Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Page 10
saman, en nær þó aldrei fullum afköst- um á ný. U t frá þessum staðreyndum, rann- sókninni á flakinu og fátæklegum vitn- iiburði þeirra, sem af komiust, gátu sérfræðingarnir gert sér ljósa grein iyrir Ihinu örlagaríka flugi „Elektra-vél- &rinnar“ við Boston. Klukkan 17:39 snúast hreyflar El- ektra-'vélarinnar" með fullri flugtaKs- orku. Fitts, flugstjóri, lyftir fæti af hemlinum og flugvélin þýtur af stað. Tuttugu sekúndum síðar lyftir (hún sér frá jörðu á réttum hraða, 224 km/klst. Sex sekúndum síðar flýgur vélin, sem hefur aukið hraðann í 283 km/ klst., í gegnum fuglager, sem í eru um 10.000 starar. Mennirnir í stjórnklef- anum heyra, hvernig hver fuglinn á fæt- ur öðrum skellur á rúðum stjórnklef- ans og taka eftir því, að blóð og fiður byrgja allt útsýni. Einni sekiúndu eftir áreksturinn við fuglagerið minnkar orka hreyflanna skyndílega. Hreyfill nr. 2 spýr eldi og reybgusu, flugvélin hnykkist til vinstri, en Fitts getur varn- að því að flugivélin taki dýfu til vinstri. „í sjálfu sér var það ekki til- takanlega alvarlegt, að hreyfill nr. 2 skyldi stöðvast“, segir í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. „En þegar hreyf- ill nr. 2 stöðvast samtímis því að orka hreyfils nr. 4 minnkaði, sótti vélin af miklu afli til vinstri, og þessi ásókn óx enn, þegar hreyfill nr. 4 tók fyrr við sér aítur en hreyfill nr. 2.......“ Flugmennirnir hafa aðeins ellefu sek- úndur til umráða fyrir sína örvænting- arfullu baráttu eftir gangtruflunina í hreyfiunum. En gegn stíflunni, sem fuglarnir orsökuðu, eru þeir gjörsam- lega varnarlausir. Til að bæta gráu ofan á svart bilar einnig hraðamælirinn á þessu örlagaríka augnabliki, og flug- mennirnir hafa ekki einu sinni hug- mynd um, 'hvort þeir fljúga nógu hratt. Dauðastríð hinnar veltandi flugvélarar varir í þrjár sekúndur. Hún hægir flug- ið, stefnir nefinu upp á við, missir flug- íð og hrapar. Úr tæplega 40 m. hæð fellur hún eins og steinn og skellur — eftir 27,5 sek- únda flug — í sjóinn. Eina leiðin til björgunar hefði verið að beina flug- vélinni niður á við, svo flughraðinn yk- ist, en „Elektra-flugvélin" flaug ekki næg-iega hátt, að svo mætti verða. b etta sama haust varð annað óhapp með „Elektra-vél“, sem á síðasta augnabliki megnaði að hætta við flug- tak, eftir að hún hafði lent í árekstri við starahóp. Þetta varð til þess, að sér- íræðingarnir, sem unnu við rannsókn flugslyssins við Boston urðu þess nú fullvissir, að tilgátan að starar valdi flugslysi hefði ekki verið út í bláinn. Bandaríska flugmálastjórnin fól, eins og áður segir, fluglæknisdeild Rannsóknar- stofnunar Oklahoma-ríkis að rannsaka hið leyndardómsfulla atferli smáfugl- anna gagnvart flugvélum. Strax við fyrstu afchugun þeirra fé- laga, Swearingens og Mchlers, kom „ást“ staranna á „Elektra-vélum“ fram. Fjölmargir flugmenn höfðu veitt því at- hygli, að starahópar söfnuðust að „Eiektra-flugvélum" þeirra strax eftir að hreyflarnir höfðu verið ræstir, og þá töldu þeir ráðlegt að stöðva hreyflana, til að koma í veg fyrir, að fuglarnir soguðust inn. „Þá hófum við 'hjá Okla- homa-flugvelli at'huganir á lendingum og flugtaki flestra flugvélategunda“, segir í skýrslu vísindamannanna ....“ og í ljós kom, að eiíthvað í hljóði , Elektra-hreyflanna“ dró stara til sín; einkum ef fæðuöflun þeirra var erfið- ieikum háð“. Hávaði frá öðrum flug- vélum virtist engin áhrif hafa á þá. Með oscillografískum samanburðar- rannsóknum tókst fuglafræðingunum £.ð leysa gátuna: í hljóðrófi „Elektra- hreyflanna“ er að finna heyranlegt tíst, sem samsvarar í tíðni og bylgjulengd tisti engispretta. En engisprettur eru einmitt uppáhaldsfæða stara. Með öðrum orðum: „Elektran" með flugleiðarnúmerinu 375 hafði sjálf kall- a'5 yfir sig örlög sin við flugtakið á Boston-flugvelli. Þessari vitneskju ríkari var það auðvelt verk fyrir flugvéla- verkfræðinga að draga úr „dauðatísti“ Elektra-flugvélanna. Af gömlum blöÖum Framhald af blaðsíðu 6. Þetta þótti svo 'hreystilega mælt, að menn rýmdu óðar fyrir honum, og hundrað bollarnir voru drukknir á hans kostnað. Anna vert var ekki nettur kvenmaður, hrjúf í framkomu og orð'hákur ef því var að skipta. En hún mátti ekkert aumt sjá, gaf hungruðum og klæðalitlum mat og föt, og með afbrigðum barngóð. Hún gerðist nokkuð drykkfelld. Eitt sinn er Bensi í Þórukoti hafði drukkið um of og fór út til að æla, heyrði hann sárar stunur er hann fór inn til að hlaða meira. Þetta var Anna, sem spúði ákaft. „Þér er illt auminginn", sagði Bensi en fékk ekkert svar. Hann labbaði þá burt og sagði um leið: „Hvað er mér að tala um þetta, ég sem var að þessu áðan“. Bensi var einstakt valmenni, þó hann væri nokkuð fyrirferðarmikill drukkinn. Anna lýsti vel þessu tímabili síðar er hún sagði: „Það var á þeim góðu og gömlu dögum, þegar maður háttaði klukkan þrjú og sofnaði ælandi". Heim- vonin hjá Önnu minni hefir verið góð. Gæðin voru miklu meiri en gallarnir. Haustið áður hafði ég fengið mislinga í Reykjavík, var talsvert veikur og hafði enga maiarlist. Það var farið suður í Kaplaskjól til að kaupa mjólk, gömul kona átti þar eina kú, og af því eftir- spurn var mikil seldi hún pelann á 10 aura. Það þótti óheyrilegt okur. Og um vorið voru mislingar fyrir norðan og á eftir kom barnaveikin. Við Pétur bróðir vorum strax sprautaðir og batnaði fljótt. En Hansína mín var of seint sprautuð. Hún veslaðist upp á tveim mánuðum, úr óðatæringu að sagt vair, en ég held það hafi verið afleiðing barnaveikinnar. Pabbi var varla mönnum sinnandi. Númskeið áný Við vorum víst um tuttugu saman, sem lögðum á stað í námsferð suður haustið 1906, og gistum flest í Hrúta- tungu. Við fengum nýtt dil'kakjöt að borða og kjötsúpu, miklu meira en við gátum torgað. Svo ærsluðumst við eins og fífl, er við áttum að fara að sofa. Næturgreiðinn og vöktun á hestunum kostaði 1 krónu fyrir hvort okkar. Það þætti víst ódýrt nú. Við fórum í fylkingu yfir heiðina. Ein í hópnum var Laufey Valdimarsdóttir, sem hafði verið um sumarið á Stóru- Borg. Það var sagt, að hún hafi verið trúlofuð glæsimenninu Vil'hjálmi á Stóru-Borg, en þau aðskilin. Laufey giftist aldrei, en Vilhjálmur fór til Am- eríku. Við urðum að bíða heilan dag á Borg- arnesi eftir flóabátnum Ingólfi, mér var illt í höfði, hafði verk fyrir brjóstinu og var dofinn og máttlaus. Ég lá einn dag eftir að ég kom suður, en fór þá á fætur og niður í Verzlunarskóla, til að vera við skólasetninguna. Við vorum fjórtán, sem settumst í þriðja bekk, tvær stúlkur og tólf piltar. sá elzti um 25 ára, en við þrír um 16 ára. Öll lukum við prófi vorið eftir. Þegar ég fór heim úr skólanum klukk- an þrjú, slagaði ég á götunni eins og drukkinn maður. Ég fór strax upp i rúm því fólkið sá, að ég var mikið veikur. Hitinn var nærri 41 stig, og í ofboði var sent eftir Guðmundi Hannessyni héraðslækni, síðar prófessor. Hann kom strax og er hann sá mig sagði hann: „Hvað voruð þér að álpast suður“, hélt víst að ég væri með taugaveiki sem þá var útbreidd í bænum. „Yður varðar andskotann ekkert um það“, sagði ég, því ég var og er sóttkaldur. Hann skoð- aði mig nákvæmlega, ég var með lungnabólgu og brjósfchimnubólgu, sem ég hefi aldrei losnað við. Ég lá í nærri tvo mánuði en komst þá á lappir, af því Guð mátti ekki missa mig, þurfti að hafa mig í snúningum. Ég var eftir mig mest allan veturinn, orðinn langt á eftir í skólanum, en fékk þó að halda áfram og gerði það, sem ég gat. Ég vakti fram á nótt og stautaði mig fram úr þýzkri verzlunarlandafræði með þýzk-danskri orðabók. í skólanum var líí og fjör, við rákum einn kenn- arann og settum bæinn á annan endann af hneykslun. Ég hefi alltaf séð eftir þessu, vegna þess að þetta var gamall, stórlátur maður, sem tók móðgunina mjög nærri sér. Ég var þó með lífi og sál í sprellinu. Það stóð til að reka okkur öll, en af því Verzlunarskólinn var svo ungur hélt skólastjórnin að það riði honum að fullu. Því kom öll skólanefndin á fund niður í skóla, við vorum öll kölluð fyrir, en Jón Ólafsson formaðurinn hélt yfir okk- ur dómadags skammaræðu. Er ræðunni lauk reis úr sæti málsvarinn, sem við höfðum kosið, einn af „Vormönnum ís- lands“ frá Akureyri. En þá hvessti Jón á hann augun og sagði: ,þegið þér“, og minn maður settist. Menntaskólastrákarnir höfðu ekki lit- ið á okkur frekar en hunda áður, en nú sóttust þeir eftir að vera með þess- um ferlegu uppreistarmönnum. Tryggvi Kvaran leitaði mig uppi, vegna þess að honum fannst ég vera glansnúmer á Húnvetningum, vera sómi fjrir héraðið. Fjárkreppa hafði skollið á 1908, og sagði skólastjórinn okkur í tíma, að 29 kaupmenn fyrir norðan væru farnir um, fengju ekki vörur. Þá var einnig bylt- ingin í Landsbankanum, en skólastjór- inn var þar við endurskoðun. Hann nefndi sem dæmi, að einn útgerðar- bóndinn á Seltjarnarnesi væri í ábyrgð- um fyrir 117 þúsundum, sem hann taldi ógætilegt. Víst eru bankastjórarnir ó- gætnir í útlánum, bæði fyrr og nú, því allar skuldir þarf að borga. „Ykkur ferst þessum bankastjórum sem allir ættuð að vera í tukthúsinu", sagði pabbi við einn. Sá var stórmenni að göllum og gæðum, og misvirti bersöglina ekk- ert við pabba. En púðursprengjan í glugga íslandsbanka vakti ógn og skelf- ir.gu í bænum. Á öskudaginn labbaði Tryggvi Gunn- arsson ofan á planið við steinabryggjuna „Tryggvasker“, eins og hann var vanur. Hann var akfeitur. En þegar Jón gamli ,,Forni“ kom þangað haltrandi rak Tryggvi upp hrossahlátur. „Að hverju ertu að hlæja, að hverjum andskotanum ertu að hlæja, þú ert alltaf sami bölvað- ur háðfuglinn", sagði Forni gamli hryss- ingslega. En Tryggva datt ekki í hug að segja vini sínum frá kálfsrófunni, sem strákarnir hjá Thomsen höfðu nælt aft- an í Forna. Og svo komu forsetarnir heim. Ég var við skúilhornið hjá Sameinaða, þar sem nyrðra hornið á Eimskip er nú. Þetta var um fjöru og báturinn lenti fremst við steinbryggjuna. Gífurlegur mann- fjöldi var þarna viðstaddur, fylking fram eftir bryggjunni, en renna mann- laus á henni miðri. Fyrir forsetanum gekk Þorvaldur pólití með stafinn á lofti og hermannlegur að vanda, svo var Björn ráðherra, þá Kristján Jónsson en Hannes Þorsteinsson síðastur. En Jónas pólití rak lestina og var ekkert her- mannlegur. Ég man ekki til, að ég heyrði neinn hávaða eða orðaskipti fyrr en kom upp í Austurstræti, en æsingin í fólkinu var auðfundin. Er fylkingin framan af bryggjunni kom þangað, sem .ég stóð, varð þrýstingurinn svo mikill að ég tókst á loft og barst þannig yíir að Ingólfshvoli. í Austurstræti var gí±ur- legur mannfjöldi og æsing, sumir hr^p- uðu „lengi lifi Björn Jónsson“, en aðrir grenjuðu þá „niður með ráðherrann“. Menn hrópuöu á Björn að koma fram, og að lokum birtist hann upp á altan- inu. Sló þá öllu í dúnalogn, en Björn þakkaði fyrir þessar hlýju viðtökur. Þá ætlaði allt vitlaust að verða, Björn fur inn en ég flýði vígvöllinn. Ertu búinn að fá verkefnin? sagði Tryggvi Kvaran, er ég hitti hann niuur í bæ seint í apríl. Ég glápti og skilli ekkert. Það eru verkefnin í dönsku, ensku og þýzku stílana, sagði Tryggvi, komdu með mér. Og við vestur í Dckt- orshús, hittum þar ágætan mann, síuar doktor og prófessor í Danmörku, og verkefnin voru mín. Við vorum þrir, sem æfðum okkur saman, þeir yngslu. Við vorum hátt uppi, er við marséruð- um niður í bæinn. En þá var allt komið í háa loft, fleiri voru með verkefnin, en hinir Jhótuðu að klaga. Því fengu allir eintak. Ég man alltaf andlitið á honum Jóni Ófeigssyni, er við vorum að skila stílunum. Þetta gekk eins og skot, cg hann sá að stílarnir voru miklu betri, er. hann hafði búizt við. Ég hafði vit á að skila með þeim síðustu. Svo var prófið búið, ég næst neðstur, hálærður maður með hvíta silkihúfu. Hannes Jónsson. Draumur leiisndans Eí!ir Ævar R Kvaran Á stormrenndu hafi rúms og tíma ég braut mitt fley og sökk í ómælisdjúp undirvitundar minnar. Þar reikaði ég um ægis auðnir yfir rauð og græn hraun kóralla gegnum litríka húmrökkvaða þangskóga iðandi af lífi. Loks birtist kristalshöll Neptúnusar í glitrandi og geis’andi r egnbogal j ósum. „Hvers leitar þú, vegfarandi?“ „Ég ráfa í myrkri í leit að ljósi. Hvar finn ég það?“ „Það býr í þér sjálfum. Þú ert dropi hafsins eina; þú ert neisti alheims eldsins; þú ert brot hins eilífa lífs. Leitaðu þegar upphafs þíns og renn eins og lækur 1 hafið. Þá mun leit þinni lokið.“ 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. marz 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.