Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 10
SIGGI SIXPENSARI — Karlinn minn er alveg að gera útaf við mig. Hann veit aldrei hvað hann vill! — Þú ert svei mér heppin. Minn veit það nefnilega! Á erlendum bókamarkaði Saga. This is Your Ceniury. Geofírey Trease. Heinemann 1965. 30/—. Hér er saga tuttugustu aldar- innar rakin í máli og myndum. Höfundurinn er áhugamaður um sagnfræði og hefur sett saman nekkrar bækur um slík efni, hann hefur víða farið og stundar ritstörf. Þessi bók hans er eink- um ætluð ungu fólki svo það geti áttað sig á gangi heimsmálanna frá aldamótum og þeim örlögum, sem gangur sögunnar hefur skap- að þeim. Við aldamót rikti bjart- sýni í Evrópu um áframhaldandi framvindu í framfaraátt, menn álitu víða að styrjaldarhættan væri úr sögunni, minnsta kosti innan Evrópu, hagur manna fór batnandi og vandamálin virtust auðleyst. Svo kom sjokkið 1914, við þá atburði og afleiðingar þeirra verða þáttaskil í Evrópu, bæði efnaleg og menningarleg. Svartsýni tekur við af bjartsýni, viðurkenndum verðmætum er kastað á haug og margvíslegar annarlegar hugmyndir skjóta upp koilinum, undirdjúpin rísa og patent stefnur ná tangarhaldi á heilum þjóðum. Upplausnin og áttleysan nær hámarki og af- leiðingin verður síðari styrjöldin. Eftir þá styrjöld fara að koma fram ýmsir annmarkar á patent stefnunum, hugsjónir millistríðs- áranna sjást nú í réttu ljósi og goðum þeirra tíma er kastað á hauga. Höfundur rekur þessa sögu á einfaldan og aðgengilegan hátt, og myndirnar segja þessa sögu oft eins vel. Myndin tekur eí til vill við af bókinni í fram- tíðinni, hún er oft áhrifameiri en slétt lesmál og auðskildari. Þetta cr smekklega útgefin bók, myndir yfir tvöhundruð, lesmál skýrt og að bókarJokum er tímatalsskrá og efnisyfirlit. A History of the Crusades. I-III. Steven Runciman. Penguin Books 1965. 42/—. Krossferðirnar voxu mikið og merkilegt fyrirtæki. Þetta rit er nú það nýjasta og eitt það bezta, sem sett hefur verið saman um þessa atburði. Ritið kom í fyrstu út hjá Cambridge-útgáíunni á ár- unum 1951—54, og er nú endur- prentað í Penguin-útgáfu, Pere- grine Books, en í þeim flokki hafa komið mörg hin ágætustu rit. Krossferðirnar eru þýðingar- mestu atburðirnir sem gerast á miðöldum. Fyrir krossferðirnar var miðstöð menningarinnar í Evrópu Býzanska ríkið, en eftir krossferð'ir færast þessar mið- stöðvar til hinna ýmsu ríkja Mið- og Suður-Evrópu, og þá hefst Evrópusagan, sem mótar sögu heimsins. Orsakirnar til þessara ferða voru margvíslegar og dugar ekki að leita einnar, þótt sú trúarlega hljóti að verða ofarlega á blaði, að minnsta kosti hvað almenna þátttöku varðaði; gróða- hugur kom hér einnig við sögu og víkingaeðlið. Max-gir forustu- mannanna voru af norrænum ættum, afkomendur þeirra, sem tóku sér land í Normandí á 10. öld, og eignuðu sér lönd víðar. Vald kirkjunnar nær hámarki með þessum ferðum, en þegar þeim lyktar hafði vald hennar rýrnað ‘ að mun. Áhrif þessara ferða ui’ðu geysimikil, bæði á verzlun og menningu. Viðhorf Evx-ópuþjóðanna breytist og heimsmynd þeirra víkkar, smekk- urinn breytist og skoðanir taka miklum myndbreytingum. Höf- undur rekur alla þessa sögu af mikiili listfengi og trúvei'ðugri fræðimennsku, hér eru engar getgátur eða áróður fyrir viss- um söguskoðunum, þetta er sagn- fræði af fyrslu gráðu, og hentar bæði fræðimönnum og leikmönn- um. Bókin er listilega skrifuð og mjög smekklega útgefin. Bókinni fylgja ágætar myndir og upp- drættir, við lok hvei'S bindis eru bókaskrár og efnisyfirlit. Bæk- urnar eru heftar, svo að þær verða auðveldlega bundnar, óski menn þess. Bókmenníir. From Donne to Marvell. The Pelican Guide to English Litei'a- ture 3. Edited by Boris Ford. Penguin Books 1965. 4/6. Þriðja bindi bókmenntasögu Pengum-útgáfunnar. Þetta rit er nú prentáð í fimmta sinn og það spannar tímabiiið frá því um 1603 til 1660. Það var mikill blómi í brezkum bókmenntum á 17. öld, þetta var öld barokksins, trúar- skáldanna og gróskumikillar ljóðagerðar. Einn mesti höfundur sem við eigum var uppi á þess- ari öld. Hér koma við sögu Donne, Milton, Ben Jonson, Marvell, Bunyan og fleiri. Bóka- listi fylgir og einnig skrá yfir höfunda og verk þeirra og verk um þá, auk þess registur. William Blake. A Selection of Poems and Letters. Edited with an. introduction by J. Bronowski. Penguin Books 1965. 4/6. Þetta er fjórða prentun þessa rits. Útgefandi segir í formála að hann hafi „reynt að sýna höf- undinn eins og hartn var, sérstæð- an, og mann er gerði allt, sem hann gei'ði, á sinn eigin mjög svo persónulega hátt“. Útgefand- inn tekur þau ljóð höfundar, sem hann álítur að lýsi honum bezt og einnig kafla úr bi'éfum hans, í sama tilgangi. Blake er eitt sér- stæðast skáld Englendinga og auk þess ágætur málari. Þessi bók er ágætur inngangur að þessum persónuleika. The Penguin Book of Frencli Verse 3. The Nineteenth Century. Introduced and edited by Anthony Hartley. Penguin Books 1965. 6/—. Ljóðin eru prentuð á frönsku og fylgja enskar þýðingar í lausu máli. Þetta er fjórða prentun. Fi-ench Vei'se er í fjórum bókum, og gefur góðan þverskurð af franskri ljóðagerð frá upphafi og fram á tuttugustu öld. Áhrif franskrar ljóðlistar eru mikil, ekki sízt á nítjándu öld. Útgef- andi ritar ágætan inngang um franska ljóðlist á þessu tímabili. Útgefandi hyllist að því að taka hcil kvæði höfundanna, bútar þau ekki niður í hluta, einnig hefur hann reynt að taka öll helztu ov frægustu kvæði aldar- innar. Útgefandinn hefur ráðið einn öllu um val kvæðanna í þessa sýnisbók, og þótt eitthvað geti sjnlfsagt orkað tvimæiis um val hans, þá verður bókin heil- legri fyrir vikið og á vissan hátt persónulegri. Jáhann Hannesson: ÞANKARÚNIR í BÓKAFLOKKNUM „Straumlinur samtiðarinnar“ getur einn höfundanna (J. Nome) um skáldverk, sem út hafði komið nokkru áður en ofangreindur bókaflokkur var í letur færður. I skáldverkinu var aðalpersónan ungur maður, er tók sér lags- konu og kvæntist henni síðan. I sambúð þeirra valt á ýmsu og endirinn varð sá að pilturinn drap þessa ástkonu sína og eigin- konu. Ekki leitaðist hann við að leyna verknaðinum, enda var hann færður fyrir rétt og ákærður fyrir morð. Meðal þeirra spurninga, sem fyrir hann voru lagðar, var sú, hvort hanm teldi sig sekan, og þeirri spurningu svaraði hann neitandi. Nán- ar aðspurður kvaðst hann ekki iðrast. Tjónið var honum Ijóst og hann kvaðst óska þess að konan væri ódrepin. Og engu neitaði hann í rás þeirra viðburða, sem gerzt höfðu. ,,En ég get ekki viðurkennt að ég verðskuldi refsingu", sagði hann. „Ég held að þetta hafi verið óhjákvæmilegt, og ég get ekki iðrazt neins, sem ég hafði ekki á minu valdi“. Hér virðist maður hafa náð hámarki frjálslyndis og hlut- leysis gagnvart náunganum. Vera má að einhver kalli afstöðu hins unga manns ábyrgðarleysi, en sá hinn sami ætti að gera sér ljóst að það hugtak er bæði gamaldags og auk þess sið- ferðispostullegt í hæsta máta. Pilturinn var ekki forhertur, var vel greindur, mundi vel alla rás viðburða og gerði sér tjónið Ijóst, vissi vel að betur er kona ódrepin en drepin. En til sektar gat hann ekki fundið og átti að eigin áliti að vera laus ailra mála, þrátt fyrir þær staðreyndir, sem fyrir hendi voru. Ef til vill halda menn að hlutlaus og frjálslynd afstaða til eigin verka og afleiðinga þeirra sé tiltölulega sjaldgæf, en við nánari athugun finnst að hún er talsvert útbreidd meðal nú- tímamanna. Bæði höfundur skáldverksíns og straumlínu-bókar- innar telja að svo sé, og vísa til skáldverka, lista og lífsskoð- unar samtíðarmanna vorra. Hér við bætast sósíalvísindamenn. Þeir hafa kynnt sér marga menn, sem hafa tekið sér konu, stofnað heimili, eignazt börn, en síðan yfirgefið ástvini sína af ráðnum hug og búið svo um að aldrei spyrst neitt til þeirra framar. Konur leitandi og spyrjandi um týnda eiginmenn kváðu skipta tugum þúsunda í Vesturheimi, og árlega bætast margar við í þann hóp. Um þetta fyrirbæri (desertion) ræddi erlendur vísindamaður ekki alls fyrir löngu í erindi, sem flutt var fyrir almenning við háskóla vorn. Hvað veldur þessu frjálslyndi og hlutleysi um hag náung- ans? Sennilega að verulegu leyti frjálslynt og hlutlaust upp- eldi. Það er eðlilegt að með því megi ala upp talsvert af hlut- lausum og frjálslyndum mönnum. Eftirlætið kemur einnig til greina. Þegar menn fá allt án fyrirhafnar og fá allt, sem þeir gera, vel eða illa, borgað á hæsta verði, þá er eðlilegt að ábyrgð og óhjákvæmilegar fórnir fjölskyldulífsins leggist á þá likt og yfirþyrmandi farg. Er ekki von að menn vilji verða eins frjálsir og fuglarnir, nei, miklu frjálsari, því að þeir leggja sig margir hverjir fram við uppeldi og vernd unga sinna. í meðferð véia, verðmæta, áfengis, vopna og ökutækja kemur þessi afstaða einnig fram. Lífið verður líkt og lausleg steypa, sem í vantar sementið, sem bindur saman annað bygg- ingarefni. Þegar verkin hrynja, standa menn hlutlausir and- spænis eigin verkum, eða leggja á flótta. Lög og dómstólar hafa að vísu ekki ennþá viðurkennt þetta frjálslynda hlutleysi til fulls, en hafa þó þokazt talsvert í áttina. Meðal almennings er algengt að heyra að lögin geri menn að glæpamönnum, og má þetta að sumu leyti til sanns vegar færa. Heilög ritning segir; Fyrir lögmálið kemur þekking syndar. Og á því leikur enginn vafi. Spurningin er aðeins sú hvort þessi þekking sé nauðsyn- leg eða ónauðsynleg, æskileg eða óæskileg. Margir telja slíka lögmálsþekkingu í hæsta máta óæskilega, t.d. í listum og upp- eldismálum. Á þessum sviðum á umfram allt að ríkja fullkomið frjálslyndi og hlutleysi. Maðurinn á að vera aulonom, sjálfum sér lögmál (nomos) og sjálfum sér nægur. Gallinn við þá afstöðu er einkum fólginn í svikum við málefnaleika lífsins sjálfs. Lotningin fyrir lifinu hverfur, aginn hverfur og öll sú mikla reynsla, sem eignast má af sögu hins liðna, er þar með að engu höfð. Lífsnautnin ófrjóa, lausungin og að lokum lífsleiðinn og tilgangsleysistilfinningin hafa oftar en einu sinni gengið í langferðalest gegnum sum skeið sögunnar. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 36. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.