Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Blaðsíða 8
Gisli Brynjólfsson: Norður á morgun Samtal vi<5 séra Sigurð Norland aftan í skipið, því að veðurútlit var ótryggt og myrkur fór að. En ekki varð úr því og haft var eftir Guðmundi að hann „vildi ekki láta binda sig “ Var svo haldið af stað, en ekki höfðu þeir lengi farið áður en mjög hvessti á landsunnan. Hvarf þá litli báturinn óð- ara út í særok og náttmyrkur. Næsta dag fannst hann rekinn út á Skaga. Þegar þetta skeði var Hannes skáld Blöndal verzlunarmaður á Blönduósi. Hann orti eftir Sigurð í Vík: Þegar háfölduð geysaði hafaldan frek hrakin af rokinu á stað svo rólegur hann sér við hjálm- umvöl lék sem hreint ekki neitt væri að. Og margoft hann hleypti um sollinn sjó er settu aðrir í land, sem hugaðir þóttu og harðdrægir þó en honum það vann ekki grand. Þegar söng við í röng, þegar svignuðu rár og siglt þótti flestum nóg, þá rólegur sat hann með silfurhvítt hár og í saltdrifinn kampinn hló. Þó freistaði hann aldrei né gerði gys að Guði, sem stýrði hans braut Hann fór ei við blessun hans heldur á mis en hamingja féll í hans skaut. Hið síðasta kvöld, er sigldi hann af stað hann sagði sem áður fyrr: „í Guðs nafni drengir, þó dimmi að, og drögum upp segl. Nú er byr.“ En daginn eftir, er sól reis úr sjó í sandinum fundu menn bát, er þegjandi hermdi harmafregn þá um hugprúða sjókappans lát. Hindisvík er ein af miklum kosta- jörðum Húnaþings með miklum hlunn- indum. Er talið að hún sé „hálf í sjó að gæðum til“ (Föðurtún). Þar er óbrigðul hrossaganga, selveiði, reki, dúntekja og ágætt útræði. En erfitt er að nýta slíklunnindi í fólksfæð sveit- anna nú á dögum. Á Hindisvík er nú löggilt höfn og sr. Sigurður er þeirr- ar skoðunar að þar vaxi upp þorp eða þéttbýli þegar tímar líða. Á jörðinni er timburhús frá tíð föður hans. En sjálfur hefur hann reist tvö steinhús niður við sjóinn. Þau bíða eftir íbúum sinum, sem eiga að nota hin margvís- legu gæði Hindisvikur til lands og sjávar. Bygging þeirra ber vott um bjartsýni og trú hugsjónamannsins. Vonir hans hafa ekki ennþá rætzt. En sú kemur tíð . . . . Fagurbúna bjarta vík, bær og túnið frjóa, logn-við-dúna, dýr og rík, drottning Húnaflóa. Þannig kveður sr. Sigurður um Hind- Framhald á bls. 12 Séra Sigurður Norlanú. Leiðin liggur inn í yfirlætis- laust hús við þéttbýla götu í ofanverðum Þingholtunum. Þetta er í blíðviðri skammdegisins milli þorra og þrettánda þegar regnið streymdi úr loftinu, vegirnir gróf- ust sundur og sumir bæir Suður- lands urðu eins og eyjar í úthafi. Þokugrár regnúðinn leggst þétt að veggjum húsanna svo að þau ger- ast svipþung og alvörugefin. Flest eru þau byggð á öndverðri stein- steypuöld áður en farið var að steypa allt í hóM og gólf og þakið með. Hér eru stigar hússins úr timbri og framan dyra á rúmgóðum pöllum þeirra, er fjölbreytilegt safn skófatnaðar, sem ber vott um að íbúar neðri hæðanna séu á ýms- um aldri. En erindið í þetta hús er ekki við unga Reykvíkinga held- ur aldraðan mann að norðan. Við nemum ekki staðar fyrr en á efstu hæð, í rúmgóðu kvistherbergi með _ útsýni suður og vestur yfir höfuð- borgina þar sem „bændabýlið“ Hótel Saga gnæfir uppljómuð eins og höll ævintýranna vestur á Mel- unum. FYRRI HLUTI Hér innl er fátt húsgagna — lítið um hýbýlaprýði, að ekki sé talað um íburð eða lúxus. Yfir öllu hér, er ein- hverskonar viðlegubragur, minnir á fólk, sem tjaldar til einnar nætur, ætlar brott á morgun. Og satt að segja gæti maður vel ímyndað sér, að þegar hús- „ ráðandanum er horfið Norðurland — þá ætti hann í raun og veru hvergi heima. Hann hvílir á fornum legubekk með sæng fyrir ofan sig og les í lítilli bók, sem hann leggur frá sér á borðið um leið og hann heilsar gestinum. Hvaða bók er þetta? Það er ritgerðasafn eft- ir gríska höfundinn og fyrirlesarann Lukíanus á frummálinu. Svona hefur hann haldið grískunni vel við frá því hann las hana utan skóla heima hjá for- eldrum sínum á Vík á Vatnsnesi fyrir meira en 60 árum. Þeir munu fáir lærðu mennirnir nú á dögum, sem leggja rækt við klassíkina eins og þessi uppgjafaprestur, sem situr hér á móti okkur og segir frá því sem á dagana hefur drifið síra Sigurður Jóhannes- son Norland, sem sjaldan er nefndur á nafn án þess að vera kenndur við bæ sinn, ættaróðalið í Húnaþingi — Hinuisvík (Hamdisvík), Vík á Vatns- nesi. S r. Sigurður er nú hættur prests- 'skap fyrir rúmum áratug, enda með eldri lærðum mönnum á íslandi f. 16. marz 1885. En hann ber aldurinn vel og það er næsta ánægjulegt að eiga tal við þennan sérstæða mann (persónu- leika er nú farið að kalla þá), sem les fornmálin sér til ánægju eins og al- menningur dönsku blöðin og annað létt- meti. En þó sleppt sé fornmenntunum vantar ekki umræðuefni og það fær- ist öðru hvoru allt að því barnslegur hýrusvipur yfir andlit gamla prestsins Helga Björnsdóttir móðir séra Sigurðar Norland. þegar hugurinn reikar til baka — til þess sem er löngu liðið og hann lifir nú í minningunni og gerir lifandi í frá- sögn sinni. Og manni finnst að það sem hann eitt sinn kvað til áttræðs vinar síns gæti hafa verið yfirskrift yfir hverju nýju ári á hans löngu ævi: Nýár, góður gári gefst á tímans hafsjó. Enginn kvíði ári af því sú er hugfró; Öllu forði fári frá oss sá er til bjó æsku og Eygló S vo sem kunnugt er þykir sr. Sigurður Norland ólíkur öðrum mönn- um og þekktur fyrir annað og fleira en prestskap sinn, svo sem hrossaeign, málakunnáttu, skáldskap, órofa tryggð sína við ættaróðalið, Hindisvík, og ó- bilandi trú á framtíð þess og mikið hlutverk í atvinnusögu Húnaþings. Hann er mikill Norðlendingur, svo sem ættarnafn hans ber ljósan vott um og hann er tárhreinn Húnvetningur í báðar ættir. Langafi hans, Jón Sig- urðsson, fluttist frá Stöpum á Vatns- nesi að Hindisvik um 1830 og hafa þeir langfeðgar búið þar síðan. Jón í Hind- isvík var hreppstjóri. Er honum svo lýst, að hann væri: „stilltur maður og siðprúður, drjúgvitur, fjöllesinn en yf- irlætislaus." Eftir hann bjó í Hindis- vik Sigurður sonur hans sjósóknari mik- ill. Hann drukknaði á Húnaflóa á heim- leið úr kaupstaðarferð af Blönduósi 4. nóv. 1890. Þá var hann 62 ára. Var hann á litlum báti með borðviðar- farm ásamt Guðmundi Eiríkssyni vinnu- manni á Valdalæk ((32 ára). í þessari för var Jóhannes, sonur Sigurðar, sem þá var orðinn bóndi í Hindisvík. Var hann á stóru skipi. Vildi hann taka bát þeirra Guðmundar og föður síns 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.