Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Síða 11
s I 9 9 i S i* x P e n s a r • i ■— Ég veit ekki hvað ég á að gera við hamn! SUGGESTIONS BOX Saga — Ævisögur Daily Life in Ancient Rome. Jerome Carcopino. Penguin Books. Peregrine Book. 1964. 12/6. Höfundurinn er fæddur 1881. Hann stundaði sagnfræði. Hann var kennari í sögu við mennta- skóla í Le Havre, síðar fyrirlesari 1 Algeirsborg og loks prófessor við Sorbonne. Síðar dvaldi hann lengi við fræði- og kennslustörf í Róm. Hann er meðlimur Frönsku aka- demíunnar. Þessi bók fjallar um mannlíf í Róm á annarri öld. Þá ríkti Róm „yfir fegursta hluta heimsbyggð- arinnar og siðaðasta hluta mann- kynsins". Höfundur notar forn rit og einnig fornminjarannsóknir nú tímans við samantekt þessa rits. Hann lýsir daglegu lífi Rómverja, húsum þeirra, verzlunarháttum, tekjum, fjölskyldulífi, trú og skól um. Höfundur styðst eingöngu við sannferðugar heimildir og fer vægt í getgátur. Hann lífgar hina öldnu heimsborg og lesandinn ferðast með honum rúm tvö þús- und ár aftur í timann. Bókin er skrifuð af mikilli þekkingu og er mjög skýr og læsileg. Ævisögur Extraordinary People. Hesketh Pearson. Heinemann 1965. 30s. Höfundur þessa rits lézt í vor eð var. Þá hafði hann lokið við að ganga frá þessari bók sinni um sérstætt fólk. H. Pearson var einn mest lesni ævisagnahöfundur á Englandi og víðar. Hann kynnti sjálfan sig sem latasta mann allra manna, þótt sú íullyrðing stang- ist nokkuð á við þær fjölmörgu ævisögur, sem hann skrifaði. Hann hóf ævisagnaritun með ævi- sögu Darwins 1930. Sú bók seld- ist mjög illa, en eftir það kom ekriða ævisagna, sem flestar urðu metsölubækur. „Það íurðuleg- asta af öllu þvl, sem guð hefur Bkapað, er maðurinn". Þessi undr- un og forvitni um einstakling- inn gerði H. Pearson að ágætum ævihöfundi. Hann hafði einstak- lega gaman af allrl sérvizku og sérsinni og stíll hans var hrað- ur og leikandi léttur.^sem gerði bækur hans eftirsóttar. Og þrátt fyrir alla letina, lá geysimikil vinna bak við rit hans. Áður en hann hóf skriftir flæktist hann víða, var skrifari i London og fór til Mexíkó og dvaldi þar um tíma og vlðar. Þeir ellefu þættir sem fylla þessa bók eru allir skemmtilestur og ágætlega gerðir, einkenna per- sónurnar og lífga, það er líkast því, að maður hafi hitt þær fyrir nokkrum dögum. Meðal þeirra sem sagt er frá eru: Fielding, Frank Harris og Shaw. Ýmis sér- stæð einkenni þessara manna eru dregin fram og það eru ein- mitt oft slík einkenni sem flestir ævisöguhöfundar ganga framhjá eða sjá ekki. Bóknienntir The Oxford Library of French Classics. Editor: Robert Baldick. Victor Hugo: Things Seen: Select- ed, translated and edited by Dav- id Kimber. — 25s. Alfred de Vigny: The Military Condition. Translated and Notes by Marg- uerite Barnett. — 18s. Jules-Am- édée Barbey d’Aurevilly: The She-Devils. Translated by Jean Kimber. — 21s. Oxford University Press 1964. Þessum bókaflokki Oxford-út- gáfunnar er ætlað að bæta úr þeim skorti sem er á þýðingum franskra bókmennta á ensku. Victor Hugo var auk þess að vera ágætt ljóðskáld og sáldsagnahöf- undur, áhugamaður um stjórnmál síns tíma. Þessi bók er nokkurs- konar dagbók og þar birtist ein hlið hans, sem greinist ekki í öðrum verkum hans. Þessar dag- bækur og glefsur úr samtíð hans eru merkilegar heimildir um sögu Frakklands á þeim árum, þegar þær voru skrifaðar. Lýsingar hans eru sérstaklega lifandi og skoðanir hans á stjórnmálum þessa tímabils eru mjög afgerandi. Hugo var i fyrstu konungssinni, en á dögum Lúðviks Filippusar hneigðist hann til lýðveldissinna og eftir að Napóleón III tók völd- in, hvarf hann í útlegð og var óspar að skensa Napóleón litla, sem hann nefndi svo. Bók Alfreds de Vignys, Servi- tude et Grandeur militaires, er ein fyrsta bók sinnar tegundar. Hann var einmitt maðurinn til að skrifa slíka bók, hafði ungur gerzt hermaður og alizt upp í andrúmslofti aðdáunar á því, sem sem að hermennsku laut. Hann var af aðalsættum og faðir hans hafði örkumlazt í Sjö ára stríðinu. Honum var innrætt ungum að muna alltaf sóma sinn og þola engum yfirtroðslur, hann elzt upp í aristókratísku andrúms- lofti, fjölskyldan beið fjárhags- legt tjón á byltingarárunum, og það varð til að auka og marg- falda fyrirlitningu de Vignys á lýðveldisbröltinu. Hann var sann- færður konungssinni allt sitt líf. Frakkar eru nokkuð fyrir að til- einka sér skoðanir, sem þeir rök- styðja og fylgja oft út í öfgar. Intellektuellar öfgar eru þar al- gengari og hafa á sér meiri giæsibrag og eru betur réttlættar en víða annarsstaðar. Skoðanir de Vignys á hermennsku birtast í þessari bók, í fyrstu hefur hann hið mesta dálæti á hernaði, en það breytist með árunum. Ætt hans og uppvöxtur beindi honum á hernaðarbraut, en síðar gjör- breytast skoðanir hans. Aðdáun hans breytist í andúð og í stað þess veganestis, sem honum var ætlað í heimahúsum, verður hann að afla sér annars og réttlæta það. í þessari bók kemur fram togstreita milli þessa, og hann leitar sér staðfestu í „trúnni á heiðurinn", sem hann boðar á síðustu síðum bókarinnar. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út í Frakklandi og var köll- uð árás á franska herinn, en sú skoðun breyttist eftir ófarirnar 1870.. Saint-Beuve áleit að kenn- ingar de Vignys væru of aristó- kratískar og kröfuharðar til að standast. Jules-Amédée Barbay d’Aure- villy (1808-89) hóf feril sinn sem skáld, en hans er nú minnzt sem skáldsagnahöfundar og gagnrýn- anda. Hann fæddist í Normandí, var af forarmaðri gamalli aðalsætt og alinn upp af auðugum frænda sinum, síðan fer hann til Parísar til náms og dvaldi þar til dauða- dags. Hann hafði ofan af fyrir sér með blaðamennsku og annarri ritmennsku. Hann er ágætur sögu- maður, kann að segja sögu. Skoðanir hans voru á ýmsan hátt frábrugðnar þeim sem þá voru i tízku, hann trúði ákveðið á vald og tilveru djöfulsins og lýsir valdi þess vonda yfir sálum mannanna í ýmsum sögum sínum. Les Dia- boliques er safn sex smásagna. í þessum sögum lýsir hann lands- lagi og andrúmslofti á mjög svo rómantískan hátt og ekki vantar satanismann. Þetta eru skemmti- legar sögur. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR „Þeir sem hleypa momu af stað naestu styrjcJ d eru fjár- málamen.n“ sagði kunnur kirkjulegur leiðtogi fáum árum eftir síðari heimsstyrjö-ld. Ekki var hann róttæikur í stjórn- mál.uim, hneigðist fremur til hægri en vinstri. En hann benti á hættu, sem ekiki ber að vanmeta. Áður en konumgar fóru í sti’íð, urðu þeir að tryiggjia sér fjármagn auðugra manna í ríkjum sínum. Nú eru skattakerfin og önnur skipan fjár- mála með þeim hæitti að þess þarf ekki. Einræðisríki nú- tímans þurfa engan að spyrja um fjárframlög, ef valdhaf- ar. þeirra vilja styrjöld. Til viðbótar við kjarnasprenigju, mannfjöldasprengju o.fl. má vel telja peningasprengjur, sem eru friðnum ekki síður hættulegar en hinar. Og frá annarri h ið séð hefir sagan sýnt oss áþreifanlega að ósigur í styrj- öld hefir ekki aðeins leitt til mifkillar tortímingar manns- lífa og menningarlegra verðgilda, heldur hefir ósigurinn einnig lamað eða sprengt í sundur hagkerfi þjóða, og þar á eftir leitt til innanlands byltinga. Georg Simmel reit heimspe'ki peninganna, „Philosop'hie des Geldes“. M.a. segir hann: „Penimgar binda varanlegan enda á röð markmiða hjá mörgum mönnum, og leggja þeim til mæli- kvarða, sem feilir í samkynja heild áhuga'mál þeirra, (heild sem nær) upp í abstrakt hæð með yfirveldi yfir einstökum þáttum lífsins, (heild) sem dregur úr þörfum manna til að fuill nægja kröfum lífsims með því að leita trúarlegs raunveruleika". Hér er skýring mikils hugsuðar á því hvers veigna maður og mannkyn geta efcki þjónað Guði og Mammoni. í þjónustu Mamirrons er styrjöld eð'lileg þegar ætla má að með henni megi auka vald hans. Um sama efni segir Egon Fridel'l: „Þar eð maður ge'tur ekki í senn trúað á Guð og peninga, verða peningamdr að gervi- guði. Og þar sem þeir verða einmitt frumreigla ofar raun- veruleika (hlutanna), þar sem þeir eru ti) efni átrúnaðar, hneigjast þeir til að verða sjálfgilt markmið. Menn biðja peningana efcki framar um eitthvað, líkt og trúhneigður mað- ur á fmmstæðu stigi, heldur tilbiðja menn þá sökum þess að þeir eru orðnir tilbeiðsiu verðir, með því að þeir eru guð- dómar. Sann-peningatrúaður maður heiðrar ekki peningana vegna þess að fyrir þá má kaupa hivað sem vera skal, heldur vegna þess að þeir eru hans æðsti raunveruleiiki, leiðarstjarna hans og meiningar-gjafi tiiveru hans. — Við það ber að kannast að hér er ekki um að ræða ruddalega hjáti'ú, líkt og hjá töfrahyg'gj umanni eða helgistaðagömgumanni, beldur hjá- guðadýrkuin með mifclum upphækkunarmælti; engin einföld efnishyggja, heldur knéfal'l fyrir andlegu afli, liíku því sem Djöfullinn einnig er. Og skyndilega rísa upp í borgum void- ugir aðalhelgidámar, sem kallast kauphailir, og fjöldi minni háttar tilbeiðslustaða, er bankar nefnast. í þeim er tignað eitthvað, sem er seiðmagnað, almáttugt, alls staðar nálæigt, en ósýni'.eigt. Svokallaðir innvígðir prestar (flestir visisulega „Ignoranten“ eða „Betruiger") boða vilja þess; fjölm.argir trú- hneigðir bera eign sína fómglaðir fram, þyljandi óskiljanleg- ar særingaformúlur á framandi máli í heilagri hrifningiu. Trú arjátningin er orðin að innistæðu — Das Cred(o ist zium Cre- dit geworden“. (Hér eftir Kulturgesohichte der Neuzeit, III bindi, bls. 99). Hér með er verið að lýsa andrúmsf oifti Mið-Evrópu á tíma- bilinu 1820-1850, þegar hin gamíia ágirnd umbreyttist og varð að peningavaldstrúarbrögðum og festi varanleigar ræitur. Á þessum tíma var Kaii Marx bam og ungur maður, enda launaði hann fóstrunina í þessu andrúmslofti með því að rita helgar bækur um fjármaignið (Das Kapital I., útg. 1867, trvö síðari bindin útg. af Bngels 1885 og 1894). Tilgangur hans var siðabót, að bjarga mönnum út úr því framandleika- ástandi, sem þeir voru komnir út í með þjónustu hins nýja máttarvalds. En hvílík siðaskipti! Hvar finnst annar eins á- trúnaður á valdi aúðsins og meðail þeirra, sem trúa helgirit- um hans? En einnig meðal annarra er þessi áti'únaður magn- aður. Það sýnir sig í verðlaunahygigjunni. Nýlega vax getið um rithöfund einn, alls góðs maklegan, en ágæti hans rökstutt með því að hann hafði fengið verðlaun og — á eftir nafni hans var þess getið að hann ætti að fá önnur verðlaun. SniUd listmálara, fegurð kvenna — oig jafnvet barna — vaxtarlag hrúta og nauta, hugkvæmni vísindamanna — þetta er jaifint og stöðugt mælt m.eð kvarða peininganna í mynd verðlaunia- Það er ekki furða þótt úr verði heimsfréttir þegar einn mað- ur neitar að ganga undir þetta mál. l 7. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.