Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Blaðsíða 4
BRÉF MATTHÍASAR Framihald af bls. X kastað sínu gamla pólitíska hrúts- horni og vera nú girtur í Papeyjar- brækur allsherjar stillingar og stað- festu. Ég skrifa nú bæði frú Valgerði og Eggert nokkrar linur og spyr hvað líði minnisvarða yfir bróður þinn Gunnar sál. 2) Ég segi Eggert til 20 kr. frá mér, sem lítið tillag í því skyni, og treysti því að þetta hafi gang fyrir þína fram- kvæmd. Hafðu góðan mann í ráðum. Spursmálið er hvort eigi að hafa is- lenzkan stein og grópa í hann marmara- plötu — eins og við erum að búa til yfir Sigurð málara, eða allt til búið að utan. Helzt ætti varðinn að vera eins og yfir „Missionera" t.a.m. blys, bók, hönd, hjarta — eða í líkingu við þess konar merki yfir Guðsmenn, sem hvíla í kirkjugörðum Dana. Mér detta í hug þessi orð: „Maður eftir Guðs hjarta“ og hinu megin: Lúk.13,18—19. (Dæmi- sagan um mustarðskornið). Þetta dett- ur mér svona í hug, en þú ættir að ráðgast við viðkomendur. Ég stakk upp á þessu við séra Björn 3), sem er hér nú, og hefir skemmt okkur vel með fiðrildisfjöri sínu. Kannske þú viljir skrifa honum. Blessaður láttu mig ekki ráða í þessu fremur en sýnist. Fyrir- gefðu nú elskulegasti bg gangi þér sem allra flest að óskum. Þinn elskandi vin og bróðir Matthias. 24/3 1878.. E Isku vin. í þeirri von að þú sért í Höfn eða verðir þar þegar þetta bréf keraur, sendi ég þér mína hjartans kveðju með eigin hendi. Reyndar stel ég tímanum frá minni elendugu „Business“-tíð, því með þessum pósti er annríkið feykilegt í samanburði við dugnaðinn. Ef þú lest „um ísland“ í fyrsta nr. af „Dagbladet" eftir að „Valdemar" er kominn sérðu þar máske þitt nafn nefnt af mér — en það á enginn að vita. Ég sendi Topsöe dálitla fréttagrein. Nú, á, samkvæmt minni áskorun, að fara að revidera sálmabók okkar, og er þess full þörf, bara að nefndin geti kom- ið saman. — Hörmung fer neyðarlega fyrir félaga- görmunum, sem sjálfsagt eru farin með þessum Monsjör Mohn. En hvers er að vænta af mönnum, sem annað hvort eru óvitar í verzlun eða móralskir aum- ingjar. Það sem gjörir oss alla mikla menn eða litla, það er okkar mórall, en ekki neinar 1000 konstir eða 12 konga vit. ísafold spjarar sig betur og betur, og er allgott blað (hvað sem „þrykkjar- inn“ segir) en Þjóðólfur með sínar hrossalýsingar fer heldur á hæli, eink- um nyrðra og vestra; ég kem litlu góðu að, en verð að offra mestu af honum fyrir rusl. Þó þykist ég hafa bent á nokkra áríðandi hluti í vetur: Skólamál, sálma- bókina, verzlunarefni — einkum það hve hættulegt sé að eiga hér við land líf og góss undir jafndægrastormunum. Svo hljóp í haust í mig pólitískur fítons- andi, að krítisera fjárhagsmeðferð nefnd arinnar. Mér skilst ekki betur en allt of lítið af fé landsins sé látið bera leigu í landinu sjálfu. Ef þú þekkir Próf. Jonstrup, þá gjörðu svo vel að heilsa honum specielt og kær- lega frá mér, og fræða hann um eld- 2) Prestur og prófastur, dó ungur á Ljósavatni 1873. *) Halidórsson í Laufási. inn. 1) Maðut'inn, se még sendi, kom i þessu augnabliki aftur, og segir eldinn vera rúma mílu norðaustur frá Heklu. Aðalgígurinn c. 16 fet að þvermáli, all- mikið vikurhraun (Pimpsteinn) komið, en aska lítil, og fer mest til fjalla. Gos- ið helzt enn; gígarnir eru fleiri en einn, og breytast, en þó spýr aðalgígurinn rnest. Gosið heldur áfram í fullum krafti, en ekki sést til eldsins héðan, og engir jarðskjálftar síðan fyrsta dag- inn, 2. daginn og nóttina eftir undi fólk þar eystra ekki í húsum, allt lék á reiðiskjálfi, en skaðar urðu ekki að mun. — Fiskirí hér orðið gott, margir búnir að fá 100 í hlut 20 marz; sumir aftur um 20—40. Vertu nú sæll hjartans vin minn, og Guð okkar Gunnars blessi þig og varð- veiti. Valgerður systir þín skrifaði mér elskulegt bréf, og ætla ég að fara að skrifa henni aftur. Ég bið kærlega að heilsa Jóni Sigurðssyni. Þinn einl. bróðir Matthias. Reykjavík, 7. júlí 1879. Heiðraði vin, Ég hefi fengið vitneskju um, að bæna- skrá sé komin til fjárhagsnefndar, er fari þess á leit við þingið, að það veiti mér einhvern fjárstyrk um næstkom- andi fjárhagstímabil, í viðurkenningar- eða gustukaskyni. Nú þar eð ég þekki þig einna bezt hinna heiðruðu nefndar- manna, skal ég leyfa mér að skýra þér írá með fáeinum orðum, hvernig hugur minn og hagur horfir við gagnvart nefndri bænskrá, til þess nefndin geti, fyrir þinn góðfúslega flutning, fengið að vita, ef hún skyldi æskja þess — hvernig ég sjálfur mundi helzt kjósa að máli þessu yrði hreyft. Ég skal þá fyrst taka fram, að mér er fjærri skapi að ímynda mér, að ég sem skáldmæltur maður eigi fremur ýmsum öðrum skilið að fá styrk af opinberu fé eða nokkur heiðurslaun, enda mundi það fremur særa en mýkja tilfinningu mína, ef einhver í sambandi við þetta mál mælti fram með mér til kapps við £ / a, enda þótt hins vegar vel mætti taka fram, það sem mörgum, og engum eins vel og sjálfum mér, er kunnugt, að ég hefi frá upphafi minna vega átt við þrengri kjör og harðari kost að búa en örmur skáld þessa lands, sem samtíða mér lifa og ég sjálfur tel standa mér jafnfætis. Að vísu kannast ég í auðmýkt við, að Guð hefir gefið mér svo mikla lyst og svo mikla gáfu til skáldskapar, að ég hefi þegar náð töluverðri viður- kenningu hjá þjóð vorri, enda vanrækt fyrir þessa sömu sök ýmsa aðra góða hluti; að vísu skal ég heldur ekki leyna því, að staða min eða hagur er sem stendur bæði rýr og óviss og dugar alls ekki mér og minni vaxandi fjölskyldii til framfæris. Samt sem áður vil ég hvorki æskja þessa styrks í viðurkenn- ingar- eða gustukaskyni, enda mætti ég búast við að heyra þá athugasemd, að mér væri innan handar að sækja aftur um brauð, ef ég þyrfti aðra og betri at- vinnu. Sem stendur vil ég hvorki gefa mig að prestskap né búskap, með því hvorugt er mér að skapi, ef annars er kostur, enda er ekkert prestakall nú laust, er lofaði mér betri afkomu en mín núverandi staða veitir; fleiri ástæð- ur gæti ég tilgreint, svo sem heilsufar mitt, sannfæring o. fl., en að öðru leyti kemur mín prívat staða og stefna þessu rnáli ekki við. Sé ég skáld og leggi ég til hlítar rækt við mína gáfu, þá ætti hvorki þjóð né þing að óska mig við aðra hluti bundinn en þá sem minnst tefja og trufla nefndan hæíileika. J) Gos þetta kom upp 27. febr. Matt- hías lýsir því' allýtarlega í Þjóð- ólfi 13. marz. Eldana bar langt upp yfir Heklu, svo lesbjart varð á nóttum á suðurlandsundirlendi. Vilji meiri hluti hinnar'heiðruðu fjár- laganefndar leita þessa styrks, væri mér næst að skapi, ef hann veittist gegnum landshöfðingja og án þess að þingdeildirnar þyrftu að ræða hann eða greiða atkvæði. Ennfremur, að hann veittist mér í því skyni, að ég gæti fengiff uppörvun og næffi til þess aff írumkveða þjóffleg kvæffi út af ýmsum atriffum sögu vorrar, um einstaka menn eða atburði, í líka síefnu og meff lík- Tryggvi Gunnarsson um blæ og ég áffur hefi orkt t. a.m. um fall Snorra Sturlusonar, nokkur kvæði um landnám íslands, og fleira, sem er óprentaff. Að öðru leyti fel ég þér, heiðráði vin- ur, meðferð og meðmæli þessa máls, sem mér ber ekki sjálfum að hlutast um. Þinn skuldbundinn vinur Matth. Jochumsson. 16/10 1879. E lsku blessað hjartað mitt. Svona skrifuðu, minnir mig, stúlkurnar forð- um bezt til mín, og úr því ég er hættur að hugsa uppá þær, þá veit skaparinn að ég á engan vin, sem verðugri væri að erfa þær en þig. Nei, þetta er vrövl. Ég sendi þér Þjóðólf seim út er kominn síðan þing þraut. Og „ég segi meira“ (séra Þórarinn B.) ég ætla fram vegis að álíta sem ég sé skuldbundinn sð senda þér Þjóðólf, án útúrdúra, ef ekki reikningslaust! Engin manneskja hefir eins yfirgengið mig — ja, þú veizt á hverju ég er að ympra, til hvers eru orð? — Áður en ég minnist á annað verð ég að biðja þig að afsaka og fyrirgefa mikinn fruntaskap; ég nefnilega út úr stórbasli sendi upp á þig ávísun per H. Kr. Friðriksson yfirkennara með septemberferðinni, 333 kr. stóra. Halldór ógnaði mér með að taka af mér húsið og selja úr því fyrir 1333 kr. skuld, sem börn Jens sáluga eiga í því hjá mér, en heldur en að hleypa þeim gaur inn á mig og krakkana, tók ég þetta ráð, þó ég skammist mín fyrir það. Reyndar vissi ég hvað ég má þér bjóða, því þitt blessaða hjarta og skynsama sál skilur mig til botns. Fyrir þetta mitt bragð kemst ég klakklaust af í vetur. Ekki er ómögulegt að ég ráðist í að sigla, annað hvort með seinustu ferð eða 1. í vetur. Skyldi séi'a Hannes 1) falla frá (hann er mjög lasinn) vil ég endilega reyna að ná í það embætti, enda er ég nokkurn- veginn viss um að fá það ef það losnar og ég sigli. Prófessor Fiske siglir nú; hann er ein- hver sá bezti gestur, sem okkur hefir heimsótt og hugljúfi allra. í kvöld býð ég upp á toddy, honum og nokkrum (12—14) helztu mönnum bæjarins, ég er að kveðja (sem fátæklingur en gentle maður) vin minn og um leið hefi ég undirbúið ásamt Sigurði gullsmið að stofna „Fornleifafélag", einkum í því skyni að fá lítil fjársamskot til þess að a) Hannes Árnason, kennari í heim- speki við prestaskólann, d.l. les. 1879. kosta með jarðgraftarrannsóknir á Þing- velli og sérstaklega á Lögbergi, sem ineð því eina móti er tiltök að sanna, hvort sé ekta eða ekki. (En það er ekta, slíkt týnist ekki). Margir vilja styrkja að þessu. ísafold kom í þessu; mikið má vera að þú eigir hlýjan vin í henni, að minnsta kosti á ég þar óvin (sem ég tel ekki með skaða mínum). Annars þykir mér minna koma til þess manns afreksverka en mörgum hefir þótt, enda styður hann fá þau mál, sem þykja miklu skipta. Ég ætla mér að semja grein um gjörðir þings, ympra á áliti mínu u,m vora helztu þintgmenn. Máske ég sendi þér það með næsta pósti. Get ég gjört nokkuð fyrir Þjóðvinafélagið? í þessu kom Steingrímur inn, svo ég fer að loka. Ég kenni ensku í skólanum 11 tíma á viku. Skyldi Jón gamli for- seti vera lifandi? — spyrja menn hér og þykjast heyra klukkur hringja um nætur sjálfkrafa. Líklega á hann skammt eftir. — Vertu sæll elsku vinur! Betra og skemmtilegra bréf næst. Þinn 1000 sinnum skuldbundinn. Matthías. 30/11 1879. Elsku vinur minn! Guð borgi þér fyrir hrafninn! Annars veit Guð hvernig ég á að fara að því að jafna á þér, þú rotar mig, knúsar og knekkir me’ð svo gríðarlegum stór- velgjörðum, að ég fæ vanka, og viff vanka ciga ekki önnur mefföl — segir dr. Hjalti — en „aff taka af kindinni höfuffiff“. Ég óska þér og ann sigurs með gufu- skipamálið — enda þótt einstöku skæð- ar tungur segi, að þú hafir þar haft þitt volduga félag helzt til mikið í höfðinu. En ég held allt geti jafnað sig og farið vel. Sé ekki ís er allt gott, en komi sá Sergius duga engin plön. Fjarska vænt þykir oss ef þið (þú og Regjeringin — því þú ert orðinn í margra augum eins- konar ráðherra-dindill og hann mörv- aður og kindarinnar bezti biti) getið sent okkur skip í janúar! Sigling til landsins í hverjum ársins mánuði er óreiknanlegur dúnkraftur framíara og framtíðar landsins — til að fleyta því til framskriðs og lyfta því upp á sporfð nútíma járnbrautarinnar! Kondu þér vel við Nellemann og aðra ágæta menn við okkar mál, því nú er friður í pólitík og aldrei er tíminn framíara vænlegri en þegar friður er og menn með anda vaka. Friður á barbariskum öldum er „Uting", en á framfaraöldium blessun lands og lýða. — Ég sendi þér Þjóðólf — já gef þér hann — fyrst um sinn, því náttúrlega tek ég ekki upp þann sið að gefa þér neitt. Ég tók fram í Þjó'ðólfi að skip Gránu hefði verið 'komið fram. Þú átt Guðs blessun og handleiðslu mikið að þakka og meðan hógværð og mannelska, drengskapur og samvizkusemi eru þín einkenni, verður þú sá sami Tryggvi, sem þú ávallt hefir verið, þ.e. bæði valmenni, mikilmenni og hamingjumaður. Ég er nú hjartanlega í hári saman við Bessastaða-böðulinn — nei,. Bessastaða- bóndann; hann hafði lengi verið mér önugur, og það sem verra var Guði og mönnum önugur, óþekkur og partiskur. Sigri hann mig í munninum þegar 4 rnér er gállinn, ef hann getur. Eigi veit ek víst — sagði hetjan á Hlíðarenda —- hvort ek em því óvaskari en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum at vega menn. Nema Grím þykir mér ekki meira fyrir að rota, ef ég gæti, en t.a.m, Tyrkjann, eif ég ætti mín að hefna. Þetta er nú snakk. Prógram Grims og hans félaga (M. St. o.fl.) í Bókmennta- félaginu er skömm og háðung. Að taka af fréttir Valdimars, vitleysa; móti þvl o.fl. set ég grein brá'ðum. Fjöldi manna hér er að ráðgera að fyrirkoma Grími sem þingmanni næst, en lágt fer sú ráðagjörð enn. — Getur þú nokkuff rj.cunina.ld á bls. 7 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.