Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Side 1
Æsandi leit ab lækningarabferb Bftir Lawrence Calton Ekkert hugtak ilækniisfræð- innar vekur þvílíka ógn og óvissu eins og geðklofi. Geðklofinn (söhizophrenia) er með mestu ráð- gátum nútímalæknisfræði, því þrátt fyrir fjöldann allan af tiligátum og eragrúa fórnariamiba vita menn enn sem komið er llítið sem ekkert um orsakir þessa geigvænilega sjúk- dóms“. Þannig komst dr. Leston L. Hav- ens, geðsjúkdómafræðingur við Har- vard-háskólann, nýiega að orði í tímariti ameríska læknafélagsins. um sjúkdómsins. Þegar bandarískir vís- indamenn reyndu NAD nokkrum mán- uðum seinna varð árangur íhins vegar enginn. Til eru tvær kenningar um orsakir geðklofa; sú eldri, sem raunar er enn við lýði, heldur því fram, að orsakir sjúkdómsins séu fyrst og fremst sál- fræðilegs eðlis. Hann eigi rætur að rekja tii ófullkominnar persónugerðar, sem láti undan í lífsbaráttunni, ef aðstæður gerast of óhagstæðar. Hin kenningin telur, að orsakanna sé að leita í efna- skiptum líkamans. Formælendur þessar- ar kenningar segja, að áður en fólk sýkist af geðklofa hljóti að eiga sér stað líieðlisfræðilegar breytingar, sem greini það frá heilbrigðum einstaklingum. Þeir neita því ekki, að sálfræðilegar orsakir kunni að eiga nokkurn hlut að máli, en hinn líkamlegi veikleiki hljóti að vera fyrir hendi fyrst. Sú óvissa og ringulreið, sem tengd er geðklofa, er sífellt endurvakin. Nær samtímis því að áðurnefnd grein Havens birtist skýrði kanadískur vísindamaður frá því á læknafundi í New Vork, að fundið væri efnasamband, NAD, sem virtist þess megnugt að eyða einkenn- Síðarnefnda kenningin á vaxandi fylgi að fagna. í þeim hópi eru margir kunnir líffræðingar, erfðafræðingar og geðlæknar. Nokkrir þeirra tóku nýlega höndum saman og stofnuðu félag (The ■* v . ...... : 'v' I: Kousseau þjáöist af geöklofa um Uma, Kierkegaard er talinn hafa þjáðst af geð Klofa um tima. American Sohizophrenia Foundation), sem hefur það að markmiði að beita sér fyrir auknum lífeðlisfræðilegum rannsóknum. I>essir menn telja hið sál- fræðilega viðhorf ófrjótt, en gera sér vonir um, að þótt engin óræk sönnun sé enn fengin fyrir hinum lífeðlisfræði- lega þætti, muni þó rannsóknir á því sviði innan tíðar leiða til aukins skiln- ings á geðklofa og til þess, að við sjúk- dóminn verði ráðið. Þeir benda í þessu sanibandi á þann árangur, sem náðst hefur við sykursýki, annan útbreiddan og alvarlegan sjúkdóm. Meir en helmingur allra geðsjúklinga í Bandaríkjunum er haldinn geðklofa. Talið er að í Norður-Ameríku allri séu um tvær milljónir manna meira eða minna þjáðar af þessum sjúkdómi, og að um 1% allra jarðarbúa hafi haft, hafi eða muni fá geðklofa! Þessi hundraðstala virðist vera hin sama hjá öllum kyn- þáttum, þjóðum og þjóðfélagsstéttum. Fólk getur fengið geðklofa á öllum aldri, jafnvel í bernsku, en algengast er þó, að sjúkdómurinn komi fram á aldrinum 16—30 ára. Margir fá aldrei bata. Þótt róandi lyf hafi í seinni tíð hjálpað á margan hátt, hafa þau ekki hækkað hundraðstölu þeirra sem ná bata. Dr. Don D. Jackson við læknadeild Stanford-háskólans segir að geðklofa- sjúklingur, sem lagður er á sjúkrahús, hafi litlu meira en helmings likur á því að verða starfandi þjóðfélagsþegn á nýjan leik. í álitsgerð „American Schizophrenia Foundation“ segir, að um þriðjungur sjúklinganna fái bata, þriðj- ungur taki aldrei neinum framförum og þriðjungur útskrifist af sjúkrahúsum án þess þó að hafa náð sér svo, að þeir séu færir um að lifa heilbrigðu, ham- ingjusömu lifi. Margir úr síðastnefnda hópnum munu, að því er segir í álits- gerðinni, gera tilraun til að svipta sig lífi. Geðklofi er ein meginástæða þess, að sjálfsmorð eru þjóðtfélagsvandamál 1 Bandaríkjunum. Einkenni geðklofa eru næsta marg- vísleg. Sjúklingurinn sér umhverfi sitt og tilveruna í eins konar spéspegli. Litir fá óvenjulegan skærleika eða verða lit- lausir. Hlutir, sem séðir eru í þriðju vídd, virðast flatir. Misskynjanir eru tíðar. Frakki, sem hangir á snaga, breyt- ist í bjarndýr. Barni getur sýnzt leik- félagi sinn breytast í Ijón um stundar- sakir. Ofheyrnir eru tíðar; sjúklingur- inn heyrir raddir, sem skipa eða ásaka. Þessara ofskynjana verður einnig vart í sambandi við önnur skilningarvit, svo sem lykt, bragð og snertingu. Geðklofa- sjúklingar virðast stundum ónæmir fyrir sársauka, en geta samtímis kvartað yfir undarlegum tilkenningum, t. d. að ormar skríði milli holds og hörunds. c júkdóminum fylgja einnig trufl- anir á öllu hugarstarfi. Hjá sumum sjúklingum verður hugsunin svo hæg- geng, að ályktunarhæfileikinn truflast eða týnist með öllu. Aðrir kvarta yfir, að hugsunum sé „stolið“ tfrá þeim. Hjá sumum gætir ofcóknarótta, aðrir telja sig handhafa æðstu valda. Skyndilegur, óljós ótti og þunglyndi eru líka algeng fyrirbæri. Þýzki geðlæknirinn Emil Kraepelin greindi, þegar á 19. öld, fjóra undir- flokka geðklofa á grundvelli sjúkdóms- einkenna. Flokkun þessi, sem enn er notuð, er á þessa leið: 1. Hebefrenía. Helztu sjúkdómsein- kennin eru alls kyns fáránleiki í athöfn- um, hrekkir, afbrigðileg glysgirni og sótthræðsla. 2. Katatonía. Sjúklingurinn er þögull og ótframfærinn. Oft er hann tímunum saman hreyfingarlaus í óþægilegum og afkáralegum stellingum. Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.