Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Blaðsíða 1
t | 7. tbl. — 19. febrúar 1967 — 42. árg. j Eins og á Norðurlöndum yf- inleitt er nóg af helgum fjöhum á íslandi. Átta Helgafell eru nú á íslandi, hið frægasta á Þórsnesi í Snæfellssýslu, sem og lesa má í Landnámabók, Eyrbyggju og Laxdælu. Snorri, sonarsonur landnámsmannsins Þórólfs Mostrar- skeggs, fór þangað oft til að ráða ráðum sínum, einkum ef mikið var um að vera. Fyrir nokkrum árum gekk ég með vinum mínum upp á annað Helgafelil, um 50 kílómetra suðaustu-r af Reykjavík, og skárum stafi okkar í mjúkt móbergið og höfðum gott útsýni um Hafnarfjörð, Reykjavík og hafið. Það eru um 20 helg fjöll á Austur- landi, en þau eru ekki kölluð Helgafell heldur Goðaborgir. Merk- ingin er dálítið tvíræð, því draga má orðið líka af goði, en til eru líka Ragna- borgir, en rögn eða regin merkja goð. Helgu fjöllin í Loðmundarfirði eru stund um kölluð Ragnaborgir, stundum Goða- borgir (þar má líka vera ein Goða- borg og Ragnaborgir). Sum af nöfnun- um enda á tindur eða fjall. Nokkrar af Goðaborgunum eru í grennd við gömul hof, svo sem í Hornafirði, Álftafirði, JvTorðfirði, Mjóafirði og Vopnafirði (Goðaborg á Krossavíkurtindi). Aðrar eru að minnsta kosti nálaegt hofsnöfn- um í einhverri mynd í örnefnum. Svo í Álftafirði (Hof-Goðatindur), Mjóa- firði (Hof-Goðaborgartindur), Fáskrúðs dal á Múlanum milli suður (austur) og norður dalsins. Goðaborgin á Hallbjarn- arstaðatindi gegnt Þingmúla er fyrst nefnd í íslenzkum bókmenntum þegar á- hugamenn endurreisnartímabilsins fóru að spyrja eftir antiquitates á íslandi. Séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla (1621—1712) sendi sonu sína tvo um 1680 að rannsaka en árangurslaust. Ég get þessa í „Austfirzkum skáldum og rithöfundum", Akureyri 1964. Sjá reg- istur. Goðasteinn, Goðatollur, Goðatún eru heima í Þingmúla. Svo segir í sókna lýsingu frá 1874 og svo er enn í dag. Næst við sjóndeildarhring sögunnar ber hina frægu Goðaborg í Hoffellsfjöllum. mt að er sýnilegt af þessu yfirliti að Goðaborgir eru miklu algengari í fjörðunum en á Fljótsdalshéraði. Það er að minnsta kosti ein ef ekki fleiri Goðaborgir í hverjum firði nema Stöðvarfirði. Þar lagði landnámsmaður frá Þrándheimi Mærina-helgi á fjörð- inn og reisti þar hof, er síðar hefur orðið kirkjustaðurinn Stöð. í öðrum fjörðum er fleiri en ein Goðaborg, svo sem í Reyðarfirði, er auk þess hefur tvær Hólmaborgir, en Sigfús Sigfússon segir að þær heiti Ragnaborgir. Enginn einn maður hefur grafið jafnmikið upp um Goðaborgir og skrifað jafnmikið um þær og Sigfús Sigfússon, er líka skrifaði merkilega grein um þær í Ár- bækur Fornleifafélagsins 1892. Sagnir voru um þessar Goðaborgir að uppi á þeim áttu að vera hofrústir (hof og blóthús) meira eða minna skýrar. Þessar sagnir hafa löngum fylgt Goða- tindi uppi yfir Hofi í Álftafirði (svo sem getið er í Jón Árnason, fslenzkar þjóð- sögur, ný útgáfa II, bls. 87) og Goða- borgartindi uppi yfir Hofi í Mjóafirði, en þar eiga þær að vera í Goðabotni neðan við tindinn. Rústir eiga enn að vera á felli milli Héraðs og Njarðvík- ur, en sögnin er svo ógreinileg að bezt mun að sleppa henni. En hofrústir hafa enn sézt á fjöllum þar sem engra bygg- inga er von eins og á Bjólfi í Seyðis- firði, þar sem stúlku birtist hurð með lykli í og hafði handfang hans til menja. GOÐABOR Á AUSTURLANDI Eftir dr. Stefán Einarsson prófessor Skýrsla um hana var gerð til Commis- sionen for Oldsagers Opbevaring, Kjöb- enhavn 1817. Nokkur goðanöfn eru nefnd í sóknalýsingum 1940. Svo Goðaá í Reyðarfirði sem líklega kemur úr Goðaborg á Stafafelli. firði ( Hoff ell- Goðaborg), Loðmundar- firði (Hofsá-Goðaborgir), Borgarfirði (Hofströnd-Goðaborg). En í nokkuð yf- ir helmingi nafnanna er ekkert samband við Hof. Svo á Mýrum í Lóni, Breið- dal, Reyðarfirði, Norðfirði, Viðfirði og í tveim borgum á Fljótsdalshéraði: Goðaborg á Hallbjarnarstaðatindi í Skriðdal, beint á móti gamla þingstaðn- um á Þingmúla, og Ragnaborg í Fljóts- Goðatindi, fellur um Goðadal, þar sem í henni verður Goðafoss, kemur í sjó við Goð, sem er klettur við ströndina. Fegurst fjall á Austfjörðum er Bú- landstindur inn af Djúpavogi. f honum er Goðaborg, flatur hjalli er snýr fram að sjó. í Búlandsdal er Goðasteinn í mýri og Goðasteinar á holti uppi yfir henni. Saga er um borgina en ekki um steinana. Af öllu því sem vitað er um hof stór og smá (hof, hörga, blóthús) má fullyrða að þau hafi aldrei verið byggð á fjöllum uppi, heldur alltaf niðri í döl- um og fjörðum. Jafnvíst er það, að ekk- ert er eðlilegra en hugsa sér goðin á fjöllum uppi eða í fjöllum eða í klett- um á fjöllunum. Flestar af Goðaborg- unum eru klettar á fjöllum uppi. Goða- borgin á Hoffellsfjöllum er eins og hús í laginu með risi og göflum. Goðaborg- irnar í Hallbjarnarstaðalandi, í Loð- mundarfirði og Borgarfirði eru eins og klettastrýtur. Eins og fjallatindar eru Goðaborgir í Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Norðfirði og Viðfirði. Þá eru margar sem kringlóttar borgir í laginu. Svo er Borgarklettur á Borg á Mýrum, líklega Ragnaborg í Fljótsdal og Hólmaborgir í Reyðarfirði. Svo er líka hin fræga Álfaborg í Borgarfirði eystra, er fjörð- urinn dregur nafn af, og svo er Borg Egils Skallagrímssonar er Borgarfjörð- ur vestra dregur nafn af. ►3 vo sem fyrr segir er það síður en svo óeðlilegt að goð fái bústaði í eða á fjöllum enda eru hliðstæður úr öllum áttum frá fjöllum í Babylon, Ölympos á Grikklandi til Vébjarga í Danmörku. Og úr því landnámsmenn hugðust deyja í fjöll, trúðu á landvætti í fjöllum, en tröll í björgum, huldufólk í hólum og dverga í klettum, þá var ekkert eðli- legra en að goðin fengju að búa í Goða- borgum í fjöllum. Hið víða útsýni goð- anna af fjöllunum minnir á það, að landnámsmenn einir og óðalsbændur létu heygja sig svo hátt að þeir hefðu útsýn yfir landnám sitt og heimili. Þess- ar sögur um menn, sem vilja láta heygja Hvítu deplarnir sýna Goðaborgir á Austurlandi. sig hátt, eru eigi aðeins algengar i Landnámu og sögunum, heldur úir og grúir af þeim í þjóðsögum. í sumum sögum kemur það fram, að goðin hafa flúið úr byggð til að forðast kristnina. Þetta er sagt um dísirnar dökku er flúðu upp á Goðatind eftir dráp Þiðranda á Hofi í Álftafirði. Siðaskiptin eru mál- uð enn sterkari litum í sögnum fró Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal og einkum í sögunum frá Hofsströnd í Borgarfirði, þar sem heiðnir menn og kristnir berj- ast svo sem síðar verður getið. Skýrsla um Goðaborgina í Hoffellsfjöllum í Hornafirði segir frá því sem sjálfsögð- um hlut, að goðin er þar hafi búið hljóti að hafa morð fjár, ef hægt væri að fá einhvern til að rannsaka málið, en það væri helzt óhræddir og vitlausir út- lendingar, sem til þessa myndu fást, en nágrannar þyrðu ekki fyrir sitt litla líf að koma þar nokkuð nærri vegna ótta um slys og ófarnað og ógæfu í bráð og lengd. Þarna hefði enginn kom- ið nema einn smali, er hélt hann hefði séð koparhurð í fjarska eða kopar- hring. Á».ð menn ímynduðu sér að goðin væru auðug í Goðaborgum sínum var skiljanlegt og sjálfsagt með allar þær sögur af fólgnu fé er ganga í landinu í sambandi við hauga víkinga bæði á ís- landi en einkum erlendis. Jafnvel Egill Skallagrímsson hafði fólgið tvær ensk- ar silfurkistur, Aðalsteinsnauta, í feni nálægt bæ sínum. En þar sem fé var fólgið mátti að sjálfsögðu ávallt sjá haugelda. Hetjur eins og Hervör settu það ekki fyrir sig að ganga í haugana til að ná grip eins og Tyrfingi. Þegar ég var að safna örnefnum í Hornafirði, horfðu menn þar enn á haugelda, en sá sem ætlar að ganga í haug mun skjótt finna að ekki er sopið kálið þótt í ausu sé komið. Að sjálfsögðu má hann búast við að honum sýnist hafið ganga á land eða honum sýnist bærinn heima eða kirkjan vera að brenna. Þetta mætti kannski kalla hræðsluundur. Og eins og allt gott og illt til forna ganga þau yfir í þrem hviðum. En þótt menn stæðust allar þrjár liviðurnar, þá var eftir að ganga í hauginn og glíma yið draug. Kannski þurfti að höggva af honum höf- uð eða brenna til kaldra kola. Ekkert slíkt kemur fyrir í Goðaborgarsögunum, eflaust af því að íslendingar hafa ekki lagt það í vana sinn að glíma við guði sína eins og ísraelsmenn. Hræðsluundur fylgja sögnum frá Borg á Mýrum, Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal og Eyri í Reyð arfirði. Hugsanlegt er að þær hafi fylgt í Berufirði og Breiðdal af því menn hafa orðið varir við gullkatla rétt neð- an undir þeim. En þessar sögur eru annars aldrei tengdar Goðaborgunum. I sögunni frá Hoffelli rekst smalinn á hurð og nær þaðan koparhring að gefa kirkjunni. Á Stafafelli er það gullkista sem smalinn nær hring af handa kirkj- unni. Á Hoífellsfjöllum veður smalinn í Framhald á bls. 13 >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.