Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 3
Frú Adis Eftir Sheilu Kaye-Smith Ur norðausturhluta Sussex skerst stór landspilda inn í Kent við Scotney- kastala. Þetta er skógi vaxið land, þarna var tekinn smiðjuviðurinn á dögum járn iðnaðarins í Sussex, og innan um skóg- inn glittir í gömlu smiðjutjarnirnar, sem spegla bæði sólaruppkomuna og sólsetrið. Þarna vex aragrúi eika og bjarka í þéttum undirgróðri hesliviðar, hnotu og grennlulegs víðis. Skógarþykkn ið er svo mikið, að dimmt verður á stígnum, sem liggur íramhjá kofa frú Adis, áður en rökkrið er horfið af ökr- unum hinum megin. Þetta kvöld var ekkert rökkur og ekk- ert tunglsljós, aðeins sáust nokkur eld- leiftur á svörtum himninum yfir trjá- toppunum. En kyrrðin kom upp um það, sem myrkrið huldi. Sérhvert hljóð varð mjög greinilegt og ýkt í algjörri þögn nætur- innar, sem var fyrsta frostnóttin í októ- ber, kyrr og tær. Fjarlægt gelt í hundi við Detmonden virtist á næstu grösum, og manninum, sem gekk veginn, fannst bergmál fótataks síns fylgja sér eins og líkhringing. Öðru hverju reyndi hann að ganga hljóðlegar, en við vegarbrún- ina uxu kræklóttir runnar, og skrjáfið í þeim lét næstum eins hátt í eyrum og íótatak hans á leirtröðinni. Hann hafði heldur engan tíma til að fara hægar. egar hann kom að kofa frú Adis, staðnæmdist hann andartak. Mjó gras- ræma var á milli hans og vegarins. Hann læddist laumulega yfir grasið og horfði inn um upplýstan gluggatjalda- lausan gluggann. Hann sá, hvar frú Adis beygði sig yfir eldinn og tók ofan pott eða ketil. Hann hikaði og virtist hugsa sig um. Þetta var stór, klunnaleg- ur maður, rauðhærður og freknóttur. Hann var augsýnilega verkamaður, en honum virtist ekki hafa vegnað vel, ef dæma mátti eftir fátæklegu og nokkuð sóðalegu útliti hans. Andartak virtist svo sem hann ætlaði að opna gluggann, en síðan skipti hann um skoðun og gekk í staðinn að dyrunum. Hann barði ekki, en gekk beint inn. Konan við eldinn leit snögglega við. „Hvað, ert þetta þú, Pétur Crouch?“ sagoi hún. „Ég heyrði þig ekki berja.“ „Ég barði ekki, frú. Ég vildi ekki láta heyra til mín.“ „Hvernig stendur á því?“ „Ég er í vandræðum.“ Hendur hans skulfu ofurlítið. „Hvað hefurðu gert?“ „Ég skaut mann, frú Adis.“ „Þú?“ „Já, — ég skaut hann.“ „Drapstu hann?“ „Ég veit það ekki.“ Augnablik var þögn í litla svækju- fulla eldhúsinu. Þá saúð út úr katlinum, og frú Adis greip hann eins og ósjálfrátt og setti hann til hliðar við eldinn. Hún var smávaxin og veikbyggð kona. Andlitið skarpleitt, hörundið brúnt og þurrt og alsett óteljandi hárfín- um hrukkum. Líklega hefir hún ekki verið meira en fjörutíu og tveggja ára, en lífið leikur sumar konur í akuryrkju- héruðum Sussex hart, og sevi frú Adis hafði verið erfiðari en flestra. „Hvað viltu, að ég geri fyrir þig, Pét- ur Crouch?“ sagði hún dálítið önug. „Leyfðu mér að vera hér dálitla stund. Hefirðu ekki einhvern kima, þar sem þú getur haft mig, þangað til þeir eru farnir?“ „Hverjir eru þeir?“ „Skógarverðirnir.“ „Ó, þér hefir lent saman við verðina." „Já, ég var niðri við Kolaskóg og langaði til að krækja mér í eitthvað, og verðirnir fundu mig. Það voru fjórir á móti einum, svo að ég notaði byssuna. Síðan lagði ég á flótta. Þeir eru að elta mig. Ég býst við, að þeir séu ekki langt undan.“ Frú Adis sagði ekkert örskamma stund. Crouch horfði í senn rannsakandi og biðjandi á hana. „Þú gerðir það ef til vill vegna Tomma,“ sagði hann. „Þú hefir nú ekki verið of góður vin- ur Tomma,“ sagði frú Adis snöggt. „En Tommi hefir verið mér ólýsanlega góður vinur. Ég býst við, að hann vildi að þú hjálpaðir mér í nótt.“ „Já, ekki vil ég bera á móti því, þar sem Tommi hefir alltaf verið þér betri en þú átt skilið. Kannske ég leyfi þér að vera þangað til hann kemur heim í kvöld. Þá getum við heyrt, hvað hann leggur til málanna.“ „Það nægir mér, býst ég við. Hann verður uppi í Ironlatch næsta klukku- Þfóðskáldið, útgeiandinn og gagnrýnandinn Eftir Jón Óskar Það er enginn vandi að vera skáld. Þú velur efni, þú tekur sáld og hristir einsog þig lystir. Það er misjafnlega mikið af leir. Þú segir: Ó, ég var enga stund. En útgefandinn: Hvílíkt pund! Og gagnrýnandinn gellur við: Heyr! Heyr! (París, 11. marz ’64) tímann og eftir það eru mér allir vegir færir, og ég get sloppið úr landi.“ „Hvert ætlarðu að fara?“ „Ég veit það ekki. Það er tími til að hugsa um það.“ „Jæja, þú getur þá hugsað um það hér,“ sagði hún þurrlega og opnaði dyr á eldhúsinu, sem reyndust vera á lítilli viðbyggingu við kofann. „Þeim dettur aldrei í hug, að þú sért hér, einkum ef ég segi þeim, að ég hafi ekki séð þig í kvöld.“ „Þú ert góð kona, frú Adis. Ég veit, að ég er ekki verður hjálpar þinnar, en ef til vill væri ég öðru vísi, hefði ég átt móður eins og þig.“ Hún sagði ekkert, en lokaði dyr- unum, og hann var í myrkri, sem þó var rofið af örlitlum ljósgeisla, sem brauzt í gegnum dálitla rifu. í gegnum þessa rifu sá hann hana ganga um og undirbúa kvöldverðinn handa Tomma. Eftir eina stund kæmi Tommi heim frá Ironlatch- bænum, þar sem hann vann dag hvern. Pétur Crouch treysti Tomma til að draga ekki úr vingjarnleika móðurinnar, vegna þess að þeir höfðu verið vinir, síðan þeir voru saman í alþýðuskólanum í Lamber- hurst, og vinátta þeirra hafði ekki rofn- að þrátt fyrir mjög ólíka skapgerð og óskyld störf. Pétur Crouch fleygði sér niður á nokkra poka, sem voru úti í horni á skúrnum, og gaf sig á vald dapurri og kvíðvænlegri bið. Indæl matarlykt barst til hans úr eldhúsinu, og hann vonaði, að frú Adis léti hann ekki sitja hjá við kvöldverðinn, þegar Tommi kæmi heim, vegna þess að hann var mjög svangur og átti langa leið fyrir höndum. Hann hafði fallið í eins konar örvænt- ingarmók og var ofsóttur af endurminn- ingunni um síðastliðnar tvær klukku- stundir, sem tekið hafði á sig drauma- myndir, þegar hann hrökk upp við fóta- tak á veginum. Andartak virtist hjartslátturinn ætla að kæfa hann. Þetta voru verðirnir. Þeir höfðu með réttu getið sér til, að hann væri hjá frú Adis, móður félaga hans. Heimskingi hafði hann verið að koma nokkurn tíma í kofann. Hann var næstum búinn að missa stjórn á sér og lyppaðist niður þarna í horninu skjálfandi og hálfsnöktandi. En fótatakið barst hjá. Þeir hægðu ekki einu sinni á sér við dyrnar. Hann heyrði hvernig hljómur þess dó út í frost- kaldri kyrrðinni. næsta augnabliki stakk frú Adis höfðinu inn um skúrdyrnar. „Þetta voru þeir,“ sagði hún snöggt. „Flokkur frá Kastalanum. Ég sá þá fara hjá. Þeir héldu á ljóskerum. Eg sá Crotch gamla og Boormans-strákana tvo. Kannske væri bezt, að þú læddist út núna og legðir af stað til Cansiron. Þú gætir sloppið frá þeim á þann hátt og komizt yfir til Kent. Þú gætir tekið Framhald á bls. 12 25. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.