Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 14
Brot úr sögu Islands Fyrr á öldum fólkið svalt Danakóngur drjúgum lét fátt þá gladdi sinni. dýrar hallir smíða. Flestum þótti fúlt og kalt Kaupinhafnar koparþök í feysknum kotum inni. kváðu eygjast víða. Veður reyndust válynd þá í eldakofum íslenzkum og vargur bjó í skinni. augun reykir svíða. Logar fjalla vítis vá Kerlingar þar klofast um, víða trúi ég brynni. en karlar verð’ að skríða. Landsfaðirinn lifði hátt Yfirvöldin eðallynd lék við hvern sinn fingur. axlsíð parruk báru. Kláravínið kátur drakk Landsins sona lúsahaus Kristján ekki óslyngur. listavel af skáru. Afgjöld, tollar, álögur Hnútasvipan hýddi fast ekki þóttu glingur. hvein í baki sáru. Aumingjunum ísalands Á Brimarhólmi Baunverjar ólánshegri syngur. beittu straffi kláru. Skóku vopn og skældu fés Við Eyrarsundið ávallt var skarar danskra kappa. yfrið nóg að raga. Hugðust lumbr’ á lyddum heims Majestetið mannfæð sá og löndum víðum nappa. mjög á Jótlands-skaga. Þjóðverjarnir signdu sig, Yfir hafið aðeins barst svenskir drógu úr tappa. öl í tóma maga. Sá í iljar hetjum heim Matur gleymdist mætri þjóð með halann milli lappa. margt fór því aflaga. Stríðin töpuð, stútinn kýs Hnípin þjóð, er hafði átt Stjáni guði líkur. hetjur ár of bornar, Heldur um sig hirðval fínt skjálfandi á skorpin fell og hundrað vænar píkur. skráði sagnir fornar. Meðan uppi’ á íslands grund Hugsanir um horfna tíð ólmur faktor svíkur hr jáðu skari ornar. Egilsniðja úldnum kost Illum vilja örlaga upp þá selja tíkur. enginn móti spornar. Gylfi Knudsen. að £>ar sé eitthvað fallegt að sjá. Þær eru í talsverðri fjarlægð. Sjálf Napoli, borgin, þótti mér nú ekki svo aðlaðandi eða falleg, að mér sýnist svara kostnaði að ferðast þangað til að deyja. „Að sjá Napoli og deyja síðan“, segir gamla mál- tækið. En útsýnið og umhverfið er víst eitt með því fallegasta, sem til er. Syðst og vestast í borginni, uppi á Sant-Elma-hæðinni, er afar fallegt. Borgin liggur meðfram flóanum og er stærsta borg Ítalíu á lengd, íbúar um hálf milljón. Göturnar eru þröngar og allt fremur óþrifalegt eins og allsstaðar í Suðurlöndum. (Þó var það ekki á Capri). Ég man lengst eftir körlunum, sem voru að skipa upp kolunum og báru þau á bakinu. Þeir voru ósköp ræflaleg- ir til fara og svo svartir af skít frá hvirfli til ilja, að það var varla hægt að hugsa, að það væru hvítir menn. Þeir gengu berfættir í sjóðandi sandinum og borð- uðu brauðbitann sinn úr lófa sínum, röltandi og sönglandi, því að ekki lá illa á þeim. Það er víst fremur sjaldgæft um Suðurlandabúa, að þeir séu sorgbitnir eða áhyggjufullir til lengdar. Það er alveg eftirtektarvert að sjá, hvað fólkið er djarft og kátt og áhyggjulaust fyrir morgundeginum. „Nú hef ég étið“, segir ítalinn. Þá er hann góður í bráð. Liggur svo og slæpist og lepur sólskinið, þangað til hann er svangur næst. Því ekki vant- ar letina. Napoli er víst alveg dæma- laust marglit, hvað þjóðlífið snertir. Það hefur alveg suðrænan blæ. — Santa- Lucia-gatan er marglit, þegar öllu agar saman, mönnum af öllu tagi, ösnum, múldýrum, vögnum og varningi, því allt mögulegt er selt á götunum og unnið á gangstéttunum fyrir framan húsdyrnar. E g skoðaði eitt safn í Napoli. Það var geysistórt, yfir 100 salir. Það er merkilegt fyrir það, að þar er mest af fornmenjum, sem grafnar voru upp úr rústunum á Pompej og Herculanum. Til Capri er farið á skipi frá Napoli. Skipið leggst ekki að bryggju, við hvor- ugt landið, þótt það gæti það vel. En þá misstu ferjukarlarnir atvinnu, en hér er allt stílað upp á að trekkja útlending- ana. Það er sagt, að það muni vera yfir ein milljón ferðamanna á Ítalíu að stað- aldri, þó miklu fleiri á vorin, svo það er feikna fé sem þeir flytja inn í landið. í sumum stöðum er líka aðallega lifað á útlendingum. Það var bliða logn og sólin hellti brennandi geislum á dimmbláan hafflöt- inn. Það var margt um manninn. Til Capri er stöðugur straumur af fólki úr öllum löndum. Fólkið sat allt uppi á dekki í blíðviðrinu. Ég veitti nú aðallega athygli fjórum sænskum hefðarmeyjum, sem sátu á móti mér. Þær voru bjarthærðar og blá- eygar eins og margt af Svíunum og auð- vitað fagrar eins og draumsýnin: „Augun minna á mildar stjörnur, munnurinn lit af rósum ber“. En á Capri voru 800 tegundir af blóm- um, segir Heine. Og þau voru guðdóm- lega falleg lika. Ó, já, það er margt fal- legt, sem guð hefur gert. Það verða naumast ofsögur af því sagðar. Það er sárast, að mér finnst, að við, hér á hala veraldar, fáum svo dauðans fátt af því að sjá, nema þó helzt, þeir, sem „eiga sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó“. Þið megið nærri geta, hvort ég hafi verið seinn til svarsins, þegar ein þess- ara sænsku ávarpaði mig, auðvitað með allri kurteisi Svíanna. Sjálfsagt hefur hún haldið, að ég væri enskur aðalsmað- ur, annars hefði ég ólíklega átt upp á háborðið. Það er samt aldrei gott að segja. En hún var ósköp sæt, alveg eins og appelsínurnar á Caprí. Hún skipti við mig þó nokkrum orðum og það hefði sjálfsagt vel getað orðið eitthvað meira, ef ég hefði treyst mér vel í málinu. Afríkustúdentar Framhald af bls. 9. eldrum sínum, þar til þeir ganga í hjú- skap. Það er eftirtektarvert, hve alþýða manna í Sovétríkjunum býr við léleg launakjör. Menn fá að jafnaði 70 rúblur á mánuði, sem er minna en stúdenta- styrkurinn, en fyrir bragðið leggja menn líka hatur á afríska stúdenta í landinu. JVIeðal stúdentanna voru bæði Rúss ar og Azerbaidjanbúar. Rússnesku stúd- er.tarnir voru yfirleitt heldur vinsam- legri en hinir síðarnefndu. Rússnesku stúlkurnar gátu ekki umgengizt okkur að vild, því að þær voru hræddar við rússnesku stúdentana, sem beittu þær hörðu, ef þær sáust á tali við okkur. Ég minnist atviks þegar Kenyastúdent, Richard Manyara að nafni, var með rúss neskri vinstúlku í herbergi sínu. Er rússneskir stúdentar komust að því, fóru fjórir þeirra á fund þeirra og skip- uðu stúlkunni að fara úr herberginu. Kennarar voru vinsamlegir, meðan menn gerðu það eitt, sem þeir sögðu. Reyndustu kennararnir voru þeir, sem kenndu rússnesku, sögu Sovétríkjanna og hugtakafræði Lenins og Marx. Ef stúdent var ósammála kenningum féiaga Lenins, reyndi kennari hans á- kaft að kanna fortíð fjölskyldu hans, heimaborg hans, ævisögu foreldra hans og stúdentsins sjálfs. Við fengum ekki skilið nauðsyn þessa. Útlendir stúdentar, en einkum þeir frá Afríku, áttu erfiða ævi. Borgarbúar réðust oft á okkur með grjót- eða flösku kasti, en áður jusu þeir yfir okkur ó- kvæðisorðum vegna litarháttar okkar. Þann 8. febrúar var til dæmis Kenyastúd entinn Francis Kimenia barinn til óbóta. Stundum urðu menn fyrir barðinu á vasaþjófum í sporvögnum, almennings- bílum, verzlunum og stúdentagörðum, og bættu Rússar gráu ofan á svart með því að segja, að við notuðum þeirra peninga. Þann 7. janúar var 35 rúblum stolið af Kenyastúdentinum Mac James. Þess voru einnig dæmi, að úrum væri stolið frá mönnum. Þótt öll slík atvik væru kærð beint til lögreglunnar eða yfirvalda háskólans, SjÓNVARPIÐ hefur fært sjón- svið manna út yfir tíma og fjarlægð, þannig færir rafreiknirinn mátt mannlegrar skynsemi út fyrir tak- mörk, sem eru engu miður yfirgengi- leg. Hann margfaldar í eftirtektar- verðum mæli hæfileika hugans til að afla þekkingar, óendanlega marg- breytilegrar og næstum takmarka- lausrar að magni. Notkun rafreiknisins gefur víðtæk tækifæri til að fá svör við hinum flóknustu þjóðfélagslegum vandamál- um — á sviði uppfræðslu, verndar náttúruauðæfa, spillingar lofts og vatns, skipulags borga, endurfræðslu manna, sem sjálfvirknin hefur gert atvinnulausa, eyðingar örbirgðarinn- ar. A næstu tuttugu árum munu raf- reiknarnir valda „sprengingu“ í þjóð- félagsvísindum, sambærilegri þeirri, sem við höfum horft upp á í raun- vísindum síðustu fimmtíu árin. Tii þess að gera okkur ljósa þessa möguleika framtíðarinnar, ættum við fyrst að kynna okkur, hvert stefnir tæknifræði rafreiknanna, eins og þeir nú gerast og athuga öll þau kerfi, sem þeir geta skapað. IJm 1980, eftir minna en tvo áratugi, rr.un tala rafreikna, sem not- aðir verða um heim allan, margfald - ast og aftur margfaldast. Þau kerfi verða talsvert fyrirferð- arminni en þau, sem nú eru notuð og munu leysa margfalt flóknari verkefni af hendi, sökum þess hve samsetning þeirra er margslungnari en nú gerist. Vinnuhraði þeirra verð- ur reiknaður í nanósekúndum. Nanó- sekúnda er í hlutfalli við sekúndu það sama sem sekúnda er í hlutfalli við 30 ár — svo lítil tímaögn, að við getum ekki gert okkur hana í hugar- lund. Þessir rafreiknar framtíðarinnar geta svarað ritmáli, myndum og munnlegum skipunum, Þeir geta, án þess að þreytast, haft samband hver við annan hvaða vegalengd sem vera skal. Þeir munu geta þekkt rödd, andlit eða merki innan um þúsundir annarra. Með því að nota aðferðir, sem líkj- ast rökfræði, munu þeir hafa hæfi- leika til að læra af reynslunni — sem er meira en sumir menn og þjóð- ir geta! Það er ails ekki óhugsanlegt, að heimsmeistarinn í skák um næstu aldamót verði rafreiknir. Samband, sem nær yfir allan hnöttinn, kemst á um sambands- gervihnetti, mikilvirkar transistor- leiðslur, míkróbylgjuleiðslur, og auk þess gegnum venjuleg ritsíma- og talsímasambönd. Upplýsingar munu berast með breiðböndum með hraða, sem flytur 20 milljónir atriði á sekúndu, mörg þúsund sinnum hraðar en með nú- tímakerfum. Loks geta laser-geislar flutt mikið magn upplýsinga á svip- stundu, sem ljósgeisla gegnum holar leiðslur. Við getum þegar ráðið í framfarir á sviði rafreikna og fjarskipta. Þetta mun svo leiða af sér samband af mannsraddar og sjónarsambandi, skífu- og hnappakerfi til að flytja fyrirmæli rafreiknanna og viðbótar- áhöld til að taka við og geyma upp- lýsingar frá einum enda heims til annars. Sá tími kemur, að einstakling- urinn í tækniháþróuðu landi ó sér persónulegt númer, sem getur verið einkasamband hans til að taka við sjónvarpssamiböndum, annaðhvort staðbundnum eða einhversstaðar af hnettinum, til að veita fjármálaupp- lýsingar eða til annarra nota. Þetta númer getur orðið honum jafn mikil- vægt og sjálft nafnið hans. Fjögur helztu sviðin, sem líkleg eru til að verða fyrir miklum áhrifum af rafreiknunum, eru: Stjórnunar- störf, tómstundaiðja, uppfræðsla og heilbrigðismál. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 36. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.