Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Page 5
„Ég er enn í framför," Edward Albee segir Albee Leikrit er skáldskapur — og skáldskapur er staðreynd, sem er afmynduð og gerð að sann- leika“. Edward Albee setti upp kald- súra auglýsingabrosið sitt um leið og hann sagði þetta. Hann hallaði sér yfir kókinn með sítrónunni í, og svaraði kurteislega spurningum x þá átt, hvort leikrit hans væru sjálfsævisöguleg, og hann svaraði þeim með þessari hárnákvæmni mannsins, sem leiðréttir um leið og hann talar, jafn ósjálfrátt og hann andar. Nei, hann semur ekki sjálfsævisögu- leg leikrit — ef hann langaði í sjálfs- ævisögu, mundi hann bara skrifa hana. Hann semur að vísu natúralísk leikrit; já, jafnvel „Alice litla“ var það, þrátt fyrir allt. Vitanlega er ekkert til, sem kalla mætti „fullkominn natúralisma", í neinu listaverki. „Hefurðu nokkurn tíma tekið samtal kunningja þinna upp á segulband? Það er ekki leikrit. Hins vegar er smíðaefni þitt fólkið, sem þú þekkir, en ekki hitt, sem þú þekkir ekki. En að lokum verður hver persóna ekki annað en stækkun á persónu höfundar- ins sjálfs. Hvað snerti leikritið „A Deli- cate Balance", sem sýnt var í Martin Beck, segir hann: „Það er leikrit og leikrit er skáldskapur.“ Hann hafði skotizt hljóðlega inn í hálfdimma veitingastofuna á mínút- unni klukkan tólf á hádegi eins og um- talað var vegna viðtalsins — grann- vaxinn piltur í víðum buxum, gulleit- um vaðmálsjakka og skyrtu opinni í hálsinn; og þykka, jarpa hárið, sem áður hafði verið snoðklippt, var nú vaxið aftur og þvi veitti ofurlítið fram eins og tízka var á dögum Játvarðs konungs. Þetta var helzti leikritahöf- undur Ameríku á yfirstandandi áratug, 38 ára gamall — maðurinn sem svo glæsilega misþyrmdi sjálfsmynd áhorf- enda sinna með hroðamyndum af hjóna- bandinu, að þeir þökkuðu honum með því að fylla vasa hans gulli. Við fyrstu sýn leit hann út eins og hnugginn skólastrákur. Augnaráðið var ihugandi og athugult — það var augnatillit, sem hefði getað komið illa við samvizkuna hjá áhyggjufullu foreldri. („En, elskan mín, hvað höfum við gert rangt?“). Það var ekki fyrr en hann fór að tala, að hinn spennti, brynjaði maður og hinn athuguli listamaður komu í ljós. Og það var ekki fyrr en félagar hans og með- eigendur, Richard Barr og Clinton Wild- er, komu á vettvang, að aðrar hliðar á honum komu í ljós. F élagarnir í Albarwild Theater Arts, Inc. sátu nú í kringum stórt kringl- ótt borð og skoðuðu á víxl auglýsinga- teikningu vegna leikrita Thorntons Wilders, sem nú eru í gangi í Cherry Lane-leikhúsinu — einu leikhúsanna þar sem þeir þurfa að setja upp níu leikrit á sex vikum. „Við skulum þurrka þessar stjörnur út“, sagði Albee. „Og ættum við ekki að gera nafn Thorntons Wilders meira áberandi?" Félagar hans sam- þykktu þetta. En vandinn var að gera þetta, án þess að auglýsingin yrði of klessuleg. Svo ræddu þeir aðferðirnar til þess. „Svona vinnum við saman að öllu,“ sagði Barr. „Eina undantekningin er sú, að Edward semur leikritin sín einn“. Ánægð þrenning. „ að er ekki af því, að við reynum ekki að hjálpa honum“, sagði Clinton Wilder hæversklega. Framhald á bls. 13. EFTIR ELENORE LESTER FYRIR skömmu kom ungt skáld. hingað til Lesbókarinnar með smá- sögu til birtingar. Ég veitti því at- hygli, að hvergi var rituð zeta í handritinu og spurði hverju það sætti. Hann svaraði: „Þegar ég var í skóla, átti ég í miklum erjiðleik- um með að lœra að rita zetu þar sem hún átti að vera. Ég vildi gjarnan gera mitt til að þeirri raun yrði létt af unglingum í jramtíð- inni“. ’ Þetta svar unga skáldsins varð lér nokkurt | umhugsunar- | ejni, og eftir að [ hann var jar- inn jór ég að ; hugleiða hvað hann hejði til [ síns máls. Ég j komst brátt að __________| þeirri niður- síöðu, að rökvilla jœlist í svari hans. Með því að láta hjá líða að rita zetu þar sem hún á að vera sam- kvæmt lögboðinni islenzkri staj- ra setningu vœri hann að gera þeim erfiðara jyrir, sem nú eru að berj- ast við að læra að setja zetuna á réttum stöðum. Því meðan ekki verður breytt gildandi stafsetningu, eru öll frávik jrá lögboðnum rvt- hœtti steinn í götu íslenzkunem- enda og allra annarra, sem ekki valda til julls réttritun íslenzks máls. Verndun íslenzks máls eins og það er í dag er mikið ajrek lítillar þjóð- ar. Einhverjum kann ef til vill að virðast, að ekki hafi til tekizt á bezta hugsanlega veg, er gengið var til julls frá þeim stafsetningarregl- um, sem nú gilda. Þó munu þeir vera í miklum meirihluta, sem telja vel hafa til tekizt. Og mörgum mun jara svo, að því betur sem þeir lœra málið því betur sjá þeir rökrétta uppbyggingu þess og þœr rökrœnu jorsendur, sem nútímastafsetning byggir á. Þeir sem hins vegar valda ekki málinu og hafa aldrei lært til hlítar byggingu þess og þœr reglur, sem því eru settar, taka gjarnan þá auðveldu stefnu, að fjandskapast við gildandi lögboðna stafsetningu. En hér ber fleira til. Halldór Lax- ness hefur byggt upp sitt eigið staf- setningarkerfi, sem er töluvert frá- brugðið löggiltri stafsetningu. Það mun vera angi af meiði prentfrels- isins, að menn séu ekki bundnir af gildandi stafsetningarreglum í rit- verkum sínum. Einnig kann að vera að menn nái betri blæbrigðum í stíl sínum og frásögn með því að stafsetja á sérstakan hátt. Er að sjálfsögðu ekkert við því að segja og á meðan einhverjir finnast, sem betur njóta skáldverkanna með annarlegri stafsetningu, má telja að hún eigi rétt á sér, af fagurfrœði- legum, listrœnum ástœðum. En þetta mál hefur aðra hlið. Þeir eru t.d. margir, sem njóta verka Halldórs Laxness mun verr fyrir þá sök, að stafsetning þeirra er frá- brugðin því, sem menn eru vanir. Hér er að rœða um sama vanda- mál og margrœdda stafsetningingu á fslendingasögum. Þeir, sem eru verulega handgengnir norrœnum fræðum, munu njóta íslendinga- sagna bezt með þeirri stafsetningu, er tíðkast í útgáfum Hins íslenzka fornritafélags. Hinir, aftur á móti, sem vanastir eru nútímastafsetningu munu bezt njóta íslendingasagn- anna, ef þœr eru fœrðar til stafsetn- ingar samtímans. Virðist það eðli- leg málamiðlunarleið að íslendinga- sögur séu jafnan fáanlegar með hvorri stafsetningunni sem er. Þannig verður bezt stuðlað að því, að sem flestir landsmanna njóti þeirra sem bezt. Sama gæti gilt um ritverk Hall- dórs Laxness. Stór hluti þjóðarinn- ar mundi njóta verka hans betur, ef þau vceru fœrð til nútímastaf- setningar. Leyfi til slíks œtti að vera auðfengið ekki síður en leyfi til að snúa þessum verkum á önn- ur mál. Að sjálfsögðu yrðu verkin jafnan einnig að vera til útgefin eftir stafréttum texta skáldsins sjálfs, fyrir frœðimenn og þá, sem bezt njóta listar þeirra í þeim bún- ingi. Jón Hnefill Aðalsteinsson. 5. marz 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.