Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Blaðsíða 7
GRÝLUÞULA Fyrir rúmum sex árum átti ég erindi norður í Húnavatnssl. og hitti þá mér 1 til mikillar ánsegju annálaða fróðleikskonu. Guð ? björgu Jónasdóttur frá Kistu í Vestur-Húna- ^ vatnssýslu, sem m.a. fór með eftirfarandi Grýlu ! þulu fyrir mig og kvaðst hafa lært hana þannig ' á barnsaldri. Hripaði ég hana niður til gamans, ' og má vera að fleiri hafi ánægju af hetnni. s-a-m. I Ekki linnir umferðum um fljótsdalinn enn. I Það sér á að þar búa þrifnaðarmenn. I Það sér á að peir ala gangandi gest. !l Förumannaflokkamir fara þangað mest, förumannaflokkarnir og kerlingakrans; að nú taki átjan yfir umferðum hans, að nú tr.ki átján yfir, ef það er satt, í; að hér sé komin Grýla, sem geti enginn satt, 9 að hér sé koroin Grýla grá eins og örn: 9 hún er svo vandfædd, hún vill ei n-ema böm; 9 hún er svo vandfædd, hún vill ei börnin góð, í heldur þau sem hafa miklar hrinur og hljóð, I heldur þ?.u sem löt eru á lestur og söng, I þau eru henni þægilegust þegar hún er svöng, þau em henni þægiiegust og það veit ég víst, 9 að ef þau þeklitu Grýlu, gerðu þau þetta sízt. 9 Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð, | hún er bæði ófríð og idileg með, j hún er svo ófríð, að höfuðin ber hún þrjú; I þó er ekkert minna en á miðaldra kú, þó er ekkert minna, og það segja menn, að hún hafi augnaraðin á hverju þrenn, að hún hafi augnaráðin eldsglóðum lík, kinnabeinin kolgrá og kjaftinn eins og á tík, kinnabeinin kolgrá og hrútsnefið hátt: það er í átján hlykkjunum, þrútið og blátt, það er í átján hlykkjunum og hárstrýið hart ofan fyrir kjaftinn tekur kleprótt og svart, ofan fyrir höku taka tennumar' tvær, eyrun hanga sex saman sítt ofan á lær, eyrun hanga sex saman sauðgrá á lit, hökuskeggið hæruskotið hálffult af nit, hökuskeggið hæruskotið, hendurnar þá stórar eins og kálfskrof og kartnöglur á, stórar eins og kálfskrof, en kolsvartar þó; nógu er hún lendabreið með þriflegum þjó, nógu er hún lendabreið og lærleggjahá: njólafætur undir og naglkörtur á, njólafætur undir kolsvörtum kvið. Þessi þykir grálunduð grátbömin við; þessi þykir grálynd, gift er hún þó. Hennar bóndi, Leppalúði, liggur við sjó; hennar bóndi, Leppalúði, lúsóttur er. Börnin eiga þau bæði saman brjóstheil og þver; börnin eiga þau bæði saman þverlynd og þrá. Af þeim eru jólasveinar, börn þekkja þá; af þeim em jólasveinar, jötnar á hæð. Allt er þetta illþýði ungbörnum skæð. i Sagt er að þetta illþýði sé hér ekki fjær. Uppá dal í urðarhrauni er þeiira bær, uppá dal í urðarhrauni fjölmenni frá. Annað oú á Brandsóxl bölhyskið á. Skortur er á börnum á Brandsöxlu nú, kreikar því á verganginn kafloðin frú, kreikar því á verganginn á höfuðbólið fyrst: hún hafði sagt að Víðivöllum væri leiðin stytzt. Úti stóð á Víðivöllum yfirburðamann. Glotta réð hún Grýla heilsaði’ uppá hann, glotta réð hún Grýla, gjörði svo að tjá: „Lánaðu mér barnkorn, mér liggur nú á; lánaðu mér barnkorn, sem leiðindin kann. Ég heyri sagt að Sigga litla syngi tóninn þann; ég heyri sagt að Sigga litla syngi og hrín. Ég vil ekki plássbera piltana þín, ég vil ekki plássbera jafngóða menn.“ „Þó ég stundum heyra megi hljóðfærin tvenn, þó ég stundum heyra megi hljóðfæri ný, þeir munu ekki falir vera, það er satt í því, þeir eru ekki þér falh,“ það segir hann, „og engin þau ungböm í mínum rann, engin þau ungbörn er ég fæði hér. Þú ert nokkuð, drós mín, dyntug í þér; þú ert nokkuð, drós mín, dyntug og frökk; far þú burtu héðan og haf þú minni þökk.“ „Hvergi burtu héðan!“ hún Grýla kvað. „Fleiri veit eg brekabömin, fara skal eg það, fleiri veit eg brekabömin, við þig er átt. Semdu eið mig sýslumaður, svo ég tali fátt. Fáðu mér í samningi fjósamanninn þinn: hann er svo sem mátulegur munnbiti minn. Hann er svo sem mátulegur, því mér liggur á. Heldur en ég opinberi aUt það ég má, heldur en ég cpinberi aílt það ég veit, i lofaðu mér eina ferð um alla þessa sveit; lofaðu mér eina ferð í útvegun mín, i máski að ég þyrmi heldur þeim smáu þín, máski að ég þyrmi heldur, þó ég sjái tvo leika sét í leyni og láta svo og svo, leika sér í leyni svo liðlega nóg.“ „Ekki heldur kvíða þeir, kerlingarhró! Ekki heldur akta þeir þitt áleika tal. Þú mátt fara þinna ferða þvert yfir dal. Þú mátt fara þinna ferða, en fástu’ ei við mig. Ekki get ég séð af því svona við þig, ekki get ég séð af þeim sauruga þjón, en að þú ólmist sem óargaljón, en að þú ólmist við ungviðið mitt. Fremdu nú svo friðsamlega ferðalagið þitt, farðu nú svo friðsamlega ferðunum að.“ „Sælir!“ sagði Grýla og gekk svo af stað. „Sælir!“ sagði Grýla og gekk ofan í fjós. Hvessa tók hún Bjarna í hvarmanna ljós. Hvessti á Bjarna augun. Hann hugsaði ei þar. Það fara ekki sögur af því: hún svelgdi hann þar BRÉF MATTHÍASAR Framihald af bls. 4 hjálpað Jóni Sveinssyni, *) þá væri það gustuk því hann á sannarlega bágt,. en hvernig á hon-um að hjálpa? Aum- ingja Ohlsen stýrimaður! * 2) að hverfa svona með öllu saman. Hann var stakur þroska og fjörmáður. Líklega hefir hið ofsalega unga blóð farið með hann, en enginn veit neitt. Aumingja Ólafur Thoriacius 3) dó á endanum, ég hélt góða ræðu eftir hann — Á Akureyri á að leika. Séra Ljótur segist safna upp í tntt þegar vorar, en ég skrifa honum og segist haifa fullheimt. Sé séra Eiríkur nærri þér, þá bið ég kaerlega að heilsa. Enginn nema hann ætti að fá skólann. Ég skal gratúlera þér í næsta blaði fyrir húsbygginguna, einnig það varð þér til sæmdar. Gléðileg jól — elsku vin! frá þínium einlæga bróður Matta. *) Hér mun átt við Jón Aðalstein Sveinsson fra Staðarstað, síðar adjunkt í Danmörku, d. í Khöfn 1896. 2) Færeyingur, yfirstýrimaður á póstskipinu Phönix, en það skip fórst tveim árum síðar, frostavet- urinn mikla, við Skógarnes í Stað- araveit. Ohlsen hvanf frá skipi sínu á skipsbátnum hér á Reykja- víkurhöifn aðfaranótt 23. nóvem- ber. ®) Bóndi frá Dufansdal í Barðastrand arsýslu, dó hér í Reykjavik fimm- tugur að aldri af afleiðingum voða- skots. Reykjavík 7. febrúar 1880. Elskulegi vin! Hjartans þökk fyrir þitt rausnarlega og hlýja bréf og al'lai'" sendingar: Guði sé lof fyrir þig og þitt táp og þína ham- in-gju, sem oftast verður og stundum áþreifanlega öðrum til heilla og gleði; ég segi þetta ekki af smjaðri, heldur sannfæringu og af því ég treysti því, að veröldin hlandi aldrei þitt gull með sora, né heldur drepi kjark og karl- mennsku úr þínum betra manni. Ég sé nú og Guðs fingur í því, að þú skyidir vera nær staddur þegar okkar mikli bró'ðir — þjóðhetjan féll fyrir dauðans vigri, enda líkar öllum ágætlega þín frammistaða, og mun hamingja þín og mannorð hvergi minnka við það. Lands höfðinginn tekur tillögu þinni vel, eins og sjálfsagt var. Munum við hinir held- ur ekki spara það sem okkur er unnt, að viðtökur þeirra hjóna verði sem sæmilegastar og þjóð okkar til uppbygg ingar. — Þá á þjóðin — ekki sízt Noi'ðlending- ar að þakka þér fyrir nýju ferðaáætl- unina. Kaupmenn hér eru mjög óánægð- ir, \ enda hafa þeir ekkert grætt, en misst einu beinu ferðina, sem þeir höfðu; allir aðrir hafa grætt — og Sunnlend- ingar mest á miðsvetrarferðinni, sem var óvænt allsíherjarthapp. Áður hefði okkur orðið illt, hefði einhver dirfzt að hnippa í okkur meðan við lágum í okk- ar langa híði, nú erum við orðnir svo svefnléttir að við drepustum í leiðind- um ef einn mánuður líður án sambands við heiminn. — Áðan skrapp ég upp til landshöfð- ingjans og spurði hann, hvort hann mundi ekki taka við líkunum. Hann kvað það sjólfsagt og bað mig geta þess í Þjóðólfi, eins efar hann ekki að náðgjafinn gefi út aukafjárlög til að borga kostnaðinn. Ef hægt væri að iá tréplötu-myndina af Jóni sál. lánaða, þá þætti mér þáð einkar gott — með næsta skipi. Þor- lákur mágur minn kveðst haifa skrifað landshöifðingja um að hann léti mig halda ræðu yfir þeirn hjónum. Þú sérð í blöðunum, að heldur en ekki „Krambulage“ hefir orðið milli okkar Gríms. Hvernig lízt þér á hans verzlunargreinir í vetur? Ég neita ekki að ég hafði kala til hans síðan í sumar og fyrri. Nú er ég góður og hefi gefið honum nóg til næsta máls; sjálfur hafði ég ekkert að missa, sem honum var eða verður auðið af mér að taka. Hann skal ruú sitja í friði fyrir mér, nema hann éreiti annaðhvort sannleikann eða mig persónulega allt of mikið; til lengdar get ég ekki átt i-Mt við neinn — þótt misindismaður 9é. — Hagar minn er bá'giur — skuildir, sikuldir og basl, og ekkert fæ ég prentað þó ég semji eitthvað, enda fer mest af mínum tímia í prívatkennslu og Þjó'ðólf. Menn eru mér og ekki betur en ég á skilið t.a.m. að ég skyldi ekiki fá fyrirlestra séra Hannesar sál. Þekkirðu Gddgeir? Ef gott orð væri lagt með mér við hann og ráðgjafann og ég kæmi svo sjálfur í marz, kynni ég að hafa embætti þetta, ég gæti og gengið fyrir kóng. Hvað heldur þú elsku vin? Annað kennara- embættið á Möðruvöllum er mér oflítið með þungu húsi (10—12 manns) og þá ekki annað en að fára að basla í brauði, sem ég gjöri nauðugur ýmsra orsaka vegna. Við Englendinga get ég ekkert átt sfðan vinur minn sleppti þar völdum, því ég vil ekki otfurselja mig neinum kirkjuflokki, sízt opinber- lega, en ætti ég að fá þar styrk, kostar það það, að ég gangi í flokk með þeim beinlínis. Hugsjúkur er ég samt ekki, því Guð miskunnar mér og mínium eiiir- hvern hátt, eins og vant er. — Hér hafa gengið veikindi. 22. f.m. missti ég barn mitt, Ellu litlu á 3ja ári. Ég sting innan í kvæði eftir hana og bið þig að gjöra svo vel að ljá frú Herdísi Benédictsen að lesa (ég á etoki anna'ð) og þeim, sem þér sýnist. — Etftir móður þína befi ég vísur, en mér líkar þær ekki enn. Innilegar þakkir fyrir borgun ávísunarinnar! Líklega verð ég að selja húsið í sumar og þá fær hver sitt. Að þú færð að borga mest af þús- und kixinunum vissi ég strax, það var, sem mér hálf-sárnaði, þó ég segi það engum. En Guði sé lof að þér liður bærilega, ég hefi líka þá trú, að þér ætíð líði bærilega, eftir því sem kostux er á. Með hjartanlegri kveðju, þinn vin. Matfli. Jochumæon. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.