Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 8
I í tvö ár hefur Costa Rica lifað í skugga eldfjalls, sem stráir ösku yfir höfuðborgina og tvö þúsund fermílur lands. heitum og lygnum sumar- degi kl. 1 e.h. heyrðust hásar drun- ur frá Irazufjallinu, sem er 16 mílur í norðaustur frá höfuðborginni í Costa Rica, San José. Fjallið spjó úr sér rauðglóandi steinum, margra smálesta þungum, og þykku, svörtu reykskýi af eldfjallaösku, sem lið- aðist 30.000 fet upp í loftið. Síðan eru liðnir 24 mánuðir. Hinum rólyndu íbúum Costa Rica, sem um þessar mundir voru að búast til að taka móti opinberri heim- sókn, fannst þetta ekkert sérlega ægilegt. Eins og vindstaðan var þá, barst askan til austurs, og fólk gerði að gamni sínu með þessum orð- um: „Þetta sýnir, að allir í Costa Rica eru spenntir fyrir heimsókn Kennedys forseta". En þegar fram liðu stundir breyttist vindáttin til vesturs og bar með sér ský af svartri, kæfandi ösku yfir höfuð- borgina, og þá tók sannleikurinn að renna upp fyrir mönnum smám saman. Irazufjallið, sem hafði verið sofandi eldfjall, var að lifna við aftur og hélt nú áfram að gjósa. V ið 30—40 gos á dag gat ekki hjá því farið, að allt líf í borginni tæki miklum breytingum. Lögreglu- menn, sem stjórnuðu umferðinni, voru með stór gleraugu. Hurðir sátu fastar, læsingar urðu stirðar og hamr ar á ritvélum urðu þungir. Konur, sem gengu eftir öskuþöktum götun- unum, bundu trefla og klúta fyrir andlitið, eins og glæpamenn, og þá dagana, sem gosið var allra verst, drógu þær pappírspoka yfir höfuðið. Leigubílstjórar urðu að skipta um olíu á bílum sínum vikulega og í San Juan de Dios hengdu hjúkr- unarkonurnar vot lök fyrir glugg- ana, til þess að verjast öskunni, en með litlum árangri. Háar hár- greiðslur hurfu úr tízku og þeir sem gátu, sendu börn sín í skóla út í sveit. Setjararnir hjá dagblaðinu La Nacion urðu að blása út setjara- vélarnar sínar tvisvar á dag með þrýstilofti, þar eð askan rispaði það sem hún kom nærri, og góðir skór entust ekki nema mánuð. Sökum tjóns, sem varð á flugvélum, stöðv- aði flugvöllur staðarins allt vöru- flutningaflug. Héraðsstjóri San José, Guillermo Castro, sagði dapurlega: „Stundum er ég að hugsa um, hvort ekki hefði verið betra að fá einhverjar náttúru- hamfarir. Eins og til dæmis jarð- skjálfta. Sum húsin mundu auðvitað hrynja og fólk yrði hart úti í bili. En svo væri það líka afstaðið. En þessari plágu er langt frá því lokið, og dagleg óþægindi af henni komast ekki í hálfkvisti við þetta hægfara kverkatak, sem hún hefur á efnahag Costa Rica, sem áður var í bezta lagi.“ 1-V.affi er aðal-útflutningsvara í Costa Rica og á því töpuðust 2 milljónir sterlingspunda í fyrra og það tap verður meira í ár. Fjórð- ungur allra kaffiekra landsins ligg- ur í „Dauðabeltinu", í nánd við eld- fjallið, og þegar kaffið bíður tjón í Costa Rica, bíður allt annað tjón um leið. Uppskera á korni, kartöflum og tómötum hefur einnig orðið fyrir miklu áfalli, og land, sem áður hafði glæsilegasta mjólkurkúastofn í Ró- mönsku Ameríku, hafði í fyrra ekki nema 35% af venjulegu afurða- majjni. Aður en fáeinir mánuðir voru liðnir af gosinu, varð að slátra 2000 nautgripum og flytja 5000 í viðbót til annarra staða. Það hefur verið reiknað út, að ef eldfjallið hætti að gjósa á morgun mundi það taka níu mánuði til þrjú ár að koma hinu eitraða landbúnaðarsvæði aftur í nothæft ástand. En á þessum tíma, sem liðinn er, hafa framkvæmdir í San José svo að segja stöðvazt. Enginn vill festa Götusópari með gasgrímu. Ferðanr«finn og vísindamenn skoða gosið. fé þar sem eldfjall er óútreiknan- legur aðili, og þúsundir reikninga bíða óinnheimtir „Komdu aftur þegar Irazu hættir“ er nú allsstaðar notað sem afsökun. Enda þótt heilsa manna sé ekki í neinni bráðri hættu, er fólk með lungnasjúkdóma illa sett. Læknar ihafa verið umsetnir af sjúklingum, sem eitthvað er að í eyrum, nefi og augum. Og það var rétt eins og Costa Rica hefði ekki nóg að bera, því að ný plága bættist við í des- ember síðastliðnum. Svo mikið af ösku hafði farið í Reventado-ána, að ofsalegur stormur feykti vatninu upp á bakka hennar og alda af ösku- leðju eyðilagði 500 hús og varð 13 manns að bana í smáborginni Car- tago. Ij ærðustu eldfjallafræðingar heims — K. J. Murata frá Jarð- fræðimælingum Bandaríkjanna, Ryoihei Morimoto frá Japan og Haroun Tazieff frá háskólanum í Briissel — hafa athugað eldfjallið. Almenn skoðun er sú, að ekkert verði gert til að stöðva gosið, eða illar af- leiðingar þess. Hingað til hafa kom- ið fram tillögur, m. a. um að láta sprengju falla niður í gíginn, tæma afgangsvatn út með pípum, sem bor- að sé inn í hliðar fjallsins, og sprauta ís á gosmökkinn og láta hann „rigna sig þurran“. Einhver vildi meira að segja láta Bandaríkjaher setja heljarstórt net yfir gíginn. En sannieikurinn er sá, að hér er ekkert að gera annað en bíða átekta — og halda áfram þrældóminum við hreinsunina. Þrír nýtízku öskugleyp- ar, keyptir frá Bandaríkjunum, ganga nú drynjandi eftir strætunum, tankbílar vökva göturnar með vatni og her 400 götuhreinsara með gas- grímur vinnur á vöktum 24 tíma á sólarhring — alla sjö daga vikunn- ar. Þegar hafa fjórar milljónir tonna af ösku fallið á þetta litla land, Costa Rica, og íbúarnir lifa undir svörtu skýi ösku og kvíða. En jafn- vel í öllu þessu dapurlega umhverfi hafa sumir grætt. Úrsmiðir, rakarar og skóburstunarstrákar eru í bráða- uppgangi, en sápulagar-heildsalar kvarta yfir því að þeir geti ekki fengið vöruna nógu ört frá fram- leiðendum. Jafnvel þessi illræmda aska er sett á flöskur og seld ferða- mönnum á 3 shillinga flaskan. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 36. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.