Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Page 4
VESTFIRZKAR ÆTTIR Murtaætt—Arnardalsætt—Hnífsdalsætt Tímaritið Saga fyrir árið 1962 færði okkur allmerkilega grein eftir hr. ættfr. Einar Bjarna- son: „Auðbrekkubréf og Vatnsfjarð- arerfðir.“ Virðist mér enda þó-'.t ég sé þar lítt dómbær, að honum takist þar að færa nokkurnveginn viðun- andi rök fyrir: Að Brigíður sú, sem nefnd er í samningi gjörðum við Guðbrandur biskup Þorláksson Björn Einarsson um bóndaeignina í Vatnsfirði, var Eiríksdóttir, — og systir Einars (Eiríkssonar) föður Bjöms Einarssonar Jórsalafara, sem var óskilgetinn og því ekki réttbor- inn til arfs að landslögum. Að son- ur Brigíðar — Jón murti Nikulás- son (eldri) — var af sömu orsökum ekki réttborinn til arfs, en að Nikul- ás — sonur Jóns murta (eldra) Nik- ulássonar — var skiigetinn og þá gátu erfðirnar yfirfærzt frá Brigíði til hans að réttum lögum. Þ að mun hafa verið sonur Snorra Sturlusonar, sem fyrst er skirður Jón murti. Það mun mega telja miklar líkur vera fyrir þvi, að þetta nafn, Jón murti, berist með niðjum Snorra til Vestfjarða og þá verður enginn líklegri þar en Þór- dís Snorradóttir, systir Jóns murta Snorrasonar, en hún var gift Þorvaldi Snorrasyni goða í Vatnsfirði og væri þá að ætla að Jóns murta nafnið hefði yfirfærzt á þeirra niðja. En eitt má þar fullyrða og það er, að erfingjar að bónda eign í Vatnsfirði eftir þeirra daga bera margir þessi nöfn: Jón murti, Murti bóndi Murtason. Virðist mér því, fljótt á litið, að hér vanti aðeins tengilið frá Einari í Vatns- firði, syni þeirra Þorvalds goða og Þór- dísar Snorradóttur konu hans, til þess- ara erfingja að bóndaeign í Vatnsfirði, sem að ofan getur. Sonur Nikulásar Jóns sonar var Jón murti Nikulásson (yngri). Arnardalsætt 13. grein, sem er á 11. blaðsíðu þar, nefnir syni Jóns þessa murta og þar á meðal Narfa (Jónsson). Narfi sá kaupir um 1500 Kirkjuból í Skutulsfirði af Sturlu Þórðarasyni sýslu- manni, en móðir hans (Sturlu), Guð- finna, hafði hlotið Kirkjuból í arf frá föður sínum, Jóni sýslum. Ásgeirssyni, föður þeirra bræðranna nafnkunnu, Guðna, Páls og Orms Jónssona. Jón xnurti Narfason, sem þó mun lengst af hafa búið inni í Vatnsfjarðarsveit, verð- Eftir VaSdimar B. VaSdimarssmi ur eigandi að Kirkjubófli eftir föður sinn Narfa Jónsson. Finnast munu gögn fyrir, að Murtaætt, hafi erft og setið þessa eign sína, Kirkjuból í Skut- ulsfirði, fram á nítjándu öld, enda þótt séra Jón, svonefndur þumlungur, Magn- ússon, eignaðist nokkurn hluta þessarar jarðar, Kirkjubóls, eftir að hafa fengið brennda tvo af eigendum hennar árið 1656. Einhversstaðar mun þess getið, ég held í Annálum Espólíns við árið 1537, að Jón murti Narfason þessi hafi átt mörg börn utan hjónabands eða heldur ókvongaður og þar nefnd Sesseflja Bassa dóttir og jafnvel fleiri barnsmæður hans. Fór svo, að ögmundur biskup komst í þessi mál hans og lét hann bæta fyrir þessi mannfjölgunarbrot sín og lét síðan víst koma þeim Sesselju í löglegt og kristilegt hjónaband. Samkvæmt Sýslu- m.ævum II. bls. 2il og bls. 493-4 skulu hér nefnd 3 af börnum Jóns Narfason- ar: 1 Sesselja miðkona Eggerts Hann- essonar, lögmanns, og voru böm þeirra: Ragnheiður Eggertsdóttir, hin mikla Ari Magnússon sýslumaður í Ögri og Kristín Guðbrandsdóttir sæmdar- og hefðarkona, seinni kona Magnúsar Jónssonar (prúða) sýslum. og skálds og ól honum mikið af göfugu höfðingsfólki, sem lengi réði ríkjum á Vestfjörðum, sem kunnugt er. En sonur þeirra Eggerts lögmanns og Sesselju var Jón murti Eggertsson, (einhversstaðar sagður að hafa verið hvers manns hug- ljúfi). Hann varð fyrir því óláni að vega mann í Borgarfirði út úr jarðadeilum og var því gerður útlægur af landinu fyrir þær sakir. í ritum og bréfum er Sesselja kennd við Kirkjuból í Skutulsfirði og miun því hafa alizt þar upp. Lo Jórunn Jónsdóttir (Narfasonar). Dóttir hennar með síra Þorleifi Björnss. á Reykhólum: Herdís Þorleifsdóttir. Laundóttir Herdísar hét Sesselja, hún giftist Bjarna Björnse. (Jónss. biskups) og var í brúðkaupi sinu föstnuð sem dóttir Eggerts Hannessonar lögmanns, sem hér áður getur. 0 Sveinn Jónsson (Narfasonar) hefir (að líkindum) verið (hálf) bróðir þeirra systra, Sesselju og Jórunnar, sbr. Sýslum. H, sem áður getur. Sveinn hefir lengst af búið í Bolungarvík eða í Hóls- hreppi, sbr. bréf hans eða gjörning í ísl. Fombr.safni XIV. bls. 292-3, sem Á.M. segir vera eftir originalbréfi frá Hóli í Bolungarvík, en mér varð á að taka upp. „Svofelldan vitnisburð ber ek Sveinn Jónsson að ek er nú nær 60 ára gamall og hefi ek vistfastur verið í Bolungarvík sextán ár og tuttugu. Hefi ek aldrei heyrt tvímæli á því leika að sú á sem rennur í milli Hóls og Hlíðar í Bolungar- vík hafi að fornu fari fallið fyrir ofan Búðir, þar út eptir ok svo framm í Forn- árós og svo hefi ek heyrt af mjer elldri mönnum. Svo og vissi ek fyrir full sann- indi, að áðurgreind á fjell í þennan fyrr greindan fornan farveg nú fyrir 14 árum nú um sumarið um Jakobsmessu. Svo og fjell þessi þráttnefnd á í sinn oftnefndan fornan farveg nú fyrir þrimur árum um veturinn. Svo og hefi ek vitað Búðarmenn í fyrgreindum öllum tíma sjaldan eða aldrei annars staðar torf stinga látið eða rista til sinna búða en í kringum þær og hefir svo verið hermt að þeir hafi það gjört í þeirra leyfi sem á Hóli hafi ráða- menn verið. Svo og var minn faðir nær sjötugur maður að aldri og hafði upp- alist í Vatnsfjarðanþingum og var þar alla sína daga og lýsti hann því oftlega fyrir mjer svlo hefði verið haldið fyrir sjer að Vatnsfjarðarkirkju hefði aldrei verið reiknaðir fiskitollar lengra en frá skerinu Þjóðólfi og að Fornárós. Svo og sagði mjer það sarna Gísli heit- inn Guðmundsson og var hann gamall maður og slíkt hið sama sagði mjer hans faðir að haldið hefði verið fyrir sjer um greinda tolla. Og til sanninda hjer um set ek mitt innsigli fyrir þetta vitnisburðarbrjef er skrifað var á Hóli í .Bolunigarvík sjetta og tuttugasta dag júlí árum eftir guðs burð Mdlxiiij.“ S veinn mun hafa verið laungetinn, því sonur hans, Bjami, inn- leysir arfahlut þeirra í Kirkjubóli í Skutulsfirði á líkan hátt og forfaðir hans, Jón murti Nikulásson, forðum. Kona Sveins var Guðrún ólafsdóttir og Magnús sý fumaður prúði, faðir Ara sýslumanns í Ögri skal hér gerð lítil grein fyrir ætt hennar. „Ekki skal gráta Björn“, var haÆt eftir Ólöfu Loftsdóttur forðum. — Þegar Eng- lendingar felldu Bjöm, — í Rifi 1467, — eignaðist dóttir hans, Solveig Björns- dóttir, Hólseignir í Bolungarvík, enn- fremur miklar eignir í Mið- og Inndjúp- inu. Ættingjar hermar og að líkindum landslög meinuðu henni að giftast Jóni Þorlákssyni ráðsmanni sínum. Þó varð henni ekki meinað að geta við honum nokkur börn, sem flest komust til full- orðinsára og ílandast mörg þeirra við Djúp. Meðal þeirra var Brigíður Jóns- dóttir, sem gift var ólafi Eiríkssyni, bróð ur Sæmundar ríka í Ási í Holtum og síra Jóns í Vatnsfirði. Þau eignuðiust allmörg Páll Bjömsson práfastur i Selárdal, bróöui.sonur Ara sýsiumanns Magnús- aonar börn og þar á meðal Guðrúnar tvæ£ eldri og yngri, en það var Guðrún þessi Ólafsdóttir yngri, sem gift var Sveini Jónssyni, sem áður getur og lengst segist búið hafa í Bolungarvík. Sbr. Sýslu- Páil Jónsson sýslumaður á Staðarhóli (Staðarhóls-Páll) móðurfaðir Brynjólfs biskups mannaævir IX - 568, en þar segir: „1511 gerði Stefán biskup skipta eða skikkunarbréf, hvað launbörn Solveigar Björnsdóttur skyldu eignast, hvar í hann skipti Brigetu Jónsdóttur Arnardalina báða, Breiðaból og Bakka, alla fyrir 60 hundruð. En Kristínu Jónsdóttur: Kirkju ból, Kropstaði, Efstaból, þó hún þess eigi nyti, því Briget hjelt því fyrir Kristínu.“ Um Svein Jónsson og Guðrúnu konu hans sjá ennfremur: Sýslum. 11-21, 493-4. Ekki eru þó öll börn þeirra Sveins og Guðrúnar nefnd þarna. T. d. ekki Bjami. Sveinsnafnið er frekar fátítt á þessum árum, en stingur þó við og við upp höfðinu innan aettarinnar eftir þetta Þá er að geta fólks, sem býr í Skutuls- firði fyrir og eftir miðja 17. öld og hefir alilmikið venslazt inn í Murta- ættina. Sjá Sýslum.ævir II, 630 og víðar. Mað- ur hefir heitið Guðmundur Þorleifsson, Bjarnasonar í Búðardal, en hann var launson Þorleifs. Hann býr í Hrauni i Hnífsdal, en á seirrni árum í Arnardal í Skutuflsfirði. Espólín getur hans þegar hann deyr 1670 og kennir hann við Arn- ardal. Kona Guðmundar var Þorgerður Ólafsdóttir prófasts í Kirkjubæ í Tungu, en systir þjóðskáldsins Stefáns Ólafsson- ar í Vallanesi.* Dóttur áttu þau er Ólöf hét, er giftist Bjarna syni Snorra prests Ásgeirssonar við Steingrímsfjörð. Ólöf hefir fæðzt árið 1643, því þegar mann- talið er tekið 1703, er hún enn á lífi FramhaJd á bls. 13. * Einar í Eydölum orkti um sonar- dætur sinar í Bamatóiuiflokikinin: Margrét mest af dætrum með Þorgerði verður að beztu kvenm a n nskos tum Kristín oig Guðný systur. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. tbl. 1966.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.