Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1966, Side 2
Fyrir fáeinum árum sendi
Lyndon B. Johnson alda-
vini sínum, J. (James) William Ful-
bright, ljósmynd, sem tekin hafði
verið á ráðstefnu í Hvíta húsinu. Á
myndinni sést Johnson útskýra
málstað sinn með myndugri arm-
sveiflu, en Fulbright situr annars
vegar við borðið með dökk gler-
augu, styður hönd undir kinn og
virðist mjög vantrúaður á svip.
Neðst á myndina skrifaði forsetinn:
„Kæri Bill. Ég sé, að ég hef ekki
verkað sérlega sannfærandi á þig.
■— Þinn Lyndon B. Johnson“.
Ljósmynd með slíkri áritun væri ekki
hægt að senda um þessar mundir. For-
setinn reynir ekki lengur að sannfæra
hinn gamla vin sinn. Þessir tveir menn,
sem hittust áður á hverjum degi og tóku
mikið tillit hvor til annars, talast ekki
lengur við. Síðan Fulbright, sem er for-
maður utanríkismálanefndar öldunga-
deildar bandaríska þingsins, réðst heift-
arlega á stefnu Johnsons i San Domingo-
málinu 15. september sl., hafa þeir varla
yrt hvor á annan, og síðan í október sl.
hefur ekkert samband verið þeirra á
milli.
E INS og oft vill verða, þegar gaml-
ir vinir verða sundurorða, hefur þykkja
þeirra orðið ákaflega þung og greini-
lega báðum sár. Johnson gengur svo
langt, að hann býður Fulbright ekki
lengur til opinberra veizlna í Hvíta hús-
inu, og ekki þarf að taka það fram, að
hann og ráðgjafar hans eru löngu hættir
að sækja ráð og tillögur til Fulbrights.
Johnson finnst sem gamall og tryggur
vinur hafi svikið sig á örlagastundu og
auðveldi andstæðingunum baráttuna,
en Fulbright er eins og jafnan fyrr svo
algerlega sannfærður um, að hann hljóti
að hafa rétt fyrir sér, að hann lítur á
úlfúð þeirra sem persónulegan harm-
leik, er geti verið örlagaríkur í mann-
kynssögunni. Johnson sé á villigötum;
hann stefni til glötunar undir leiðsögn
óhæfra ráðgjafa, meðan Fulbright og
vinir hans hafi höndlað vizkusteininn.
Fulbright hefur ávallt átt við slæman
höfuðverk að stríða, og kunnugir menn
ségja, að þessi deila hans við forsetann
gangi honum svo nærri, að hann hafi
aldrei þjáðst meira. Hann gleypir höf-
uðverkj atöflur og róandi lyf án afláts
og gengur með dökk gleraugu til þess
aö verjast ofbirtu og glömpum ljós-
myndavélanna.
FuLBRIGHT, sem nú stendur á
sextugu, er fæddur í Missouri, en er al-
inn upp í háskólabænum Fayetteville í
Arkansas, þar sem faðir hans varð auð-
ugur maður. Fjölskylda Fulbrights á nú
dagblað, skóglendi og timburverksmiðj-
ur, meirihluta í banka, fasteignir og á-
töppunarverksmiðju fyrir Coca Cola.
Coca Cola-fyrirtækið mun hafa boðið
honum að gerast sölusendiherra á heims-
mælikvarða, hvenær sem hann vill
drága sig í hlc frá stjórnmálum.
J. WILLIAM
FULBRIGIT
William Fulbright varð stúdent frá
Arkansas-háskóla, og tvítugur fékk hann
hinn eftirsótta Rhodes-skólastyrk. Cecil
Rhodes, sem Rhodesia er kennd við, á-
nafnaði mestum hluta hins gífurlega
auðs síns til stofnunar sjóðs, sem á að
styrkja þýzka, bandaríska og brezka
nemendur til náms í Oxford. 29 ára
gamall varð Fulbright lögfræðingur frá
George Washington-háskólanum.
1943 var hann fyrst kosinn á þing í
öldungadeildinni og tók fljótlega sæti í
hinni mikilvægu utanríkismálanefnd. —
Árið 1959 varð hann formaður hennar,
sem er ákaflega valdamikil staða. Hann
getur hvenær sem er krafizt rannsóknar
á hverju utanríkismáli sem honum sýn-
ist, og því kom það ekki á óvart, er hann
tók Víetnammólið fyrir nú á þessu ári.
Þess skal getið til skýringar, að í Banda-
ríkjunum gildir sú regla um val for-
manna í þingnefndum, að sá úr meiri-
hlutaflokknum á þingi, sem lengst hefur
átt sæti í tiltekinni þingnefnd, verður
sjálfkrafa formaður við fráfall fyrrver-
andi formanns.
Fuibright hefur því lengi verið einn
áhrifamesti stjórnmálamaður Bandaríkj-
anna. Víst þykir. að hann verði endur-
kjörinn öldungadeildarþingmaður fyr-
ir Arkansas, svo lengi sem hann vill.
U TAN Bandaríkjanna er Fulbright
þekktastur fyrir að vera frumkvöðull
laganna um námsstyrki handa erlend-
um háskólaborgurum, sem vilja nema í
Bandaríkjunum, og bandarískum stúd-
entum, sem vilja læra erlendis, enda eru
þessir styrkir kenndir við hann. Tugir
þúsunda erlendra stúdenta hafa átt kost
á því að nema við bandaríska háskóla
vegna þessara laga.
í stjórnmálum er Fulbright ekki tal-
inn raunsæismaður, heldur lærdóms-
maður, sem setur fram kenningar. Hann
er mjög umdeildur í Bandaríkjunum.
Frjálslyndir menn hefja hann til skýj-
anna fyrir afstöðu hans til vissra mála,
einkum utanrikismála, en að öðru leyti
aðhyliist hann einkennilega afturhalds-
samar skoðanir. Hann hefur oft barizt
íyrir stefnu, sem seinna hefur reynzt
vera röng, en hann hefur ekki misst
hugrekkið við það. Þvert á móti er hann
nú sem jafnan fyrr óhræddur við að
halda ákveðið fram óvinsælum skoðun-
um.
S TJÓRNMÁLASKÝRANDINN
Kenneth Crawford sagði nýlega um
hann: „Hann hefur hæfileika, sem er
sjaldgæfur í stjórnmálabaráttunni: Hug-
rekki til að gera skyssur. En — hvers
vegna er hann alltaf að sanna það?“
Fyrst eftir heimsstyrjöldina hvatti
hann til undanlátssemi gagnvart Sov-
élríkjunum. Hann taldi litla sem enga
hættu stafa af þeim, og útþenslustefna
Stalíns væri hvergi til nema í hugar-
heimi „bandarískra hernaðarsinna“. —•
Hann hefur alltaf hvatt til sáttfýsi og
samninga^ við kommúnistastjórnina í
Feking. Árið 1961, þegar Bandaríkja-
menn komust að því, að Rússar geymdu
eldflaugar á Kúbu, hvatti hann Kenne-
dy eindregið til innrásar á Kúbu, og
þótti mjög miður, að ekki skyldi farið
að ráðum hans. Þegar í ljós kom, að
stefna Kennedys reyndist rétt, og eld-
flaugarnar voru fluttar burtu án inn-
rásar, viðurkenndi hann, að vel hefði
verið haldið á málum, en taldi þó, að
innrás hefði „hreinsað andrúmsloftið
bet,ur“ en sú lausn, sem sætzt var á.
Þegar tundurskeytabátar frá Norður-
Víetnam réðust á bandarísk herskip á
rúmsjó í Tonkinflóa árið 1964, var Ful-
bright einn þeirra, sem lýsti yfir fullu
trausti á aðgerðum Johnsons, og hann
stjórnaði reyndar atkvæðagreiðslunni,
þegar samþykkt var, að Johnson hefði
leyfi þingsins til þess að „gera allar
nauðsynlegar róðstafanir", sem honum
þætti heppilegar í styrjöldinni. Nú nagar
hann sig í handarbökin fyrir þessa af-
stöðu sína þá.
-I innanríkismálum er annað uppi
á teningnum. Á því sviði eru skoðanir
hans stundum erkiafturhaldssamar að
áliti frjálslyndra manna í Bandaríkjun-
um. Hann greiðir ávallt atkvæði gegn
frjálslyndari löggjöf í verkalýðsmálum
og allri löggjöf, sem minnir á „velferð-
arríkið", svo sem sjúkrasamlagslögum,
læknalögum og tryggingalögum.
Verst þykir þó, að hann hefur lagzt
eindregið gegn mannréttindalöggjöf-
inni, sem á tryggja svertingjum áukinn
rétt. Sú afstaða kostaði hann jafnvel
ráðherraembætti árið 1961. Hann hefur
þó ekki vilja viðurkenna beinlínis, að
hann sé í hjarta sínu á móti löggjöfinni,
heldur lætur í það skína, að á þessu
sviði sé hann raunsær stjórnmálamaður,
sem verði að taka tilliti til heimakjör-
dæmis síns. Andstaða hans gegn mann-
réttindalöggjöfinni sé gjaldið, sem hann
verði að greiða Arkansasríki fyrir að
fá að sitja á þingi og halda ræður um
utanríkismál, en þeim hefur löngum
verið ilia stjórnað að áliti hans. Hann
hefur gengið svo langt að minna á ör-
lög Brooks Hays, sem var fulltrúadeild-
arþingmaður fyrir Arkansas, þegar
kynþáttaóeirðirnar voru í Little Rock,
og réðst á Orval Faubus fyrir stefnu
hans í kynþáttamálum. Þetta leiddi til
þess, að Brooks Hays 'tapaði þingsæti
sínu. „Brooks Hays hélt fast við megin-
reglu sína (prinsip). Og hvar er Brooks
Hays núna?“ sagði Fulbright eitt sinn.
YfIRHEYRSLUR í utanríkis-
nefndinni vegna Víetnamsmálsins sner-
ust gegn Fulbright í lokin. Gavin og
Kennan studdu skoðanir hans að nokkru
leyti, en Taylor og Rusk eru taldir hafa
borið sigur af hólmi í hvössum orða-
skiptum. Svo mikið er víst, að þegar
þeir höfðu verið yfirheyrðir, lýsti Ful-
bright því yfir, að rannsókn nefndar-
innar væri lokið. Hann var þreytulegur
og áhyggjufullur, þegar hann lýsti því
yfir, en bætti því við á eftir við frétta-
Framhald á bls. 13
Framkv.stJ.: Sigfns Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Rítstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Utgefandi: H.f. Arvakur Reykjavílc.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
13. marz 1968