Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 13
fflfMlhlíKi • Vk m smm wewohar- to- hahui^mssqn- Þ'fí TÓKu >£IR SÍUR OK GtíílS'TA Þft, IR UflUSIR FÓRU OK KASW riflFOl ÖR nÚSP£LLSH£lrtl4 OK SíTTU V /1ITT GlNNUNGflGflP., HWIW ORJÖRÐ. 'A HIMIM Í5Æ£>{ 0/7IN OK aIEOAM T/£ AT /.V5A *>*-■ . ÞEIR d'AFU STfíOfíR ÖLLUM ELD/aIQVH, 5UMUM fí HIMHl'SUMfítl FÖRU LfíUSftR UHDlR HIMhlt OK SETTV ÞÖ.ÞEIfA STfíÐ 0« JKÖPUÐU qÖNQJ ÞEIM. SVA ERSACT'I FORSJUM VÍSEMDU/A, AT í\f ÞflÐfíN AF VÁRU DÆCR CREIMD OK 'fíRfíffíL. SVfl SE<ilR'i VÖLUSPfl: SÓL ÞfíT WC VISSI, HVflR HON SALI 'fíTTI, MflNI ÞflT ME VISSI, hva t HfíNHMEcm 'fífri, STJÖRNVR þflTMÍ: V/SSV, HMT þÆR SffíÐI 'ATTJ. SVfl VflR ADR EN ÞEfTfl V/CRl. Þfl AtÆLT/ CflNCLERl: ÞETtTA ERV MiKIL TÍOEMDI, £R Nl> WEVRI £K. FVRÐVAlKiL SM'lÐ ER ÞflT OK HflC,LlCA CÖR. HVERNIC VflR JÖRÐ- IN HflTTUP? Þfl SVflRflR H'flRR:MON ER KRlNGLÖTr OfflM, OK ÞflR OfflM urt UCCR IMN DJÚPI SJÍÍR, OK MEÐ ÞElRISMVftR- STRÖND CflFU P£|R L'ÓNDTiL 5VC<jÐAR JÖTMfl ÆT'TUfA.------ SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 eins skömmum konu sinnar orðalaust, án þess að segja henni að dyrnar á búr- inu hefðu verið lokaðar og það gæti ef tii vill verið ástæðan fyrir því að gull- spörinn tísti svo ámáttlega; heldur tár- aðist hann af orðum hennar — táraðist og hristi höfuðið. „Þetta er satt, veslings litla greyið! Þetta er satt, veslings litla greyið. Hon- um finnst við ekki vera nógu nærgætm“. Hann vissi hvað það þýddi, gamli mað- urinn, að mæta ekki nærgætni. Því gömlu hjónin voru í allra munni og gagnrýnd harðlega fyrir lifnaðarhætti sína, fyrir að vera svo gagntekin af fuglinum og hafa alla glugga lokaða sí og æ. Það var svo komið að gamli rr.aðurinn steig ekki fæti út fyrir dyr; hann var líka orðinn svo gamall; hann sat alltaf heima og grét eins og barn. Samt sem áður var hann ekki ruglaður; og ef einhver á götunni hefði verið nógu ósiðaður til að gera gys að honum (en hvers virði var honum lífið nú orð- ið?) — lífið var honum einskis virði og hann hefði kært sig kollóttan þó hann nefði vitað af einhverjum vera að gera gys — já, svo sannarlega, vegna gull- spörsins lá honum í léttu rúmi þó ein- hver væri nógu siðlaus til að hafa orð á einhverju — Þrisvar sinnum á unga aldri hafði aðeins munað hársbreidd, — gefið mér frelsið eða gefið mér dauðann. Æ, nú stóð honum á sama þó gömul, hálfblind augu hans lykjust aftur. Stöku sinnum skeði það, að gamli ofs- inn sauð upp í honum, og þá stóð hann upp og gekk út að glugganum, oft með fuglinn á öxlinni, og starði grimmdar- augum gegnum rúðuna á glugga hússins hinumegin við götuna. Um raunveru húsanna hinumegin við götuna gat gamli maðurinn ekki ef- azt, um þessa glugga með skrautrúðun- um og handriðunum og blómavösunum; um þökin, þakhellurnar og reykháfana gat hann ekki heldur efazt þar eð hon- um var fullkunnugt hver átti þau, hver bjó þar og hvernig. En hið sorglega er að hann velti aldrei þeirri spurningu fyrir sér, hvaða þýðingu húsið hans eða hin á móti hefðu fyrir fuglinn á öxl hans; svo var þarna stóri, hvitbröndótti kött- urinn, sem hnipraði sig og sleikti sól- skinið í gluggakistunni beint á móti honum. Gluggar? rúður? þök? hellur? mitt hús? þitt hús? Hvað var mitt og hvað var þitt í vitund stóra hvíta katt- arins, sem svaf þarna í sólinni? Öll hús voru hans hús, ef hann komst inn í þau. Hvaða hús? Hvar sem hann gat fundið eitthvað til að hnupla, eða fengið sér blund, eða þótzt blunda. Trúðu gömlu hjónin því, að með því að opna aldrei hurð eða glugga gætu þau aftrað kettinum frá að komast inn og éta fuglinn þeirra, ef hann vildi það við hafa? Var það of langsótt tilgáta, að köttur- inn vissi allt um gullspörinn, vissi að hann var líf og blóð gömlu hjónanna vegna þess að hann hafði tilheyrt litlu sonardóttur þeirra, sem var látin en hafði vanið hann svo fallega á að koma út úr búrinu og flögra um húsið? Og hver myndi hafa spáð því, að gamli maðurinn, sem hafði eitt sinn séð kött- inn rýna með ákefð inn um lokaðar gluggarúðurnar á gullspörinn þar sem hann flögraði um, andvaralaus, — að gamli maðurinn myndi fara og vara frúna, eiganda kattarins, við því — ó, armæða, að ef hann fyndi köttinn þarna aftur? Þarna? Hvar? Hvernig var þetta? Frúin — gömlu hjónin — glugginn? — gullspör? Og svo át kötturinn hann einn daginn — já, hann át gullspörinn og hvað kett- inum viðvék, hefði þetta vel getað verið ar.nar fugl. Hann kom inn í hús gömlu hjónanna, enginn vissi hvaðan eða hvernig, og át gullspörinn upp til agna. Það var komið að kvöldi og gamla konan heyrði ekkert nema smáangistartíst og stunu. Gamli maðurinn kom hlaupandi inn og sá bregða fyrir hvítu flykki, sem skauzt yfir eldhúsgólfið og á gólfinu voru fáeinar fingerðar, hvitar fjaðrir, sem flögruðu um ábreiðuna þegar hann opnaði dyrnar. Hvílík skaðræðisöskurs sem hann gaf frá sér! Þrátt fyrir til- raunir gömlu konunnar til að halda aftur af honum, greip hann vopn og hljóp eins og vitskertur til hússins handan göt- unnar. Nei, það var ekki nágrannakonan, heldur kötturinn — það var kötturinn, sem gamli maðurinn vildi drepa, þarna fyrir framan augun á henni; og svo hleypti hann af inn í boröstofuna, því hann hafði komið auga á köttinn þar, sitjandi makindalega uppi á skáp; hann skaut einu sinni, tvisvar, þrisvar, og það urðu miklir brestir og brothljóð í gleri. Svo kom sonur nágrannans hlaupandi út, hann var einnig vopnaður og hann skaut á gamla manninn. H armleikur. Grátandi og æpandi var gamli maðurinn borinn aftur til húss síns, hann var í dauðateygjunum; hann hafði fengið skot gegnum lungun og þeir báru hann inn tii aldraðrar konu hans. Sonur nágrannans flúði land. Ógæfa á tveimur heimilum, öll sveitin í upp- námi heila nótt. Það er að segja af kettinum,að hann minntist þess varla augnabliki seinna að hafa étið gullspörinn eða neinn ann- ar. fugl, og það er vafamál hvort hann skildi að gamli maðurinn var að skjóta a hann. Hann hafði stokkið fljótt og fimlega og komizt undan og núna — þarna er hann, hann ber hvítan við svört þökin og starir upp til stjarnanna í rökkurdjúpi alheimsins, sem — og um þetta getum við verið alveg viss — sáu hreint ekkert af því, sem gerðist í litlu fjallaþorpinu; og þó — þær tindra svo skært þarna uppi, að enginn myndi ætla, að þær hefðu séð neitt annað í nótt. Torfey Steinsdóttir þýddi. FERÐASAGA Framhald af bls. 4. laufi hlær“. Hér vex vínviðurinn. Hann vefur sig um allt, um fjöll og dali, því hér er landið mishæðótt. f austri sést Vesúvíus með reykjarsúluna, sem hann þeytir stöðugt upp i loftið eins og stór- eflis eimskip. Svo breiðir reykurinn sig úi yfir himininn eins og band í geysi- fjarlægð, því hér er himinninn svo ó- endanlega stór og djúpblár. Um hádag- inn er hann hvítur af Ijósi. Fjarlægir hiutir sjást því langar leiðir og allt verð- ur svo töfrandi og ævintýralegt. Úti á Napoliflóanum sjást eyjarnar Ischia og Capri. Það er eins og mann gruni strax, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 30. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.