Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Blaðsíða 14
Oscar Chusen Presta r.ögur:
Herskár klerkur missir hempuna
F yrir rúmum tveim öldum þjón-
aði Miðdalsbrauði í Laugardal um fjóra
ératugi prestur, sem hér skal sagt frá.
Það var karl, sem lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna í viðureign sinni við
karskan nágranna. — Það var síra
Ólafur Jónsson, sem var prestur í Mið-
dal 1708—1747. — Næstu forfeður hans
i föðurkyn voru Reykjavíkurprestar og
í Reykjavík hefur hann eflaust alizt
upp, en þó var okkar góða borg ekki
einu sinni orðin þorp, hvað þá heldur
rneir. Faðir hans var Jón prestur í
Reykjavík, Stefánssonar prests Hall-
kelssonar prests í Laugarnesi Stefáns-
sonar, svo að það má segja, að ósvikið
prestablóð hafi verið í æðum síra Jóns,
en í móðurætt var hann kominn af
veraldlegum valdsmönnum í ættir fram,
og frá þeim hefði hann getað erft tíl-
hneiginguna til þess að láta ekki hlut
sinn fyrr en í fulla hnefana. Móðir
hans var Steinunn yngri Sigurðardóttir
lögréttumanns á Svalbarði Jónssonar,
Jónssonar lögmanns é Reynistað Sig-
urðssonar, og er þetta hin merka Sval-
barðsætt.
Lýsing á þessum sáluhirði Laugdæl-
inga er til svohljóðandi: „Hann var
daufur til prestsverka. en ákaflega
rammur að afli, svaki mikill, ósvífinn,
reiðinn (uppstökkur) og kappsamur,
svo að hann var vitlaus að sjá, þá hann
reiddist og nær óviti þá er það kom að
honum.“ — (Sbr. Præ Sighv. IV. 354).
]\ábúi Miðdals-klerksins var
hraustur maður og „mjúkur til glímu“,
Asmundur bóndi Þorsteinsson í Laug-
ardalshólum, og lágu lönd þeirra sam-
an. — Það var árið 1743, að klerkur
lenti í deilum við Ásmund bónda, um
slægjur, sem þeir þóttust báðir eiga, en
prestur hafði lengi haldið. Þetta sumar
varð Ásmundur fyrri til en prestur að
n.r.'u
slá, en hafði ekki hirt heyið þegar
prestur frétti það. — Það hljóp nú móð-
ur í prest, sem var eins og áður greinir
„svaki mikill, ósvífinn, reiðinn og kapp-
samur“. Hann tók sig svo upp með
menn sína að sækja heyið, en þegar
Ásmundur bóndi komst á snoðir um
það, fór hann að presti með liði sínu,
og hafði öxi eina mikla í hendi. Og nú
hóíst þarna bardagi milli þessara kappa,
guðsmannsins, sem var „ákaflega ramm-
ur að afli og svaki mikill", — og bónd-
ans, sem var „hraustmenni og mjúkur
til glímu“. Ásmundur bóndi hljóp nú að
presti og felldi hann til jarðar, en þá
hljóp ofsi í karlinn, og varð hann
„óvita“, brauzt um og hafði hinn ægi-
legasta munnsöfnuð, og eins og í heim-
ildum er sagt frá „að þá hlífðist hann
hvorki við orð né verk“. Hann varð
hamstola. — f þessari viðureigin þeirra
fékk Ásmundur bóndi skeinu á kinnina,
og hélt því fram, að prestur hefði stung-
ið sig með hnífi, en prestur sagði, að
öxi Ásmundar hefði valdið þessu, þegar
þeir hefðu flogizt á um hana.
Eftir þessa hörðu viðureign, sættust
þeir á málið, presturirm og Ásmundur
bóndi, fyrir milligöngu góðra manna, en
hvernig sú - sátt hefuv verið, er nú
hvergi hægt að sjá. Að öllu eðlilegu átti
þá mál þetta að vera úr sögunni, en
það er ekki langt á milli Miðdals og
Skálholts, og þangað barst fregnin af
bardaganum furðu flótt til biskupsins,
lierra Jóns Árnasonar. En hann var
maður vandlætingasamur um framferði
þjóna sinna, prestana, og setti stundum
tvo þeirra af á ári, og svipti þá hemp-
unni fyrir lítilvæg afbrot, t. d. ef þeir
fengu sér heldur mikið í staupinu.
H
iians herradómi biskupnum í
Skálholti líkaði ekki framferði séra
Ólafs í þessari viðureign hans við Ás-
mund bónda út af slægjunum, og hefur
víst ekki þótt hún sem prestlegust.
Hann þóttist þurfa „að tala presti til“,
þ. e. að gefa honum áminningu. En
þegar Ásmundur bóndi frétti afstöðu
biskups til málsins, rauf hann sættina
og stefndi presti.
Nú hófust langvarandi málaferli og
slapp, og varð lítið aðgjört í máli þeirra
á fyrsta stefnudegi, en svo var málið
hvað eftir annað vakið upp í héraði og
ftóð lengi í þvargi milli þeirra síra
Clafs og Ásmundar og bar margt á milli
eins og gengur í slíkum deilumálum,
og svo lauk þessu málaþrasi fyrir ver-
aldlegum héraðsrétti þannig, að em-
Selfoss
(Lag: Fanna skautar faldi háum).
Hátt í austri skærrauð skarta
skýin ofar Heklu tind.
Eyjafjalla ennið bjarta
undrafagra birtir mynd.
Vestmannaeyjar vaka sunnar,
vítt um hafið streymir fall.
Hilla í vestri heiðar brunnar,
hlær við sjónum Ingólfsfjall.
Silfur fljótsins ákaft eggjar
alla menn að beita stöng.
Glatt í suðri Gaukur hneggjar.
Geislabrautin firna löng.
Traustir drengir verkin vanda,
vorið býr í fólksins sál;
yndið grær til allra handa
andann þroskar vandað mál.
Byggðin þétt um velli víða
vefur sig á þessum stað,
æskustolt með ásýnd fríða
engum tíma forsómað.
Gróðurreitir grænir stækka,
geislaríkur flögrar blær.
Menning vex og húsin hækka,
heilög ást í brjósti grær.
Einar J. Eyjólfsson.
bættlð var dæmt af prestl.
Þegar svo málið kom fyrir Alþingis-
dóm, þótti lögmönnum vitnin ógild, og
loks dæmdi amtmaður ásamt flestum
prestum, að þar sem Ólafur prestur og
Ásmundur bóndi voru sáttir áður og
mál þeirra þar með úr sögunni, væru
vitnin ólöglega leidd gegn presti eftir á,
og því yrði hann ekki dremdur og sökin
dauð. En Jón Árnason biskup var á
annarri skoðun og kallaði hann nú sam-
an prestadóm sinn (synodialrétt) og
dæmdi hempuna af síra Ólafi „því að
honum þótti það maklegast", eins og
tekið er til orða í heimild minni.
S íra Ólafur átti nú fá úrræði, en
eitt var eftir, og það var að skjóta mál-
inu til konugs og biðja hann náðar, en
þá var Jón biskup sálaður og kominn
til sinna sælu feðra, áður en málið yrði
útldjáð að fullu, og varð því prestur
að sætta sig við dóm biskups, og missti
embættið 1747.
Síra Ólafur fékk aldrei uppreisn,
enda „þótti lítilvært um hann, og lifði
hann síðan við lítinn orðstír", eins og
segir í heimildum. — Hann dó 1773,
91 árs gamall, og hafði verið prestur
í 39 ár. — Síra Ólafur var tvígiftur
og segir Daði fróði, að hann hafi átt
barn með seinni konu sinni árið 1771,
þá 89 ára gamall. Honum hefur því
enzt líkamshreysti sín vel og lengi, og
má víst telja hann methafa á íslandi,
fyir og síðar, í þessum efnum, — þó
að hann væri „daufur til prestsverka“
eins og áður greinir.
Barnagæla
v/ð sjóinn
Dimmt loft.
Dagar langir.
Snjókorn falla.
Fuglar svangir.
Fótatak
um fjöruspangir
fjarlægist
í rökkrið.
Kvöldið faðmar
fönn bjarta,
færir í
kápu svarta.
Hægt slær klukka,
hægt hjarta.
Er ekki í
útsogi?
Dynur þungt
við dimm sker.
Enginn kemur.
Enginn fer.
Hver veit,
hvar hönd er,
vörm í gær
á vanga?
J. J.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
17. júlí 1966