Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Blaðsíða 12
DÝRKUN
Framhald af bls. 10.
einn síns liðs að sáttastarfseminni í
Tashkent, milli Indlands og Pakistan,
varð hann heimskunnur, og frægðin fór
enn vaxandi við myndina af honum, sem
allstaðar var til sýnis, þar sem hann var
tekinn í andliti, hrukkóttur og þreytu-
legur, eftir tvær svefnlausar nætur, að
hjálpa til að bera kistu Lal Bahadur
Shastri frá húsinu í Tashkent, aðeins
fáum klukkustundum eftir að sáttar-
gjörðin við Pakistan var undirrituð.
undanförnum tveimur árum
virðist þáttur Kosygins í samvirku for-
ustinni hafa aukizt, og kunnugir telja,
að hann sé sá eini í hópnum, sem
gæti hótað að segja af sér, og haft sitt
þannig fram án þess að gráðugir vænt-
anlegir eftirmenn tækju hann á orð-
inu.
Þegar þeir tveir koma fram saman
opinberleg- heldur Kosygin sig jafnan
í skugganum af Brezhnev — því að
flokkurinn er enn stjórninni æðri. Sam-
band þeirra tveggja virðist einna líkast
Nikolai V. Podgorny, forseti Sovét-
ríkjanna.
sambandinu milli stjórnarformanns og
aðaiframkvæmdastjóra í fyrirtæki. Ekki
örlar neitt á persónulegri togstreitu
með þeim, heldur vinna þeir saman
sem félagar en ekki sem keppinautar.
Undir stjórn Brezhnevs er kommún-
istaflokkurinn að fjarlægjast alstjórnar-
hlutverkið, sem hann hafði undir stjórn
Krúsjeffs. Stjórnarvél Kosygins er í vax-
andi mæli að stjórna landinu, eftir
roeginstefnum, sem flokkurinn hefur
ákveðið.
Kirill T. Mazurov fyrsti aðstoðarfor-
sætisráðherra Sovétrikjanna.
Svo að sleppt sé skiptingu embætt-
anna milli þessara tveggja manna, þá
hafa þeir komið sér saman um skarpt að-
greinda persónulega ábyrgð, hvað snert-
ir stjórnarstefnu og framkvæmd stefn-
unnar á tveimur mikilvægum starfssvið-
um: Skipulagningu landbúnaðarins og
iðnaðarins. Þetta eru burðarásarnir í
áætlun stjórnarinnar, sem tók við af
Krúsjeff.
Dimitri S. Poljanskí, fyrsti aðstoðarfor-
sætisráðherra Sovétríkjanna.
Landbúnaðaráætlun Brezhnevs var
fyrsta stóra fyrirtæki hinnar nýju
stjórnar, og var tilkynnt í marzmánuði
1965. Hún lofaði hinni gífurlegu upp-
Kosygin heimsækir Hanoi. Við hlið hans stendur Pham Van Dong, forsætisráð-
herra Norður-Vietnams.
hæð, 78 milljörðum dala, í vandlega
skipulagða fjárfestingu í landbúnaðin-
um á árunum fram að 1970. Bændunum
var boðið það öryggi að fá nákvæmlega
að vita, til hvers ætlazt væri af þeim,
og lágmarksupphæð þess fjár sem þeir
gætu búizt við næstu fimm árin (en
áður hafði landbúnaðurinn verið skipu-
iagður til eins árs í senn). Aukin trygg-
ing bættist hér við, þar sem var ákveðið
lágmarkskaup fyrir verkamenn á sam-
yrkjubúum. Aætlun um eignarnám lands
var samin, sem byggðist ekki á neinum
nýjum pappírsgögnum heldur á reynd-
um aðferðum við góða stjórn jarðeigna.
Pjotr N. Demichev, listamálastjóri
flokksins.
Sem stjórnandi hinna draumkenndu land
námsáætlunar Krúsjeffs árið 1954 sann-
færðist Brezhnev um óhagkvæmni stórra
stökka í landbúnaði — og hann var
nægilega heppinn og skynsamur til að
yfirgefa óbyggðirnar árið 1965, áður en
allt fór í öngþveiti. Áætlun Kosygins
er hin margrædda endurbótaáætlun iðn-
aðarins, þar sem reynsla og staðbundið
framtak er í heiðri haft, í staðinn fyrir
fræðilega skipulagningu frá einhverri
aðalmiðstöð. „Aeins fávitar í Peking og
New York kalla þetta afturhvarf til
auðvaldsstefnu“, sagði einn Sovétem-
bættismaður í háði .Að því leyti, að
þarna verður ekki um að ræða neina
einkaeign í stórum stíl, er þetta sann-
arlega ekki auðveldsstefna. En með
auknu afturhvarfi til tækni, sem auð-
valdssinnar eigna sér — ágóðahvatningu,
árangurs miðað við hagnað, framleiðslu
með hliðsjón af framboði og eftir-
spurn — þá er hagspeki kommúnistanna
að fjarlægjast hina róttæku fyrirmynd
gömlu marxistanna, og leita einhvers
rneðalvegar um hagfræðilegt skipulag.
Þetta gerist svo samtímis eftirstríðs-
þróun hagfræði Vestur-Evrópu, fjarlæg-
ist klassiskan kapitalisma, með notk-
un marxísks áætlunarskipulags og þjóð-
nýtingu aðaliðnaðarins.
Aætlanir þeirra Brezhnevs og
Kosygins eru djúpsæjar í fyrirætlunum
sínum um framtíð kommúnistaþjóðfé-
lags, en samt er grundvöllur þeirra
tæknilegur en ekki innblásinn. Þær eru
lagfæringar á núverandi þjóðfélagi, til
þess að gera það virkara — og lengra
virðast arftakar Krúsjeffs ekki horfa
fram í tímann. Ef nokkur þessara manna
hefur gert sér Ijóst, hvernig kommúnism-
inn, sem þeir þykjast vera að byggja
upp, muni verða í sjón og raun eftir
10 eða 25 ár, þá láta þeir það að minnsta
kosti ekki uppi opinberlega.
Það er á þessu sviði hugmyndafræði,
lauslega tengdri utanríkisviðskiptum,
sem eftirmenn Krúsjeffs hafa enga
hreyfingu á sér sýnt. Mennirnir í Kreml
eru eins og langþreyttir og gefa í skyn,
að þeir óskuðu sér þess helzt, að utan-
ríkismálin vildu hypja sig á brott og
leyfa þeim að takast á við vandamálin
heima fyrir. Byrjunartilraunirnar til að
sættast við Kína — því að ekkert bend-
ir tii þess, að deilan hafi verið neitt
aðalatriði um afsetningu Krúsjeffs —
báru engan árangur og Sovétembættis-
menn virðast nú taka þessari klofningu
heimskommúnismans sem sjálfsögðum
hlut. Sovétríkin hafa farið vel út úr
þessari deilu: með því að gera sér að
góðu fall Stalinveldisins og heimta lítið
af bandamönnum sínum. Bæði hug-
myndafræðilega og pólitískt hafa þau
tryggt sér formlega fylgi yfirgnæfandi
meirhluta kommúnistarikjanna, og það
er Kína, sem nú er einangrað.
Hugmyndafræðilegar skoðanir eru nú
næstum horfnar úr utanríkispólitík So-
vétríkjanna. Mennirnir í Kreml hafa
tekið sér þá millistöðu að taka sem vin-
um hverri þeirri ríkisstjórn, sem æskir
vináttu — hver svo sem áhrifin kynnu
að verða á kommúnistaflokkinn heima
fyrir.
Vietnam krafðist meiriháttar við-
bragða af hendi Moskvu. Hversu mjög
Sovétmenn þykjast skyldugir til að
bregða við frekar, er enn óséð. En eins
og forustan er nú samsett og með utan-
ríkisstefnu hennar virðist Vietnamstríð-
ið vera leiðinleg og hættuleg áform, en
ekki neitt afgerandi fyrir hagsmuni
Sovétríkjanna. „Ef bara hægt væri að
iosna við þetta stríð“, sagði Sovétem-
bættismaður", væru möguleikar Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna í samein-
ingu takmarkalausir".
E n djúpstæðara vandamál fyrir
Kreml er hitt að hugmyndafræðin er
einnig að hverfa úr innra lífi manna í
Sovétríkjunum. Þegar aðalviðfangefnið
er orðið það að bæta lífskjörin, er það
erfiðara að fá nýbakaðan háskólamann
eða ungan kvæntan verkamann til að
aðhyllast þessa þokukenndu kenningu
um uppbyggingu kommúnismans.
Eina lausnin, sem hinir núverandi
forustumenn hafa hingað til boðið uppá,
er háværari endurtekning á marx-len-
ínsku meginreglunum, að því er virð-
ist í von um, að stöðug endurtekning
muni nægja, þar sem útskýring yrði
bæði vandræðaleg og ósannfærandi. í
öðru lagi kunna þeir að gera sér ljóst,
Nikolai G. Jegorichev, aðalritari
kommúnistaflokksins í Moskvu.
að áhuginn á kommúnismanum sem
slíkum sé minnkandi, og því sé stjórnin
að gera tilraunir að samsama kommún-
ismanum það sem vekur áhuga. Ef út
í það er farið þá er það kommúnista-
stjórnin, sem nú leyfir fólki að byggjá
yfir höfuðið á sér.
Uppgjörið hjá stjórn Brezhnevs-Kosy-
gins fyrir þessi tvö ár er hagstætt meg-
Framhald á bls. 13.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
5. marz 1967