er yfirfærð á plötuna og síð an hefst skurðurinn. Allar útlínur litaflatanna eru skorn- ar hreinar með skörpum hníf; síðan fjarlægir maður partana á milli með hvolfjámi þannig, að myndin stendur i sínu upprunalega formi. Svart-hvíta tréristan, sem er tæknilega auðveldust, krefst samt sem áður mikils af skapara sínum, eigi ekki þrykkið að virka sem innihaldslaus eftirlíking, þvi að list svörtu og hvítu niðurskipunarinn- ar er mjög kröfuhörð og syndir gegn teikningunni og hrynjandi línunnar af- hjúpast miskunnarlaust. Tréð er hart og hnífurinn skarpur. Vankunnáttu er ekki hægt að fela í dularfullri þoku. E iginleikar lit-tréristunnar krefj- ast myndrænni aðferðar. Sé auðvelt að búa til svart-hvíta plötu, þá eru litatré- ristunnar mörgu plötur þeim mun erfið- ari. Hér nægir ekki að yfirfæra hug- mynd sína á eina plötu; maður verður að dreiía myndinni á röð af plötum, sem hver fyrir sig er einn eða til vara fleiri litir. , Auðvitað þrykkjast oft tveir gagnsæir litir yfir hvorn annan, til að ná þeim þriðja, en aðailáherzlan er lögð á hinn hreina lit sem oft er þá alveg þekjandi. Það segir sig sjálft, að mikillar þolin- mæði og innsýni í handverkið er krafizt af þeim, sem vill ná góðum árangri. Röð af fonþrykkjum, þrykk einstakra platna eða fleiri saman eru undanfari hinna eiginlegu tilraunaþrykkja (prufu- (þrykkja). Með þeim leitar maður þeirra litaáhriía, sem rnaður óskar eftir. Eins og gefur að skilja, er innlitunin ákaflega mikilvægur þáttur, sem krefst allra krafta listamannsins. Hér eru nefnilega falin mörg brögð, sem við verðum að láta vera leyndarmál verkstæðanna. En hafi listamaðurinn algjörlega ákveðið liti sína, er engin tæknileg hindrun fyrir að hann feli duglegum iðnaðarmanni þrykk inguna. Skilyrðið er þá aðeins það, að fyrirmælum listamannsins sé fylgt út í æsar. Þetta er mjög mikilvægt að athuga, því einmitt hér. gefur hið „móderna" bókaprentverk almenningi tækifæri til að komast í nána snertingu við listgrein, sem er jafnoki málaralistarinnar og get- uj/ náð til margra, sem annars ekki hafa efni á að umgangast 'list, eignast list. Grafíkin er í dag sjálfstæðari listgrein en nokkru sinni fýrr, hún er ekki lemg- ur nein „ancllla picturae“ vinnukona málaralistarinnar. ]^íota má næstum allar tegundir viðar í tréristuna og gjarna fleiri mis- munandi fyrir sama þrykkið. Oft eru einnig notaðar hinar sérstöku og „dekóratívu" myndir í samsetningu viðarins. Hin „xýlógrafíska“ tækni felst í því, að maður notar enda viðarins, plötur limdar saman af mörgum smáum hlut- um af hörðum viði, t.d. „Buksbom", sortuílyngsviði. Kosturinn við þessar endaviðarplötur er sá, að maður getur notað eirstunguáhöld og unnið jafn auðveldlega með hinum finustu línum á kross og þvers um plötuna. Þannig nær maður fínum blæbrigðum frá ljósi í skugga, í l'íkingu við þau sem koparstungan gefur. Alveg frá því að „xýlógrafían“ var tekin í notkun í byrjun fyrri aldar þar ti' fyrir rúmum mannsaldri, hefur hún verið mest notaða endurprentunartækn- in. Tæknin var smám saman í svo ríkum mæli gerð vélræn, að maður gæti svarið fyrir, að nokkur „móderne" listamaður freistaðist til að taka hana upp aftur. Eigi að síður hefur „xýlógrafían“ verið endurreist á okkar dögum. Fjöldi dýr- legra bóka hefur á seinni tímum séð dagisins ljós úti í hinuim stóra heimi, og eru þær útbúnar fögrum tréstungu- myndum. Að öHu samanlögðu gefur trérist- an listamanninum hið rikasta tækifæri t.il að hagnýta tæknilegt hugmyndaflug sitt, sem oft getur haft hættu í för með sér. Listamaðurinn freistast til „artis- tískra“ bragða á kostnað hins sanna list ræna takmarks. Því að í lit-tréristiunni, eins og í allri góðri list, gildir hið gamfla lögmál um mikili'eikarin í hinu einfalda. Val á pappír er komið undir þvl hvaða áhrifum maður vill ná; maður »5 verður bara að vera öruggur um að hann sé ljósekta, því litur pappírsins ræður úrslitum í myndinni, og allir litir munu breytast ef hann nær að gulna. Það sama gildir auðvitað uim þrykklitinn. Hann verður lítoa að þola áhrif Ijóssins. Að öllu samanlögðu getur maður ekki verið nógu vandvirk- ur í vali efnis og tækja, stefni maður að góðum árangri. Þrykking lit-tréristunnar fer fraim á ' 1. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.