Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Síða 14
Hver er maðurinn? Teiknimynd af Samuel Eyde verkfræðingi, 31 árs aff aldri. Mætti ekki eins vel ætla að þetta væri mynd af skáldinu Einari Benediktssyni? ricjóti upp kollinum í hugskoti okkar. í»ví ekki það? Ekki verður fram hjá því gengið að eins og nú standa sakir, mun ekki vera auðfundið félag og fyrirtæki, sem lagt gæti fram slíka reynslu og kunnáttu á þessu sviði eins og Norsk Hydro. Reynslan hefir einnig sýnt, að félagið er þess umkomið að leggja fram fé og afla fjár til stórra hluta. Ný áburðarverksmiðja yrði vafalaust byggð þannig, að notuð yrði „hráolíu- aðferðin", svipað og í nýju verksmiðj- unum í Danmörku og Noregi. Samt þyrfti að vera þar meiri og tryggari möguleikar til þess að framleiða ammoníak við raforku heldur en nú eru í Gufunesi, svo að tryggður sé hlutur heimamarkaðarins og íslenzkra bænda, þótt landið yrði einangrað um hríð, af einhverjum ástæðum. Sú veila loðir auð vitað við hráolíuaðferðina, að aðdrættir olíu geti stöðvazt. Norsk Hydro gerir sér auðvitað fulla grein fyrir þessu, en for- ráðamenn þess segja sem svo, að á því sviði standi þeir ekki verr að vígi en keppinautar þeirra, og ennfremur að hin mikla ammoniak-framleiðsla félagsins við raforku geri Norsk Hydro alltaf fært að halda uppi mikilli framleiðslu tilbúins áburðar og annars, þótt framleiðslan á grundvelli jarðolíunnar stöðvist t.d. af stríðsástæðum. í þessu sambandi má raunar geta þess, að Norsk Hydro hefir gerzt aðili að einu af þeim félögum, sem nú eru að hefja leit að olíu í Norðursjó, einnig út af ströndum Noregs. Það er auðvelt að láta hugann reika og bollaleggja um þessa hluti, en um hitt er mér auðvitað með öllu ókunnugt, hvort Norsk Hydro er til viðræðna um samvinnu við íslenzka aðila um stór- framleiðslu köfnunarefnisáburðar hér á landi. En svo eru líka til önnur og fleiri stóriðjufélög, sem framleiða slíkan áburð, hinsvegar hefir Norsk Hydro það fram yfir mörg önnur stóriðjufélög, hve það félag hefir mikla og margþætta reynslu við byggingu orkuvera, sem sjá má af því, að norska ríkið hefir hvað eftir ann- að falið Norsk Hydro slíkar stórfram- kvæmdir. — Læt ég útrætt um þetta, mergurinn málsins er: Hefir það verið at- hugað, og er ekki vert að athuga mögu- leika þess að stofna hér til stórfram- leiðslu köfnunarefnisáburðar? Auk alls annars sem mælir með því er sú stað- reynd, að í kjölfar slíkrar framleiðslu getur farið margt annað sem lífvænleigt er, sú er reynslan í Noregi, svo sem ég hefi rakið nokkuð. Allir íslendingar kannast við stór- hug og stóriðjuhugmyndir skáldsins Einars Benediktssonar, hitt er ef til vill eigi jafnkunnugt, hvernig augljósir þræðir liggja á milli stofnunar Norsk Hydro og fyrstu' framkvæmda, annars vegar, og stóriðjuhugmynda og fyrir- ætlana Einars Benediktssonar hins veg- ar. Því miður hefir greinagóð saga Ein- ars enn eigi verið rituð, og er því margt á hálfgerðri huldu um hinar löngu dvalir hans erlendis og störf þar að fyrirætlunum sínum, stórum og marg- víslegum. En sum atriði eru þó nokkuð ljós. Það bar við eitt sinn í Ósló, er ég var staddur á heimili einu ásamt fleiri gest- um, að ég var kynntur fyrir gamalli konu er nefnd var frú Hiorth. Hún heils- aði mér glaðlega, er hún heyrði, að ég væri fslendingur, og spurði: „Þekktuð þér Benediktsson?" Mér fannst liggja í spurninigunni, að hún ætti við Einar Benediktsson og spurði hvort hún ætti við skáldið. Svarið var jákvætt, og hún bætti við: „Þeir voru miklir vinir maðurinn minn sálugi, Hiorth verkfræð- ingur, og Benediktsson. Hann kom oft á heimili okkar og það var alltaf hátíð þegar þessi glæsilegi maður kom inn úr dyrunum. Þeir voru í eina tíð sam- eignarmenn að vatnsréttindum á ís- landi“. Ég fór svo að grennslast eftir því í kyrrþey, hver hún væri þessi frú Hiorth, og hver hann hefði verið verkfræðingur- inn maður hennar. Vitneskja um það var auðfengin. Hér var um að ræða Fredrik Hiorth, hinn kunna verkfræð- ing, sem var félagi Sam. Eydes og sam- herji er þeir stofnuðu hlutafélag um vatnsréttindi við Rjúkanfossinn og víðar. En um Hiorth er sagt að „það verði að telja hann upphafsmann að fram- kvæmdum við byggingu stærri vatns- afls-orkuvera í Noregi“. Hróður hans sem verkfræðings og framsýns manns á þessu sviði náði langt út fyrir endimörk Noregs, enda sýslaði Hiorth við fyrirætlanir allstórkostlegar víða um lönd. Meðal annars var hann upphafs- maður að fyrirætlunum um að veita Miðjarðarhafinu inn í Dauðahafið í Gyðingalandi, og byggja um leið stór orkuver. Gerði hann allar áætlanir og útreikninga þar að lútandi, og lagði fyr- ir enska aðila, þótt eigi tækist honum að vekja þá til skilnings á þessum stór- kostlegu möguleikum — sem hann taldi vera — og til framkvæmda. Það er fróðlagt að vita þetta tvenni í senn, samstarf þeirra verkfræðing- anna og hugsjónamannanna Hiorths og Eydes, annars vegar, og samvinnu og kunningsskap Einars Benediktssonar og Hiorths hins vegar. Þar voru hæg heimatökin fyrir Einar að fá greinagóða vitneskju um stóriðjufyrirætlanir Sam. Eydes og framkvæmdir. Og mikið má það vera, ef Hiorth hefir ekki kynnt Einar fyrir Sam. Eyde, þótt mig bresti heimildir um að svo hafi verið. F kki er vitað að Einar hafi dvalizt neitt að ráði í Ósló fyrr en sumarið 1908 er þau hjón bjuggu þar á Sjur- söen. Þá er Norsk Hydro komið vel á legg, svo sem fyrir segir. En frú Val- gerður segir í frásögnum um Einar Benediktsson, að Einar hafi áður kom- izt í kynni við norska athafnamenn á sviði fossvirkjana og hagnýtingar vatns- afls. Er ekki ósennilegt að það hafi ver- ið á árunum um 1903—1904, er Einar var að vinna að loftskeytamálinu; fór hann þá meðal annars til Noreigs á vegum Mareonifélagsins. Vitað er að fundum þeirra Einars og Jóhannesar Reykdals bar saman í Ósló annað tveggja árið 1903 eða snemma á árinu 1904, er Reykdal var að festa kaup á túrbínu og fleiru til fyrstu vatnsafls- stöðvar á íslandi, þeirrar er hann kom upp 1004 í Hafnarfirði. Er meira en lík- legt að það sé á þessum árum og í sam- bandi við Marconi-ferðina til Noregs, að Einar kemst fyrst í kynni við Fredrik Hiorth, og er þá þess að minnast að A/s Rjukanfoss var stofnað 30. apríl 1903, og að Hiorth var formaður félagsins. Einnig er gaman að minnast þess að Reykdal kaupir túrbínuna hjá Kværner Brug í Ósló, en Hiorth var lengi for- stjóri þess fyrirtækis. Eru allar líkur til að Reykdal hafi hitt Hiorth og ráðg- azt við hann um fyrirætlanir sínar. — Og skemmtileg er hún sagan um að Einar Benediktsson hafi — þar í Ósló — lánað Reykdal 100 krónur til túrbínu- kaupanna, en síðar orðið bæði undrandi og glaður er hvort tveggja gerðist, að Reykdal endurgreiddi honum upphæð- ina og framkvæmdi fyrirætlan sína, að virkja lækinn í Hafnarfirði. Vafalaust hefir hið síðara glatt Einar mest, verið honum mjög að skapi, þótt eigi væri um neina stóriðju að ræða, en aðeins ör- lítinn visi þess er verða mætti. Ég sá og heyrði Sam. Eyde aðeins einu sinni, er hann hélt fyrirlestur, um stofnun og tilkomu Norsk Hydro, fyrir okkur nemendur við Búnaðarháskólann í Ási, veturinn 1914. Sá fyrirlestur er mér vel minnistæður, og maðurinn — fyrirlesarinn — eigi síður. Glæsimennsk- an, öryggið, trúin á möguleika lands og þjóðar, kjark og getu hinna ungu menntamanna að lyfta Grettistökum, eins oig hann og félagar hans höfðu gert, og sem hann dró ekkert af að þeir hefðu gert. — Eyde var þá eigi nema 48 ára að aldri, og allt um hann í sjón og orð- um í samræmi við það. Einar Benediktsson sá ég eigi fyrr en 1921, þá 57 ára að aldri, og kynntist honum eigi fyrr en síðar á ferðalagi landa á milli. En hið fyrsta sinn er ég virti hann vel fyrir mér, var, er ég sá og heyrði hann lesa kvæðið Stórasand í Nýja bíói hér í Reykjavík, þótt eigi muni ég hvaða ár það var. Og nú blasir það við í minning minni hve áþekkir þessir tveir menn voru, Einar og Eyde, um margt. Sama glæsimennskan, sama fyrirmannlega framkoman svo af bar, sami stórhugur- urinn. Og báðum veittist létt að vinna menn, með persónutöfrum sínum, þegar þeir vildu það við hafa. Báðum lét vel að halda veizlur stórar, svo að í minn- um er haft, þótt þar bæri nokkuð á milli, Eyde neytti aldrei dýrra veiga svo að honum yrði það til tafar. Báðir voru þessir menn stórskáld og ortu undraljóð. Eyde skáld framkvæmd- anna, í svo miklum mæli að ekki er hægt annað en að undrast hverjar sýnir hann sá, og hvernig honum tókst að ■gera þær að veruleika. Einar sá eigi síð- ur sýnir stórar, og honum tókst að gera þær að veruleika í ljóðum sínum. Hitt tókst honum ekki að gera stóriðju-sýnir sínar að veruleika, landi og þjóð til hags. Þar bar líka mikið á milli. Einar skorti hina miklu og þjálfuðu verkfræðiþekk- ingu, sem Eyde hafði á að byggja og beitti af snilli. Og svo mikið og merkilegt átak var stofnun Norsk Hydro á norskri grund og við norskar aðstæður, að þess var í raun og sannleika engin von að Einari Benediktssyni tækist, sem syni hinnar smáu og örfátæku íslenzku þjóð- ar, að gera svipaðar skáldlegar sýnir að verklegum veruleika. En vera má að Einar hefði komizt lengra ef hann í stað lögfræðinnar hefði ungur numið verk- fræði í hörðum og fullkomnum skóla náms og reynslu eins og Sam. Eyde gerði. Það er heldur ekki auðið neitt um það að segja hvernig hefði farið um sumar fyrirætlanir Einars og stóriðju- fyrirætlana-félaga hans, ef ekkert minna en margra ára heimsstyrjöld hefði ekki komið og sett þá út af sporinu. Það var óhapp sem um munaði. Sam. Eyde hafði hins vegar heppnina með sér, því verður ekki neitað. Hann ryðst fram með hug- myndir sínar á réttum tíma, svo heppi- legum tíma að sagt hefir verið, að 10 ár- um síðar hefði ekkert Norsk Hydro fé- lag getað orðið til, þrátt fyrir það að þá hafði raftækninni og annarri tækni fleygt svo fram að þá hefði ekki þurft að byggja áburðarverksmiðjurnar við óhag- ræði uppi í Vesturdal, þá var orðið hægt að leiða orkuna til strandar með góðum árangri. Það hefir verið sagt um Einar Bene- diktsson að virðingarleysi fyrir pening- um hafi verið áberandi þáttur í fari hans. Sam. Eyde var líka borið það á brýn að hann færi stundum gálauslega með fé og sæist ekki fyrir í þeim sökum, er hann hafði ákveðið að gera hitt eða þetta, og við að fá það gert svo sem hann vildi vera láta. Sam. Eyde efnaðist að sönnu vel. en þó er ljóst að það var ekki sókn eftir auði og völdum sem knúði hann fram til athafna. Á bezta aldri, aðeins 52 ára, læt- ur hann af forstjórn Norsk Hydro árið 1918 og snýr sér að öðrum verkefnum, þótt enn væri hann viðriðinn N. H. um 10 ára skeið. Hann er maður nýrra fram- kvæmda, stórra sýna, en ekki hinn iðju- sami jafngengi forstjóri. Einræðisherra í aðra röndina, sem ekki kunni við að þurfa að leita álits og samþykkta stjórn- arnefndar um hlutina, hvað gera ættL En samt var þessi einræðisherra elskað- ur og dáður af þeim sem fyrir hann unnu, jafnt verkfræðingum sem hann fól mikil verkefni og flökkuverkamönnun- um, að sumu leyti illræmdu, sem unnu hörðum höndum að því að byggja orku- verin og stíflugarðana. Það er ekki að ástæðulausu að í verksmiðjubænum Rjukan getur að líta tvö minnismerki: annað er standmynd af Sam. Eyde, hitt er standmynd sem táknar Rallaren, það er grjótvinnumanninn sem flækist stað úr stað, sem hálfgerður lausamaður í þjóðfélaginu, vinnur eins og hetja, en tekur sér svo ærlegt frí á milli, til þess að koma aurunum í lóg, svo að ekkert verði eftir nema slitnar flíkur. Ef til vill er allur samanburður á Ein- ari Benediktssyni og Sam. Eyde út í hött, svo margt ber á milli, og svo útilokað er að bera skáldið E. B. saman við einn né neinn, en eitt er þó víst, að báðir voru þetta menn sem sáu „með nýrri sjón yfir hauður og höf“. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.