Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Page 12
SVIPMYND
Framhald af bls. 2.
«il lífsins og nær sterkum tökum á áhorf-
•ndanum.
í málverkum hans eru manneskjurnar
venjulega sitjandi. í höggmyndunum eru
þær uppréttar, konurnar ávallt hreyf-
ingarlausar, karlmennimir stikandi eða
fallandi. Bæði í málverkunum og högg-
myndunum (Giacometti lítur á þau sem
tvo þætti einnar og sömu iðju) hafa
manneskjurnar þennan áleitna, kvalda
og þó afskiptalausa svip. Þær viiðast í
senn ákaflega nálægar og órafjarlægar.
í öllum mannamyndum hans er and-
litið miðdepillinn sem allt snýst um, og
af þeim sökum hefur hann stundum
verið nefndur siðasti húmanistinn meðal
miyndiistarmanna. Konur hans og karl-
ar búa yfir óræðu nafnleysi og minna
hvert á annað. Tvær af eftirlætisfyrir-
sætum hans, Annette Am kona hans
og Diego bróðir hans, eiga miklu fleira
sameiginlegt heldur en sundurleitt í
myndum hans. Margir gagnrýnendur
hafa fagnað þessari nýju „manngerð“,
sem þeir álíta að eigi rætur að rekja til
vísvitandi stílfærslu listamannsins.
„Þáð er hroðalegur misskilningur,"
segir Giacometti. „Hann kom fyrst fram
eftlr fyrstu sýningu mína í Bandaríkj-
unum 1948 og fyrstu sýningu mína eftir
stríð í Paris 1951. Allir gagnrýnendur,
allir skriffinnar töluðu — og tala enn
— um heimspekilegt og ljóðrænt inn-
tak verka minna. f mínum augum er
ekkert slíkt til. Hér er aðeins um að
ræða beitingu sjónarinnar. Ég reyni að
móta höfuð eins og ég sé það.“
essi einbeitni Giacomettis hefur
(umum gagnrýnendum og jafnvel vin-
um hans virzt vera í hættulegri nánd við
hreina einfeldni. Eins og André Breton
sagði eitt sinn við hann dálítið gramur:
„Allir vita hvað höfuð er.“ Það er ein-
mitt hér sem skórinn kreppir: allir vita,
en mjög fáir sjá. Giacometti minnist
með samblandi af ótta og fögnuði dags-
ins árið 1946 þegar hann raunverulega
„sá“ í fyrsta sinn. „Ég var í frétta-
kvikmyndahúsi í Montparnasse þegar
þetta byrjaði. Allt í einu hætti ég að
geta fylgzt með því sem var að ger-
ast á tjaldinu. Fólkið og hlutirnir á
tjaldinu urðu ekki annað en deplar,
svartir og hvítir deplar, án nokkurrar
merkíngar. Ég sneri mér frá tjaldinu og
fói að horfa á sessunauta mína. Þá
varð fyrir mér algerlega ókunn sýn. Hið
duiarfulla var veruleikinn umhverfis
mig, en ekki það sem var að gerast á
tjaldmu. Ég rak upp örvæntingarvein,
eins og ég hefði farið yfir þröskuld og
geiigið inn í veröld sem enginn hefði
séð fyrr. Þegar ég kom út á götuna
afíur, fannst mér veruleikinn hafa gjör-
breytzl. Hann var eitthvað sem ég
hafði aldrei séð, eitthvað fullkomlega ó-
þekkt, fjarstætt, undursamlegt. Boule-
vard Montpamasse var eins og eitthvað
úr „Þúsund og einni nótt“. Jafnframt
lagðist þögn yfir alla hluti, ótrúleg
þögn.“
Þessí nýja sýn óx í Giacometti dag
eftir dag. „Þegar ég vaknaði í herberg-
rnu mínu sá ég handklæðið hanga á
stólnum í svo fullkomnu hreyfingarleysi
að ég fékk hroll. Það var eins konar
aideyfa, þyngdarleysi. Handklæðið var
algerlega ótengt stólnum, hafði enga
þyngd á stólnum. Stóllinn hafði enga
þyngd á gólfinu. Þögn og óbifanleiki
gerðu innrás í veruleikann. Hreyfing
virtist mér vera röð af óhreyfanlegum
andartökum, sem voru aðskilin af hyl-
dypisgjám tóms, eilífðum þagnar. Ég
man eftir þjóni í veitingahúsi sem opn-
að' munninn til að segja eitthvað, en ég
heyrði ekki hvað það var, af því hreyf-
ingar varanna virtust vera röð af hreyf-
irgarlausum, algerlega sundurlausum
andartökum.“
iacometti hóf listferil sinn á
bamsaldri. Þá téiknaði hann Mjallhvíti
og dvergana sjö þar sem þeir horfðu
hjálparvana á prinsessuna í líkkistunni,
en sneri sér síðan að landslagsmyndum.
Honum fannst auðvelt að gera myndir
í þann tíð, en nú eyðileggur hann mikið
af því sem hann gerir, vegna þess
að hann er óánægður með árang-
urinn. Hann fuilgerði fyrsta málverkfð
sitt árið 1913 og fyrstu höggmyndina
ári síðar. „Þá var allt svo auðvelt, það
var paradís.“
f hinum stranga heimavistarskóla í
Sviss, sem hann sótti á árunum 1914—
1918, sýndi hann mikinn áhuga á vís-
indum og bókmenntum (hann skrifar
sjaldan, en ákaflega vel) og þó einkum
á málaralist. Hann breytti einu horninu
á loftsal skólans í málaravinnustofu.
Skólayfirvöldin höfðu ekkert við þetta
að athuga. Tónlistarkennarinn sat jafn-
vel fyrir hjá honum og gerir það stund-
um enn. En Giacometti þreyttist á skóla-
vjstinni. Rússneska byltingin kveikti í
írnyndunarafli hans. Hann stofnaði nem-
enöaráð og heimtaði að morgunbænir í
skóianum væru lagðar niður. Þegar
hann baðst leyfis til að vera fjarverandi
frá skólanum eitt ár í því skyni að
gera upp við sig, hvort hann skyldi
halda áfram námi eða gerast listamað-
ur, veitti skólastjórinn það fúslega.
Allt sumarið 1919 dvaldist Giacometti
í Stampa og vann að tveimur lands-
lagsmáilverkum. Um haustið var þeim
báðum ólokið. Faðir hans, sem var
einn af fyrstu og beztu impressjónistun-
ura í Sviss (hann lézt 1933), sendi hann
á listaskólann í Genf, en þar gekk hon-
um illa a'ð gera kennarana ánægða.
Aðrir nemendur máluðu stór og litrík
málverk, en Giacometti sá fyrirsæturn-
ar jafnan eins og mjóa þræði. Þegar
kennararnir spurðu hvenær hann hygð-
ist byrja að fylla út í myndflötinn,
kvaðst hann ekki geta það, og svo
kvaddi hann. Nokkrum mánuðum síðar
vtr faðir hans skipaður fulltrúi Sviss í
stjórn listahátíðarinnar í Feneyjum.
Hann tók son sinn me'ð sér til Feneyja,
og þar varð hann fyrir fyrstu stóru opin
berun ævinnar: Tintoretto.
(x iacametti var um kyrrt í Flórens
og Róm, og faðir hans sendi honum
mánaðarlega fjárhæð, en bankinn
g.'eiddi honum tvöfalda fjárhæðina af
einhverjum mistökum, svo hann lifði
góðu og áhyggjulausu lífi. Allan þann
vetur vann hann að tveimur höggmynd-
um, til að réttlæta veru sína á Italíu,
en um vorið fleygði hann þeim báðum
í öskutunnuna.
Loks sagði fáðir hans við hann, að
ef hann ætlaði sér að verða mynd-
höggvari yrði hann að stunda nám hjá
Bourdelle (sem var andlegur arftaki
Rodins) í Grande Chaumiére í París.
Giacometti hefði heldur kosið Vínar-
borg, af því þar entust peningarnir bet-
ur, og auk þess hafði hann mjög svo
skuggalegar hugmyndir um Frakkland,
sem hann áleit að væri nánast lögreglu-
rÍKÍ vegna þess að hann hafði lesið svo
mikió af leynilögreglusögum. Hann kom
til Parísar 1922 og hefur dvalizt þar
síðan, að undanteknum stríðsárunum
sem hann eyddi í Sviss. Giacometti vann
af kappi í höggmyndaiskólanum fyrstu
þrjú árin, en þá var draumurinn búinn.
,,Dag nokkurn leit Bourdelle á högg-
myndina sem ég var að gera og kallaði
á hina nemendurna. „Horfið á þessa
mynd“, sagði hann. „í Louvre-safninu
eru fáar betri höggmyndir. Þér verðið
að láta steypa hana þegar í stað.“ En í
stað þess héit ég áfram að vinna vi'ð
hana. Tveimur vikum seinna leit Bour-
delle aftur á hana og sagði: „Ungi mað-
ur, haldið þér raunverulega að högg-
myndalist sé köllun yðar?“ “
Giacom.etti var farinn að efast um
þaö. Hann hafði farið frá Grande Chau-
miére 1925 og leigt sér fyrstu vinnu-
stofuna í Montparnasse. Dag einn, þegar
norskur vinur hans sat fyrir hjá hon-
um, hugsaði hann: „Aldrei að eilífu mun
mér auðnast að gera höfuðmynd sem
verði neitt í líkingu við fyrirmyndina."
Þá gafst hann upp. Og nú varð allt
auðveldara aftur. í stað þess að reyna
að stæla veruleikann, hagnýtti hann
minni sitt (sem er feikilegt) og ímynd-
unarafl. Hann gerði fjölda áhrifamikilla
höggmynda þar sem fóru saman frum-
stæð, forn og kúbísk áhrif, og frægðin
tók að segja til sín. Árið 1928 hitti hann
súrrealistana, sem urðu honum til upp-
örvunar. Þeir lögðu áherzlu á draum-
ana, martröðina, sem myndir Giaco-
mettis minntu svo mjög á.
F
ÍLi n í augum Giacomettis voru
mvndirnar á þessu skeiði einungis vof-
ur í draugaleik, millibilsástand. Hann
geiði sér ljóst, að hann yrði fyrr eða
seinna að setjast niður fyrir framan
módel og reyna áð móta það sem hann
hafði fyrir augum, þó hann vissi að
þrtð væri ógerlegt. Nokkrum árum síð-
ar ákvað hann að fá sér fyrirsætu og
hafa hana hjá sér í viku til að „safna
efni“ í nýjar myndir. Að viku Hðinni
var hann ruglaðri en nokkru sinni fyrr.
Veruleikinn slapp enn út á milli fingr-
anna á honum. En hann gafst ekki upp.
Súrrealistarnir ráku hann úr samtökum
sínurn, söfn hættu að sýna verk hans,
og til að vinna fyrir sér bjó hann til
lampa, skálar, stóla og annað þess
háttar ásamt Diego bróður sínum.
Á árunum 1935—1940 var takmark
hans að gera höggmynd sem hann væri
ánægður með. Hann reyndi aftur og aft-
ur, en mistókst jafnan og fleygði mynd-
unum jafnóðum. Meðan á þessu stóð fóru
emkennileg „slys“ að koma fyrir. Kring-
um 1940 tóku höggmyndir hans að
skreppa saman og sumar þeirra hurfu
með öllu. Frá tímabilinu 1940—1946 er
tii mjög líti'ð af myndum eftir hann.
Það stafar bæði af því að hann var í
Sviss á stríðsárunum og vegna hins að
hann eyðilagði nálega öll verk sín. En
„epinberunin“ kom í fréttakvikmynda-
húsinu 1946, og eftir það varð honum
ijóst að hann var á réttri leið. Hún
rauf tjaldið, sem skildi hann frá veru-
leikanum, og veitti honum þá skörpu
og miskunnarlausu sýn, sem hann hefur
síðan mótað í málverkum sínum og högg-
myrdum.
Ástæðan til þess að Giacometti er
smám saman að verða goðsagnaper-
sóna í listaheiminum, eitthvað svipað og
Picasso, er sú að hann er á margan
hátt alger andstæða hins spænska meist-
ara. Picasso sannar að hægt er að vera
samur þó sífellt sé breytt um tjáningu;
Gíacometti sannar að hægt er að vera
í sífelJdri breytingu þó ma'ður sé samur.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3.
Lundúnalestina í Tunbridge Wells kl. 10
í kvöld.“
„Þag væri tilvalið fyrir mig, en ég
á ekki fyrir farinu.“
Hún fór ofan í eina eldhússkúffuna.
„Hér eru sjö shillingar. Það er ríflega
fyrir farinu til Lundúna."
Andartak mátti hann ekki mæla, en
sagði síðan: „Ég veit ekki, hvernig ég
fæ þakkað þér.“
„O, þú þarft ekki að þakka mér. Ég
geri þetta fyrir Tomma. Ég veit, hvað
hann treystir þér takmarkalaust og hef-
ur alltaf gert.“
„Ég vona, að þú lendir ekki í vand-
ræðum vegna þessa.“
„Það er ekki svo mikil hætta á því.
Það eru ekki miklar likur til þess, að
nokkur komist að því, að þú hafir verið
hér. Það er þess vegna, sem ég vildi
heldur, að þú færir áður en Tommi kem-
ur heim. Ef til vill kemur hann með
kunningja sinn og það gætu orðið vand-
ræði af því. Kannske fæ ég samvizku-
bit af því að hafa hjálpað þér til að
sleppa undan armi laganna. En það er
ekki hið sama að skjóta skógarvörð og
venjulegan mann eins og allir vita,
og ef til vill fer hann ekki verst út úr
þessu, svo að ég ætla mér ekki að hugsa
meira um þetta.“
H
** ún opnaði dyrnar fyrir hann, en
þau staðnæmdust bæði á þröskuldinum,
vegna þess að aftur heyrðist fótatak
nálgast, í þetta sinn langt- úr suðri.
„Kannske er þetta Tommi,“ sagði frú
Adis.
„Þetta eru fleiri en einn maður. Ég
heyri mannamál.“
„Það er bezt fyrir þig að fara inn
aftur,“ sagði hún snöggt. „Bíddu að
minnsta kosti, þangað til þeir eru komn-
ir hiá.“
Hann hryllti sig um leið og hann fór
inn í litla rykuga skúrinn, sem hann
hafði fengið viðbjóð á, og hún læsti
dyrunum á eftir honum.
Fótatakið nálgaðist. Þeir gengu hægt
og þunglega núna. Sem snöggvast hélt
hann, að þeir færu einnig framhjá, en
fótatakið dvínaði aðeins á meðan þeir
gengu yfir grasröndina við dyrnar. f
næstu andrá heyrðist barið. Það var þá
ekki Tommi.
Skjálfandi af ótta og forvitni gægðist
Pétur Crouch gegnum eina rifuna fram
í eldhúsið. Hann sá frú Adis ganga fram
að dyninum, en áður en hún fengi opn-
að þær, kom maður skyndilega inn og
lokaði á eftir sér.
Crouch þekkti Vidler, einn af vörðun-
um frá Scotney-kastalanum, og hann
fann, hvernig hann kólnaði á höndum
og fótum. Þeir vissu þá, hvar hann var.
Þeir höfðu elt hann. Þeir höfðu gizkað á,
að hann hefði leitað skjóls hjá frú Adis.
Nú var öllu lokið. Honum var ekki und-
ankomu auðið. Um leið og þeir opnuðu
innri dyrnar, sæju þeir hann. Hvers
vegna hafði hann ekki velt málinu bet-
ur fyrir sér? Hvers vegna gat hann ekki
gætt sín betur eins og aðrir menn? Fæt-
ui'nir neituðu skyndilega að bera hann
lengur, og hann hné niður á pokahrúgu.
s
vo virtist sem maðurinn í eldhús-
inu ætti í nokkrum örðugleikum með að
koma orðum að því, sem hann ætlaði að
segja frú Adis. Hann stóð þögull frammi
fyrir henni og sneri húfunni sinni milli
handanna.
„Nú, hvað viltu?“ spurði hún.
„Ég þarf að tala við þig, frú.“
Pétur Crouch lagði við hlustir og
varð allur að eyrum, því að hjartsláttur
hans yfirgnæfði næstum raddirnar í
eldhúsinu. Ó, nei, hann var næstum
viss um, að hún segði ekki til hans.
Þó ekki væri nema vegna Tomma. Hún
var huguð kona, frú Adis.
„Nú,“ sagði hún stuttlega, þegar mað-
urirm þagði enn.
„Ég hefi slæmar fréttir að færa þér,
fiú.“
Svipur hennar breyttist.
„Hvað? Það er ekki Tommi, er það?“
„Hann er þarna úti,“ sagði maður-
inn.
„Hvað áttu við?“ sagði frú Adis um
leíð og hún gekk til dyranna.
„Ekki þetta, frú, ekki fyrr en ég hefi
sagt þér allt.“
„Sagt mér hvað? Ó, flýttu þér, mað-
ur. í gúðs bænum.“ Hún reyndi að
brjótast framhjá honum að dyrunum.
„Það urðu átök“, sagði hann, „niður
við Kolaskóg. Þar var náungi nokkur
að reyna að snara kanínur, og Tommi
var á gangi með mér, Boormanns-strák-
unum og Crotch gamla niður undaa
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
25. tbl. 1965