Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 6
ins, sem Krúsjeff tók sér aldrei.
Þetta er stór maður með miklar
augnabrúnir, sem hann lyftir stöðugt
eins og með glettnisvip. Brezhnev af-
neitaði aðferð Krúsjeffs og gerði enga
tilraun til að trana persónu sinni fram
á almannafæri. Röddin er tilbreytingar-
laus og hás, en samt getur framkoma
hans verið einbeitt og engan moðreyk
þolað. Kunnugir segja, að hann sé gef-
inn fyrir óhóf það, sem er rússneskt
þjóðareinkenni, þegar hann er í vina-
hópi óg glatt er á hjalla. Sé þetta satt,
þá hafa bæði Brezhnev og Viktoria,
kona hans, látið sér takast að hylja ölí
sín flottheit fyrir augum almennings .
Brezhnevhjónin eiga þrjú börn, tvo
syni, og annar þeirra vinnur hjá utan-
ríkisverzlunar-ráðuneytinu, en hinn
lærir blaðamennsku í Moskvuháskóla,
og eina dóttur, sem Galina heitir og
vinnur hjá blaðagreinaskrifstofu Sovét-
ríkjanna, Novosti. Það er siður sovézkra
íramámanna að trana ekki fjölskyld-
unni mjög fram, en út af því var brugð-
ið, hvað Galinu snerti, er hún fór með
foreldrum sínum í opinbera heimsókn
til Júgóslavíu 1962 og vakti talsverða
eftirtekt með skrautlegum og sýnilega
dýrum klæðaburði sínum. Þegar eldri
sonur Brezhnevs kom til Bretlands, í
viðskiptasendinefnd, vildu embættis-
menn í sovét-sendiráðinu ekki viður-
kenna, að gestur þeirra væri einu sinni
neitt skyldur þáverandi aðalritara.
Brezhnev átti frama sinn í flokknum
Krúsjeff að þakka og ukrainsku flokks-
vélinni. Enda þótt hann væri Rússi,
var hann samt fæddur á ukrainsku stál-
svæðinu Dneprodzerzhinsk og lærði til
landmælinga og síðar málmverkfræði.
Skipulagsstarfsemi fyrir flokkinn meðal
skólabræðra sinna fannst honum mikil-
vægari en lærdómurinn, og hann vann
ekki nema skamma stund eftir próf
sem verkfræðingur. Hann steig stig af
stigi í flokksvélinni, en Stalin virðist
ekki hafa tekið eftir honum fyrr en á
síðasta ári sínu sem einræðisherra þegar
Brezhnev var útnefndur flokksforingi í
Moldálýðveldinu.
í heimsstyrjöldinni síðari náði Brez-
hnev generalmajórstign í hernum —.
sem svokallaður pólitískur kommissar,
en ekki sem herstjórnandi. Þessi stað-
reynd vekur vissar spurningar um hið
enn óskýrða hlutverk hersins í október-
byltingunni. Þegar litið er til baka, er
Framhald á bls. 10.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Alexander N. Shelepin, yfirmaður
öryggislögreglunnar.
stjórnir, svo sem Krúsjeff-Malenkov
(september 1953 — febrúar 1955) eða
Krúsjeff—Bulganin (febrúar 1956—marz
1958), „þegar aldrei lék neinn vafi á,
hvor væri aðalmaðurinn."
Fræðilega er enginn vafi á þvi, hvor
er aðalmaðurinn, en eftirtektarvert ein-
kenni á þessari stjórn er, að aðaknaður-
inn sýnir ekki vald sitt yfir allri stjórn-
málastefnunni, eins og forverar hans
gerðu. Ef til vill væri réttara að segja,
að hið kvika jafnvægi í samvirku for-
ustunni leyfi honum ekki að sýna vald
sitt, jafnvel þótt hann langaði til þess.
L eonid Ilyioh Brezhnev, 59 ára, er
maðurinn, sem Krúsjeff setti í forsæti
æðstaráðsins, þegar hann tók seinasta
fríið sitt, áður en hann lét af embætti.
Síðustu mánuði gömlu stjórnarinnar var
Brezhnev greinilega ríkiserfinginn að
forustu kommúnistaflokksins. Það er
vafasamt, að nokkur samverkamaður
hans hafi reynt að keppa við hann um
embættið fyrir tveimur árum, og síðan
hefur hann orðið fastari í sessi. Síðan í
aprílmánuði hefur hann borið nafnbót-
ina aðalritari — hinn gamla titil Stal-
DÝRKUN
Framhald af bls. 1.
inn viti, að hvaða takmarki.
Fyrst og fremst verður að geta þess,
að þessir menn hafa lifað af tvö ár.
Fyrirrennarar þeirra í samvirku for-
ustunni eða nefndaforustunni í Sovét-
ríkjunum, veittu ekki vænlegt ferðar-
upphaf mönnum, sem veltu Krúsjeff
1964. Af upprunalega hópnum, sem
brauzt inn á síður Pravda, þennan októ-
berdag, er aðeins einn horfinn: hinn
gamli Armeníu-bolsj e víki, Anastas I.
Mikojan. Hann kvaddi glæsilega í des-
ember siðastliðnum. Hann var sjötugur
— jafnaldri Krúsjeffs. Hann sagði af
sér forystu æðstaráðsins, sökum elli og
heilsuleysis — en það voru nákvæmlega
sömu ástæður og gefnar voru fyrir „af-
sögn“ Krúsjeffs: Munurinn var bara sá,
að engin vefengdi skýringar Mikojans.
Mikojan er enn í 31-manns ráðinu, sem
hann var forseti fyrir áður, en nafn
Krúsjeffs hefur verið þurrkað út úr
#tjórmálalífi Sovétríkjanna.
að komið sér saman um fleira en það
eitt að setja Krúsjeff af. Þær upplýsing-
ar, sem fengizt hafa og eru ófullkomn-
ar, jafnvel enn í dag, gefa til kynna, að
hvorki Brezhnev né Kosygin, né nokk-
ur annar einn maður hafi stjórnað sam-
særinu. Þetta var sameiginleg ályktun
alls æðstaráðs kommúnistaflokksins,
sem kom saman að Krúséff fjarverandi,
og fékk meki til aðgerða, þegar Mik-
ojan hinn virðulegi tilkynnti, að sátta-
tilraunir hans hefðu mistekizt.
Það væri nú pólítiskt órökrétt að
halda, að allir séu á einu máli í forustu-
mannahópnum í Kreml, en upplýsingar
um flokkaskipting innan forustunnar
eru torfengnar nú á dögum. Sumir
reyndir skoðendur Sovétstjórnmála játa
— og láta í ljós undrun sína — að for-
ustan hafi öðlazt furðulegt jafnvægi
þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir. „Að-
al-stefnudeilurnar eru ekki milli æðstu
manna forustunnar", segir einn dipló-
mat. „Miklu fremur eru þær innan for-
ustuliðsins sem flokks, og hins ruglings-
lega skrifstofuþrælaliðs, apparatchiki
og lægra settra starfsmanna, sem hafa
vald til þess að hindra framkvæmd
stefnunnar en ekki til að skapa nýja
slefnu“.
Erlendur sendiherra, sem spurður
var, hve lengi samvirka forustan mundi
endast, svaraði: „Að eilífu“. Svona pólí-
tiskum dómi geta menn síðar meir kom-
ið til að sjá eftir, þar eð hann hlýtur að
byggjast á sérlega ófullkomnum upp-
lýsingum um það, sem er að gerast í
ráðunum í Kreml. Sannleikurinn er sá,
að ef Brezhnev eða Kosygin yrði velt
úr sessi á morgun, mundu menn skyggn-
ast vandlega um — og sennilega ár-
angurslaust — til að finna utangarðs-
mann í Moskvu, sem þekkti þessa tvo
foringja og hefði sannanlega sagt, að
hann hefði séð þetta fyrir.
Mikhail A. Sulov, hugsjónasérfræð-
ingur flokksins.
f laustengdari samvirkri forustu
hefði brottför Mikojans valdið upp-
námi, því að það var hann, sem gætti
mundangshófsins milli gömlu forust-
unnar og hinnar nýju. Það var Mikojan,
sem sat við hliðina á Krúsjff, þegar
hinn ókyrri fyrrverandi forsætisráð-
herra kom síðast fram á ókyrrum fundi,
en það var stutt sjónvarpsatriði, þegar
þessir tveir stjórnmálamenn töluðu við
þrjá sovézka geimfara úti í köldum
geimnum á hringferð kringum jörðu.
Tveim dögum síðar, 14. október var
Nikita sjálfur kominn út í kuldann, og
átti þaðan ekki afturkvæmt. Tvær loka-
tilraunir Mikojans til að miðla málum
með foringjanum og æðstu staðgengl-
um hans, höfðu mistekizt og ný Sovét-
forusta var fædd.
Allt frá byrjun sýndu bæði Brez-
hnev og Kosygin eftirtektarvert traust,
bæði á sjálfum sér og hvor á öðrum.
Þeir höguðu sér ekki eins og þeir
byggjust við, að þeim yrði velt úr sessi.
Þarna var enginn asi eftir skjótfengn-
um árangri, eða glæsilegum afrekum
til að réttlæta valdatöku þeirra — sem
hafði komið svo óvænt og verið svo
haglega framkvæmd, að jafnvel stór-
meistari Kreml-refskákarinnar, Krús-
jeff, sá ekki að hann var að verða mát
fyrr en hann var orðinn það. Áætlanir
þeirra um landbúnað og iðnað (þeir
höfðu engar áætlanir um utanríkismál)
voru til langs tíma, og áhrif þeirra
mundu ekki gæta nema smám saman á
komandi árum. Það var sem sagt enginn
asi á þeim.
Sé litið yfir þessi tvö ár, er það
sýnilegt, að þessir tveir menn hafa get-
ir etta er sem sagt einkennileg
forusta. Vestur-þýzkur Kremlfræðing-
ur, Wolfgang Leonhard, hefur skrifað,
að með Brezhnev og Kosygin í tveim-
ur hæstu valdastöðum Sovétveldisins —
annar flokksforinginn en hinn æðsti
maður rí'kisins — séu völdunum skipt
milli tveggja manna á jafnréttisgrund-
velli. Hann segir, að þetta stingi mjög í
stúf við hinar fyrri tveggjamanna-
5. marz 1967