Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Page 8
 Hið þriðja stórvirki og langtum mesta sem N. H. hefir nú með höndum er bygging stórrar nýrrar verksmiðju til þess að framleiða alúmín. Er þar ekki smátt í böggum, því að auk verksmiðj- unnar, sem verður ærið fyrirtæki, er Norsk Hydro að virkja fallvötn í mikl- um mæli til þess að framleiða orku til rekstursins. Félagið hefir fyrir alllöngu eignazt vatnsréttindi í Röldal og víðar inn til fjalla, þar sem mætast Rogalands-fylki og Hörðaland. Er þar hafin virkjun, stíflu- gérð og fleira þar að lútandi, með stór- um tökum. Stofnað hefir verið sérstakt félag um þessar framkvæmdir, Röldal- Suldal Kraft A/S, en að því stendur Norsk Hydro að hálfu og norska rikið að hálfu, þó með því skilorði að Norsk Hydro á að eiga þess kost síðar að leysa inn hlut ríkisins. Norsk Hydro annast allar framkvæmdir við að byggja orku- verin og aðalafllínu til sjávar til Sauda í Ryfylke. Byggð verða S orkuver, sem samanlagt munu framleiða 385,000 kw. Áburðarverksmiðjur Norsk Hydro í Glomfirði, skammt norðan við norðurbaug. Þaðan var flutt fljótandi ammóníak tii áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. keypt 200 ha lóð á Karmöy, og þar rís nú hin mikla verksmiðja, sem talin er vera að stofni mesta iðnvæðingar-fyrir- tæki sem til þessa hefir verið efnt til í Noregi. Fyrsti áfanginn er miðaður við að ársframleiðslan verði 60—80 þúsund smálestir hráalúmíns, og að um 800 manns vinni við fyrirtækið. Um 700 manns vinna nú að fyrstu framkvæmdum á Karmöy, þar sem meðal annars þarf, aðeins til þess að ryðja og jafna grunninn, að sprengja um 600,000 rúmmetra af föstu bergi. Aætlað er að orkuverin í Röldal og Sul- dal kosti um 370 millj. n. kr., og alúmín- verksmiðjan á Karmöy um 600 millj. kr. Það lætur að líkum að slíkt risafyrir- tæki muni hafa mikil áhrif á atvinnulífið á Karmöy. Vil ég víkja að því fáeinum orðum. Eyjan er 177 ferkm að stærð, láglend er hún, mesta hæð yfir sjó 118 m. Samt er landið klettótt víða, klappahryggir, og ræktað land, mýrarsund og lyngmóar, á milli. Karmöy skiptist í 5 hreppsfélög og tvö bæjarfélög. íbúatala þeirra allra er um 11,500. Nú hefir eyjan öll verið gerð að einu hreppsfélagi. Laugardagskvöld í Reykjavík .. ..66 44 Karmöy-búar hafa löngum stundað sjóinn meira en aðra atvinnu, þótt bú- skapur sé töluverður á eynni, enda er þar veðursælt og mildir vetur, þótt oft gusti af hafi. Margir sjómenn úr þessum sveitum hafa sótt og sækja síldveiðar hér við land. Á ýmsu hefir leikið með afkomuna, og oft verið þröngt í búi, þegar sjórinn hefir brugðizt. Er því að vonum er Karmöy-búar hyggja gott til hinna miklu framkvæmda og stóriðju á vegum Norsk Hydro. En þetta á raunar við um fleiri en Karmöy-búa. Haugasund og ná- grenni þeirrar borgar er ekki í meiri fjarlægð frá verksmiðjuhverfinu en að verkamenn þaðan geta auðveldlega sótt vinnu í verksmiðjunum, og þessi mikla atvinnuaukning og starfsemi hlýtur að snerta Haugasund mjög sem miðstöð samgangna og verzlunar í Haugalandinu, sem svo er nefnt. N- 1' u mun eg venda kvæði mínu i kross um framkvæmdaferil Norsk Hydro, og snúa heim á leið, þangað sem mikið og margt er rætt um stóriðju. Það bar við ekki alls fyrir löngu að skip frá Norsk Hydro kom til Gufu- ness, færandi varninginn heim, þessu Ævintýriö í Vesturdal Frá Sauda leggur N. H. tvöfalda afl- línu suðvestur til Karmöy, utan við Haugasund, þar sem áður hét Körmt. Eru línur þær, sem félagið leggur allt frá orkuverunum, 2Í5 km að lengd, og áætlað að þær kosti um 50 millj. króna. Eyjan Körmt er okkur kunn úr sögum, þar gerðust þeir atburðir er Þórarni Nefjólfs syni tókst að tefja svo líflát Ásbjarnar Selsbana að Erlingi á Sóla vannst tími til að koma á vettvang og bjarga Ás- birni úr höndum Ólafs konungs. Á Stang- arlandi á Körmt bjó hann lika sagna- ritarinn Þormóður Torfason, þar sem nú er kaupstaðurinn Koparvík. H in tvöfalda afllína frá Sauda til Karmeyjar verður svo við vöxt, að hver lína á að geta flutt 500,000 kw orku, spennan verður 300 þús. volt. Af öryggis- ástæðum eru afllínurnar tvær, annað þykir ekki viðhlítandi, á svo miklu velt- ur að aldrei verði straumlaust í verk- smiðjunum, sem nota aflið, þótt bilun verði á línu. Er línurnar geta flutt 500,- 000 kw orku er auðsjáanlega miðað við aukna orku og framleiðslu er fram líða stundir, og sennilega innan tíðar. Við Karmsundið verður hafið milli mastra afllínunnar 850 m, línumöstrin við sundið verða 90 m há, svo að skipaumferð um sundið, sem er mikil, verði fær öllum stórskipum. Á Körmt byggir félagið Alnor A/S alúmín-verksmiðjur. Þetta félag er sam- eignarfélag Norsk Hydro og amerísks fé- lags, Harvey Aluminium. Alnor hefir Eftir Árna FYRIR nokkru flutti ég tvö er- indi í Ríkisútvarpinu, er ég nefndi Ævintýrið í Vesturdal. Fjölluðu þau um félagið Norsk Hydro, stofnun þess og viðgang sem stór- G. Eylands Aðalstíflugarðurinn til vatnsmiðlunar verður byggður í Valdalen, 85 m hár og 400 m langur. Við það verður sá dalur lagður undir vatn um aldur og ævi. Er bændum í Röldal mikil eftirsjá í því, leggja aflleiðslur yfir fjöll og firði norð- ur til Husnes í Harðangri. Þar er félag, sem að mestu er erlent að fjármagni, að byggja alúmín-verksmiðju. Hafa risið allmiklar pólitískar öldur í Noregi út af því fyrirtæki; telja margir, að iðnaðar- málaráðuneytið og stjórnin hafi samið mjög af sér við hina erlendu aðila. Senni- lega gætu íslenzkir aðilar nokkuð af því máli lært. Verksmiðjur Norsk Hydro á Rjúken í Vestfjorddal á Þelamörk. iðjufyrirtækis. Rakti ég þar nokk- uð afrekaferil þeirra manna, er mest komu þar við sögu, fyrst og fremst Sam. Eydes, verkfræðings, og Kr. Birkelands, próf., sem fyrstir leystu þá þraut að vinna köfnunarefni úr loftinu. í lok hins síðara erindis veik ég nokkuð að stóriðjuhugsjónum Einars Benediktssonar og því sambandi, sem kann að hafa verið á milli fyrirætlana hans og hug- mynda annars vegar og fram- kvæmda Norsk Hydro hins vegar. Þess hefir verið farið á leit við mig að ég birti þann hluta erindis- ins í Lesbók. Fer síðari hluti er- indisins hér á eftir, þótt eigi verði við því gert, að hann er slitinn bagalega úr samhengi, en erindin sem heild eru of löng til birtingar í Lesbókinni. þar eð Valdalen er einn af beztu og fræg- ustu seljadölum Noregs. Eru 17 sel í daln- um, og er búið þar á sumrum við geit- fénað, en mjólkin unnin og gerður hinn góðfrægi Röldals-geitostur. Leggst nú sú framleiðsla niður á þessum stað. Röldal Ysteri hefir á undanförnum árum tekið á móti 250—450 þús. lítrum af geitamjólk á ári, eftir árferði og búskap. Mest munu þó gestir og gangandi, sem til fjalla sækja, sjá eftir Valdalen, en stóriðjan og orkan fer ekki að slíku. Þegar orkan frá Röldal er komin til strandar í Sauda, í botni Ryfylke-fjarð- anna, skilja leiðir. Þaðan lætur ríkið 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.