Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 11
Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIR „ÞAÐ sem sagt hefir verið hér að framan um tónakerfi, tón- bil, tónstiga og flutninga þeirna, er sú speki, er menn venju- lega fyrst og fremst öðlast þegar þeir fá kennslu í tónlist. Má og telja það nauðsynlegan grundvöll til að iðka tónlist. En því miður er þessi grundvöllur allt of þröngur, og láti menn þar staðar numið, verður það fremur til að gera þá heimskari en að það bregði birtu yfir efnið, að minnsta kosti ef menn vilja gera sér tónlistina og sögu hennar verulega innlífa. Svo er sem sé mál með vexti, að önnur timabil í sögu tón- listarinnar hér í álfu hafa haft aðra skipan stórskrefa og smá- skrefa en nú var skýrt frá. Ef nú þessar tvær sérstöku tón- tegundir, dúr og moll, eru hinar einu, sem „eyrað“ megnar að greina og hafa unun af, þá er þar með lokað fyrir alla þá tón- list, sem ekki aðeins notar þessar tóntegundir, heldur og aðrar með. Menn standa þá skilningslausir og jafnvel fullir andúðar gagnvart þeirri tónlist, sem byggir á öðrum tónstigum. í þess- um efnum hefir verið unnið óendanlega mikið tjón í tónlistar- kennslu vorri. Nemendurnir hafa verið rammlega lokaðir inni á þeim tónabás, er nefnist dúr og moll, og afleiðingin er sú, að tónlist miðaldanna og endurreisnartímans er þeim óþekkt land. Þó að slíkir nemendur hlustuðu á tónlist frá þeim tím- um, mundu þeir í níu tilfellum af tíu ekki skilja marga tóna af henni, heldur bregðast bráðókunnuglega við tónafarinu. .... Svo óljúft sem mér er að þreyta lesandann, verð- um vér þó enn einu sinni að taka dýfur í þessu efni. Að öðrum kosti lokum vér einnig fyrir oss einu glæsilegasta tímabilinu í sögu tónlistarinnar“ (Frá E. Abrahamsen: Tónlistin, þýð. Guðm. Finnbogasonar, bls. 20—21). Vera má að lesandinn bregðist „bráðókunnuglega við“ því að tónlistin skuli hér tekin fyrir til hugleiðingar. En í ofanskráð- um orðum þess margfróða listamEinns er sitthvað að finna, sem tekur til margra menningarsviða, og ekki sízt til upp- eldismála. Grundvöllur allt of þröngur, útilokun mikilvægra verðmæta, framandleiki, innilokun á básum, andúð á annar- legri hugsun og tilfinningu, og afleiðingin andleg fátækt, öll þessi fyrirbæri koma víða fram þar sem gott uppeldi skortir. Menn glata hæfileikanum til að skilja aðra menn og tala við þá. „Hann er kaþólskur“ segja menn hér á landi. „Hann er Gyðingur", sögðu menn í Þýzkalandi — og það var talin full- nægjandi ástæða fyrir því að maðurinn skyldi drepinn. Ef eitthvað sýnist fnamandi eða lætur kynlega í eyrum fyrst í stað, þá er það þegar í stað fordæmt, t. d. af því að það er garnalt eða kemur frá fjarlægu landi. Ég man þá tíð þegar þýzkir menn höfðu andúð á níutíu gráðu horni, af því að það var af semítiskum uppruna! Aðrir felldu þann dóm yfir Kínverjum að þeir væru „ómúsikölsk" þjóð af því að mörg af þjóðlögum þeirra eru í fimmtónastiga. Þannig er nútíma- menningin full af fordómiun, sleggjudómum, sem ekki eru reistir á neinum rökum öðrum en þeim að ýmislegt er á aðra lund en vér óskum að það sé. Og afleiðingin verður andleg fátækt, orðafátækt, tónafátækt og hugsjónafátækt, og síðast, en ekki sízt, átakanleg fátækt á sviði mannlegra tilfinninga og samúðarkennda. Má þá ekki hver sem vill vera fátækur og fáfróður í and- legum efnum? Má ekki hver maður vera svo heimskur sem hann vill? Þjóðféla-g vort segir ákveðið nei við þessu á viss- um sviðum. Vér höldum uppi fræðsluskyldu og skólanauðung, og verði lúsar vart, þá bregðast menn við. Þetta er gott eins langt og það nær. Hins vegar bregðast menn ekki við þótt margs kon-ar ruddaskapur ryðjist áfram og rífi niður það sem skól-ar og önnur jákvæð uppeldisöfl byggja upp. Andlegar varnir manna eru mjög veikar, og þá hjálp, sem trú, siðgæði og tónlist geta veitt mönnum, kunna fáir að meta, og stór svið andlegrar veraldar eru mönnum lokað land. Tónlistarmenn, sem leitast við að opna oss nýja heima, má óhikað telja til velgjörðamanna mannkynsins. Það sem fegurst er og bezt í tónlistinni, er vel fallið til að hald-a við heilsu sálarinnar og hugga menn í naunum þeirna. Með hvaða móti það gerist, er ekki auðvelt að útskýra, heldur verður að vis-a til reynslunnar þar sem göfug tónlist og söngur eru í heiðri höfð. Reynsla sumra lýðháskóla sann-ar ef til vill einna bezt hve mikið uppeldisgildi góður söngur hefir, þar sem rækt er lögð jafnt við orð og tón-a, því þetta tvennt verður að fylgjast að í uppeldinu. Reynslan sýnir einnig að hnignun tónlistar og almenn upp- lausn fylgjast að. Hvernig þetta varð hjá Grikkjum, má lesa um í bók Platóns, „Nornoi", þ. e. um lögin. Það kann að virðast furðulegt að samband skuli vera á milli landsl-aga og sönglaga, milli virðingar fyrir fagurri tónlist og réttlátum lögum, en þar sem afbrotamenn eru rannsakaðir, kemur í ljós að allnáið samband er á milli andlegrar fátæktar og afbrota. Af ein- hverjum ástæðum hafa margir afbrotamenn lokazt inni á básum þar sem öskur, skvaldur og óhljóð hafa fyllt sálir þeirra í tónlistar stað. — Vér þyrftum því að gefa gaum i ð tónlist og góðum söng í þjóðaruppeldinu, svo ekki fari fyf ir oss eins og Aþenumönnum þegar tónlist þeirra úrkynj-aðist ( g sjálfstæðið gl-ataðist. Á erlendum bókamarkaði Bókmenntir: The Birds Fall Down. Rebecca West. Macmillan 1966. 30/— Rebecca West skrifar ágætar skáldsögur, auk þess yrkir hún og fæst við blaðamennsku. Bæk- ur hennar eru vel uppbyggðar og skemmtilegar aflestrar og meðal þeirra eru: The Thinking Reed og The Fountain Over- flows. Aðalpersóna þessarar bókar er rússneskur greifi, sem lifir í útlegð í París í upphafi þessarar aldar. Hann veit ekki ástæðuna fyrir því að hafa hlotið slík örlög, því að hann er að eigin skoð;m dyggur þegn zarsins og er í aug- um annarra Rússa persónugerv- ingur hins forna Rússlands. Hann er nafn sögupersónunnar, reynir og veraldarmaður og einnig frumstæður og hjátrúarfullur. Nikolai Diakonov greifi, en það er nafn sögupersónunnar reynir að finna ástæðuna fyrir því að hann var gerður útlægur. Það er ekki fyrr en greifinn hittir rúss- neskan byltingarmann og útlaga í járnbrautarlest I Norður-Frakk- landi að málin taka að skýrast. Meginhluti bókarinnar gerist á þessu ferðalagi og þeir atburðir og hið langa samtal leiðir til þess að lausnin finnst á máli greifans. Þetta er löng skáldsaga, um fjögur hundruð síður, og auk þess að vera saga greifans og byltingarmannsins er hún saga hins gamla og nýja Rússlands. Other Worlds. The Comical History of the States and Empires of the Moon and the Sun. Cyrano de Bergerac. Trans- lated and Introduced by Geóff- rey Strachan. The Oxford Libr- ary of French Classics. Oxford University Press 1965. 30/— Þessar bækur eru skrifaðar sem deilurit og háðsrit um ver- aldleg ríki. Sviðið er fært til mánans og sólarinnar og um þessi ríki ferðast höfundurinn Cyrano de Bergerac. Hann var uppi 1619—1655, var hermaður og skáld og setti saman sögur og kvæði. Bækur þessar komu út skömmu eftir dauða höfundar, en þó ekki í heild. Rit þessi voru lítt þekkt á 18. öld. Það er ekki fyrr en á 19. öld, að menn fara að sinna ritum hans. Höf- undur lýsir þeim tækjum, sem notuð voru til ferðalagsins, og ýmsar lýsingar hans minna nokkuð á nútímatæki sem notuð eru til ferðalaga um svipaðar slóðir. Cousin Bette. Part One of Poor Relations. Honoré de Balzac. Translated by Marion Ayton Crawford. Penguin Books 1965. 7/6 Útgáfur Penguin-forlagsins á bókaflokknum „Penguin Classics" eru mjög vandaðar og vel unnar. Hverju riti fylgir ágætur inngangur þar sem til- orðningu ritsins er lýst og þýð- ingu þess fyrir þróun bókmennta og tengsl þess við önnur rit. Cousin Bette var skrifuð 1847 og er ein síðasta stóra skáldsaga Balzacs. Sögusviðið er París og Frakkland á fyrri hluta 19. aldar. Þetta var tímabil mikilla breyt- inga og á þessu tímabili mótaðist það þjóðfélag, sem oft er kennt við Napóleon III. Galdur: Hexen und Hexenprozesse. Die Geschichte eines Massenwahns. Kurt Baschwitz. Deutsche Tasch- enbuch Verlag 1966 DM 4.80. Höfundurinn er blaðamaður, hefur unnið við dagblöð og tíma- rit og dvaldi langdvölum í Hol- landi eftir valdatöku Hitlers. Hann hefur einkum gefið sig að rannsóknum á fjöldahysteríu og sett saman bækur um það fyrir- brigði. í þessari bók rekur höf- undur þær ástæður, sem hann álítur að hafi orsakað galdraof- sóknir og galdratrú, en þessi fyrirbrigði ágerast mjög á 16. og 17. öld. Höfundur styður kenn- ingar sínar með samtímaheim- ildum og segir einnig sögu þeirra manna, sem börðust gegn þessari plágu. Bókin er mjög fróðleg og ítarleg. Ævisögur: Michael Scot. Lynn Thorndike. Nelson 1965. 30/— Michael Scot var einn fremsti andans maður í Evrópu á fyrsta þriðjungi þrettándu aldar. Hann kynnti rit Avicenna og Averroes í Evrópu. Hann lagði stund á flest vísindi þeirra tíma. Hann var alkemisti, læknir, stjörnu- spámaður og prestur. Hann var raunsærri í viðhorfum sínum til fyrirbrigða náttúrunnar en al- mennt var og talið er, að hann hafi með þessu haft áhrif á Rog- er Bacon. Hann fæddist í Skot- landi um 1175, var við háskólann í Oxford og einnig við nám í París. Á síðari árum var hann stjörnuspámaður Friðriks II keisara, en hann átti frumkvæði að ýmsum ritum hans. Michael endurbætti mjög þýðingar á rit- um Aristótelesar og kynnti Evrópumönnum fræði Araba. Höfundurinn er prófessor við Columbía-háskólann og jafn- framt þvi að segja ævisögu Michaels. lýsir hann aldarfari og hugsunarhætti manna í Evrópu á þessu tímabili. Þetta er þörf bók öllum þeim sem áhuga hafa á miðaldafræðum. Grace Before Ploughing. Frag- ments of Autobiography. John Masefield. Heinemann 1966. 21/—• Masefield er lárviðarskáld Eng- lendinga. Hann er einkum ágætt- ur fyrir kvæði sín um hafið og lýsingar sínar á sjómennsku. Hann hefur einnig sett saman skáldsögur og leikrit. Hann fór ungur á sjóinn og flæktist viða. f þessari bók birtast endurminn- ingabrot eftir hann frá því að hann er að alast upp í sveit á Englandi skömmu fyrir aldamótin síðustu. Hann lýsir hér viðbrögð- um sínum sem barns við ýmsum viðburðum og fólki. Frásögnin er mjög fersk og upprunaleg. Hann virðist muna barnæsku sína flestum betur og í þessum skrif- um birtist þrá hans eftir því Englandi, sem þá var og aldrei verður samt. Þetta eru einkar hugljúfar minningar, laglega skrifaðar og einfaldar að allri gerð. Saga: Domeday Book and Beyond. Three Essays ir. the Early Hist- ory of England. F. W. Maitland. With an Introduction by Ed- ward Miller. Collins — The Fontana Library 1961. 9/6 F. W. Maitland var 19. aldar sagnfræðingur og samkvæmt skoðun Actons lávarðar sá fremsti á sinum tíma. Hann var prófessor í Cambridge og skrif- aði fjölda þátta, bóka og greina varðandi ensk lög, en þau skrif, sem þýðingarmest eru, eru at- huganir hans á „Domesday Book“ og ýmsai athugagreinar varðandi enskt þjóðfélag á mið- öldum. Hann kynntist Paul Vino- gradoff 1884, en þessi lærði Rússi skýrði margt, sem mönnum var áður hulið varðandi ensk lög og þjóðfélagsvenjur á miðöldum, og hafði kunningsskapur þeirra mjög frjóvgandi áhrif á Mait- land. Hann taldist til þeirra, sem álitu að rekja mætti þróun höf- uðbóla frá bændaþjóðfélagi Germana og var í andstöðu við Seebohn og fleiri, sem töldu að höfuðbólin væru arftaki róm- versku „villunnar" og rómversks þrælabúskapar. Þessar deilur eru langt frá því kulnaðar og einn fremsti miðaldafræðingur Breta, Sir Frank Stenton, hallast i mörgum meginatriðum að skoð- unum Maitlands Bók Maitlands er mjög lipurlega skrifuð og dregur upp glögga mynd af sam- félagsháttum á Englandi á 11. öld. A Social History of English Law. Alan Harding. Penguin Books 1966. 7/6 Bókin er rituð að frumkvæði útgáfunnar. Höfundurinn las sögu við háskólann í Oxford. Hann tók síðan að leggja stund á sögu og þróun enskra laga og ritgerðir hans þar að lútandi þykja mjög merkar. Lögin eru oft bezta heimild um þjóðfélags- hætti og efnahag auk þess að vera stjórnarfarsleg heimild. f þessari bók rekur höfundur sögu enskra laga frá tímum Engil- saxa og fram undir okkar daga. Lögin eru þær reglur sem skipu- legt þjóðfélag hlítir og af þeim má móta sér hugmynd um þjóð- félagslegar aðstæður hvers tíma- bils, og er þetta efni bókarinnar. Höfundur skrifar skýrt og ítar- lega, bókaskrá og registur fylgja. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H 5. marz 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.