Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Side 8
Úr ævi Jdns á Akri IL Félagsmálastörf SEINT á árinu 1909 gekk eg í málfundafélag Svína- vatnshrepps og starfaði þar ýmis- lega árum saman. Var þar fljótlega kosinn í stjórn og formaður þess fé- lags var eg nokkur ár. Vóru þar á þeim árum margir góðir drengir, og vel greindir. í Kaupfélag Húnvetniniga og Slátur- félag Austujr-Húnvétninga hafði eg áð- ur gengið og hef í þeim verið ávaillt síðan og oft maett sem fulltrúi á fund- um þeirra fyrr og síðar. f Búnaðarfélagi Svínavatnshrepps, sem er elzta búnaðartélag landsins, var eg snemma og nokkuð fljótt kosinn þar í stjórn. Var m.a. formaður þess á árunum 1918 og ‘20. í febrúarmánuði 1912 var boðaður fuli trúafunduir á Biönduósi fyrir öll ung- mennafélög og málfundafélög í sýslunni. Stóðu fyrir því fundarboði tveir ungir menn, þeir Níels Jónsson á Balaskarði og Jón Kristófersson í Köldukinn. Var því fundarboði tekið rneð þökkum, enda igefið upp að tilgangunnn væri að stofna samband al'lra þessara félaga, sem þá störfuðu í sýslunni. Fundurinn var haldinn á Blönduósi og þar mættir fulltrúar frá öllum þess- um félöguim. Eg var þar mættur sem formaður Málfundafélags Svínavatns- hrepps. Eg var kosinn fundarstjóri á fundi þessum, ritári var Ingibjörg Benediktsdóttir, kennslukona Kvenna- skólans, síðar landsþekkt skáldkona. Á fundinum var samþykkt að stofna Ungmennaifélagasamband Austur-Húna- vatnssýslu, sem enn er til. Urðu þó hiarðar deilur á fundinum út af félags- lögum o.fl. Sambandið var sarnt stofnað, sambandslög samþykkil og stjórn kosin. I henni áttu sæti: Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og eg. Var það úr á stjóm- arfundi daginn eftir, að eg var kosinn ijormaður sa-mbandsins. Hélt eg því starfi meðan eg var íulltrúi fyrir Mál- fundafélag Svínavatnshrepps, en úr því fólaigi gekk eg eðlilega, þegar eg fluttist úr sveitinni 1915. Eg gekk að vísu í Málfundafélag Bólstnða rhl íðarh repps, en varð ekki sambandsíúlltrúi þaðan, átti eigi heldur heima í þeirrí sveit nema tvö ár. -A fskipti mín af stjórn þessa sam- bands urðu af þessum sökuim minni en ella mundi. Margt hafði það þó á prjón- unum, meðan eg var formaður þess. Skal hér aðeins að einu vikið; héraðs- móti, sem sambandio stóð fyrir og hald- ið var- á Blönduósi 17. júní 1913. Var það mikil og fjölmenn gleðisamkoma. Þar vóru ræðuhöld, kappreiðar, íþrótta- keppni mangvísleg og að lokum stiginn dans, eins og þú heíur heyrt þá segj-a í auglýsingunum. í undirbúningsnefnd og samkomu- stjórn störfuðu með mér nokkrir. ágæt- ir menn. Man eg sérstaklega eftir Olafi Bjarnasyni í Steinnesi, nú bónda í Brau-t arholti á Kja’.arnesi. Hófst þarn-a okkar sa-mvinna sem lengi hélzt og á mörgum sviðum. Eg var þarna sam,kornus.tjóri og flutti m.a. ræðu norðan u-ndir sýslumannsihús- inu gamla. Var ræða sú áreiðanlega óiskrifuð og man eg lítið eftir efni henn- ar. En möngum árum síðar vóru mér sögð orð tvaggja forystumanrna héra-ðs- ins, sem höfðu hlýtt á ræðuna. Hnig-u ummæli beg-gja í söinu átt. Bjarni Páls- son, prófastur í Stein-nesi, sagði við nokkra menn, sem með honum gengu frá ræðuhaldinu: „Þessi dren-gur verður siðar þingmaður Hánvetninga.“ Þetta sagði mér löngu síðar Jón Jónsson á Hofi í Vatnsdal. Sagði hann, að sér hefði þá þótt þetta slæmur spádómuir. Jón var harðsnúinn heimaistjórnarmaður, en vissi að eg var þá íyi.gLsmaður Sjálf- stæðisflokksins gamla. Að hinu leytinu gengu Lamgdælinigar, Blönddælingar og Svartdælingar frá í aðra átt eftir ræðu mína. Sa-gði þá Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri á Geita- skarði við þann hóp: .Blessaður dreng- urinn, hann verður síðar okkar alþing- ismaður.“ Þetta s-a-gði mér löngu síðar Stefán Sigu-rðsson, hreppstjóri á Gili. Eg nefni þett-a hér til að sýna, bve und- arileg hugboð grípa stundum vitra menn. Og ekki kom þetta fram fyrr en 20 árum síðar. Var þá sr. Bjar-ni fyrir löngu fall-inn í valinn. En Árni var á lífi og studdi fast að því, að þetta hans gamla hugboð yrði áð veruleika. Á aðalfundi Kaupfélags Húnvetninga 1915 vóru gerðar nolckrar breytinga-r á lögu-m félagisinis. Meðal anna-rs fjöl-gað í féiagsstjórn í 5 rmenn í stað 3 áðuir. Eg var á þeim fundi kosinn í stj-órnina ásamt þeim Jóni í Sióradal, Runólfi á Kornsá og Jóni á Másstöðum. Kaup- féiagsstjórinn sem þá v-ar, Pétur Theo- dórs, var sj-álfkjörinn formaður stjórn- arinnar og svo var 1-engi eftir það. I stjórn kaupfélagsins var eg 8 ár, eða til 192-3. Var eg þá felldur, ekki vegna á- greinings í stjórninni, heldur hins, að eg var þá orðinn andstæðinigur Fram- sóknarflokltisins. Þeir höfðu meirihluta á fundin-um og vóru þá farni að efna tll pólitískra átaka í flostum kaup-félög- um lan-dsins, eins og þeir hafa víðast gert ávallt síðan og aldiei heiftarlegar en síðustu árin. A þeim tíma, sem eg var í stjórn KH, gilti sú regla, að félagsstjórnin verð-lagði all-ar vörur og sátu stjórnar- nefndarmenn oft dögum saman við það verk, ásamt kaupfélagsstjóra. Þegar eg kom í Bólstaðarhlíðarhrepp 1915 var sá hreppur í h-vað nánustum verziunartengslum við kauipmenn á Blönduósi og Sauðárkróki. En á deilid- arfundum kaupfélagsins og sláiturfélags- ins um veturimn var óvenij-ulega margt af sveitanmönnium mætt. Var eg þar kosin-n deildarstióri beggja félaganna og það einróma. Hélt bví sbarfi þann tíma sem eg átti heima í sveitinni og juku»t viðskiptin -við fél-ögin mjög mikið á þeim árum í Bóistaðutihlíðarhreppi. Vorið 1916 vóru aimennar koisningar í hreppsnefndir og fleira um allar s-veit- ir. Stóð þá svo á í BóistaðarhlíðaT- hreppi að aðeins einn maður átti að sitja áfram í hreppsnefndinni af þeim sem verið höfðu. Var þ-að hinn ágæti sveitarhöfðingi, Pétur Pétursson á Bolla s-töðum. Fjórir nýir menn vóru því kosnir þá og var eg einn af þeim, þó nýkominn væri í sveitina og aðeins 27 ára gama-U. Hinir vóru Gunnar Jónsson á Botna- stöð-um, Jón Pálmason í Gautsdal og Jósafat Jónsson á Brandsstöðum. Forðagæzlumaður fyrir norðurhl-uta hreppsins var eg þá einnig kosinn. Eing og sjálfsagt þótti varð Pétur á Bolla- stöðum oddviti hreppsnefndarinnar. Var hann gáfumaður 'og einsta'kt prúðmenni, líka þaulvanur öllum hreppsstörfum og þá fulltrúi hr-epp-sins í sýslunefnd. Samvinna í þessari hreppsnefnd var með miklum ágætum og sveitarbragur al'lur þá mjö'g frjálslegur í hre-ppnum- Helztu störf i nefndinni þar sem ann- ars staðar vóru niðurjöfnun fjaliskLla og útsvara. Gerðist það allt með ágætu samkomulaigi. Eg minnist þess að einn maður kærði sitt útsv-ar og var um þá kæru haldinn fundur, svo sem v-en’a er til. Vóru aliir nefndarmenn samim.ála um, að útsvarið skyldi standa óbreytt og byggðist það á föstum regluim, sern nefndin haifði sett sér við niðurjöfn- unina. Áður en við skildum kom Pétur odd- viti til mín og bað mig um að skrifa úrskurðinn til sýslunefndar. Gerði eg það, þegar heim Vjjim, og sendi odd- vita uppkast mitt. Breytti hanm þar engu orði og fór málið þannig í sýsiu- nefnd og' var þar engin bi’eyting gerð. . orið 1917 flut-tist eg aftur að Ytri-Löngumýri eins og áður segir. Var því vera min stutt í Bólstaðarhlíðar- hreppi. En auðséð var, að hefði eg ver- ið þar gat eg valið urn hvaða störf sem var í félagsmál-uim hreppsinis. Átti eg líka alltaf meira fylgi þar í sveitinni en .flestir héldu og kom það giöggt fram við þinigkosningar. En nú eru situðnings- menn mínir þar flestir fa.Mnir í valinn og hinir burt fluttir, sem enn eru á lífL Eftir að eg kom aftur í Svínavaitns- hrepp komu þar ýmis félaigsmál ti-l minna kasta. í búnDðarfélaginu var eg kosinn Ifjrmaður eiris og áður segir. Einnig í málfundafélaginu. En nú hafði það félag misst i burtu noikkra af sínum beztu mö-nnum o-g sá þeirra sem fremstur stóð, Jako-b Guð'mu-ndsson í Holti, kominn í gröfina. Vorið 1919 vóru almennar hrepps- r.efndarkosningar og um leið kosið til margra annarra starfa. Eg var þá kixs- in-n í hreppsne-fnd Svínavatnshrepps og vóru með mér í nefnainni: Bjarni Jón- asson í Litla-dal, Guðm-ann Helgason á Snæringsstöð-um, Jón Gíslason á Syðri- Lönjgumýri og Páll Hannesson á Guð- laugsstöðum. Var eg kosinn odid-viti nefndarinnar og var það með-an eg var í sveitinni eða til ársloka 1923. Sam- vinna í þessari nefnd var að ýmsu leyti góð, en langt frá því eins traust og ein- læg og verið hafði í hreppsnefnd 3ól- staðai'hl íðarhrepps. Þegar eg fluttist í Toi'falækjarhrepp hélt eg mig að miklu leyti utan við sveitar'málastörf þ-ar in-nib-yrðis. Var eg þó árið 1925 kosinn varasýslu-nefndar- maður. Mætti eg á nokkrum sýslufund- um, sem varamaður Þórarins á Hjaita- bakka, sem þá átti sæ-ti á Aliþimgi. Eg var og settur hreppstjóri Torfallækja.r- hrepps um skeið og var því í skatta- nefnd o.s.frv. En á fjölmennum héraðsmálaifund i á Blönduósi 1928 fiutti eg fraimisöguraeð-u um landlbúniað-armiál og lagði þair tiiL meðal mar-gis an-nars, að búnaðapfélögin í báðum Húniavatnssýsilum stofnuðu sam Jón Pálmason fyrr á árum. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 5. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.