Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Blaðsíða 15
SVIPMYND Framhald af bls. 2 klíkunni gott þótti, hafði hann samt myndað sér skoðun á striðinu, hegar Japanir gerðust þátttakendur í því. Sú skoðun var ekki í samræmi við skoðun ríkjandi manna, enda var séð um, að hún kæmi hvergi fram. Þegar farið var að varpa sprengjum á Tókió, fór keisarinn rólegur út í loft- varnabyrgið við höllina og las dæmi- sögur Esóps og landafræðitímarit. Eina nóttina féllu sprengjur á sjálfa keisara- höllina og nokkur útihús stóðu alelda um morguninn, þegar skelfdir Tókíó- búar komu á fætur. „Loksins hefur : verið gerð sprengjuárás á okkur!“ sagði Hirohito himinlifandi. „Að minnsta kosti ætti almenningur nú loksins að láta sér skiljast, að ég lýt sómu örlögum og þjóð min, og að ég nýt engrar sérstakrar guðlegrar vernd- ar!“ En þótt keisari vildi sjálfur draga úr þessum „heimskulega og úrelta átrúnaði“ á sig, var það ekki hægt. Þjóðin var alin upp við það um ótal aldir að trúa á keisarann sem hálfguð, og ríkisstjórnin sá enga ástæðu til þess að draga úr þeirri trú. Eftir því sem Japanir sjálfir segja, þá er það stað- reynd, að í lok styrjaldarinnar hugsaði öll japanska þjóðin miklu meira um það, hver örlög keisaranum yrðu búin, en urn skelfingar atómsprengjunnar. í i augum Japana munaði ekki mikið um þá, sem fórust í Nagasaki og Hírósíma, 1 en hitt var hræðiiegra, ef keisarinn — guðinn — yrði fyrir hnjaski eða móðgr ur.um af hálfu hvítu villimannanna. egar Bandaríkjamenn stigu á land í Japan, voru þeir þegar búnir Douglas MacArtliur og Japanskeisari í september 1945. að gera áætlun um það, hvernig koma ætti á lýðræði í Japan. Mörgum þótti það hlægileg bjartsýni hjá Bandarikja- mönnum að ætla að fara að kenna austurlenzkri milljónaþjóð, sem þeir þekktu ekkert til nema að þeir höfðu barizt við hana upp á líf og dauða undanfarin ár, og ekki hafði þekkt annað en einræði og keisarastjórn í meira en 2.500 ár, hvernig hún ætti að taka upp og tileinka sér vestrænt lýð- ræði, sem Bandaríkjamenn höfðu fund- ið upp fyrir einum 170 árum. Þetta er bandarískur barnaskapur og amerísk bjartsýni, sögðu menn. Með bandarísk- um dugnaði og atorku MacArthurs og manna hans tókst þetta samt. MacArthur á mikinn þátt í því, hvern- ing Japan eftirstríðsáranna er. Hann hefur sagt frá því sjálfur, að ein erf- iðasta stund lífs síns hafi verið að hitta Japanskeisara fyrst að máli og taka á móti uppgjöfinni, án þess að særa til- fmningar þessa viðkvæma manns eða æsa þjóðina upp til reiði. Hann vildi umfram allt vinna traust Japana, sýna þeim fram á, að hans væri valdið, en hins vegar ættu þeir sjálfir fyrr eða síðar að taka við. MacArthur vissi, að mistök eða skortur á háttvísi gat or- sakað kulda, hatur og óvináttu þjóðar- innar, sem mundi þá fremur taka að hyggja á hefndir í stað þess að byggja þjóðfélagið upp að nýju og gera það auðugt lýðræðissamfélag. egar MacArthur ók á fund keis- ara, stóðu japanskir hermenn með al- væpni báðum megin við veginn og sr.eru baki í sigurvegarann, 35 km. leið. Þetta var ekki gert í móðgunar- skyni við Bandaríkjamenn, heldur til þess að vernda þá fyrir æstum borgur- um. Þeir voru ekki æstir vegna kjarn- orkusprengjunnar. Þeim stóð alveg á sama um hana. Þeir voru reiðir og í uppnámi vegna þess, að útlendur djöf- ull ætlaði að dirfast að ganga á fund guðs þeirra og keisara. Sumir höfðu ráðlagt MacArthur að auðmýkja og smána keisarann; svínbeygja hann í duftið frammi fyrir þegnum sínum, svo að þeir sæu, að hann væri bara venjulegur maður og nú valdalaus. En MacArthur var betri sálfræðingur en svo. Hann leit svo á, að áætlun Banda- ríkjamanna um stofnun lýðræðisþjóð- félags í Japan, gæti að nokkru leyti ver- ið komin undir því, hvort keisarinn vildi vinna með sigurvegurunum eða ekki. Keisarinn var mjög taugaóstyrkur og skalf af geðshræringu þegar hann heilsaði MacArthur. Hershöfðinginn sá, hvernig þessum fallna keisara var inn- anbrjósts, og ákvað að gera honum þetta eins auðvelt og unnt væri. Keisar- inn var í jackett og það var auðséð, hver eldraun þetta var honum. Þótt hann tryði því ekki sjálfur, að hann væri sonur sólarinnar, var þetta samt niðurlægjandi athöfn. MacArthur var í khakibuxum og fráhnepptri skyrtu. Hann bauð keisaranum ameriska síga- rettu. Keisarinn þá hana með þökkum. ,.Ég tók eftir því hve hönd hans skalf, þegar ég kveikti í vindlingnum fyrir hann“ segir MacArthur í endurminn- ingum sínum. „Ég reyndi að gera hon- um þetta eins auðvelt og hægt var, en ég vissi, hve miklar og hræðilegar kvalir hann hlaut að þola vegna auð- mýkingarinnar“. 'ohito var að ýmsu leyti feg- inn uppgjöfinni. Það var eins og hann væri leystur úr prísund. Hann afsalaði sér guðdómlegri tign og fór að ferðast um meðal óbreyttra borgara og predika lvðræði. Japanskur almenningur var fyrst skelfdur, og fólk þorði ekki að taka í hönd honum, en smám saman hefur þetta breytzt. Nú er hann vin- sæll og elskulegur keisari í ríki, sem stjórnað er eftir meginreglum lýðræðis og almennra mannréttinda. MacArthur gat ekki fengið betri samstarfsmann, og árangur af starfi þeirra tveggja er aðdáunarverður. júli 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.